Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á árinu 2003 Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds, á árinu 2003 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 90/2003. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattum- dæmum fimmtudaginn 31. júlí 2003. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmanni skattstjóra eða þjónustuaðila hans í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2003, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta, sem gjald- endum hefur verið tilkynnt um með skattseðli 2003, þurfa að hafa borist skatt- stjóra eigi síðar en mánudaginn 1. september 2003. 31. júlí 2003 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fréttamannafundi í gær að ríkisstjórn hans ætti enn eftir að sannfæra bresku þjóðina um að stríðið í Írak hefði verið réttlætanlegt. „Fólk þarf að gera sér grein fyrir því, að það, sem við gerðum í Írak, var bæði rétt og réttlætan- legt og því þurf- um við ekki einungis að standa fast á því, heldur líka að sanna það þeg- ar fram líða stundir, bæði hvað ger- eyðingarvopnaeign Íraka varðar og einnig uppbyggingu í landinu.“ Ákveðinn í að sitja áfram Blair kvaðst á fundinum, sem haldinn er mánaðarlega og er sá fyrsti eftir lát vopnasérfræðingsins David Kellys, vera ákveðinn í að gegna stöðu sinni áfram þrátt fyrir þá kreppu sem hann hefur upp á síðkastið staðið frammi fyrir vegna dauða Kellys. „Það er mikið verk að vinna og ég hef enn vilja til að vinna það,“ sagði forsætisráðherrann. Blair lagði á fundinum áherslu á góðan árangur sem náðst hefði í stjórnartíð hans og sagðist telja kjósendur dæma hann á grundvelli þeirra mála sem unnið hefði verið að á innlendum vettvangi. „Á heild- ina litið tel ég okkur hafa tekist að gera það sem við vorum kjörin til að gera. Að halda hagkerfinu stöð- ugu, útvega fólki vinnu, fjárfesta í opinberri þjónustu og gera sam- félag okkar þannig nútímalegra, sterkara og sanngjarnara,“ sagði hann. Forsætisráðherrann neitaði að svara spurningum um dauða Kellys og sagðist engu mundu svara fyrr en rannsókn á aðdraganda hans væri hafin. Nk. laugardag mun Blair hafa setið samfellt lengst allra forsætis- ráðherra Verkamannaflokksins í sögu Bretlands. Blair á blaðamannafundi Munu láta sann- færast um rétt- mæti stríðsins London. AFP, AP. Tony Blair DANSKA lögreglan fyrirhugar nú meiriháttar aðgerðir í fríríkinu Kristjaníu og er markmiðið að upp- ræta sölu fíkniefna. Lögreglan segir aðgerðirnar verða mjög umfangs- miklar en neitar að segja hvenær þær koma til með að fara fram, segir einungis að þær séu á næsta leiti. Þetta kemur fram á vefsíðu Jyl- lands-Posten í gær og öðrum dönsk- um fjölmiðlum. Lögreglan segir að markmið að- gerðanna verði að hreinsa til í Kristj- aníu og stöðva sölu kannabisefna sem þar hefur verið stunduð sl. 30 ár og hefur einmitt verið einkennandi fyrir fríríkið. „Við höfum ógnað kaupendum og seljendum lengi en á ákveðnum tímapunkti þarf virkilega að taka til hendinni,“ segir Kai Vittrup yfirlögreglustjóri. „Við ætl- um okkur að hreinsa til á Pusher- street þegar okkur hentar. Og þá verður það gert í eitt skipti fyrir öll.