Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 27 ,,MEINT“ samráð olíufélaganna um verð á eldsneyti virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. Meira að segja þeim sem stjórna olíufé- lögunum. En ég varð ekki hissa. Ekki frekar en Dav- íð Oddsson for- sætisráðherra. Ég hef nefnilega vitað það fyrir víst að olíufélögin hafa haft með sér samráð um verð á bensíni og olíu. Reyndar hef ég ekki sannanir í hendi, en þegar ég horfi á tölurnar í glugganum á dæl- unni, þ.e. þessum sem sýnir verð á hverjum lítra, sé ég að það er sama talan hvort sem það er Essó, Olís eða Skeljungur sem á dæluna. Þannig sé ég að olíufélögin hafa með sér samráð um verðmyndun. Þetta hef ég vitað í þau sautján ár sem ég hef átt bíl. Það sem mér finnst reyndar sár- ast er að hafa ekki haft í mér dug eða döngun til þess að hætta að nota bílinn minn. Ég fárast yfir þessu í mínu skoti, eins og lang- flestir aðrir, en fer svo og tek bens- ín næst þegar nálin á bensínmæl- inum liggur hættulega lágt, borga minn bensíndropa, bölva í hljóði og keyri síðan af stað. Svo hugsa ég ekki mikið meira um þetta þangað til fréttirnar um að eitt olíufélag- anna muni hækka dropann um fjörutíu aura um næstu mánaða- mót. Reyndar fylgir alltaf með að ekki hafi náðst í forsvarsmenn hinna félaganna um hvort þeir ætli að hækka líka en svo fer þó að lok- um að talan í glugganum verður hin sama, hvort sem það er hjá Essó, Olís eða Skeljungi. Og svo eru menn hissa þegar talað er um samráð um verð. Reyndar hafa olíufélögin afsökun fyrir þessu. Hún er sú að mönnum hafi gengið illa að átta sig á því að ný lög væru gengin í gildi. Ja hérna hér. Þeim gekk illa að aðlaga sig nýjum lögum! Þvílík afsökun. Gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið jafn hátt gagnvart er- lendum gjaldmiðlum í langan tíma. Þetta ætti nú aldeilis að koma sér vel fyrir neytendur sem kaupa er- lendar vörur. En hvernig skyldi ganga að koma bensínverðinu aftur í það horf sem það var áður en gengið hríðlækkaði á síðasta ári? Ég hef ekki tölurnar á hreinu, en mikið væri gaman að vita hvernig verðið á bensínlítranum var áður en gengi krónunnar hrapaði; hvernig það var þegar gengið var sem lægst í samanburði við lítra- verðið í dag. Það væri nú gott ef einhver dyggur blaðamaður kíkti á þær tölur. Það er nefnilega þannig að þegar gengi krónunnar lækkar gagnvart erlendum gjaldmiðlum eru innflytjendur og aðrir sölu- menn duglegir að hækka verðið hið snarasta, en þegar gengið hækkar virðast þeir ekki jafn duglegir að fara til baka. Þetta á ekki síður við um aðra en olíufélögin. Reyndar verð ég að fara varlega í að alhæfa því auðvitað eru ekki öll eplin í tunnunni skemmd. Hershöfðinginn Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni yfir að Ísland ætti að stofna eigin her eða heimavarnarlið ef og þegar bandaríska varnarliðið verð- ur kallað frá Íslandi. Ég hef aldrei á minni ævi heyrt annað eins. Það væri eins og ef lítil mús myndi þjálfa flærnar sínar til að verjast ágangi katta! Ég veit ekki hvaða mikilmennskubrjálæði hæstvirtur dómsmálaráðherra er haldinn en eigin her er ekki svar Íslands við ágangi erlendra aðila. Ég held að nær væri að nýta þá fjármuni sem hæstvirtur dóms- málaráðherra þykist hafa til að stofna her í að aðstoða þá sem missa atvinnuna ef og þegar banda- ríski herinn fer og til að byggja upp þyrluþjónustu Landhelgisgæsl- unnar hringinn í kringum landið. Ég held að Ísland geti nefnilega orðið eitt af fáum sjálfstæðum löndum til þess að vera herlaust. Mesta hættan á því að hryðju- verkamenn og stríðsmangarar láti til skarar skríða er einmitt vera bandaríska hersins hér á landi. Það er reyndar staðreynd að núverandi leiðtogi Bandaríkjamanna er ein- hver sá mesti hermangari og of- beldisseggur sem uppi hefur verið og ef bandarískur her á Íslandi er ekki til þess fallinn að bjóða hætt- unni heim þá veit ég ekki hvað það er. Annars orðaði hinn frægi tón- listarmaður Roger Waters það best þegar hann sagði að ,,Bandaríkj- unum væri stjórnað af hálfvita sem væri ekki einu sinni rétt kjörinn“. Já, en, Bush sagði það… Íslenskir ráðamenn studdu Bandaríkjamenn og Breta í árásar- stríðinu gegn Írak af því sem ég kalla undirlægjuhátt og aumingja- skap. Þeir höfðu ekki dug í sér til að mótmæla því. Mér finnst að þjóðarleiðtogar eigi að hafa eigin ástæður fyrir gerðum sínum en ekki þær sem forseti Bandaríkj- anna fóðrar þá á. Nú er komið í ljós að rökstuðningurinn fyrir stríðinu var falsaður, ósannur og hreinlega rangur og þó að Saddam Hussein hafi verið óhæfur leiðtogi þjóðar sinnar réttlætti það ekki árásar- stríð sem ríkisstjórn Íslands studdi. Enda eru Bandaríkjamenn loksins að átta sig á því að þeir hafa verið blekktir. Það hefur líka komið á daginn að Bandaríkjamenn eru ekki að halda friðinn í Írak. Þeir eru að passa upp á olíu- lindirnar til þess að þeir geti setið einir að þeim. Reyndar ætti það að koma til lækkunar á heimsmark- aðsverði á olíu og bensíni og það verður fróðlegt að sjá hvort Essó, Olís og Skeljungur komi þeirri lækkun til neytenda á Íslandi. Skemmd epli! Eftir Valdimar Másson Höfundur er kennari á Fáskrúðsfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.