Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 47
HLYNUR Jóhannesson, hand-
knattleiksmarkvörður úr Vest-
mannaeyjum, er genginn til liðs
við spænska 1. deildarliðið Tres
de Mayo frá Tenerife á Kanarí-
eyjum – frá norska úrvalsdeildar-
liðinu Stord. Einar Þorvarðarson,
einn albesti markvörður íslensks
handknattleiks, lék með liðinu
1985–1987 og Víkingurinn Sig-
urður Gunnarsson 1984–1987.
„Þetta kom þannig til að ég var
að leita fyrir mér á Spáni ásamt
umboðsmanni mínum. Það mun-
aði litlu að ég hefði samið við
annað félag á Spáni, Oviedo, en á
síðustu stundu höfðu forráða-
menn Tres de Mayo samband við
Sigurð Gunnarsson og spurðust
fyrir um mig. Sigurður mælti
með félaginu og tjáði mér að
hann hefði verið mjög ánægður
með veru sína á sínum tíma. Höll-
in hjá félaginu tekur 5.500 manns
og allar aðstæður eru hinar
bestu.“
Hlynur, sem leikið hefur í Nor-
egi og Danmörku undanfarin ár,
heldur í vonina um að komast í
landsliðið. „Ég hef verið að
banka á landsliðsdyrnar undan-
farin ár en það hefur ekki gengið
hingað til. Aftur á móti tel ég
mig núna vera kominn í mjög
sterkt lið og vonast til þess að
fylgst verði með mér,“ sagði
Hlynur Jóhannesson í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hlynur í markið hjá
Tres de Mayo á Spáni
KR-INGAR hafa haft ein-
staklega gott tak á Skaga-
mönnum á undanförnum ár-
um. Af síðustu 12 viðureignum
félaganna í efstu deild hefur
KR unnið 10, Skagamenn eina
og einu sinni hafa liðin skilið
jöfn. Sigur KR í gærkvöldi var
sá fjórði í síðustu fimm heim-
sóknum þeirra röndóttu á
Akranes og í vesturbænum
hefur KR unnið ÍA í síðustu
níu leikjum.
Samt er heildarútkoman í
leikjum liðanna frá árinu
1946, þegar þau mættust fyrst
á Íslandsmóti, enn ÍA í hag. ÍA
hefur unnið 39 leiki og KR 33
en 25 hafa endað með jafntefli.
ÍA hefur skorað 157 mörk en
KR 141.
KR-ingum hefur ekki alltaf
gengið eins vel á Akranesi og
á síðustu árum. Þeim tókst
ekki að vinna deildaleik þar í
18 ár, frá því þeir lögðu
Skagamenn 3:1 á Akranesvelli
árið 1967 og þar til þeir unnu
þar með nákvæmlega sömu
markatölu árið 1985.
Tíu sigrar
KR í 12
leikjum
við ÍA
Þið eruð á góðu skriði í Lands-
bankadeildinni. „Þetta er allt að
smella saman hjá okkur og við er-
um að leika vel. Íslandsmótið hefur
spilast mjög furðulega og það eru
allir að vinna alla. Við erum jafnir
Fylki á toppnum og við erum
ánægðir með það. Nú kemur smáfrí
en það hefur verið mikið álag á
okkur í júli. Við höfum leikið 10
leiki í mánuðnum og það hefur
hjálpað okkur mikið að hafa sterk-
an og breiðan hóp. Eftir fríið kom-
um við ákveðnir til leiks og við
verðum tilbúnir að berjast við
Fylki eða hvaða lið sem er um Ís-
landsmeistaratitilinn.“
Við erum í hörkufall-
baráttuslag
Pálmi Haraldsson, leikmaður ÍA,
var mjög svekktur í leikslok en
hann taldi að Skagamenn hefðu
verið síst lakari aðilinn í leiknum.
„Þetta var rosalega svekkjandi en
við vorum ekki slakara liðið á vell-
inum í kvöld. Við byrjuðum mjög
vel og fyrstu tuttugu mínúturnar
lékum góða knattspyrnu. Eftir það
duttum við töluvert niður. Mörkin
tvö í fyrri hálfleik voru mjög ódýr
en við höfum fengið of oft ódýr
mörk á okkur í sumar og það hefur
verið okkur dýrkeypt. KR-ingar
fengu ekki mörg opin færi í fyrri
hálfleik en þeir nýttu þau sem þeir
fengu. Í síðari hálfleik reyndum við
að pressa með vindinn í bakið en
það gekk ekki að þessu sinni.“
Veigar Páll var ykkur erfiður í
kvöld.
Veigar Páll Gunnarsson, bestileikmaður vallarins, var hinn
ánægðasti í leikslok þegar Morg-
unblaðið tók hann
tali. „Við KR-ingar
erum á góðu skriði
og höfum leikið
mjög vel að undan-
förnu. Fylkir hefur einnig spilað
vel og þetta verður barátta þessara
tveggja lið ásamt Grindavík og
jafnvel Þróttara um Íslandsmeist-
aratitilinn.“
Þú hlýtur að vera mjög ánægður
með að hafa lagt upp þrjú mörk í
kvöld.
