Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 39
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
ATVINNA ÓSKAST
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum í uppslætti
á húsum og þökum. Er með góð mót.
Upplýsingar í síma 698 2261.
„Au pair“ í London
Óskum eftir að ráða „au pair“ til að gæta
tveggja barna, 3ja og 5 ára, auk léttra heimilis-
starfa frá 21. ágúst.
Upplýisngar í símum 562 7795 og 866 3257.
Ritari - fasteignasala
Öflug fasteignasala óskar eftir ritara. Í starfinu
felst símsvörun, umsjón með innheimtu, aðstoð
við skjalagerð og fleira. Gott tækifæri til að öðlast
reynslu á spennandi starfsvettvangi.
Svör óskast send til auglýsingadeildar Mbl.,
merkt: „Ritari — 2003“, fyrir föstud. 8. ágúst.
Starfskraftur
„Au pair"
Starfskraftur, ekki yngri en 23 ára, óskast til
íslenskrar fjölskyldu búsettri í Kaupmannahöfn.
3 börn í heimili. Tímabil 1 ár frá 15. ágúst.
Þarf að kunna til heimilisstarfa.
Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á
box@mbl.is, merkt: „K — 13899“, fyrir 8. ágúst.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
BÁTAR SKIP
Gyllir ÍS-251 (2452)
Til sölu er ofangreint línuveiðiskip.
Skipið er skráð 7,73 brl. 6,74 brt. Mesta lengd
9,50 m. Smíðaður árið 2000—nóv. Aðalvél er
Caterpillar sem er 435 hestöfl 175kW.
Selst með veiðarfærum og allri aflahlutdeild
sem er nú:
Þorskur: 79,894 kg. Ýsa: 8,208 kg. Ufsi: 182 kg.
Karfi: 296 kg. Langa: 645 kg. Keila: 448 kg.
Steinbítur: 9,519 kg.
Bætur: Þorskur: 5,106 kg. Ýsa: 22,536 kg. Ufsi:
7,346 kg. Steinbítur: 22,953 kg. Samtals 150
tonn í þorskígildum.
Skipamiðlunin Bátar og kvóti.
http://www.skipasala.com,
sími 568 3330, fax 568 3331.
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöll-
um 1, Selfossi, þriðjudaginn 5. ágúst 2003 kl. 10.00 á eftir-
farandi eignum:
Austurey, Bláskógabyggð, fastanr. 220-6123, þingl. eig. Sigurður
Ingi Tómasson, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf.
Álftarimi 3, Selfossi, fastanr. 218-5250, þingl. eig. Sigríður Ólína
Marinósdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Suðurlands.
Breiðamörk 24, Hveragerði, fastanr. 221-0115, þingl. eig. Kaupfélag
Árnesinga, gerðarbeiðendur Búland ehf. og Sparisjóður Hafnarfjarð-
ar.
Breiðamörk 7, Hveragerði, fastanr. 221-0076, þingl. eig. Ólöf Jónsd-
óttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., útibú 0586, og Lánasjóður
landbúnaðarins.
Breiðamörk 8, Hveragerði, fastanr. 221-0078, eig. samkv. þingl.
kaupsamn. Steina Rósa Björgvinsdóttir, gerðarbeiðendur Hveragerð-
isbær og Íbúðalánasjóður.
Ferjunes, Villingaholtshreppi, fastanr. 220-1230, þingl. eig. Ingjaldur
Ásmundsson, gerðarbeiðendur PricewaterhouseCoopers ehf., sýslu-
maðurinn á Selfossi og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.
Hásteinsvegur 17, Stokkseyri, fastanr. 219-9760, þingl. eig. Guðlaugur
Magnússon og Halldóra Brandsdóttir, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan
hf., Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Árborg.
Lóð úr landi Ingólfhvols, Ölfusi, matshl. 010109, (hús B), matshl.
010110, (hús D) og matshl. (010111, hús E), skv. eignaskiptasamn.
dags. 9.1. 01., ásamt 15% hlutdeild í borholu í landi Sandhóls, auk
búnaðar, þingl. eig. Gerpla ehf., gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. og Tollstjóraembættið.
Oddabraut 10, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2574, þingl. eig. Magnús
Georg Margeirsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Selfossi
og Vátryggingafélag Íslands hf.
Reykjavellir, Bláskógabyggð, landnr. 167-160, þingl. eig. Hannes
Sigurður Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson, gerðarbeiðendur
Búnaðarbanki Íslands hf., Glitnir hf., Íslandsbanki hf., Landsbanki
Íslands hf., aðalstöðvar, Landsbanki Íslands hf., útibú, Lánasjóður
landbúnaðarins, Set ehf., Skeljungur hf., Vátryggingafélag Íslands
hf. og Viðskiptanetið hf.
Selvogsbraut 12, Þorlákshöfn, fastanr. 221-2745, þingl. eig. Kaupfélag
Árnesinga, gerðarbeiðendur Búland ehf. og Sparisjóður Hafnar-
fjarðar.
Snorrastaðir, Laugardalshreppi. landnr. 168-151, þingl. eig. Ólafur
Ólafsson, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf.
