Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 35 Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS að vinna í akstrinum í bænum. Um morguninn eftir erfiða vakt mætti hann í tjaldið og börnin vöknuðu við að hann var að baka pönnukökur í morgunmat. Fátt lýsir betur dugnaði og lífsgleði Sverris. En Sverrir var líka gæfuríkur, hann kom fimm börnum á legg með sóma og svo var hann líka heppinn með eftirlifandi eiginkonu sína, Björgheiði. Þau stóðu saman í gegn- um lífið með mikilli samheldni og varð hún honum mikil hjálp nú síð- ustu ár þegar fór að halla undan fæti. Ég tel mig heppinn að hafa kynnst Sverri og hef mikið af honum lært. Elsku tengdamamma, innilegustu kveðjur á þessum erfiðu tímum. Sigfús Bjarnason. Elsku afi. Þegar ég var lítill langaði mig allt- af til að verða eins og þú. Þú varst alltaf hress og skemmtilegur, fínt klæddur, rakaður, greiddur og stundum í leðurjakka, vel vaxinn og sterkur. Afi minn var flottur, hóg- vær, ekki upp á aðra kominn og alltaf brosandi. Enn í dag ertu hetjan mín, og ég vona að ég verði jafnsjálfstæður, öruggur og sterkur og þú varst. Ég vil þakka þér fyrir að hafa, ásamt ömmu, ávallt stutt mig og haft mót- andi áhrif á mig, sérstaklega í tónlist og námi þar sem þú sýndir ætíð full- an áhuga. Ég mun alltaf hafa ráð- leggingar þínar í huga, sérstaklega hvað varðar aksturinn. Afi minn. Takk fyrir að leiða mig, afadjúsinn sem enginn nema þú kunnir að búa til, sögurnar úr Flóan- um, kjólfötin sem ég hef spilað í, að leyfa mér að hvíla mig á beddanum hjá ykkur ömmu, kímnina og hress- leikann, fyrir að vera fyrirmynd mín. Fyrir að vera afi minn. Takk fyrir að annast mig þegar ég var yngri, og fyrir að leyfa mér að annast þig þegar ég varð eldri. Ég gleymi aldrei stundunum sem við átt- um saman tveir á Freyjugötunni. Milli okkar nafnanna voru, og eru, einhver órjúfanleg tengsl og alltaf heilsaðirðu mér á sama hátt: „Sæll, nafni.“ Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Átt hef ég sælust augnablik í örmunum sterku þínum. (Þura í Garði.) Kæri nafni, vertu sæll. Sverrir Örn Hlöðversson. ✝ Gísli Þorgeirssonfv. kaupmaður fæddist í Götuhúsum á Stokkseyri 15. sept- ember 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Gíslason frá Voðmúla- staðamiðhjáleigu í Landeyjum, f. 18.6. 1890, d. 30.8. 1948, og kona hans Kristín Ei- ríksdóttir frá Litlu- Háeyri á Eyrar- bakka, f. 23.11. 1888, d. 26.6. 1956. Bróðir Gísla er Guðni fv. kaupmað- ur, f. 22.1. 1923, eiginkona hans er Ingibjörg Þorkelsdóttir. Gísli kvæntist 29.5. 1937 Lauf- eyju Vilmundardóttur, f. 1.6. 1914, d. 21.2. 1979. Foreldrar hennar voru Vilmundur Friðriksson, for- maður í Vestmannaeyjum, og k.h. Þuríður Pálína Pálsdóttir. Gísli og Laufey eignuðust tvo syni: 1) Þor- geir húsasmíðameistari, f. 19.10. 1940, kvæntur Steinunni Lórenz- dóttur, f. 7.2. 1941. Börn þeirra eru: Laufey, f. 19.8. 