Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
MICHAEL Ballack, miðjuleikmaður Bayern
München og þýska landsliðsins í knattspyrnu,
hefur verið valinn leikmaður ársins í Þýskalandi
af knattspyrnublaðinu Kicker. Þetta er annað ár-
ið í röð sem blaðið velur Ballack sem leikmann
ársins.
Ballack átti stóran þátt í meistaratitli og bikar-
titli München á síðasta tímabili en hann kom til
liðsins frá Bayer Leverkusen fyrir síðasta keppn-
istímabil. Það voru þýskir íþróttafréttamenn sem
tóku þátt í valinu á besta leikmanni og þjálfara
ársins.
Ballack hlaut 263 stig en Fredi Bobic, sóknar-
maður Hannover, varð annar með 167 stig. Giov-
ane Elber, sóknarmaður Bayern München, lenti í
þriðja sæti með 96 stig en hann skoraði 21 mark í
þýsku deildinni á liðnu tímabili.
Felix Magath, þjálfari Stuttgart, var valinn
þjálfari ársins en Stuttgart kom á óvart síðastlið-
inn vetur og endaði í öðru sæti deildarinnar.
Ballack bestur
í Þýskalandi
MIÐJUMAÐURINN Juan Sebastian Veron mun líklega leika
með Chelsea á næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en hann
hefur síðustu tvö tímabil leikið með Manchester United. Tal-
ið er að Chelsea þurfi að borga um 2 milljarða íslenskra
króna fyrir Argentínumanninn en United borgaði 3,5 millj-
arða íslenskra króna fyrir Veron þegar hann kom frá Lazio.
Ferguson, stjóri United, neitar þessum fregnum og segir
Veron ekki til sölu.
Chelsea hefur keypt fjóra sterka leikmenn í sumar,
Damien Duff, Wayne Bridge, Glen Johnson og Geremi en
þeir hafa samtals kostað um fimm milljarða íslenskra króna.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, virðist ekki hættur
og hefur nú augastað á tveimur öflugum sóknarmönnum,
Samuel Eto frá Real Mallorca og Christian Vieri frá Inter
Milan. Eto er 22 ára Kamerúni og er metinn á um 2 milljarða
króna. Hann segist hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við
Chelsea.
Ef Eto og/eða Vieri ganga til liðs við Chelsea er ekki ólík-
legt að annaðhvort Jimmy Floyd Hasselbaink eða Eiður
Smári Guðjohnsen muni fara frá félaginu.
Veron líklega til
Chelsea
HELGI Kolviðsson lék allan leik-
inn í gærkvöldi þegar Kärnten heim-
sótti Mattersburg í austurrísku
deildinni. Liðin gerðu markalaust
jafntefli og eru í 5. og 6. sæti deild-
arinnar.
ÓLAFUR Stígsson og Hannes Þ.
Sigurðsson komu báðir við sögu þeg-
ar lið þeirra, Viking og Molde, mætt-
ust í norsku deildinni í gærkvöldi.
Gestirnir í Molde höfðu betur, 2:1
eftir að heimamenn höfðu komist yf-
ir eftir 65 sekúndur.
ENGINN Íslendingur var í byrj-
unarliði en Ólafur kom inn á á 33.
mínútu leiksins og Hannes fékk að
spreyta sig síðustu 8 mínúturnar.
NICK Faldo mun missa af sínu
fyrsta risamóti í golfi frá árinu 1987
en hann hefur ákveðið draga sig úr
keppni í PGA-stórmótinu sem fram
fer í Bandaríkjunum 14.–17. ágúst
nk. Hinn 46 ára gamli kylfingur ætl-
ar að verða viðstaddur fæðingu en
konan hans á von á sér sömu helgina
og mótið fer fram.
ALLT útlit er nú fyrir að David
Connolly semji við West Ham, en
lengi vel var talið að Norwich myndi
semja við kappann en Nigel Worth-
ington, stjóri þar á bæ, hefur lengi
haft augastað á Connolly, sem steig
sín fyrstu skref í ensku deildinni
þegar hann var 16 ára, með Watford.
Þá var Glenn Roeder við stjórnvöl-
inn en hann er stjóri hjá West Ham.
SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson,
sóknarmaður KR, kann vel við sig á
Akranesvelli, enda lék hann eitt ár
með ÍA. Eftir að Sigurður gekk til
liðs við KR á ný fyrir síðasta tímabil
hefur hann skorað þrjú mörk í
tveimur heimsóknum þangað í efstu
deild.
