Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 11 Nú kemur þú golfinu á kortið Golfkort Búnaðarbankans – góður félagi innan vallar sem utan. • 20% afsláttur af vallargjöldum á völlum GSÍ. • 5–15% afsláttur í völdum golfverslunum. • Ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis. • SMS skilaboð með upplýsingum um stöðu og notkun kortsins. • MasterCard ferðaávísun fylgir Gull Golfkorti. • Ekkert stofngjald og frítt árgjald fyrsta árið. Búnaðarbankinn er aðal styrktaraðili GSÍ Gull Golfkort – víðtækar ferðatryggingar, MasterCard ferðaávísun og golftengd fríðindi. Almennt Golfkort – ferðatryggingar og golftengd fríðindi. Almennt Golfkort Plús – fyrirframgreitt greiðslukort. Ferðatryggingar og golftengd fríðindi. Viðskiptavinir geta fengið Golfkort Plús frá 12 ára aldri. Golfkortið er einungis fyrir félaga í Golfsambandi Íslands Hægt er að velja um þrjár tegundir korta Þú getur sótt um Golfkort á www.bi.is, í síma 525 6000, eða í næsta útibúi Búnaðarbankans Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum F í t o n / S Í A F I 0 0 7 4 6 7 www.bi.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Neyt- endasamtakanna hefur samþykkt eftirfarandi ályktun um meint verð- samráð olíufélaganna: „Staðfest er í fyrri hluta skýrslu Samkeppnisstofnunar að olíufélögin hafa haft víðtækt samráð um verð- lagningu á vörum í því skyni að halda uppi verði á olíu og tengdum vörum. Með lögbrotum hafa olíufélögin haft gríðarlega fjármuni af neytendum. Enn eru ekki komnar fram upplýs- ingar frá samkeppnisyfirvöldum um hvernig verðsamráðið bitnar með beinum hætti á neytendum. Neyt- endasamtökin fordæma þetta verð- samráð sem er bein aðför að hags- munum neytenda og atlaga að frjálsri samkeppni hér á landi. Neytendasamtökin skora á olíufé- lögin að leggja nú þegar spilin á borðið gagnvart almenningi. Neyt- endasamtökin krefjast þess einnig að olíufélögin upplýsi hvernig þau hyggist bæta neytendum það tjón sem þau hafa valdið. Ólögmætt verð- samráð sem hækkar vöruverð hefur alvarlegri afleiðingar á Íslandi en víða annars staðar þar sem verð- hækkanir leiða til hækkunar á skuld- um heimilanna vegna vísitölubind- ingar lána. Verðsamráð gagnvart stærri viðskiptavinum leiðir til kostnaðarauka hjá fyrirtækjum og stofnunum og bitnar á hinum al- menna neytanda þegar hækkunum er velt út í verðlagið. Neytendasamtökin áskilja sér all- an rétt til að grípa til enn frekari að- gerða þegar endanleg skýrsla Sam- keppnisstofnunar liggur fyrir vegna þess skaða sem hið ólögmæta sam- ráð hefur valdið neytendum. Þetta mál allt sýnir mikilvægi þess að hér á landi eru starfandi virk sam- keppnisyfirvöld. Neytendasamtökin telja mjög mikilvægt að rannsóknum vegna brota á samkeppnislögum sé lokið á sem skemmstum tíma. Sam- tökin ítreka því þá skoðun sína að efla Samkeppnisstofnun til að tryggja skjótari meðferð mála.“ Ályktun Neytendasamtakanna um meint samráð olíufélaganna Upplýsi hvernig tjónið verði bætt VEIÐI hefur glæðst nokkuð í lax- veiðiám á Norðurlandi síðustu daga. Vatn hefur aukist til muna í ánum og straumur var stærstur í gær. Smálax er að reytast upp í árnar, en hins vegar ekki í því magni sem menn hafa vænst og enn er stór hluti aflans stór fiskur sem hefur dvalið tvö ár í sjó. Góðar tölur síðustu daga Pétur Pétursson leigutaki Vatns- dalsár nefndi sem dæmi um batn- andi gang mála að 16 laxar hefðu veiðst í ánni í fyrradag og í