Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞREMUR mánuðum eftir að Bush forseti tilkynnti að stríðinu í Írak væri lokið er lífið að sumu leyti að verða eðlilegt aftur. Í Bagdad fæst rafmagn oftar en áður, betlarar fá matarskammta og íraskir verk- takar eru byrjaðir að lagfæra skólabyggingar. Skothvellir heyr- ast ennþá á götunum en sjaldnar en áður. Yfirmenn í bandaríska hernum segja að olían sé aftur farin að streyma og tekjur af henni not- aðar til uppbyggingar í landinu. Vandamálið er hins vegar að hlut- irnir gerast ekki nógu hratt. Þeir Írakar sem trúðu því að innrásar- herinn myndi færa þeim betri lífs- skilyrði eru orðnir óþolinmóðir. Þrátt fyrir að fólk sé ánægt með að Saddam hafi fallið líta margir svo á að á hermennirnir séu ein- ungis í Írak til að stela olíu lands- manna. Þar eru nú 150.000 banda- rískir hermenn og er ráðist á þá að meðaltali á tveggja tíma fresti. Á meðan Bandaríkjastjórn fullyrðir um árangur aðgerða sinna hafa margir Írakar sífellt minni trú á þeim. Vantar öryggi og rafmagn Abdullah Hassan Jassem, 62 ára rútubílstjóri í Bagdad, heyrir sam- ræður íbúa borgarinnar um ástandið, á hverjum degi. Hann segir að allir segi hið sama: „Bandaríkjamenn unnu stríðið en eru að tapa friðinum.“ Hann bend- ir á að fólki finnist þeim helst hafa mistekist á tveimur sviðum, að koma á öryggi og rafmagni. „Þessi stóra Ameríka sem kom yfir heimsins höf til að ráðast á – nei, ég meina frelsa – Írak, hví geta þeir ekki núna tekið upp símann, hringt til Jórdaníu og sagt, „send- ið okkur rafgeyma?““ spyr Jass- em. Góður vilji fór út um þúfur Dauði hinnar níu ára gömlu Dinu Mohammed í Waziriya-hverf- inu í norðanverðri Bagdadborg 22. júlí sýnir glöggt hvernig góðar áætlanir geta farið illa. Hópur þjóðvarðliða frá Flórída hafði í tvo mánuði unnið að því að byggja upp gott samband við miðstéttarfólkið í hverfinu þar sem flestir íbúar eru súnní-múslimar. Þegar fólk kvart- aði yfir ólátum drykkjumanna ráku hermennirnir þá sem seldu viskí úr bílskottum í burtu. Þegar íbúarnir sögðu hermönnunum að enginn væri til að hlusta á óskir þeirra og kvartanir komu þeir á hverfisráði og er þeir voru látnir vita af ósprungnum handsprengj- um og sprengikúlum fóru þeir á staðinn og fjarlægðu þær. Á með- an íraskir skæruliðar réðust dag- lega á ameríska herinn hafði þessi herdeild ekki orðið fyrir árás í tvo mánuði. Töldu fagnaðarlæti vera árás Eftirlitsferðin um hverfið að kvöldi 22. júlí, daginn sem synir Saddams voru felldir, hafði verið tíðindalaus, börn hlupu spennt á eftir hermönnunum og foreldrar vinkuðu þeim úr dyragættum húsa sinna. En allt í einu fór rafmagnið af og vélbyssunemar fóru í gang. Verið var að skjóta upp í loft í fagnaðarskyni yfir falli þeirra Udays og Qusays, en hersveitin frá Flórída taldi hins vegar að ver- ið væri að ráðast á hana. Hermennirnir fóru í varnarstöðu í myrkrinu og reyndu að sjá hvað- an skothvellirnir komu. Einn þeirra þóttist greina mann sem beindi Kalashnikov-riffli að honum og skaut hann nokkrum skotum. Eftir á kom í ljós að maðurinn hafði einungis haldið á diski með eggaldini og steiktum tómötum. Ein kúlnanna fór í gegnum nálæg- an glugga þar sem hin 9 ára gamla Dina Mohammed var að borða kvöldmat. Hún fékk kúluna í höf- uðið, var flutt á spítala en lést þar. Eftir þetta kraumar reiðin í íbú- um hverfisins gagnvart Banda- ríkjamönnunum. „Við dýrkuðum þá,“ segir Faled, 25 ára frænka Dinu. „Núna hata ég þá. Ég myndi vilja sprengja þá. Þegar ég sé þá hræki ég á þá.“ Hermennirnir hafa ekki snúið aftur á staðinn þar sem atburðirnir áttu sér stað og bygg- ingaverkamaðurinn Zuher Khalil Ibrahim segir að það eigi þeir ekki að gera. „Ef þeir gera það mun einungis ofbeldi bíða þeirra.“ Brýnast að bæta lífsgæðin Síðan fyrsta maí þegar Bush lýsti stríðinu lokið hafa 50 Banda- ríkjamenn verið felldir í árásum. Bandaríkjastjórn kennir fylgis- mönnum Saddams um en dagblað- ið Assah sem gefið er út í Bagdad hefur aðra skýringu. „Á meðan Ameríkanarnir reyna að byggja upp verða kröfurnar um að þeir hverfi á brott sífellt háværari,“ segir þar. „Ef Ameríkönunum mis- tekst að bæta lífsgæði Íraka á næstu mánuðum mun andstaðan aukast og breiðast út.“ Klæðskerinn Mohammed Abed studdi árás Bandaríkjamanna á Bagdad jafnvel þótt hann teldi að sprengja frá þeim hefði drepið konu hans, móður, bróður og frænda á markaði viku eftir að stríðið hófst. „Það var vilji Allah,“ segir þessi þögli maður. Þremur mánuðum síðar er hann þó að verða óþolinmóður. Rafmagn er aðeins á tvo tíma á dag og án þess getur hann ekki notað saumavél- arnar sínar. Allan daginn er hann að afsaka sig við æfareiða við- skiptavini. „Bandaríkjamenn los- uðu okkur við Saddam en við héld- um að með allri sinni tækni myndu þeir gera eitthvað fyrir írösku þjóðina,“ segir hann. „Þeir hafa ekki gefið okkur neitt, bara lof- orð.“ Skoðar alla kosti Bandaríkjamenn verða að út- vega „mannúðarhjálp, atvinnu- tækifæri og góð laun,“ segir Ali Abdul-jabbar Wahid, 27 ára, fyrr- um höfuðsmaður í íraska hernum. „Ef þeir gera það munum við bera þá á höndum okkar.“ Hann segist vera að íhuga að ganga í nýjan, íraskan her sem Bandaríkjamenn eru að stofna en vill samt halda öllum kostum opnum. „Ég get allt- af farið í annan her, her gegn þeim,“ segir hann. „Ef þeir verða áfram í Írak mun ég gera það.“ Erfiðara að vinna friðinn en stríðið Almenningi í Írak finnst uppbygg- ingin eftir stríðið ganga hægt Bagdad. AP. Reuters Írösk kona ber poka á herðum sér í Bagdad skammt frá stað þar sem skæruliðar særðu tvo bandaríska hermenn í áras á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.