Skagamenn eru aftur á mótiekki í góðum málum. Þeir
verða að líta á sjálfa sig í alvarlegri
fallhættu eftir þessi
úrslit og þeirra
stærsta áhyggjuefni
hlýtur að vera hve
litlu hinn rómaði
heimavöllur þeirra hefur skilað í
sumar. Einn sigur í sex leikjum er
uppskera ÍA á Akranesvelli og í
gærkvöld máttu þeir hlusta á sína
fornu fjendur úr Vesturbænum
fagna ógurlega í þeirra eigin bún-
ingsklefa í fjórða skiptið á síðustu
fimm árum.
Leikur liðanna var bráðfjörugur
þrátt fyrir strekkingsvind á annað
markið, einkum fyrri hálfleikurinn.
Í stað hefðbundinna og varfærn-
islegra þreifinga beggja aðila hvor
á öðrum fyrstu 20-30 mínúturnar
eins og svo algengt er í dag, gal-
opnuðu Skagamenn hann strax í
byrjun. Þeir fóru beint í stórsókn
gegn vindinum og luku henni með
marki Garðars Gunnlaugssonar
eftir 82 sekúndur, 1:0.
KR-ingar hófu þegar gagn-
aðgerðir og réðu lögum og lofum á
vellinum langt frameftir hálfleikn-
um. Þeim gekk þó illa að skapa sér
færi gegn sterkri vörn ÍA framan
af, en ákveðinn vendipunktur varð
á 23. mínútu. Þá þurfti Einar Þór
Daníelsson að haltra meiddur af
velli og án þess að gera lítið úr
hans hlut, breyttist leikur KR við
þetta á all afgerandi hátt. Arnar
Gunnlaugsson fór á vinstri væng-
inn í stað Einars og Veigar Páll af
þeim hægri yfir í sína uppáhalds
stöðu, sem afturliggjandi sóknar-
maður. Þar var Garðbæingurinn
heldur betur í essinu sínu og innan
tíu mínútna hafði hann lagt upp
tvö mörk með þriggja mínútna
ÍA 2:3 KR
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin,
12. umferð
Akranesvöllur
Miðvikudaginn 30. júlí 2003
Aðstæður:
Strekkingsvindur á annað
markið og rigning er á leið.
Ágætur völlur.
Áhorfendur: 1.230
Dómari:
Gylfi Þór Orrason,
Fram, 4
Aðstoðardómarar:
Erlendur Eiríksson,
Eyjólfur Finnsson
Skot á mark: 15(11) - 13(8)
Hornspyrnur: 10 - 3
Rangstöður: 5 - 5
Leikskipulag: 4-4-2
Þórður Þórðarson M
Hjálmur Dór Hjálmsson M
Helgi Pétur Magnússon
Gunnlaugur Jónsson M
Andri Lindberg Karvelsson
Julian Johnsson M
Hjörtur J. Hjartarson
(Baldur Aðalsteinsson 63.)
Pálmi Haraldsson M
Guðjón H. Sveinsson
(Kári Steinn Reynisson 56.)
Garðar Gunnlaugsson M
Stefán Þór Þórðarson
(Kristian Gade Jörgensen 58.)
Kristján Finnbogason M
Jökull I. Elísabetarson M
Gunnar Einarsson M
Kristján Örn Sigurðsson M
Sigursteinn Gíslason
Veigar Páll Gunnarsson MM
Sigurvin Ólafsson
(Kristinn Magnússon 84.)
Kristinn Hafliðason M
Einar Þór Daníelsson
(Sigurður Ragnar Eyjólfsson 23.)
Garðar Jóhannsson M
Arnar B. Gunnlaugsson
(Þórhallur Örn Hinriksson 74.)
1:0 (2.) Andri Karvelsson braust að endamörkum vinstra megin og sendi bolt-
ann inn í markteiginn þar sem Kristján markvörður missti af honum og
Garðar Gunnlaugsson skoraði með viðstöðulausu skoti.
1:1 (29.) Veigar Páll Gunnarsson fékk boltann út við hornfána hægra megin, að-
þrengdur af varnarmanni. Honum tókst samt að ná góðri fyrirgjöf með
vinstri fæti og Garðar Jóhannsson skoraði með föstum skalla rétt fyrir
utan miðjan markteig.
1:2 (32.) Veigar Páll fékk boltann við vítateigslínuna hægra megin og renndi
honum laglega út á Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem skoraði með við-
stöðulausu og föstu innanfótarskoti, boltinn breytti stefnu af Pálma
Haraldssyni og sigldi í markhornið fjær.