Vallarholt 2, A-B, Bláskógabyggð, landnr. 178-703, þingl. eig. Snæbj-
örn Ó. Vilhjálmsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf.
Vallarholt 21, Bláskógabyggð, landnr. 178-704, þingl. eig. Snæbjörn
Ó. Vilhjálmsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf.
Þelamörk 60, Hveragerði, skv. þingl. kaupsamn., fastanr. 221-0969,
þingl. eig. Eystrasaltsviðskipti ehf., gerðarbeiðendur Glófaxi ehf.,
Íspan ehf. og Tollstjóraembættið.
Öndverðarnes 2, Grímsness- og Grafningshreppi, eignarhluti gþ.,
fastanr. 220-8714, þingl. eig. Gunnar Örn Ólafsson, gerðarbeiðandi
Stálskip ehf.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
30. júlí 2003.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkoma kl. 20.00. Jón G. Sig-
urjónsson predikar. Lofgjörð og
fyrirbænir. Vinir okkar frá Kóreu
þjóna einnig. Allir velkomnir.
Athugið að engin dagskrá er í
Veginum um helgina, heldur
bendum við á Kotmót.
Fimmtudagur 31. júlí 2003
Samkoman fellur niður í kvöld
vegna Kotmóts. Samhjálp verð-
ur með samkomuna föstudags-
kvöldið 1. ágúst í Kotinu kl. 19.
Föstudagur 1. ágúst
AA-fundurinn fellur niður vegna
Kotmóts.
Mánudagur 4. ágúst
UNGSAM fellur niður vegna
Kotmóts.
www.samhjalp.is
31.júlí. Fimmtudagskvöld á
Þingvöllum
Kl. 20.00 Heimspeki og göngu-
ferðir. Róbert H. Haraldsson
dósent í heimspeki fjallar um
tengsl heimspeki við gönguferð-
ir. Gönguferðin hefst við Flosa-
gjá og verður gengið í Skógar-
kot.
Verslunarmannahelgi
á Þingvöllum.
2. ágúst. Laugardagur
Kl. 13.00 Þingstaðurinn og
nágrenni. Rætt um sögu þings
og staðhættir skýrðir. Gangan
hefst við Flosagjá og verður
gengið að Langastíg.
Kl. 14.00 Barnastund í þinghelgi.
Farið um þingstaðinn með yngstu
kynslóðina. Hefst við Flosagjá.
Kl. 16.00 Fornleifarannsóknir á
Þingvöllum. Kynntar fornleifa-
rannsóknir á Þingvöllum. Hefst
við Þingvallakirkju.
Kl. 21.00 Kvöldguðsþjónusta
undir berum himni við Þingvalla-
kirkju. Hjónin Þorvaldur Halld-
órsson og Margrét Scheving sjá
um tónlistina. Létt tónlist, lof-
gjörð og gleði. Prestur sr. Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson.
3. ágúst. Sunnudagur
Kl. 13.00 Lífríki Þingvallavatns.
Fjallað um jarðfræði, vatnasvið
Þingvallavatns og tengsl þess
við lífríki vatnsins. Gangan
hefst við Öxarárbrú við Valhöll
og verður gengið í Lambhaga.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing-
vallakirkju. Prestur sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
Kl. 15.00 Þinghelgarganga.
Gengið um þingstaðinn forna og
hugað að sögu Þingvalla og
fornleifarannsóknum. Hefst við
kirkju að lokinni guðsþjónustu
og tekur rúmlega 1 klst.
Kl 15.00 Barnastund í þinghelgi.
Farið um þingstaðinn með yngstu
kynslóðina. Hefst við Flosagjá.
Nánari upplýsingar eru veittar í
þjónustumiðstöð í síma
482 2660 og á heimasíðu þjóð-
garðsins, www.thingvellir.is .
Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins
á Þingvöllum er ókeypis og allir
eru velkomnir.
mbl.is
DILBERT
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
stendur upp úr eftir þessi kynni var
sá einstaki hæfileiki sem þú tamdir
þér að sjá alltaf það besta í fari
annarra. Það var líka bjargföst trú
þín á Jesú sem mótaði líf þitt og
þeim boðskap komst þú áleiðis bæði
í orði og líferni sem lifir enn í hjört-
um okkar sem fengu að kynnast
þér eða að hlýða á þig.
Þið Ingibjörg áttuð ykkur sér-
staklega kærleiksríkt heimili sem
gott var að koma á, hvort sem það
var til að gleðjast eða leita hugg-
unar. Í hugann kemur mynd af þér
þar sem þú situr með langafadreng-
ina þína tvo, Pétur og Ástráð, sinn
á hvoru lærinu þar sem þeir beina
að þér hafsjó af spurningum um allt
á milli himins og jarðar. Aðdáunar-
vert var að fylgjast með því hvernig
þú, fullur kærleika og þolinmæði,
gafst þér mikinn tíma til þess að
sinna þeim og svara spurningaflóð-
inu. Það var heldur ekki ósjaldan að
Pétur hringdi í þig til þess að fá
svör við ýmsum málefnum sem
hann tjáði okkur foreldrum sínum
að bara langafi gæti svarað þar sem
hann hefði jú verið bæði skólastjóri
og guðfræðingur auk þess að hafa
upplifað flesta merkilega viðburði
síðustu aldar.