gær- morgun, er rætt var við hann, veiddust einnig nokkrir fiskar. Lax hefur dreift sér vel fyrir ofan Flóð, en að sögn Péturs hefur Flóðið lengst af verið ólaxgengt vegna vatnsleysis og hita og sjálfur Hnausastrengur, hinn magnaði hyl- ur neðan Flóðsins, illveiðandi af sömu sökum, en með hitunum fyllt- ist allt af gróðri. „Svo er Hnausa- strengurinn óveiðandi núna vegna of mikils vatns! Það er annaðhvort í ökkla eða eyra,“ bætti Pétur við. Um 180 laxar eru komnir á land úr ánni sem er mun lakara en í fyrra, en Pétur sagði menn þó yfirleitt fara sátta heim því þó þeir veiddu færri laxa þá væri meðalvigtin gríðarlega góð og mikið af stórlaxi. Fimm laxar í sumar voru um og yfir 20 pund og flestir yfir 12 pundum. Af 16 í fyrradag voru aðeins fimm smálaxar og sagði Pétur það endur- spegla stöðuna. Lítum aðeins á Víðidalsá og Mið- fjarðará. Miðfjarðará var að dofna eftir nokkra bærilega daga snemma í síðustu viku, en á mið- vikudaginn veiddust tíu stykki í Vesturá einni. Hún er áa best í Mið- fjarðarárkerfinu í sumar, minna af laxi er í Austurá og Núpsá er rétt nýkomin inn með boðlegt vatns- magn. Það eru regluleg skot í Mið- fjarðará. Um 200 laxar eru komnir á land, mun lakara en í fyrra, en meðalvigtin mjög góð. Dæmi um bata í Víðidalsá er að á þriðjudag veiddust þar 19 laxar, 10 á mánudag og 19 á sunnudag. Það er sama sagan þar, smálax seytlar inn, en þorri aflans er þó enn stærri fiskur. Og svipað má segja um Hrútafjarðará, en um helgina veiddust þar 15 laxar, sem er besta hollið til þessa, nokkrir nýir smá- laxar, en mest boltafiskar, allt að 19 pundum. Milli 50 og 60 laxar eru komnir þar á land. Hítará skilar vel Veiði hefur verið vel boðleg í Hít- ará að undanförnu, þrátt fyrir að mjög lítið vatn hafi verið í ánni. Hún hefur fengið slurk og slurk af vætunni að undanförnu, en Mýr- arnar og Snæfellsnesið hafa ekki fengið sömu demburnar og t.d. Borgarfjarðar- og húnvetnsku árn- ar. Hollið sem lauk veiðum á hádegi í dag var með 17 laxa þegar einni vakt var ólokið og tvö síðustu hollin á undan voru með 19 stykki hvort auk nokkurra stórra sjóbleikja. Það er enn mok í Rangárþingi og dæmi um að á bestu svæðunum geri veiðimenn fátt annað en að þreyta og landa löxum vaktirnar á enda. Eystri áin gaf t.d. 59 laxa í fyrradag og stefndi í svipað í gær. Ytri áin hefur verið með heldur hóflegri meðaldagveiði að undanförnu, en vísbendingar um að hún sé að bæta við sig greinilegar að mati veiði- manna á staðnum sem hafa orðið varir við sterkar göngur. Rofar aðeins til nyrðra Morgunblaðið/Golli Veiðimenn bera saman bækur sínar í kvöldkyrðinni við Lund, gamla veiði- hús Jóhannesar á Borg við Hítará. Fremst má þekkja, Brynju Gunnars- dóttur, Þorstein Ólafs og Ólaf Vigfússon. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRAMTELJENDUR gátu í fyrsta skipti í gær skoðað framtöl sín á Netinu en að sögn Braga Leifs Haukssonar, deildarstjóra hugbún- aðarsviðs Ríkisskattstjóra, var fólk fljótt að taka við sér. „Þetta fór rosa- lega bratt af stað. Fyrsta korterið sem við höfðum opið voru 2.500 manns sem náðu í seðlana sína.“ Vegna álags lagðist kerfið niður um tíma en því var kippt fljótt í lag og straumurinn var stöðugur. „Um kl. 20 í kvöld [gærkvöldi] voru 8–9.000 manns búin að nýta sér þjónustuna,“ segir Birgir en um 80% af þeim sem telja fram gera það í gegnum Netið. Margir skoðuðu framtalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.