1:3 (77.) Veigar Páll fékk boltann við hliðarlínuna vinstra megin, lék þar fram og
til baka þar til hann renndi sér af harðfylgi að endamörkunum, gaf fyrir
markið, og þar kom Sigurður Ragnar Eyjólfsson á ferðinni og skoraði
með skalla.
2:3 (81.) Eftir aukaspyrnu Hjálms Dórs Hjálmssonar frá hægri skallaði Kristian
Gade Jörgensen að marki KR. Kristján varði, boltinn hrökk út þar sem
Julian Johnsson skaut í varnarmann, og þaðan féll boltinn fyrir fætur
Jörgensens sem skoraði með skoti frá markteig.
Gul spjöld: Sigursteinn Gíslason, KR (51.) fyrir brot. Veigar Páll Gunnarsson, KR (52.)
of snemma úr varnarvegg.
Rauð spjöld: Engin
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla, Landsbankadeild:
Akureyri: KA – Þróttur ........................19.15
Laugardalur: Fram – Grindavík..........19.15
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
KR-völlur: KR – Breiðablik ......................20
1. deild karla:
Víkin: Víkingur – Leiftur/Dalvík ..............20
2. deild karla:
Húsavík: Völsungur – Víðir .......................20
Sindravellir: Sindri – Léttir ......................20
ÍR-völlur: ÍR – KS......................................19
3. deild karla A:
Óafsvík: Víkingur Ó. – Drangur................20
3. deild karla B:
Tungubakki: ÍH – Ægir.............................20
3. deild karla C:
Dúddavöllur: Snörtur – Hvöt ....................20
3. deild karla D:
Eskifj.: Fjarðabyggð – Einherji ...............20
Í KVÖLD
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
ÍA – KR...................................................... 2:3
Garðar Gunnlaugsson 2., Kristian Gade
Jörgensen 81. - Garðar Jóhannsson 29.,
Sigurður Ragnar Eyjólfsson 32., 77.
Fylkir 12 7 2 3 19:9 23
KR 12 7 2 3 18:15 23
Grindavík 11 6 1 4 17:17 19
Þróttur R. 11 6 0 5 19:16 18
FH 12 5 3 4 20:19 18
ÍBV 12 5 1 6 18:19 16
KA 11 4 2 5 18:17 14
ÍA 12 3 5 4 16:16 14
Valur 12 4 0 8 16:22 12
Fram 11 2 2 7 14:25 8
2. deild karla
Tindastóll – KFS...................................... 2:0
Snorri G. Snorrason 29., Kristmar G.
Björnsson 59.
Völsungur 12 9 1 2 45:19 28
Fjölnir 13 8 3 2 37:18 27
Selfoss 13 7 2 4 28:17 23
Tindastóll 13 7 1 5 24:22 22
KS 12 5 4 3 22:19 19
Víðir 12 5 2 5 15:16 17
ÍR 12 5 1 6 22:21 16
KFS 13 4 2 7 27:35 14
Léttir 12 2 1 9 10:48 7
Sindri 12 0 3 9 16:31 3
3. deild karla B
Árborg – Leiknir R. ..................................2:3
Reynir S. – Freyr ......................................8:0
Leiknir R. 11 10 1 0 53:7 31
Reynir S. 11 9 2 0 47:5 29
Árborg 11 5 2 4 38:22 17
ÍH 10 5 1 4 21:19 16
Freyr 11 5 0 6 18:37 15
Hamar 11 3 1 7 18:41 10
Ægir 10 1 1 8 10:41 4
Afríka 11 1 0 10 7:40 3
Leiknir R. og Reynir S. tryggðu sér sæti
í úrslitakeppninni.
