Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 25

Morgunblaðið - 31.07.2003, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 25 Sigurbjörg, Holmestrand, Nor- egur Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu sem er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is FIMMTA og síðasta helgi Sumar- tónleika í Skálholtskirkju fer í hönd um Verslunarmannahelgina. Bach- sveitin í Skálholti flytur kantötur eftir J. S. Bach og ítölsk kammer- verk frá 17. og 18. öld, og Rúnar Óskarsson bassa- klarínettuleikari flytur ný verk fyrir bassa- klarínettu. Dagskráin hefst laugardaginn 2. ágúst kl. 14 í Skálholtsskóla þar sem Bernharður Guðmundsson rektor leiðir umræðu nokkurra listamanna um iðkun og stöðu tónlistar, myndlistar og leik- listar í Skálholti framtíðarinnar. Listamennirnir eru Sigurður Hall- dórsson sellóleikari, Benedikt Gunn- arsson listmálari og Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona. Kl. 15 flytur Bachsveitin í Skál- holti kantötur eftir Johann Sebast- ian Bach. Einsöngvarar eru Rann- veig Sif Sigurðardóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Benedikt Ing- ólfsson bassi. Leiðari Bachsveitar- innar er hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder. Leikið er á hljóðfæri í stíl barokktímans í lágri stillingu, eða um hálftón neðar en nú tíðkast. Kl. 17 á laugardag leikur Bach- sveitin í Skálholti ítölsk kammerverk frá 17. og 18. öld. Leiðari og einleik- ari á fiðlu er Jaap Schröder. Um kvöldið kl. 21 flytur Rúnar Óskars- son ný verk fyrir bassaklarínettu eft- ir Elínu Gunnlaugsdóttur, Isang Yun og Claudio Ambrosini og frum- flutt verða verk eftir Óliver Kentish og Tryggva M. Baldvinsson. Á sunnudag kl. 15 verður endur- flutt dagskrá Bachsveitarinnar í Skálholti með ítölskum verkum frá 17. og 18. öld. Tónlistarstund fyrir messu hefst kl. 16:40 þar sem Rúnar Óskarsson bassaklarínettuleikari leikur verkið Rúnaröð eftir Óliver Kentish. Messa með þátttöku Bach- sveitarinnar í Skálholti hefst kl. 17. Síðustu tónleikar sumarsins verða mánudaginn 4. ágúst kl. 15 þar sem Rúnar Óskarsson bassaklarínettu- leikari endurflytur dagskrá sína frá laugardagskvöldi. Tónleikar standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnagæslu í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Veitingasala er í Skál- holtsskóla. Aðgangur að öllum tónleikum og fyrirlestrum er ókeypis og eru allir velkomnir. Skálholtskirkja Síðasta helgi Sumar- tónleika Rúnar Óskarsson DJASSTRÍÓ Sigurðar Rögnvalds- sonar leikur á Central, í kjall- aranum á Skólabrú, í kvöld kl. 21.30. Sigurður leikur á gítar og ásamt honum þeir Sigurdór Guð- mundsson á bassa og Kristmundur Guðmundsson á trommur. „Þetta eru fyrstu tónleikar okkar sem tríós, en höfum spilað saman og með öðrum við ýmis tækifæri undanfarin tvö ár. Við erum allir í FÍH skólanum og við Sigurdór er- um að útskrifast þaðan næsta vor úr djassdeildinni,“ segir Sigurður. Á efnisskránni verða djassstand- ardar og Bossa Nova-lög. Djass á Central Djasstríóið Kristmundur Guðmundsson, Sigurdór Guðmundsson og Sig- urður Rögnvaldsson leika á Central í kvöld. HÁDEGISTÓNLEIKARNIR í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag- inn 31. júlí, eru orgeltónleikar þar sem Eyþór Ingi Jónsson leikur þrjú orgelverk. Eyþór Ingi ólst upp í Búðardal, stundaði orgelnám á Akranesi og síðar við Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem Hörður Áskelsson var aðalkennari hans. Haustið 1998 hélt hann til framhaldsnáms í Sví- þjóð og stundar nú nám við einleik- aradeild Tónlistarháskólans í Piteå í Svíþjóð þar sem Hans-Ola Er- icsson og Gary Verkade eru kenn- arar hans. Á efnisskrá Eyþórs eru þrjú verk. Fyrst leik- ur hann fjögur vers úr Veni Creator eftir endurreisnartón- skáldið Jehan Titelouze og þá þrjá kafla úr Gloriu eftir Nicolas de Grigny. Þessi verk hafa ekki heyrst í Hallgrímskirkju áður. Tónleikunum lýkur með hinum þekkta Kóral nr. 2 í h-moll eftir César Franck. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Eyþór Ingi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.