Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Af með bensínlokið, þetta er vopnað rán.
Ljóðakvöld í Danmörku
Tvítyngd
ljóðaútgáfa
MENS solen stadiger fremme erheiti nýrrar
ljóðabókar eftir Önnu S.
Björnsdóttur sem Salka
gefur út. Hér er um tví-
tyngda útgáfu að ræða þar
sem standa hlið við hlið
ljóð Önnu á íslensku og
danskar þýðingar þeirra
sem Anna vann í samvinnu
við Søren Sørensen og
Rikke May Kristþórsson.
Myndina á kápunni gerði
Anna Guðrún Torfadóttir
myndlistarmaður.
Anna S. Björnsdóttir
verður með ljóðaupplestur
í tveimur listagalleríum í
Danmörku strax upp úr
helgi. Mánudaginn 4.
ágúst mun hún lesa á Gall-
eri Tarp á Knøsen á Jót-
landi, en það er myndlistarkonan
Ulla Tarp Danielsen sem á gall-
eríið og rekur, og daginn eftir
verður hún á Galleri Katedralen á
Skagen sem Marín Magnúsdóttir
rekur. Þar munu Anna og rithöf-
undurinn Vagn Predbjørn Jensen
lesa úr eigin verkum, en bæði
ljóðakvöldin hefjast kl. 20.
Hvernig er hugmyndin að út-
gáfunni til komin?
Mér þykir vænt um Danmörku
og fer oft þangað í heimsókn. Í
gegnum tíðina hef ég eignast mik-
ið af góðum vinum á Norðurlönd-
um sem langaði að geta skilið
ljóðin mín. Um tíma orti ég meira
að segja á dönsku og í ljóðabók-
inni minni Í englakaffi hjá
mömmu frá árinu 1996 mátti
finna nokkur ljóð á dönsku. Í
þessari nýjustu bók minni eru
hins vegar öll ljóðin upphaflega
ort á íslensku og síðan þýdd yfir á
dönsku.
Hvernig gekk samstarfið fyrir
sig?
Ég byrjaði á að grófþýða ljóðin
yfir á dönsku fyrir Søren Søren-
sen sem stílfærði þau og síðan las
Rikke May Kristþórsson handrit-
ið yfir og sá um alla samræmingu.
Að lokum las ég handritið yfir
ásamt Hildi Hermóðsdóttur og
við gerðum lokalagfæringar. Það
var mér mikill styrkur að gefa
bókina út hjá Sölku því ég hefði
aldrei getað staðið í þessu ein.
Bókin lítur kannski sakleysislega
út, en það liggur gífurleg vinna að
baki henni.
Hvert er yrkisefni bókarinnar?
Yrkisefnið er lífið sjálft, ástin
og dauðinn og einhver sálfræðileg
brú þarna á milli. Við erum alltaf
stödd á þessari brú milli ástarinn-
ar og dauðans. Raunar má segja
að í bókinni sé nýjum tímum fagn-
að. Í ljóðunum er ég að hvetja fólk
til þess að sleppa fjötrum sínum
og þora að halda áfram. Við erum
alltaf að ganga yfir brýr til þess
að ná einhverjum áfanga, en svo
verðum við að geta haldið áfram
og gengið inn á næstu brú. Ég er
svolítið upptekin af hugmyndinni
um brýr þessa stundina. Þannig
er þýðing ljóðanna brú í sjálfu sér
og á þann hátt myndar bókin brú
milli Íslands og Dan-
merkur.
En áður en ég held
til Danmerkur mun ég
staldra við á Biskops-
Arnö í Svíþjóð til þess
að taka þátt í Rithöfundaþingi
sem haldið er þar árlega.
Er mikilvægt að taka þátt í rit-
höfundaþingum?
Já, þetta eru afar þýðingar-
miklir fundir. Þetta er þriðja
þingið sem ég tek þátt í á fimmtán
árum. Á slíkum fundum gefst
tækifæri til þess að hitta starfs-
félaga sína því þarna koma saman
höfundar frá Norður- og Eystra-
saltslöndunum. Það var einmitt á
slíku þingi sem ég kynntist bæði
öðrum þýðanda mínum, Søren Sø-
rensen, og rithöfundinum Vagn
Predbjørn Jensen. Í raun má
segja að bókin nú sé afrakstur af
samvinnu sem byrjaði á svona
þingi.
