Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 49
FRAMHALD hinnar meinhæðnu myndar Löggilt ljóska með Reese Witherspoon í burðarrullu verður frumsýnt í kvöld. Heitir framhalds- myndin Löggilt ljóska 2: Rautt, hvítt og ljóst (Legally Blonde 2: Red, White and Blonde) og var grallaraleg forsýning sett upp á myndinni síðastliðinn föstudag í Smárabíói. Þá fengu ljóshærðar, bleikklæddar stúlkur að berja myndina augum í friði fyrir öðrum sem var meinaður aðgangur þetta kvöldið. Skemmtu stúlkurnar sér hið besta og maul- uðu popp undir nýj- ustu svaðilförum ljóskunnar eitil- hörðu. Löggilt ljóska 2 er væntanleg í kvikmyndahús Morgunblaðið/Kristinn Gunnhildur Ferdinandsdóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir létu sig engan veginn vanta í fríðan félagsskapinn sem fyllti sal Smárabíós. Ljóskur sameinast Aldís og Rakel eru „alvöru“ ljóskur. SHALABI Effect varð til þegar sú hugmynd kviknaði eitt sinn að Godspeed you black emperor! myndi gefa út tólf- tommu þar sem spunahljómsveit Sams Shalabis fengi eina hlið til að leika sér með. Fyrir stuttu kom svo út nýr diskur með Shalabi Effect, The Trial of Saint-Orange. Aðal Shalabi Effects er hug- myndaríkur spuni þar sem menn halda sig í ákveðnu stefi eða stemmingu en fá annars lausan tauminn í snarstefjun eða hljóm- fræðilegum tilraunum. Austræn hljóðfæri gefa plötunni óneitanlega sterkan svip, en einnig má heyra indversk eða almenn austræn áhrif í tónlistinni. Séð hef ég tónlist sveitarinnar lýst sem austrænni sýru og á köflum á sú lýsing býsna vel við.  Tónlist Austræn sýra Shalabi Effect The Trial of Saint-Orange Alien 8 Spunaverkefni sem á ættir að rekja til Godspeed you black emperor! Árni Matthíasson FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 49 Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 Það eru alltaf frábær tilboð í gangi á Netinu á ih.is/notadir notaðir bílarIngvarHelgason TILBOÐS BÍLAR! STOPP AÐALDRIFKRAFTURINN á bak við gerð þessarar endurútgáfu gamanmyndarinnar The In-Laws eða Tengdaforeldrarnir, hefur lík- lega verið sá að tefla saman tveimur „gömlum og góðum“ leikurum, þ.e. þeim Michael Douglas og Albert Brooks. Tilraunin mistekst hins veg- ar hrapalega og ná þeir Douglas og Brooks ekki einu sinni flugtaki í samleiknum, sem engu að síður er ætlað að vera þungamiðja myndar- innar. Helsta hindrunin er líklega sú hversu illa skrifuð og klaufaleg þessi gamanmynd er. Þar segir frá feðrum tilvonandi brúðhjóna, þeim Steve Tobias (Douglas) og Jerry Peyser (Brooks). Þeir hafa aldrei hist enda ólíkir eins og dagur og nótt. Jerry er jarðbundinn og stífur vísindamaður, en Steve er ævintýragjarn leyni- þjónustumaður. Þegar brúðkaups- undirbúningurinn er að ná hámarki setur Steve allt á annan endann með því að reyna að sinna leynilegri sendiför meðfram umstanginu. Hinn mjög svo óævintýragjarni Jerry slæðist inn í leyniþjónustustörfin og líst síður en svo vel á. Atburðarásin sem fylgir er öll hin fáránlegasta, en því miður ekkert fyndin, þannig að sem gamanmynd missir Tengda- foreldrarnir marks. Lítið reynir í raun á leikhæfileika þeirra Douglas og Brooks sem fara hvor í sína áttina í túlkun sinni, Douglas er ýktur og stórkarlalegur en Brooks er eins og illa gerður hlutur megnið af tíman- um. Skiljanlega nokk, þar sem einn af „gamanhápunktum“ myndarinnar er atriði þar sem Jerry neyðist til að fara í heita pottinn í g-strengssund- buxum með frönskum eiturlyfja- barón. Það atriði kallar ekki á mikla leiktilburði frekar en önnur atriði myndarinnar, sem reynt er að hressa upp á í endurgerðinni með nokkrum Bond-legum áhættuatrið- um. Ef eitthvað er ætti fólk frekar að fara út á myndbandaleigu og leigja sér upprunalegu myndina frá árinu 1979, sem hefur til að bera öllu dýna- mískari samleik þeirra Peters Falk og Alans Arkin. Heiða Jóhannsdóttir Dauflegur samleikur Brooks og Douglas skeggræða. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn THE IN-LAWS / TENGDAFORELDRARNIR Leikstjórn: Andrew Fleming. Handrit: Nat Mauldin, Ed Solomon, byggt á handriti Andrews Bergman. Aðalhlutverk: Mich- ael Douglas, Albert Brooks, Candice Bergen, Ryan Reynolds, Lindsay Sloane. Lengd: 95 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003. Svindlarar (Cheats) Gamanmynd Bandaríkin 2001. Myndform. VHS (86 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjóri: Andrew Gurland. Aðalhlutverk: Trevor Fehrman, Elden Henson, Mary Tyler Moore. ÞEIR voru kallaðir vandræða- gemlingar, unglingarnir sem dirfð- ust að reyna að leika á háæruverð- ugt skólakerfið og hvimleiða stétt kennaranna. Svindlarar fjallar um fjögur slík óalandi og óferjandi ungmenni við bandarískan menntaskóla. Erkifjendur hvass- brýnds skólastjórans (Moore). Hvað skal segja? Svindlarar eru í sjálfu sér ekki vond heldur ósköp venjuleg unglingagrín- mynd sem kem- ur ekki með neitt ferskt og nýtt inn í þann staðnaða geira. Leikhópurinn er skipaður ungum og sætum smá- stirnum sem eru ámóta auðgleymd og tilþrifalaus og myndin. Þess skal þó getið að handritið býður ekki upp á teljandi tjáningargleði. Upp úr þessum dáfríða vonar- peningi rís fáséð andlit Mary Tyler Moore, sem var umtalsverð sjón- varpsstjarna á sínum blómaárum. Hver veit nema að það leynist framtíðarstjarna í leikhópnum? Hinsvegar er ósennilegt að nokk- urn tíma rætist úr handritshöfund- inum. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Nemendur og kennarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.