Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 48
HLJÓMSVEITIN Írafár kynnti fyrirhugaða ferð sveitarinnar til Bandaríkjanna á blaðamannafundi á Kaffi Sólon við Bankastræti í gær. Ferðin er farin í þeim tilgangi að taka upp breiðskífu sem kemur út í haust til að fylgja á eftir vin- sælustu plötu síðasta árs, Allt sem ég sé. Af því tilefni hafa Írafár og Ice- landair skrifað undir yfirgripsmik- inn samstarfssamning þess efnis að flugfélagið aðstoði sveitina í und- irbúningi og upptökum á næstu plötu. Ætlunin er að taka hana upp í Orlando á Flórída í næsta mánuði og fer sveitin til Orlando strax að lokinni verslunarmannahelginni. „Það er alveg ljóst að án stuðn- ings Icelandair þá værum við ekki að fara í þessar upptökur í Orlando,“ segir Birgitta Haukdal, hin brosmilda söngkona sveitarinn- ar. „Við erum heldur ekki að fara út til að reyna að „meika“ það, þetta er íslensk plata á íslensku fyrir Íslendinga. Eina ástæðan fyrir því að við viljum gera þetta erlendis er að fá ró og næði til að geta ein- beitt okkur að verkefninu,“ segir hún. Eins og alþjóð veit var Allt sem ég sé langsöluhæsta plata landsins í fyrra og eru væntingar aðdáenda miklar. „Við erum auðvitað með- vituð um pressuna en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ segir Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari og lagahöfundur Íráfárs. Vignir var bú- inn að semja öll lögin á plötuna í byrjun þessa árs og voru tólf lög valin af 30 snemma í mars til að vinna frekar með. Upptöku- stjórinn þekkti, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, stjórnar upptök- um á nýju plöt- unni eins og þeirri síðustu og verður hann með í för til Bandaríkj- anna. Jafnframt lék Írafár eitt af lögum væntanlegrar plötu, „Aldrei mun ég“, í órafmagn- aðri útgáfu í tilefni dagsins. Það lag var tekið upp hér heima og er ný- farið í spilun á útvarpsstöðvum. Nóg verður að gera hjá Írafári áður en sveitin heldur vestur um haf. Írafár ferðast um landið þvert og endilangt um verslunarmanna- helgina og verður á laugardaginn í Galtalæk og á Akureyri á sunnu- daginn. Írafár og Icelandair kynna samstarfssamning Taka upp næstu plötu í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Jim Smart Birgitta Haukdal, söngkona Íra- fárs, og Birna Guðmundsdóttir, frá Flugleiðum, takast í hendur við undirritun samningsins. Til að hita upp fyrir helgina verð- ur Írafár í Símabúðinni í Smára- lind í dag kl. 15 og Símabúðinni í Kringlunni á föstudaginn kl. 15. Morgunblaðið/Jim Smart Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vigfússon á Sólon þar sem Írafár lék nýtt lag, „Aldrei mun ég“. FÓLK Í FRÉTTUM 48 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Date fimmtudaginn 31. júlí - örfá sæti laus þriðjudaginn 5. ágúst - örfá sæti laus fimmtudaginn 7. ágúst - sæti laus SÍÐUSTU SÝNINGAR! www.date.is Sumarkvöld við orgelið 31. júlí kl. 12: Eyþór Ingi Jónsson orgel. 2. ágúst kl. 12: Giorgio Parolini orgel. 3. ágúst kl. 20: Giorgio Parolini leikur verk m.a. eftir Bach, Reger, Widor og Vierne. Ain´t Misbehavin´ the Fats Waller Musical Show Frumsýning fös. 8. ágúst kl. 20. - örfá sæti laus 2. sýning laugardaginn 9. ágúst kl. 20. 3. sýning sunnudaginn 10. ágúst kl. 20. 4. sýning mánudaginn 11. ágúst kl. 20. Miðasala í Loftkastalanum opin alla virka daga frá 15 - 18. Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is 20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.