Hvað tekur svo við þegar heim
kemur?
Ég er að fara að flytja til Þórs-
hafnar á Langanesi þar sem ég
mun taka við hópi sex ára nem-
enda í haust, en síðustu tvö árin
hef ég kennt á Húsavík. Kannski
má segja að ég sé með þessu að
feta í fótspor afa míns, en hann
var farandkennari í Þingeyjar-
sýslum um aldamótin. Kennslan
er einmitt hinn hlutinn af lífi
mínu, en það virðist fara vel með
skrifum mínum að kenna. Ég
hlakka til að taka við nýjum bekk,
því mér finnst mjög gaman að
kenna og reyna að láta þannig
gott af mér leiða. Ég hlakka til að
fara til Þórshafnar, enda þykir
mér afar gott að búa nálægt haf-
inu, því þar má svo auðveldlega
finna samhljóminn við bylgjurnar
í okkur sjálfum.
Ertu með nýja ljóðabók í smíð-
um?
Já, er komin með talsvert efni í
nýja ljóðabók. Það er meira að
segja komið á hana nafn, en hún á
að heita Yfir hæðina, en brúin og
hæðin eru einmitt nátengdar
myndir. Stundum bíður maður
eftir því að einhver komi yfir
hæðina til sín, en
stundum getur maður
einfaldlega farið yfir
sjálfur. Við konur, sem
komnar erum á miðjan
aldur, erum hættar að
bíða og farnar að fara sjálfar yfir
hæðina. Þannig legg ég áherslu á
að við verðum gerendur í lífi okk-
ar. Sumir halda að maður sé stöð-
ugt að skrifa sig frá hlutunum, en
í raun er maður að skrifa sig til
þeirra; taka sér stöðu í lífinu
hverju sinni, sem er auðvitað sí-
breytilegt. Þannig er næsta bók
mín einnig tengd þessari hug-
mynd að einhverju leyti.
Anna S. Björnsdóttir
Anna S. Björnsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1948. Hún lauk
kennaraprófi 1969 og hefur um
árabil kennt í grunnskólum víðs
vegar um land. Á síðustu fimm-
tán árum hefur Anna gefið út sjö
ljóðabækur. Um miðjan júlí gaf
Salka út áttundu ljóðabók Önnu,
Mens solen stadig er fremme í
tvítyngdri útgáfu. Um er að
ræða danska þýðingu á nýjustu
bók hennar Meðan sól er enn á
lofti, sem út kom 2001, þar sem
íslensku ljóðin standa við hlið
þýðinganna. Anna á fjögur upp-
komin börn.
Upptekin af
hugmyndinni
um brýr
Kynnti sér möguleg
þjóðgarðasvæði
SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð-
herra, hefur verið á ferðalagi um
Vestfirði þar sem hún skoðaði svæði
sem eru í drögum að náttúruvernd-
aráætlun, en áætlunin verður lögð
fyrir Alþingi í haust. Alls eru 77 svæði
á landinu öllu í drögunum en af þeim
eru þrjú á Vestfjörðum.
Siv heimsótti meðal annars Látra-
bjarg og Rauðasand en gert er ráð
fyrir því að svæðið verði í framtíðinni
gert að þjóðgarði. Einnig fór hún um
Snæfjallaströnd, Æðey, Drangjökul,
Dranga og Furufjörð, svæði sem yrðu
friðlýst að einhverju leyti þegar kem-
ur til stækkunar Hornstrandafrið-
lands. Að síðustu var farið um Ing-
ólfsfjörð og Reykjafjörð en gert er
ráð fyrir að það svæði myndi flokkast
undir búverndarsvæði.
