Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VÖRÐUR voru fyrstu vegvísarnir
á Íslandi, einkum reistar við fjalla-
skörð og heiðar þar sem menn áttu
leið og gátu átt von á vondum veðr-
um. Varðaðir vegir voru þannig að
menn áttu að geta séð frá einni
vörðu til þeirrar næstu. Þegar fjall-
göngur hófust á Íslandi kom fyrir að
fyrstu menn hlóðu vörður sem sann-
indamerki þess að þeir hefðu komið
þangað. Víða sjást því vörðubrot á
fjallatindum. Síðar, þegar Ísland var
kortlagt á árunum 1910–1940, hlóðu
danskir landmælingamenn veglegar
vörður á mælipunktum, sem margar
hverjar standa enn með mikilli reisn.
Fjallgöngumenn hafa gjarna vilj-
að skilja eftir betri sannanir þess að
þeir hafi komist á tindinn, og fyrrum
var algengt að menn settu miða með
áletrun inn í flöskur undan
drykkjarföngum. Þessar flöskur
voru víðast ekki langlífar og oft var
tappinn ekki nægilega öruggur. Á
seinni árum hefur mjög komist í
tísku að koma fyrir gestabókum á
fjallstindum. Ýmist eru það ein-
staklingar eða félagasamtök, eink-
um ferðafélög, sem hafa staðið fyrir
þessu. Það mun hafa verið um 1950
sem skátar á Akureyri settu gesta-
bækur fyrst í vörður á fimm háum
fjöllum í Eyjafirði. Nú eru þessar
gestabækur oftast settar í sterk-
byggða málmkassa í vörðunum og
bækurnar vafðar í plastpoka til að
verjast raka. Gestabækur eru bæði á
tindum og hnjúkum með fallegt út-
sýni, en einnig á fjölförnum leiðum.
Vert er að nefna átak Ungmenna-
félagshreyfingarinnar sem nú stend-
ur yfir til að hvetja menn til fjall-
göngu.
Gestabókum hefur fjölgað mikið á
seinni árum, og fýsti okkur að fá
yfirlit yfir þær á okkar aðal-
göngusvæði, enda eru ýmsir sem
safna gestabókafjöllum og vilja
gjarna vita hvar bækur eru og hve
hátt þær eru. Við tókum því saman
meðfylgjandi lista og kort, og eru
vörðurnar taldar frá utanverðum
Eyjafirði að vestan, yst á Trölla-
skaga, og inn fyrir fjörðinn og endað
á Gjögraskaga við fjörðinn austan-
verðan. Samtals höfum við haft
spurnir af 21 gestabók í vörðum við
Eyjafjörð og fylgir hér með listi yfir
þær og kort af staðsetningu. Hæðar-
tölur eru lesnar af Staðfræðikortum
(flokkur C 761) í mælikvarðanum
1:50.000. Tekið skal fram að í þess-
um lista eru ekki gestabækur í hús-
um eða skálum. Stefán Jónasson,
bóksali á Akureyri, hefur gjarna út-
vegað félögum og einstaklingum vel
plastvarðar bækur til að koma fyrir
á fjöllum. Rétt er að benda umráða-
mönnum gestabókanna á að bók-
unum þarf að sinna, skipta um bæk-
ur ef þær verða fyrir hnjaski eða
skemmast í raka, og væri eðlilegast
að koma þeim til geymslu í héraðs-
skjalasöfnum. Gestabækur segja
ákveðna sögu. Þess má geta að
gestabókin á Kistu hvarf í fyrra og
hefur ekkert til hennar spurst, lík-
legast hefur einhver misst hana frá
sér í roki. Vonandi verður bætt úr
því í sumar.
Gestabækur í
vörðum við
Eyjafjörð
Eftir Bjarna E. Guðleifsson og
Konráð Gunnarsson
Bjarni er náttúrufræðingur og for-
maður Ferðafélagsins Hörgs. Kon-
ráð er forstöðumaður íþrótta-
miðstöðvar Glerárskóla.
Bjarni Konráð
!
"
#
$
% & '%(
)
!
"#
$
$ *
, /
=* /
+
>
!
"
>
!
/
!
=
!
