Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Gjaldey
ris-
gla›nin
gur!
ÚTLENDINGAR keyptu íslensk
skuldabréf fyrir 16 milljarða króna á
fyrri hluta ársins en á sama tímabili í
fyrra námu kaupin 6,7 milljörðum.
Aukningin nemur rúmum 9 milljörð-
um króna. Hér er þó aðeins um að
ræða bein kaup erlendra aðila en
meginþorri kaupa erlendra aðila á ís-
lenskum skuldabréfum er í gegnum
afleiðusamninga en þá fara kaupin
fram í nafni viðskiptabankanna.
Ingimundur Friðriksson, banka-
stjóri Seðlabanka, segir ástæðu auk-
ins áhuga erlendra fjárfesta á ís-
lenskum skuldabréfum einfalda.
„Það er tiltölulega góð ávöxtun á
ríkistryggðum bréfum miðað við það
sem býðst annars staðar og þá meðal
annars í samanburði við það sem
býðst af verðtryggðum skuldabréf-
um í öðrum löndum, þar sem þau á
annað borð standa til boða.
Það er líka staðreynd að íslenskar
fjármálastofnanir hafa gert töluvert
af því að kynna þessi bréf á alþjóða-
markaði og markaðssetning þeirra
er kannski að skila árangri.“
Ingimundur segir þessar tölur
sýna að engar hömlur séu á fjárfest-
ingum af þessu tagi á milli Íslands og
annarra landa.
Útlendingar kaupa íslensk
skuldabréf fyrir 16 milljarða
Aukinn/B8
FJÓRBURARNIR Alexandra,
Brynhildur, Diljá og Elín Guðjóns-
dætur áttu ekki von á svo mikilli at-
hygli fjölmiðla þegar þær fóru í
tvær heimsóknir til Bretlands í
sumar. Þrír sjónvarpsfréttamenn
ræddu við þær, frá BBC, ITV og
Sky News, auk blaðamanns héraðs-
fréttablaðsins Cambridge Evening
News. „Ætli það sé nú ekki út af því
að við erum fjórar,“ sagði Diljá að-
spurð hvers vegna kastljós fjöl-
miðlanna beindist svo mjög að
þeim.
Fjölmiðlamennirnir vildu ræða
við þær í tilefni af 25 ára afmæli
Louise Brown, fyrsta glasabarns-
ins, sem haldið var upp á 26. júlí sl.
Boðið var til heljarmikillar veislu
við Bourn Hall, sjúkrahúsið og
rannsóknarstöðina þar sem Robert
Edwards prófessor og dr. Patrick
Steptoe fundu upp aðferðina til
tæknifjóvgunar. Þar voru eggin,
sem síðar urðu að systrunum fjór-
um, frjóvguð. Og að sjálfsögðu
þáðu systurnar boðið. Þær sáu þó
ekki mikið til afmælisbarnsins enda
var rúmlega þúsund börnum, sem
eiga rætur sínar að rekja til Bourn
Hall-sjúkrahússins, boðið í afmælið.
Faðir þeirra segir veisluna reyndar
hafa verið hálfgert ættarmót.
Þetta var önnur ferð systranna
til Bretlands í sumar. Þær voru í
sumarfríi á sömu slóðum í júní og
var þá m.a. tekið blaðaviðtal við
þær í tengslum við afmælisveislu
Louise.
Sem betur fer ólíkar
Systurnar eru fjóreggja og eru
ólíkar eftir því, a.m.k. í útliti. „Sem
betur fer,“ segir ein og hinar taka
undir. Þær myndu líklega fá enn
meiri athygli ef þær bæru með sér
að vera fjórburar. Aðspurðar segja
þær að sú staðreynd að þær séu
fjórburar hafi fremur lítil áhrif á líf
þeirra, a.m.k. séu áhrifin ekkert
alltof mikil. Í skólanum séu þær að
sjálfsögðu kallaðar fjórburarnir og
afmælisveislur séu varla haldnar
lengur. Svo séu þær allar feimnar.
Fjórburasysturnar Diljá, Elín, Alexandra og Brynhildur í afmælisveislu Louise Brown. Milli þeirra er Robert Edw-
ards prófessor og foreldrar þeirra, Guðjón S. Valgeirsson og Margrét Þóra Baldursdóttir, fyrir aftan.
„Af því að við erum fjórar“
Fjórburasystur vöktu athygli í afmælisveislu Louise Brown
ÞURRKAR á Vesturlandi í sumar
hafa valdið því að víða er lítið um
vatn og er svo komið að flytja
þarf vatn daglega með ferjunni
Baldri út í Flatey á Breiðafirði.
Þá eru ár mjög vatnslitlar í Borg-
arfirði.
Hafsteinn Guðmundsson, bóndi
í Flatey, segir að einungis sé jarð-
vegsvatn í eynni sem þorni upp
við langvarandi þurrka eins og nú
eru. „Það er mjög jarðgrunnt al-
staðar, að nokkrum mýrum und-
anskildum,“ segir hann.
Um helgar fer mannfjöldinn
upp í 100 manns í eynni og jafnvel
meira, en vatnsþörfina allajafna
er erfitt að meta, að sögn Haf-
steins. Vatnsþörf veitingastofu í
eynni er um 1 tonn á dag. „Fólk
er farið að spara vatnið og vatns-
flutningar eru hafnir frá Brjáns-
læk og Stykkishólmi. Að meðaltali
held ég að það komi á annað tonn
af vatni daglega.“
Norðurá í Borgarfirði hefur
aldrei verið eins vatnslítil og í
sumar, þótt rigningar undanfarna
daga hafi hjálpað til. Veiði hefur
jafnhliða aukist, að sögn Rafns
Ásgeirssonar, bónda á Svarfhóli. Í
Varmalandi hefur verið vatns-
skortur að því er hann hefur frétt
og Hreðavatn er mjög vatnslítið.