Siv kynnti náttúruverndaráætl-
unina fyrir heimamönnum og segir
hún að viðbrögð Vestfirðinga hafi al-
mennt verið jákvæð. „Auðvitað spyrja
landeigendur mikið hvað í þessu felst
en það er mjög erfitt að svara því ná-
kvæmlega þar sem eftir er að semja
reglur í samráði við þá sjálfa.“
Siv hefur í sumar kynnt sér mörg af
fyrirhuguðum verndarsvæðum og
rætt við landeigendur og sveitar-
stjórnamenn. Hún segir að viðbrögð-
in hafi verið blendin. „Sums staðar er
fólk mjög ánægt og sér mikil tækifæri
í verndun svæða, til dæmis fyrir
ferðaþjónustu. Það er hins vegar líka
eitthvað um að landeigendur hafi lýst
sig mótfallna því að vernda svæðin og
ég býst við að þar sé talsverður mis-
skilningur á ferð. Fólk gerir sér al-
mennt ekki grein fyrir því hvað það
getur haft mikil áhrif á reglurnar á
svæðinu en þegar unnið verður að því
að vernda þessi svæði verður það gert
í fullri sátt við landeigendur og sveit-
arfélög,“ segir Siv. Hún segir litlar
líkur á því að að friðun svæðanna
verði að veruleika á næstu misserum.
„Það er heilmikið ferli eftir. Þótt þing-
ið samþykki okkar stefnumótun er
margra ára verkefni að koma því í
framkvæmd að búa til verndarsvæði á
Íslandi. Verkefnið er hins vegar mjög
mikilvægt því við eigum svo stórkost-
lega náttúru.“
Siv hefur haldið dagbók yfir ferða-
lög sín sem hægt er að nálgast á slóð-
inni www.siv.is en þar eru einnig
myndir sem hún hefur tekið af svæð-
unum.
Umhverfisráðherra á ferðalagi um Vestfirði Hillir undir
sjálfstæði
flutnings-
sviðs LV
FLUTNINGSSVIÐ Landsvirkjunar
sem annast hefur orkuflutning verð-
ur gert að sjálfstæðu fyrirtæki 1. júlí
á næsta ári 2004 og er nú unnið að að-
skilnaði flutningssviðsins frá að því er
kemur fram á heimasíðu Landsvirkj-
unar (LV).
Þriggja manna framkvæmda-
stjórn stýrir flutningssviði LV
Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum
nýrra raforkulaga, sem gilda til 1. júlí
2004, er flutningskerfi Landsvirkjun-
ar, sem flytur raforkuna frá orkuver-
um til kaupenda orkunnar, skilgreint
sem meginflutningskerfi landsins.
Starfsemi flutningssviðs LV hefur nú
verið aðskilin bókhalds- og stjórnun-
arlega frá annarri starfsemi fyrir-
tækisins. Reiknað er með því að
nefnd á vegum ráðherra ljúki umfjöll-
un um flutningskafla raforkulaganna
fyrir næstkomandi áramót og að til-
lögurnar komi til framkvæmda 1. júlí
2004. „Eftir þann tíma er líklegt að
flutningsfyrirtæki verði stofnað, en
fram að þeim tíma verður flutnings-
starfsemin rekin sem hluti af Lands-
virkjun með þeim aðskilnaði sem áð-
ur var getið um,“ segir í fréttinni.
Endurskoðuð gjaldskrá
verður birt 1. október
Orkustofnun hefur samþykkt
bráðabirgðagjaldskrá fyrir flutnings-
kerfið sem mun gilda til 1. október
2003, en þá verður endurskoðuð
gjaldskrá birt eftir að Orkustofnun
hefur haft nægjanlegt svigrúm til að
yfirfara forsendur hennar. Flutnings-
svið LV hefur því sjálfstæðar tekjur
frá 1. júlí.
„Flutningssvið hefur gert samn-
inga við önnur svið Landsvirkjunar
um kaup á þjónustu þannig að breyt-
ingar hvað nánasta starfsumhverfi
varðar verða ekki miklar í byrjun.
Mikilvægustu breytingarnar eru þær
að sjálfstæði flutningssviðs verður
meira en áður enda er verið að taka
fyrstu skrefin í átt að nýju rekstrar-
umhverfi þar sem væntanlegt flutn-
ingsfyrirtæki mun leika stórt og
mikilvægt hlutverk.“
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396.
Mér hefur verið falið að leita eftir 90-110 fm
íbúð í mjög góðu ástandi fyrir fjársterkan
kaupanda. Æskilegt er að eignin sé í nýlegu
fjölbýli. Kaupandi getur veitt ríflegan afh.
tíma sé þess óskað. Sterkar greiðslur í boði
fyrir rétta eign.
Verðhugmynd frá 16-20 millj.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband
og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.
Hafðu samband - það kostar ekkert!