#!#
-
# ?
#
"
@!! /
A
/
#
/
"
#$ /
*
!"
Gestabók á Staðarhnjúki í Möðruvallafjalli. Bjarni Bogason t.v. og Bjarni
E. Guðleifsson t.h. Akureyri í fjarska.
Nr. Staður Svæði Eigandi bókar Hæð, m
1 Fossdalur Við göngubrú á leið í Hvanndali Skíðafélag Ólafsfjarðar 150
2 Reykjaheiði Á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Ferðamálaráð Ólafsfjarðar 875
3 Kerling Á milli Svarfaðardals og Skíðadals Ferðafélag Svarfdæla 1.230
4 Rimar Á milli Svarfaðardals og Þorvaldsdals Ferðafélag Svarfdæla 1.297
5 Þrastarhólshnjúkur Í Möðruvallafjalli í Hörgárdal Símon Þorsteinsson 760
6 Staðarhnjúkur Í Möðruvallafjalli í Hörgárdal Ferðafélagið Hörgur 750
7 Grjótárhnjúkur Við austanverðan Hörgárdal Ferðafélagið Hörgur 1.199
8 Þverbrekkuhnjúkur Á milli Öxnadals og Vatnsdals Ferðafélagið Hörgur 1.206
9 Kista Í Vindheimafjallgarði Ferðafélagið Hörgur 1.474
10 Strýta Í Vindheimafjallgarði Ferðafélag Akureyrar 1.456
11 Tröllafjall Á milli Glerárdals og Bægisárdals Ferðafélag Akureyrar 1.480
12 Ytrisúla Á milli Glerárdals og Eyjafjarðardals Ferðafélag Akureyrar 1.145
13 Syðrisúla Á milli Glerárdals og Eyjafjarðardals Litli alpakúbburinn 1.213
14 Kerling Við botn Glerárdals Ferðafélag Akureyrar 1.536
15 Uppsalahnjúkur Í Staðarbyggðarfjalli Halldór, Eiríkur og Stefán 920
16 Haus Í Staðarbyggðarfjalli Halldór, Eiríkur og Stefán 500
17 Systragil Grjóthleðsla á Þingmannavegi yfir Vaðlaheiði Ungmennafélag Akureyrar 620
18 Menntaskólavarðan Á Vaðlaheiði Stúdentaárgangur 1991 665
19 Víkurhnjúkur Í Ystavíkurfjalli Litli alpaklúbburinn 552
20 Skessuhryggur Norðan Dalsmynnis Ferðafélag Akureyrar 1.198
21 Kaldbakur Norðan Höfðahverfis Sigurbjörn Höskuldsson 1.173
AÐ aka bíl þegar maður er þreytt-
ur eða syfjaður er stórhættulegt.
Syfja og þreyta seinka viðbragðs-
tíma, draga úr at-
hygli og slæva dóm-
greind alveg eins og
áfengi og eiturlyf.
Langflestir gera sér
grein fyrir því hversu
hættulegt það er að
aka undir áhrifum
vímugjafa. Færri
vita þó að þreyttur ökumaður er
ámóta hættulegur og stútur undir
stýri.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa (RNU) um útafakstur frá
janúar 2002 kemur fram að tíðni útaf-
aksturs vegna þreytu og syfju var nán-
ast jafnmikil og tíðni útafaksturs vegna
ölvunar. Sömuleiðis töldu höfundar
skýrslunnar að útafakstur að næturlagi
og undir morgun skýrðist að miklu leyti
af þreytu, áfengisneyslu eða hvoru
tveggja. Það er brýnt að efla forvarnir
og fræðslu um áhrif þreytu og syfju á
aksturslag ökumanna. Í annarri skýrslu
RNU frá júní 2001 um dauðsföll í um-
ferðinni er talið að aðalorsök tveggja
dauðsfalla á árinu 2000 hafi verið vegna
þess að bílstjóri hafi dottað eða sofnað
undir stýri. Ef ökumenn sofna, sveigja
bílarnir yfirleitt til vinstri og yfir á öfug-
an vegarhelming. Ef umferð er úr
gagnstæðri átt, þá er voðinn vís.