1962, gift Björgvini Suðurlands í Hafnarstræti 5 en var því næst forstöðumaður nýrrar verslunar Sláturfélagsins, Kjötbúð- ar Austurbæjar. Um hríð stjórnaði hann versluninni Lögbergi við Holtsgötu, en árið 1944 keypti hann verslun á Bergþórugötu 23, sem fékk nafnið Verslunin Þverá. Er byggð fór að þéttast í Kópavogi stofnaði Gísli, ásamt Guðna Er- lendssyni, fyrirtækið Fossvog hf. Þeir byggðu verslunarhús á horni Hafnarfjarðarvegar og Kársnes- brautar. Gísli hætti að versla á Bergþórugötunni árið 1960 og rak eftir það verslunina Fossvog. Þeir Guðni voru einnig með fleiri versl- anir í Kópavogi. Hann átti um tíma hlut í Litlu bílastöðinni við Lækjar- torg, Samkaupum og Frystigeymsl- unni hf. í Gnoðarvogi. Verslunar- hús Gísla voru tekin eignarnámi þegar veggjáin var gerð í gegnum Kópavogshálsinn. Hann hætti þá verslunarrekstri og hóf störf hjá Álafossi hf. Þar vann hann til 75 ára aldurs. Gísli starfaði innan Oddfellow- reglunnar frá 1946, var einn af stofnendum stúkunnar Þorfinns karlsefnis og gegndi þar ýmsum embættum. Á efri árum tóku þau Brynfríður mikinn þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara og einnig í félagsskapnum Kátu fólki. Útför Gísla verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Magnússyni, Lórenz, f. 3.4. 1964, kvæntur Þuríði Valdimarsdótt- ur og Gísli, f. 15.5 1967, eiginkona hans er Ásta Kristín Val- garðsdóttir. 2) Vil- mundur Þór, hljóð- meistari hjá Sjónvarpinu, f. 29.8. 1945. Eiginkona hans er Hrafnhildur K. Óla- dóttir, f. 1.10. 1947. Þeirra börn eru Lauf- ey, f. 3.9. 1968, eigin- maður Hermann Hin- riksson, Óli Kristinn, f. 10.2. 1973, kvæntur Fjólu Viggós- dóttur, og Sævar Þór, f. 24.12. 1975, eiginkona hans er Anna Dögg Hermannsdóttir. Sambýliskona Gísla síðustu 18 árin er Brynfríður Ragnheiður Halldórsdóttir frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd, f. 31.8. 1915, dóttir Halldórs Halldórssonar bónda þar og konu hans Þorbjargar Brynj- ólfsdóttur. Foreldrar Gísla fluttu til Reykja- víkur 1923. Hann vann í Verslun- inni Kjöti og fiski við Baldursgötu, en síðan í Matardeild Sláturfélags Nú hefur Gísli afi kvatt þennan heim eftir langa og viðburðaríka ævi. Þegar ég hugsa um hann afa kemur ýmislegt upp í huga minn. Hann var ávallt vel á sig kominn líkamlega og var mikill snyrtipinni. Hann fylgdist afar vel með því sem var að gerast hverju sinni, hvort sem það sneri að lífi okkar barnabarnanna eða þjóð- málum. Hann þreyttist seint á að ræða það sem hæst bar hverju sinni í fréttum og hafði hann þá sérstakan áhuga á öllu sem sneri að viðskiptum enda starfaði hann sem kaupmaður megnið af sinni starfsævi. Hann hafði gaman að því að ræða um peninga og velti mikið fyrir sér hvað hlutir kost- uðu. Mér er sérstaklega minnisstætt að það var afi sem fór með mér með fermingarpeningana mína og lét mig ávaxta þá í verðbréfum, það var ekki vit í öðru, sagði hann. Síðasta stund mín með afa var ör- fáum dögum áður en hann andaðist. Fjölskyldan hittist og átti góðan dag saman í sól og blíðu. Þá var afi til- tölulega nýkominn úr ferðalagi með henni Binnu ömmu og ljómuðu þau bæði eftir greinilega vel heppnaða ferð. Þannig mun ég minnast afa míns, hann var ungur í anda sem og útliti og óska ég þess að ég eigi eftir að eldast jafnvel og afi. Með söknuði í huga kveð ég afa. Hann