Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12ára with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV Sýnd kl. 5.50 og 10.. B i. 12  X-IÐ 97.7  DV HL MBL SG DVRoger Ebert Miðaverð kr. 800. Sýnd kl. 8. Bi.14. Sýnd kl. 6.10 og 10.10. B i. 12 JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. FRUMSÝNING ERIC BANA JENNIFER CONNELLY NICK NOLTE  SG. DVÓ.H.T Rás2 KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10. SG. DV AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. SG. DVÓ.H.T Rás2 Í sumar skaltu sleppa útilegunni. Frábær spennuhrollur sem sýnir að það getur reynst dýrkeypt að taka ranga beygju. FRUMSÝNING Stranglega bönnuð börnun innan 16 ára. um stað.“ Hann hlær þegar blaða- maður segir þetta ævintýralegan lífsstíl: „Þetta er náttúrulega hard- core og þetta er kannski það sem greinir harðkjarnapönk frá rokkinu. Þetta er meira svona „do it your- self“. Við erum ekki að búast við neinu, bara rennum í þetta og við verðum komnir upp á náð þeirra sem við hittum. Þetta verður bara svona: „Munt þú leyfa okkur að sofa á gólf- inu þínu og borða baunirnar þínar þegar við vöknum?““ Eiga ekki von á vettlingatökum Viðkomustaðir hljómsveitarinnar verða í Danmörku, Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Tékklandi, Spáni, Frakklandi og loks Bretlandi og er Birkir hvergi banginn: „Áheyrendur eru kannski harðari gagnrýnendur þarna. Við erum kannski í þeirra augum bara enn eitt bandið á meðan þau eru að sjá tugi banda á ári sem eru í alveg fáránlega góðum gæða- flokki. Svo eru auðvitað amerísk bönd að túra þarna, sum hver alveg ótrúlega góð.“ Þeir félagar munu því leggja sig alla fram ekki hvað síst til að kynna nýja plötu þeirra sem gefin er út af belgíska útgáfufyrirtækinu Reality Records. „Við erum að kynna þessa plötu til að hjálpa útgáfufyrirtækinu og reyna að koma út eins miklu af diskum og hægt er. Reality Records hafa verið alveg fáránlega góðir við okkur en þeir eru bara svona litlir njólar eins við og hafa sett allan pen- inginn sinn í diskinn okkar.“ Nýja platan ber heitið Sparks Turn Into Flames og er endurbætt og viðaukin útgáfa af plötunni Why Not Make Today Legendary sem leit dagsins ljós síðasta sumar: „Þetta er bara veglegri útgáfa. Upp- runalegi diskurinn var bara brennd- ur og ljósritaður, en þessi er í vand- aðri umgjörð. Svo eru á honum tvö aukalög auk þess að við tókum upp- tökutörn sem við köllum „When Sparks Turn Into Flames“ sem inni- heldur fjögur ný lög. I Adapt er um þriggja ára gömul hljómsveit sem Birkir átti frum- kvæðið að að mynda en hann hafði áður komið nálægt Bisund, Stjörnu- kisa og Ungblóð sem síðar þróaðist yfir í Mínus. Auk Birkis eru í I Adapt þeir Erling (Elli) Pálsson á tromm- um, Vilhelm (Villi) Vilhelmsson á bassa, Freyr (Freysi) Garðarsson á gítar og Ingi Þór Pálsson á gítar. PILTARNIR prúðu úr bandinu I Adapt eru á leið úr landi. Þegar Birkir Viðarsson, forsprakki hóps- ins, svarar í símann er ekki laust við að hann hrópi uppyfir sig þegar blaðamaður kynnir sig. Hann segist vera að springa úr blöndu af stressi og hamingju: „Við héldum kveðju- tónleika í gær [þriðjudag] og þeir heppnuðust alveg óhemjuvel. Dys, Molesting Mr. Bob, Hryðjuverk og Innvortis mættu líka og gerðu allt vitlaust.“ Tónleikarnir voru meðal annars haldnir til að afla fjár fyrir Evrópureisunni sem hefst í dag, fimmtudag. „Við verðum komnir aftur heim og upp í rúm 22. ágúst,“ segir Birkir. Þeir eru að fara á eigin vegum og fundu upp á þessu hjá sjálfum sér: „Það er enginn á bak við þessa ferð nema við. Þetta kemur til af því að okkur langar til að túra og spila „hardcore“ einhvers staðar annars staðar en í þessu verndaða umhverfi sem við höfum verið í hér. Okkur langar að kynna okkar tónlist og það sem við höfum að segja fyrir fólki sem aldrei hefur heyrt í okkur áður og býst ekki við neinu af okkur.“ Megum við borða baunirnar? Birkir er auðheyranlega spenntur að fá að spreyta sig ytra: „Við viljum líka kynnast fleira fólki. Við fórum í stutta hljómleikaferð í fyrra og kynntumst alveg ofur-indælu fólki.“ Reisan er einmitt að miklu leyti skipulögð gegnum góð tengsl: „Við höfum talað við fólk sem hefur góða reynslu af öðru fólki og þannig koll af kolli. Svo ökum við bara á milli staða á kagganum sem við erum búnir að leigja. Við erum komnir með smá- rútu sem verður troðin hljóðfærum, bolum og diskum.“ Búið er að ganga frá flestum tón- leikunum og segir Birkir að helst þurfi að hnýta nokkra lausa enda í kringum tvenna tónleika. Gisting á hverjum stað fyrir sig verður hins vegar með óskipulagðari hætti: „Við verðum með svefnpoka og svo gist- um við bara á gólfinu í klúbbunum þar sem við spilum eða heima hjá þeim sem sér um tónleikana á hverj- I Adapt á tónleikaferð um Evrópu Geta hugsað sér að sofa á gólfinu í klúbbunum Á tónleikum I Adapt blandast saman hamingja og hamagangur. asgeiri@mbl.is -www.dordingull.com/iadapt EFTIRFARANDI fréttatilkynning hefur borist frá Stuðmönnum: „STUÐMENN verða í hópi þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem stíga á stokk, nánar tiltekið á Hel- enustokk, nú um verslunarmanna- helgina á Akureyri. Hljómsveitin verður aðalnúmerið á Rokkvitanum við Strandgötu 53, föstudaginn 1. ágúst og laugardag- inn 2. ágúst. Auk Stuðmanna koma fram afrísku slagverksmennirnir Basilco, akureyrska hljómsveitin Douglas Wilson og plötusnúðurinn Brit Magnet að ógleymdri norð- lensku söngstjörnunni sem dag- skráin dregur nafn sitt af, sjálfri Helenu Eyjólfsdóttur. Helena var þekkt fyrir það á árum áður að leika á þartilgerða hristu sem Egill Ólafsson gaf nafnið Helenustokkur í frægum sjónvarpsþætti. Þetta er í fyrsta sinn sem Stuðmenn og Hel- ena koma fram saman og er vel við hæfi að Helenustokkurinn veiti afr- ískum töktum Basilco-hópsins öfl- ugan stuðning.“ Forsala er þegar hafin hjá Penn- anum/Eymundsson við Hafnar- stræti og Glerártorg, Akureyri. Helenustokkur á Akureyri Stuðmenn: Hljómsveit allra landsmanna. Stuðmenn standa fyrir hátíð um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.