Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 25 Sigurbjörg, Holmestrand, Nor- egur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu sem er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is FIMMTA og síðasta helgi Sumar- tónleika í Skálholtskirkju fer í hönd um Verslunarmannahelgina. Bach- sveitin í Skálholti flytur kantötur eftir J. S. Bach og ítölsk kammer- verk frá 17. og 18. öld, og Rúnar Óskarsson bassa- klarínettuleikari flytur ný verk fyrir bassa- klarínettu. Dagskráin hefst laugardaginn 2. ágúst kl. 14 í Skálholtsskóla þar sem Bernharður Guðmundsson rektor leiðir umræðu nokkurra listamanna um iðkun og stöðu tónlistar, myndlistar og leik- listar í Skálholti framtíðarinnar. Listamennirnir eru Sigurður Hall- dórsson sellóleikari, Benedikt Gunn- arsson listmálari og Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona. Kl. 15 flytur Bachsveitin í Skál- holti kantötur eftir Johann Sebast- ian Bach. Einsöngvarar eru Rann- veig Sif Sigurðardóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Benedikt Ing- ólfsson bassi. Leiðari Bachsveitar- innar er hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder. Leikið er á hljóðfæri í stíl barokktímans í lágri stillingu, eða um hálftón neðar en nú tíðkast. Kl. 17 á laugardag leikur Bach- sveitin í Skálholti ítölsk kammerverk frá 17. og 18. öld. Leiðari og einleik- ari á fiðlu er Jaap Schröder. Um kvöldið kl. 21 flytur Rúnar Óskars- son ný verk fyrir bassaklarínettu eft- ir Elínu Gunnlaugsdóttur, Isang Yun og Claudio Ambrosini og frum- flutt verða verk eftir Óliver Kentish og Tryggva M. Baldvinsson. Á sunnudag kl. 15 verður endur- flutt dagskrá Bachsveitarinnar í Skálholti með ítölskum verkum frá 17. og 18. öld. Tónlistarstund fyrir messu hefst kl. 16:40 þar sem Rúnar Óskarsson bassaklarínettuleikari leikur verkið Rúnaröð eftir Óliver Kentish. Messa með þátttöku Bach- sveitarinnar í Skálholti hefst kl. 17. Síðustu tónleikar sumarsins verða mánudaginn 4. ágúst kl. 15 þar sem Rúnar Óskarsson bassaklarínettu- leikari endurflytur dagskrá sína frá laugardagskvöldi. Tónleikar standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnagæslu í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Veitingasala er í Skál- holtsskóla. Aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum er ókeypis og eru allir velkomnir. Skálholtskirkja Síðasta helgi Sumar- tónleika Rúnar Óskarsson DJASSTRÍÓ Sigurðar Rögnvalds- sonar leikur á Central, í kjall- aranum á Skólabrú, í kvöld kl. 21.30. Sigurður leikur á gítar og ásamt honum þeir Sigurdór Guð- mundsson á bassa og Kristmundur Guðmundsson á trommur. „Þetta eru fyrstu tónleikar okkar sem tríós, en höfum spilað saman og með öðrum við ýmis tækifæri undanfarin tvö ár. Við erum allir í FÍH skólanum og við Sigurdór er- um að útskrifast þaðan næsta vor úr djassdeildinni,“ segir Sigurður. Á efnisskránni verða djassstand- ardar og Bossa Nova-lög. Djass á Central Djasstríóið Kristmundur Guðmundsson, Sigurdór Guðmundsson og Sig- urður Rögnvaldsson leika á Central í kvöld. HÁDEGISTÓNLEIKARNIR í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag- inn 31. júlí, eru orgeltónleikar þar sem Eyþór Ingi Jónsson leikur þrjú orgelverk. Eyþór Ingi ólst upp í Búðardal, stundaði orgelnám á Akranesi og síðar við Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem Hörður Áskelsson var aðalkennari hans. Haustið 1998 hélt hann til framhaldsnáms í Sví- þjóð og stundar nú nám við einleik- aradeild Tónlistarháskólans í Piteå í Svíþjóð þar sem Hans-Ola Er- icsson og Gary Verkade eru kenn- arar hans. Á efnisskrá Eyþórs eru þrjú verk. Fyrst leik- ur hann fjögur vers úr Veni Creator eftir endurreisnartón- skáldið Jehan Titelouze og þá þrjá kafla úr Gloriu eftir Nicolas de Grigny. Þessi verk hafa ekki heyrst í Hallgrímskirkju áður. Tónleikunum lýkur með hinum þekkta Kóral nr. 2 í h-moll eftir César Franck. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Eyþór Ingi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.