var góður og traustur maður sem mun lifa í minningunni um ókomna tíð. Sævar Þór Vilmundarson. Gísli frændi er dáinn. Hann kvaddi þennan heim við eldhúsborðið hjá henni Binnu sinni hinn 17. þessa mánaðar, með gullhamra til hennar á vörunum. Binna hafði verið að baka og var að traktera hann á kaffibrauð- inu. Hún spurði hvað honum þætti nú best af þessu. „Þetta er nú allt svo gott hjá þér, eins og alltaf, Binna mín,“ sagði hann. Og með þessi orð á vörunum lauk hans tæplega 89 ára löngu ævi. Og alveg eftir honum Gísla frænda, því hann var alltaf tilbúinn að lauma að okkur dömunum fallegum jákvæð- um athugasemdum ef hann sá færi á. Gísli fæddist 1914 á Stokkseyri. Hann var annað barn ömmu og afa, en áður höfðu þau eignast son sem dó í fæðingu. Þegar Gísli var níu ára eignuðust þau þriðja soninn, Guðna, stuttu síðar fluttu þau til Reykjavík- ur og bjuggu lengst af á Bergþóru- götu 13. Gísli ólst þar upp í foreldra- húsum og hóf síðan búskap sinn þar. Hann kvæntist Laufeyju Vilmund- ardóttur og þau eignuðust synina Þorgeir og Vilmund. Heimili þeirra var síðan í Eskihlíð 18. Það var alltaf gaman og gott að hitta Gísla og Laufeyju og frændur mína Þorgeir og Villa í Eskihlíðinni. Amma Kristín, mamma Gísla og pabba, bjó seinni árin á heimilinu hjá okkur og því var talsverður sam- gangur milli heimilanna. Aðfanga- dagskvöldin sem við áttum saman eru eftirminnileg og ég saknaði þess mikið þegar við lögðum þennan góða sið af. Þær eru líka eftirminnilegar ferð- irnar úr Barmahlíðinni í Eskihlíðina í litlum rauðum Hilman-sendiferðabíl sem Gísli kom á og sótti litla stelpu og stóra rúllu af rúmfötum. Um- hyggjan fyrir barninu var slík að ég var skorðuð af með rúmfötunum svo við kæmumst nú heilu og höldnu í næstu götu. Það mætti því segja að Gísli hafi verið á undan sinni samtíð í öryggismálum. Því þetta var löngu fyrir tíma öryggisbelta og loftpúða í bílum. Síðan fékk maður að gista í Eskihlíðinni. Og þar var spilað við mann og leikið við hvurn sinn fingur. Gísli átti reyndar litla puttann minn. En það var vegna þess að hann átti enga stelpu. Í Eskihlíðinni fékk maður að drekka mjólk úr bleiku eða bláu óbrjótandi vatnsglasi og fékk oftar en ekki heimabakaða súkku- laðiköku með. Seinna eignuðust þau Gísli og Laufey alvörubarnabörn, bæði stelpur og stráka, sem nutu af elskusemi þeirra í alla staði eins og ég. Gísli og Laufey voru sérlega barn- góð og þegar röðin kom að mér að verða strákamamma var það jafn- sjálfsagt að fara og sýna þeim lítinn nýfæddan kút eins og væru þau amma og afi. En Gísli missti Lauf- eyju sína allt of snemma, hann tók missi hennar mjög nærri sér og var einn í nokkur ár. En synirnir og fjöl- skyldur þeirra fylltu þetta erfiða tímabil með umhyggju og léttu hon- um gönguna svo um munaði. En hendinni var ekkert sleppt af ungviðinu, því Gísli fylgdist af áhuga með þessum litlu labbakútum vaxa úr grasi. Hann lagði sig fram um að kynnast áhugasviðum þeirra og spjalla um bíla eða flug, eða hvað sem var, allt eftir því hvar áhuginn hjá þeim lá. Hann var nú ekki laus við bíladellu sjálfur, átti marga bíla um