Hættumerki
Hér fyrir neðan eru nokkur merki
þess að ökumenn séu um það bil að
falla í svefn við aksturinn. Ef þú, öku-
maður góður, finnur fyrir einhverjum
af þessum einkennum, þá skaltu líta á
þau sem hættumerki þess að þú gætir
vel hugsanlega sofnað óviljandi við
stýrið.
1. Augun lokast eða þau fara úr
fókus við aksturinn
2. Þú átt erfitt með að halda höfð-
inu uppi
3. Þú ert nánast stöðugt geispandi
við aksturinn
4. Hugurinn fer á flakk við akst-
urinn
5. Þú manst ekki eftir að hafa ekið
síðustu kílómetrana
6. Þú átt það til að fara óviljandi yf-
ir á öfugan vegarhelming, keyra aft-
an á aðra bíla, fara yfir á rauðu ljósi
og virða ekki umferðarskilti
7. Þú ert sífellt að rykkja bílnum
inn á réttan vegarhelming
8. Þú hefur misst bílinn út í kant og
næstum keyrt út af veginum
Hvað er til bragðs að taka
Að keyra langar vegalengdir af-
hjúpar oftast hversu þreyttir öku-
menn eru í raun og veru. Við upphaf
ferðalagsins virkar spenna ferðar-
innar örvandi á ökumann, en sú örv-
un dalar fljótt eftir að ferðin er hafin.
Hér eru nokkrar tillögur til að sporna
við því að aka þreyttur.
1. Byrjaðu á því að fá nægan næt-
ursvefn nóttina fyrir ferðalagið.
Skipuleggðu ferðina þannig að þú
keyrir á þeim tíma dags sem þú ert
venjulegast vakandi. Það er betra að
gera ráð fyrir næturstoppi en að
keyra langa vegalengd í einum rykk.
2. Forðastu að keyra á móti líkams-
klukkunni. Hvíldu þig um miðjan eft-
irmiðdag (u.þ.b. kl. 14–16) og forðastu
að keyra á nóttunni (kl. 1–6). Nýttu
frekar nóttina til að sofa.
3. Talaðu við farþegana sem eru
með þér í bílnum. Farþegarnir geta
látið þig vita ef þú ert farinn að sýna
merki um þreytu. Ef farþegunum
þykir þú vera farinn að sýna þreytu-
merki, leyfðu þá einhverjum öðrum að
keyra, eða aktu út í kant og fáðu þér
lúr. Smálúr (u.þ.b. 15–45 mínútur)
gæti bjargað lífi þínu og annarra.
4. Sjáðu til þess að þeir sem eru í
framsætunum séu vel vakandi. Bíl-
stjóri sem þarf að hvíla sig ætti að
láta annan sjá um aksturinn, færa sig
í aftursætið, spenna á sig beltið og
fara að sofa.
5. Gerðu ráð fyrir hléi á akstri á
tveggja klukkustunda fresti eða eftir
150–200 km. Á meðan á hléinu stend-
ur skaltu fá þér lúr, teygja úr þér,
fara í gönguferð eða gera léttar leik-
fimiæfingar áður en þú sest aftur upp
í bílinn.
6. Drekktu kaffi eða aðra drykki
með koffeini til að sporna við þreytu.
Mundu þó að áhrif koffeins eru
skammvinn.
7. Forðastu áfengi eða lyf (lyfseð-
ilsskyld eða ólyfseðilsskyld) sem geta
slævt dómgreind. Áfengi magnar
syfjuna upp stórlega.
Nú þegar ein mesta ferðahelgi árs-
ins, verslunarmannahelgin, er fram-
undan, mun vera töluverð áhersla lögð
á ölvunarakstur og hraðakstur í allri
umfjöllun um umferð helgarinnar.
Með þessari grein vil ég vekja athygli
á þætti syfju og þreytu á ökumenn og
hvetja ökumenn til að hugsa lítið eitt
um hversu syfjaðir þeir eru við akst-
urinn. Þreyta og akstur eiga engan
veginn samleið frekar en áfengi og
akstur. Gera má ráð fyrir því að þó-
nokkrir ökumenn keyri heim á mánu-
deginum eftir verslunarmannahelgina
mjög syfjaðir eftir gleði helgarinnar.