„Árnar hafa verið vatnslausar,
en það er að kvikna svolítið í þeim
núna,“ segir hann. „Norðurá hef-
ur aldrei verið eins vatnslítil að
því er mig rekur minni til og eyr-
arnar eru alveg þurrar. Hún er
farin að vaxa núna í rigningunum
og veiðin hefur aukist við það.“
Að sögn veiðimanns, sem var
við veiðar í ánni Fáskrúð, rétt
innan við Búðardal, í þessum
mánuði, hefur áin aldrei verið
eins vatnslítil þau þrjú ár sem
hann hefur veitt í henni.
Vatnsskortur á Vesturlandi segir til sín
Daglegir vatnsflutn-
ingar hafnir út í Flatey
MAGNÚS Örn Sigurjónsson, 8 ára,
fann gúmmíönd sjórekna í fjörunni
suður af Pétursey í Mýrdal í byrjun
maí. Þetta mun vera, eftir því sem
best er vitað, fyrsta öndin af þessu
tagi sem rak á fjörur Íslands, en hún
hafði ásamt 29 þúsund öðrum öndum
flotið úr gámi í Kyrrahafi fyrir ellefu
árum. Fylgst hefur verið með ferða-
lagi þeirra æ síðan. Nokkrar endur
hafa sést við austurströnd Banda-
ríkjanna, en talið var að sumar
myndu fljóta til Kanada, Íslands eða
jafnvel Bretlands.
Að sögn föður drengsins, Sigur-
jóns Eyjólfssonar, bónda í Pétursey,
hafa þeir feðgar ekki enn gert fyrir-
tækinu US-Based viðvart, en það
hefur heitið þeim sem finna gúmmí-
endurnar í fjöru 100 dollara verð-
launum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Gúmmíöndin
komin til Íslands
LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði
frönsk hjón á húsbíl við Þrístapa í
Þingi á mánudag. Ástæða þessa var
ekki of hraður akstur heldur það að
með í för hjónanna var köttur. Þar
sem ólöglegt er að flytja lifandi dýr
inn í landið nema að undangenginni
einangrun var haft samband við yfir-
dýralæknisembættið og í samráði við
það var kötturinn aflífaður.
Frönsku ferðamennirnir, sem
komu til landsins með Norrænu, tóku
þessari niðurstöðu afar illa og neydd-
ist lögregla til þess að handtaka þá og
gistu hjónin fangaklefa lögreglunnar
á Blönduósi þar til starfsmaður
franska sendiráðsins kom og ræddi
við þau daginn eftir. Þrístapar, þar
sem hin frönsku hjón með köttinn
voru stöðvuð, er þekktur fyrir það að
þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi.
Franskur
köttur
aflífaður
Blönduósi. Morgunblaðið.
♦ ♦ ♦
FORYSTUMENN R-listans segjast
taka skýringar Þórólfs Árnasonar
borgarstjóra á aðkomu hans að
meintu samráði olíufélaganna trúan-
legar. Borgarfulltrúar R-listans hittu
Þórólf á fundi í fyrrakvöld, þar sem
borgarstjóri gerði grein fyrir aðild
sinni að málinu.
Árni Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar, segir enga ástæðu til að
rengja borgarstjóra í þessu máli.
Hann segir borgarfulltrúa R-listans
hafa spurt Þórólf um einstaka þætti
málsins á fundi þeirra, og miðað við
þau gögn sem lægju frammi hefðu
þeir ekki ástæðu til að draga orð Þór-
ólfs í efa.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi borgarstjóri og fulltrúi
óháðra á Reykjavíkurlistanum, segist
standa við bakið á Þórólfi. Hún segir
ástæðu þess að Þórólfur hafi verið
fenginn til starfa sem borgarstjóri
vera þá, að R-listinn treysti honum,
og henni þyki hann hafa gert heið-
arlega, og af einlægni, grein fyrir að-
komu sinni að þessum málum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn, seg-
ir hins vegar viðtalið við borgarstjóra
sem birtist í Morgunblaðinu í gær
sýna að borgarstjóri hafi verið virkur
þátttakandi í samráði olíufélaganna.
Hann bendir á að R-listinn beri
ábyrgð á ráðningu Þórólfs í embætti
borgarstjóra, og segir forvitnilegt að
fylgjast með framvindu málsins.
Forystumenn R-lista
Treysta
borgar-
stjóra
Taka skýringar / 28–29
LÖGREGLAN á Akranesi lagði hald
á 218 e-töflur og 50 grömm af hassi í
fyrrakvöld. Efnin fundust á víðavangi
og voru fjarlægð en lögregla fylgdist
með því þegar efnanna var vitjað.
Voru tveir menn handteknir á vett-
vangi og aðrir tveir síðar. Rannsókn
málsins stendur yfir og tveir menn í
haldi.
Talið er víst að efnin hafi átt að fara
í sölu í Eyjum um verslunarmanna-
helgina og að söluverðmæti þeirra
geti numið um einni milljón kr.
Fundu e-töfl-
ur og hass