ævina og eftirminnilegt bílnúmer, R 10102 sem við kölluðum í gríni „tíkin, tíkin, tveir“ af því að það hljómaði svo líkt. Gísli var kaupmaður og verslaði með matvörur, bæði á Bergþórugöt- unni og í Fossvogsbúðinni í Kópavogi til margra ára. Eftir að því sleppti vann hann á Álafossi þar sem hann hélt áfram að þeytast um og þjóna öðrum. Gísli var alltaf á hraðferð, hann vildi drífa hlutina af, en það var ekkert verið að kasta hendinni til hlutanna, því hann var mikið snyrti- menni líka. Ef Gísli væri ungur maður í dag væri hann örugglega einn af strákun- um í verðbréfaviðskiptunum og æki um á stífbónuðum fallegum bíl sem þyldi ferðalög inn á hálendið. Því Gísli hafði uppgötvað að þar þótti honum sannarlega skemmtilegt að ferðast. Svo færi hann í ferðir til út- landa og tæki þátt í lífi fólksins á staðnum eins og þegar hann fór að tína skógarsnigla með manni á Spáni sem hann hitti þar á gönguferð fyrir nokkrum árum. Þeir skildu ekki tungumál hvor annars, en nutu sam- verunnar engu að síður. Svo kom að því að þau Brynfríður Halldórsdóttir eða Binna og Gísli rugluðu saman reytum. Þeim leið af- ar vel saman, það var augljóst öllum sem dvöldu í návist þeirra stundar- korn. Okkur bróðurfólki Gísla fannst hann hafa verið afar heppinn að kynnast þessari elskulegu konu sem auðgaði tilveru hans svo um munaði. Og ég er nokkuð viss um að það á líka við um áhrif hans á hennar líf. Það má mikið vera ef hún hefur ekki líka lengt líf hans um mörg ár. Fyrst og fremst hlýtur að vera gott fyrir hvern sem er að njóta umhyggju svo góðrar manneskju. En Binna býr einnig yfir óvanalegri þekkingu, sem eru þessi óborganlegu heilsubætandi húsráð sem landinn bjargaði sér á, fyrir daga nútímalæknavísinda. Gísli og við hin sem það vildum höfum fengið að ausa af viskubrunni hennar okkur til ánægju og heilsubótar. Við söknum Gísla öll. Og ég veit að missir hans nánustu er mikill, en við getum þakkað og glaðst yfir því hvað Gísli átti gott og langt líf. Hann var oftast við góða heilsu, en líf hans var ekki bara gott heldur naut hann þess svo ríkulega að vera til og tók þátt fram á síðasta andartak. Hann eign- aðist góðan hóp afkomenda, allt dug- mikið og efnilegt fólk sem hann var afar stoltur af. Og andaðist svo með gullhamra til Binnu sinnar á vörun- um. Er hægt að hugsa sér fallegri endi á góðri ævi? Elsku Gísli. Dyggð þín og drengskapur var gulli betri, hafðu þökk fyrir sam- fylgdina. Með kveðju frá bróðurfólkinu, Kristín Guðnadóttir. Ég vil með nokkrum orðum fá að kveðja frábæran mann sem ég var svo heppin að fá að kynnast. Það var þegar ég kynntist manninum mínum að ég var kynnt fyrir afa hans og nafna, honum Gísla Þorgeirssyni. Hann var alveg frábær maður, hann Gísli, hann var mjög ákveðinn og ég lærði mjög fljótt inn á hann, þ.e.a.s. ég svaraði honum alveg eins. Hann hringdi oft í mig og var að reyna að fá einhverjar fréttir og það þótti mér mjög vænt um, því það var alltaf hægt að gleðja hann með sögum af stelpunum mínum sem sakna hans sárt, því hann var svo góður og hon- um fannst gaman að koma með Binnu að horfa á stelpurnar mínar