“ Vittrup segir að fjölmennt lög- reglulið muni taka þátt í fyrirhug- uðum aðgerðum. Að hans sögn ráð- gerir lögreglan enn fremur að slá hring um Kristjaníu þegar af að- gerðunum verður enda býst hún við því að nokkur fjöldi mótmælenda og óróaseggja mæti á staðinn til að mót- mæla. Það var hópur hippa sem stofnaði Kristjaníu árið 1971 og hafa dönsk yfirvöld síðan litið á fríríkið sem „fé- lagslega tilraun“. Og þrátt fyrir að kannabisefni séu seld á hverjum sölubásnum á fætur öðrum meðfram götunni Pusherstreet þá er fíkni- efnasala ólögleg í Kristjaníu, líkt og annars staðar í Danmörku, en fram að þessu hefur lögreglan ekki tekið mjög hart á viðskiptunum. Vilja uppræta fíkni- efni í Kristjaníu FYRSTU tilraunir með bóluefni við alnæmisveirunni hefjast í London og í Lausanne í Sviss í næstu viku. Þá verða bólusettir 24 sjálfboðaliðar og viðbrögð ónæm- iskerfisins við bóluefninu rannsök- uð. Bóluefnið hefur verið þróað og er enn í þróun hjá EuroVacc 01, hópi vísindamanna í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Spáni, Sviss, Svíþjóð og Þýska- landi, og hafa þeir fengið til þess stuðning Evrópusambandsins og frönsk-þýsku lyfjasamsteypunnar Aventis. „Bóluefnið er með öllu hættu- laust. Í því eru ekki lifandi alnæm- isveirur, heldur eftirgerð af sum- um hlutum veirunnar,“ sagði Giuseppe Pantaleo, talsmaður læknaháskólans í Lausanne. Sagði hann, að unnið hefði verið að þessu verkefni í fimm ár og væri um að ræða mörg hugsanleg bóluefni, sem aðeins hefðu verið reynd í til- raunastofu. Ef tilraunin gengur vel munu vísindamennirnir kanna hvaða bóluefnisblanda er vænlegust og bólusetja sjálfboðaliða, sem eru í meiri áhættuhópi en þeir, sem nú taka þátt í tilrauninni. Reyna bóluefni við alnæmi Lausanne. AFP. MEGINMARKMIÐ færeysku land- stjórnarinnar er, að Færeyingar geti staðið á eigin fótum efnahagslega þótt ljóst sé, að nú hafi slegið í bak- seglin um stund. Kom þetta fram hjá Anfinn Kallsberg, formanni land- stjórnarinnar, er hann setti lögþingið í fyrradag, á Ólafsvökunni, sem er jafnframt þjóðhátíðardagur Færey- inga. „Góðæri síðustu ára er lokið, tekjur landsjóðsins á þessu ári eru minni en á sama tíma í fyrra. Það stafar eink- um af erfiðum verkföllum, minni um- svifum í efnahagslífinu og skatta- lækkunum. Samt sem áður stöndum við styrkum fótum efnahagslega og það verður áfram gott að búa í Fær- eyjum. Velferðarkerfið er öflugt og við óttumst ekki atvinnuleysi,“ sagði Kallsberg meðal annars í ræðu sinni. Færeyingar fá nú árlega um 7,5 milljarða íslenskra króna frá danska ríkinu en stefnt er að því, að þeir geti komist af án þessa styrks. Sagði Kallsberg, að þegar að því kæmi yrðu Færeyingar frjálsari að því að ákveða framtíðarstöðu sína. Sagði hann, að um það hefði samist við dönsku stjórnina, að á þingum beggja landa yrði lagt fram frumvarp til laga um yfirtöku Færeyinga á öllum sínum sérmálum. Varnar- og utanríkismál og mál, sem tengdust dönskum rík- isborgararétti, yrðu hins vegar áfram á hendi Dana. Kallsberg nefndi einnig, að skipuð yrði nefnd til að fjalla um stjórnar- skrá fyrir Færeyinga og væri henni ætlað að leggja fram tillögur þar að lútandi ekki síðar en 25. apríl árið 2005. Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, setur lögþingið á Ólafsvöku Meginmarkmiðið efnahagslegt sjálf- stæði landsins Þórshöfn. Morgunblaðið. HELGUR maður í hindúasið blæs í kuðungslúður sinn og lýsir með því Kumbh Mela, trúarhátíð hindúa, hafna við bakka Godavari-árinnar í borginni Nasik, sem er norðaustur af Bombay á Indlandi. Hundruð þúsunda hindúa hafa safnast saman í Nasik til að taka þátt í trúarhátíðinni sem stendur í mánuð. Hún er haldin fjórum sinnum á tólf ára tímabili við bakka fjögurra fljóta í Indlandi. Reuters Blásið til hátíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.