„Ég náði mér vel á strik í kvöld
og átti þrjár stoðsendingar. Það
sem skiptir hins vegar öllu máli er
að við náðum í sigur og við erum
mjög ánægðir með að vera komnir
upp að hlið Fylkismönnum á toppn-
um.“ Kristján Finnbogason, fyrir-
liði KR, var ekki ánægður með
hvernig Vesturbæingar hófu leik-
inn. „Við vorum alveg steinsofandi í
byrjun og lendum undir eftir rúma
eina mínútu. Fyrsta markið sem
við fengum var algjört klaufamark
af minni hálfu og varnarmannanna.
Við náðum að rífa okkur upp eftir
og mér fannst við vera vel stemmd-
ir allan leikinn fyrir utan upphafs-
mínúturnar. Við vorum að leika
mjög vel og skoruðum falleg mörk
en þetta var gríðarlega mikilvægur
sigur. Ég tel að lið sem ætlar sér að
vera í baráttu um titilinn verði að
geta náð í þrjú stig á svona erfiðum
heimavelli eins og Skagavöllurinn
er.“
„Já, Veigar er góður leikmaður
og var öflugur í leiknum. KR-liðið
er með leikmenn sem eru fljótir að
refsa andstæðingnum ef hann gerir
smá mistök og KR-ingar gerðu það
í kvöld.“
Staða ÍA er ekki glæsileg um
þessar mundir í deildinni.
„Ef við hefðum sigrað KR hefð-
um við verið um miðja deild en
veruleikinn er sá að við erum í
hörðum fallbaráttuslag. Við verð-
um einfaldlega að vinna að því að
koma okkur í burtu frá hættusvæð-
inu í næstu leikjum.“
Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði
Skagamanna, segir að það sé eng-
inn skjálfti kominn í leikmenn ÍA
þrátt fyrir slæma stöðu í deildinni.
„Það er enginn skjálfti kominn í
okkur Skagamenn. Það er nóg eftir
af mótinu og nú eigum við næst leik
við Fram eftir rúma viku og við
ætlum okkur þrjú stig í þeim leik.
Í kvöld lékum við mjög vel fyrstu
tuttugu mínúturnar en svo komust
KR-ingar inn í leikinn. Þeir skor-
uðu tvö mörk úr einu færunum sem
þeir fengu í fyrri hálfleik og það
var svekkjandi. Síðari hálfleikurinn
var okkar eign og þeir skoruðu úr
eina færinu sem þeir fengu. KR-
ingar eru með frábæra sóknarleik-
menn eins og Veigar Pál og það
sannaðist í kvöld að það má aldrei
líta af þeim. Við gerðum okkar
besta í leiknum og lögðum okkur
100% fram og það er ekki hægt að
fara fram á meira en það,“ sagði
Gunnlaugur í samtali við Morgun-
blaðið.
Morgunblaðið/Arnaldur
KR-ingurinn Veigar Páll Gunnarsson lék vel í gær. Hér er Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA til varnar.
Við KR-ingar er-
um á góðu skriði
Eftir
Atla
Sævarsson
SNORRI Steinn Guðjónsson,
landsliðsmaður í handknattleik úr
Val, skoraði sex mörk fyrir Gross-
wallstadt er liðið lagði Willstätt/
Schutterwald í Hessen, 27:21.
ÁRNI Gautur Arason, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, var ekki í
markinu hjá Rosenborg, er liðið
lagði írska liðið Bohemian að velli í
Írlandi í forkeppni Meistaradeildar
Evrópu, 1:0. Árni Gautur hefur
misst stöðuna til norska landsliðs-
markvarðarins Espen Johnsen.
BJARKI Gunnlaugsson lék ekki
með KR á Akranesi í gær, er meidd-
ur en verður tilbúinn í næsta leik.
Þetta er fyrsti deildarleikurinn sem
hann missir af í sumar.
MARTIN Keown, miðvörður Ars-
enal, sem hefur verið meiddur, von-
ast eftir að hann geti leikið með lið-
inu í Skotlandsferð um helgina.
Arsenal mætir Celtic á laugardaginn
og Glasgow Rangers á þriðjudaginn
kemur.
DAVE Jones, knattspyrnustjóri
Wolves, vonar að fimm nýir leik-
menn verði gengnir til liðs við Úlfana
áður en vikan er liðin.
Það eru leikmennirnir Henri Cam-
ara, Jody Craddock, Steffen Iver-
sen, Carlos Kameni og Dino Baggio,
en umboðsmaður hans hefur staðfest
að ef hann leiki á Englandi verði það
aðeins fyrir Wolves.
FÓLK