dansa. Hann Gísli var frábær dansari og voru margir ungir herrar sem náðu ekki að dansa eins mikið og hann á böllunum sem hann fór á hjá Kátu fólki, í þeim félagsskap var hann búinn að vera lengi og var alltaf að reyna að fá okkur líka til þess að koma. Við fórum á sumarböllin sem gestir og það var alveg svakalega skemmtilegt að sjá hvað Gísli var hress og hafði gaman af að dansa, en á síðasta balli var Gísli fjarverandi vegna flensu og það var mikill missir að hafa hann ekki á ballinu og honum þótti það líka miður, en að sjálfsögðu hringdi hann og fékk fréttir af ball- inu. Gísli var annars við hestaheilsu og fór m.a. í sundlaugarnar á hverj- um degi, og það gerði hann líka á dánardegi sínum, þetta var alveg eins og hann hafði viljað, að þurfa ekki að verða veikur og öðrum háður. Við erum mjög þakklát fyrir öll ár- in sem við áttum með honum Gísla og þá sérstaklega jólin þegar hann og Binna komu til okkar á aðfangadags- kvöld og voru hjá okkur, það voru yndisleg kvöld sem við eigum eftir að sakna mikið. Elsku Gísli, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Gísla og stelpurn- ar, þín verður sárt saknað en þú ferð núna á fund eiginkonu þinnar, henn- ar Laufeyjar, sem ég veit að þú verð- ur glaður að hitta, því miður kynntist ég henni ekki, en ég veit að þú ert glaður að fá að hafa farið svona, þess vegna verðum við að halda áfram, og vil ég biðja guð að styrkja Binnu, Þorgeir, Vilmund og okkur öll sem eftir erum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Ásta Kristín Valgarðsdóttir. GÍSLI ÞORGEIRSSON ardvalar hjá Lóu og Engiljóni manni hennar, en hann var mikið ljúfmenni. Á komandi árum urðu ferðirnar fleiri og stundum nokkurra daga dvöl í senn að sumri til. Þá var nú gaman. Að fara með þeim í bíó að horfa á Gøg & Gokke og Harold Lloyd. Að fara í heimsóknir til Ingi- bjargar móður hennar og systra- hópsins á það myndarlega heimili við Vesturbrautina. Að fá að fara með henni á stakkstæðið og „hjálpa“ til við að breiða fiskinn. Ekki var síst að leika sér í hrauninu, það var ævintýri líkast, Norðurbraut 25 var „álfahöll“ – og þar var Lóa drottningin. Það var hún svo sannarlega. Glæsileg og góð, vel gefin til munns og handa. Ég naut söngelsku hennar og ekki var amalegt að fá skýringu á myndasögunum í Hjemmet og Familie Journal. Hún ræktaði græn- meti í garði sínum, sem oft var á boð- stólum, og hafði unun af blómum. Svo var hún alltaf að prjóna og hekla eitthvað fallegt. Dvöl mín í hennar návist var þroskandi og gaf mér mik- ið. Árið 1943 urðu hamingjurík þátta- skil í lífi þeirra hjóna er þau eign- uðust kjördótturina Krístínu. Lóa var með afbrigðum barngóð og þess hefur frændgarðurinn notið í ríku mæli. Barnabörnin voru henni sér- staklega hjartfólgin og nú hefur nafna hennar tekið við „álfahöllinni“. Þar mun andi Lóu og Engiljóns lifa, en hann lést árið 1972. Innilegar samúðarkveðjur til Kristínar og fjöl- skyldu hennar. Hjartans þakkir. Guð blessi minninguna. Sjöfn Haraldsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Pál Sverri Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.