3. deild karla C
Reynir Á. – Magni .....................................2:2
Neisti H. – Vaskur.....................................3:4
Staðan:
Vaskur 12 9 1 2 36:17 28
Magni 12 6 3 3 32:19 21
Reynir Á 12 6 3 3 22:18 21
Hvöt 11 4 3 4 23:14 15
Neisti H. 12 3 2 7 26:35 11
Snörtur 11 0 2 9 13:49 2
3. deild karla D
Leiknir F. – Huginn..................................3:5
Höttur – Neisti D ......................................7:0
Staðan:
Fjarðabyggð 11 8 0 3 28:12 24
Höttur 12 7 2 3 27:13 23
Huginn 12 6 0 6 26:28 18
Einherji 11 4 1 6 18:22 13
Neisti D. 12 4 1 7 16:34 13
Leiknir F. 12 4 0 8 25:31 12
1. deild kvenna B
Einherji – Fjarðabyggð............................0:3
Staðan:
Sindri 10 9 0 1 27:15 27
Fjarðabyggð 9 7 0 2 28:11 21
Höttur 10 7 0 3 29:16 21
Tindastóll 8 6 0 2 37:14 18
Leiftur/Dalvík 10 3 0 7 26:40 9
Einherji 9 1 0 8 9:29 3
Leiknir F 10 0 0 10 13:44 0
Opna Norðurlandamótið
Drengjalandslið karla, skipað leikmönnum
undir 17 ára:
Noregur – Ísland...................................... 2:0
Meistaradeild Evrópu
Önnur umferð í forkeppni, fyrri leikir:
Tírana – Grazer AK.................................. 1:5
FK Leotar – Slavia Prag ......................... 1:2
CSKA Moskva – Vardar Skopje ............. 1:2
Pyunik Yerevan – CSKA Sofía ............... 0:2
Wisla Krakáv – Omonia Nicosia ............. 5:2
Sherif Tiraspol – Shakhtar Donetsk ...... 0:0
MTK Budapest – HJK Helsinki ............. 3:1
FBK Kaunas – Celtic ............................... 0:4
Rapid Búkarest – Anderlecht ................. 0:0
FC Kaupmannahöfn – Sliema................. 4:1
FK Partizan – Djurgården...................... 1:1
Zilina – Maccabi Tel Aviv ........................ 1:0
NK Maribor – Dynamo Kiev................... 1:1
Bohemians – Rosenborg.......................... 0:1
KR komið í
vænlega stöðu
ÞAÐ hefur mikið verið gert úr
vonbrigðum KR-inga með sína
menn í úrvalsdeildinni í sumar.
Stjörnum prýtt lið þeirra hafi
ekki staðið undir væntingum,
gengið illa að skora mörk og
safna stigum. En nú streyma
mörkin og stigin á reikning Ís-
landsmeistaranna. Þeir unnu í
gærkvöld fjórða leik sinn í röð,
lögðu Skagamenn 3:2 á Akra-
nesi, og skoruðu þrjú mörk ann-
an leikinn í röð, nokkuð sem
þeim hafði ekki tekist í fyrstu 10
leikjum sínum í deildinni. KR-
ingar eru nú jafnir Fylki að stig-
um á toppnum og með þessu
áframhaldi verða þeir óárenni-
legir á síðasta þriðjungi Íslands-
mótsins.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
eftir en þá skaut Garðar framhjá
eftir að hafa sloppið innfyrir vörn-
ina vinstra megin.
Og reginmunurinn á liðunum lá í
Veigari Páli. Hann losnaði í þriðja
sinn úr annars góðri gæslu Pálma
Haraldssonar og bjó til upp á sitt
eindæmi, með magnaðri rispu á
vinstri kantinum, annað mark fyrir
Sigurð Ragnar, 3:1. Það var síðari
marktilraun KR af tveimur allan
síðari hálfleikinn.
Skagamenn gáfust ekki upp. Nýi
Daninn þeirra, Kristian Gade Jörg-
ensen, sem lék síðasta hálftímann,
er sterkur og baráttuglaður sókn-
armaður og hann var kraftmikill á
lokasprettinum. Honum tókst að
minnka muninn í 3:2 en þrátt fyrir
talsverðan sóknarþunga, nokkrar
hættulegar hornspyrnur og einn
góðan skalla frá Dananum sem
Kristján varði, náðu Skagamenn
ekki að knýja fram jöfnunarmark.
millibili, fyrir Garðar Jóhannsson
og Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Sá
síðarnefndi kom einmitt í stað Ein-
ars. Staðan orðin 2:1 fyrir KR og
við það lifnaði enn frekar yfir
leiknum. Hvort lið fékk tvö góð
marktækifæri það sem eftir lifði
hálfleiksins.
Eins og við mátti búast, drógu
KR-ingar sig aftar á völlinn gegn
vindinum eftir hlé. Nú var komið
að Skagamönnum að sækja, en
þeim gekk mun verr en KR-ingum
í fyrri hálfleik að skapa sér mark-
tækifæri þrátt fyrir talsverða
pressu. Í því lá munurinn á lið-
unum. Undan vindi þarf að halda
boltanum og spila sig í gegn - það
gerðu KR-ingar með ágætum ár-
angri í fyrri hálfleik en Skagamenn
reyndu of mikið af háum og
löngum sendingum sem ekki skil-
uðu miklu. Þeir fengu ekki teljandi
færi fyrr en stundarfjórðungur var
FÓLK