Það er full nauðsyn að ökumenn sem
vita að þeir séu þreyttir við upphaf
heimferðarinnar hugsi sinn gang og
leggi sig frekar aftur og seinki heimför
en að láta gleðihelgi mögulega enda
með ósköpum. Vöknum til svefnsins,
spornum við þreytu og komum heil
heim.
Varúð! Þreyttir ökumenn á ferð
Eftir Helga Gunnar Helgason
Höfundur starfar við svefnrannsóknir.
HVERT ár verður umræða um nauðganir hávær þegar verslunarmanna-
helgin nálgast. Auglýsingar V-dagsins um það að þrír af hverjum fjórum
nauðgurum séu vinir minntu mig á umræðuefni sem ég hef lengi ætlað að
koma á framfæri. Mörg síðastliðin ár hefur sterk auglýsinga-
herferð smogið inn um eyru okkar og augu undir fyrirsögn-
inni: Nei þýðir nei, nauðgun er glæpur! Þótt fyrirsögnin sé
hárrétt þarf að árétta það sem ekki er sagt. Til þess að sam-
þykkt samræði eigi sér stað þarf skýrt já frá báðum aðilum. Í
raun má segja að orðin: kannski, ef til vill og mögulega, þýði
nei. Miðað við þau alvarlegu áhrif sem nauðgun hefur á líf
fórnarlamba verðum við að innleiða þá hugsun að allt nema
já þýði nei!
Ástand nauðgara og fórnarlambs
Því verður ekki neitað að hinar „hefðbundnu“ verslunarmannahelga-
nauðganir á Íslandi eigi það flestar sameiginlegt að gerast undir áhrifum
áfengis eða annarra vímuefna. Geta fórnarlambsins til að segja skýrt nei er
því í besta falli takmörkuð. Ef lágu sjálfsmati er bætt inn í myndina er ekki
einu sinni víst að nauðgunin verði kærð. Smánarblettur fellur á fórnarlambið
sem hefur verið kynferðislega skaðað til æviloka. Því er mjög mikilvægt að
uppfræða „nauðgara“ um þau alvarlegu áhrif sem skammtíma greddulosun
getur haft á líf annarra einstaklinga svo og þeirra eigin. Því miður er stað-
reyndin sú að fórnarlömb hér á landi eru það mörg að ekki er ólíklegt að stór
hluti íslenskra sambanda séu að einhverju leyti því marki brennd að bera
innanborðs óuppgert kynferðislegt ofbeldi sem brýst fram í tilfinningalegri
óstjórn. Nauðganir hafa áhrif á alla þegar til lengri tíma er litið. Fórnar-
lömbin, makar þeirra, börn og að lokum samfélagið í heild sinni bera ósýni-
leg ör atburða sem ekki virðast litnir mjög alvarlegum augum í íslensku
dómskerfi.
Ein nauðgun er einni of mikið!
Við berum öll ábyrgð á því sem fram fer á útihátíðum hér á landi. Umgjörðin
er í okkar höndum, foreldrar eru ábyrgir fyrir því að gefa börnum sínum
leyfi til að sækja hátíðirnar, hátíðahaldarar og skipuleggjendur ættu að bera
mun meiri ábyrgð en þeir gera nú, löggæslan þyrfti að vera öflugri og dóms-
kerfið þarf að útdeila refsingu sem hæfir glæpnum. Ég vil því hvetja alla þá
sem álíta lífið heilagt að taka ábyrgð og neita að láta Stígamót eða V-daginn
bera ábyrgð á afleiðingum sem má koma í veg fyrir með ábyrgri hegðun í
samfélaginu.
Fréttamaður Sjónvarpsins í Kastljósinu spurði viðmælendur sína frá Vogi
fyrir stuttu hvort það væri ekki bara eðlilegur hluti af því að vera ungur að
veltast um sauðdrukkinn í íslenskri náttúru. Eru afleiðingar ofdrykkju og
eiturlyfjaneyslu íslenskra ungmenna á útihátíðum ásættanlegar?
Tökum ábyrgð! Allt nema já þýðir nei! Nauðgun er alvarlegur glæpur.
Allt nema já þýðir nei!
Eftir Guðjón Bergmann
Höfundur er jógakennari.