Ein af dýrmætustu minningum
okkar fjölskyldunnar af þér var
þegar við komum til þess að kveðja
þig og Ingibjörgu áður en við flutt-
umst búferlum til Frakklands. Þú
baðst okkur að setjast inn í stofu og
þar hafðirðu undirbúið kveðju-
athöfn með bænastund og nokkrum
vel völdum orðum. Þú gerðir þér
vel grein fyrir því að þessi kveðju-
stund gat verið sú síðasta og sagðir
okkur jafnframt frá því að þú værir
tilbúinn til þess að kveðja þetta
jarðríki. Fullvissa þess að nú hvílir
þú undir verndarvængjum Jesú
dregur úr söknuðinum yfir að fá
ekki lengur að njóta nærveru þinn-
ar.
Síðasta laglínan í lokasálmi
Skógarmanna fjarar út í nætur-
myrkrið og undirtekur að nú hafir
þú fengið hvíldina sem þú þráðir:
„ … Mín gæti náð þín blíð, að frið
og hvíld mér færi hin fagra næt-
urtíð.“
Sigurður Pétursson.
Fjórar voru þær systurnar í
Káragerði í Landeyjum í lok 19.
aldar. Tvær þeirra fluttu til Vest-
mannaeyja og áttu heima á Heiði
og í Merkisteini og tvær fluttu til
Reykjavíkur.
Af þessum systrum er kominn
stór hópur afkomenda. Sá síðasti í
beinan legg var að kveðja okkur,
Ástráður, sonur yngstu systurinn-
ar, Sigríðar, og Steindórs, en Ellert
faðir minn og Ástráður voru systra-
synir.
Ástráður var hávaxinn og þétt-
byggður. Rödd hans var hljómmikil
og sterk. Hann var þéttur í lund,
ákveðinn, réttsýnn, hafði röð og
reglu á hlutunum, góður stjórnandi,
fékk með sér menn til starfa og lét
aldrei sjálfur sitt eftir liggja. Tvö
mál lét hann sig einkum varða: 1)
kristindóms- og æskulýðsmál og 2)
skóla- og uppeldismál.
Ástráður nam guðfræði. Þótt
ekki lægi fyrir honum prestskapur
vann hann kirkju og kristindómi
allt sitt líf. Ungur kynntist hann
starfi séra Friðriks og KFUM og
alla tíð var hann sannur KFUM-
maður. Ég átti samleið með honum
sem frænda, en ekki síður sem
KFUM-manni og oft ræddum við
málefni kristindómsins og ég
fræddist af honum. Innan vébanda
KFUM voru kunnust störf hans
sem forstöðumanns Sunnudaga-
skóla KFUM, formanns Skógar-
manna, stjórnarmanns í félaginu,
formanns landssambands KFUM
og K, brautryðjanda í kristilegu
stúdentastarfi, áhrifamikils prédik-
ara á samkomum o.s.frv. Hann var
lengi í stjórns Hins ísl. Biblíufélags
og innan þjóðkirkjunnar var hann
dugmikill þátttakandi í safnaðar-
starfi, m.a. í sóknarnefnd Laugar-
neskirkju til margra ára. Allt þetta
starf var unnið af fórnfýsi og hug-
sjón sjálfboðaliðans.
Ástráður var hinn mesti ræðu-
skörungur og talaði blaðalaust og
reiprennandi af miklum eldmóði.
Hann hafði alltaf eitthvað að segja,
en kjarninn var boðskapurinn um
Jesú Krist, Drottin okkar og frels-
ara, sem lifði, dó og reis upp okkur
mönnum til réttlætingar. Að menn
eignuðust presónulega trú á Drott-
in var honum hjartans mál. Síðustu
leiðtogastörf hans vann hann hátt á
áttræðisaldri í drengjadeildinni í
Langagerði. Þar var hann vel met-
inn af drengjunum sem nú eru
framhaldsskólanemar. Á meðan
heilsan leyfði lét hann sig ekki
vanta á fundi aðaldeildarinnar.
Hann var trúfastur félagi, gladdist
yfir velgengni deildarinnar, áhuga-
verðu fundarefni og kristnum boð-
skap. Fyrr á árum sá hann oft um
efni fundanna.
Ástráður var mikill skólamaður.
Hann var farsæll skólastjóri lands-
prófsdeildarinnar í Vonarstræti í
átta ár og Réttarholtsskóla í 20 ár.
Hann samdi námsbækur, var rit-
stjóri barnablaðsins Ljósberans, í
ritstjórn Bjarma o.fl.
Hann frændi minn fór ekki með
veggjum og menn sem hann eru
ekki á hverju strái. Hann var
Kristsmaður, krossmaður. Við hlið
hans sem klettur stóð í 60 ár Ingi-
björg, elskuleg eiginkona hans. Guð
blessi hana, börn þeirra og alla að-
standendur.
Ásgeir B. Ellertsson.