Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 21
AUSTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 21
FRANSKIR dagar voru haldnir í
áttunda sinn á Fáskrúðsfirði um
helgina. Hátíðarhöldin hófust
með söngskemmtun í kirkjunni
með Diddú og Bergþóri Pálssyni,
við undirleik Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur píanóleikara.
Húsfyllir var á tveimur skemmt-
unum og var listafólkið marg-
kallað fram.
Að venju var athöfn í franska
grafreitnum þar sem sveitar-
stjóri Búðahrepps, Steinþór Pét-
ursson, og Herbes Jean Pierre,
fulltrúi bæjarstjórnar Gravelines,
lögðu blómsveig að minnismerki
í garðinum. Séra Þórey Guð-
mundsdóttir flutti ritningarorð
og bæn og Diddú og Bergþór
sungu sálm.
Hátíðin var sett í skrúðgarði
þorpsins, af oddvita Búðahrepps,
Guðmundi Þorgrímssyni. Kveikt
var í bálkesti og sungið og spilað
fram að miðnætti og var mikið
fjölmenni og margt um brott-
flutta, sem gjarnan koma og
heimsækja vini og kunningja
þessa helgi.
Fjölmargir viðburðir aðrir
voru einnig á Frönskum dögum.
Má þar nefna sýningar í grunn-
skólanum, harmonikkuball í
verkalýðshúsinu, dansleik í
Skrúð, götuleikhús, hjólakeppni,
torgsölu og minningarhlaup um
Berg Hallgrímsson.
Veður var allgott, en þó var
austfjarðaþokan örlítið að stríða
bæjarbúum. Flugeldasýning var
á laugardagskvöldið og var ekki
laust við gestum þætti hvellirnir
örlítið hærri en ljósadýrðin minni
en undanfarnar hátíðir. Fram-
kvæmdastjóri Franskra daga var
Helga Snædal Guðmundsdóttir.
Franskir dagar voru haldnir í áttunda sinn á Fáskrúðsfirði um helgina
Morgunblaðið/Albert Kemp
Sveitarstjóri Búðahrepps, Steinþór Pétursson, og Herbes Jean Pierre,
fulltrúi bæjarstjórnar Gravelines, lögðu blómsveig að minnismerki um
franska sjómenn á Fáskrúðsfirði.
Hvellirnir
hærri en ljósa-
dýrðin minni
Fáskrúðsfjörður
TILKYNNT var á bæjar-
stjórnarfundi hjá Austur-Hér-
aði í síðustu viku að bæjarstjóri
hefði átt í viðræðum við for-
svarsmenn Baugs um hugsan-
lega stækkun verslunarhús-
næðis Bónuss á Egilsstöðum.
Bónusverslunin við Miðvang
á Egilsstöðum þykir heldur lítil
miðað við umfang verslunar
þar og einnig hafa verið uppi
getgátur um hvort ný og stærri
Bónusverslun yrði sett upp á
Reyðarfirði. Að sögn bæjar-
stjóra munu Bónusmenn ætla
að halda sig við Egilsstaði og
hafa jafnvel hug á að stækka
við sig á nýrri lóð við Miðvang,
þar sem í skipulagi er gert ráð
fyrir þjónustu- og verslunar-
húsnæði.
Verslunar-
húsnæði
Bónus
stækkað
Egilsstaðir
TEKIN hefur verið ákvörðun
um að byggja við Hótel Hérað á
vetri komanda. Nemur stækk-
unin tæpum helmingi, eða 24
herbergjum og ráðstefnusal.
Ekki hefur verið tilkynnt
formlega um ákvörðunina, en
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er það aðeins tíma-
spursmál. Líklega verður farið
í framkvæmdir í vetur og gæti
kostnaður vegna þeirra orðið á
annað hundrað milljónir króna.
Reiknað er með að opna við-
bygginguna í maí á næsta ári.
Austur-Hérað mun leggja
þrjár milljónir króna í aukið
hlutafé til Ásgarðs ehf., eign-
arhaldsfélags Hótels Héraðs,
vegna stækkunarinnar. Flug-
leiðahótel eiga tæp 40% í hót-
elinu.
Byggt
við Hótel
Hérað
í vetur
Egilsstaðir
Í TENGSLUM við franska daga á
Fáskrúðsfirði voru veittar viður-
kenningar fyrir vel hirta garða fyr-
irtækja og einstaklinga í bænum.
Íbúar að Túngötu 7, Borghildur
Stefánsdóttir og Elvar Óskarsson
hlutu að þessu sinni viðurkenningu,
en besti garður fyrirtækis þótti
vera hjá Blómabúðinni Björk. Eig-
endur hennar eru Guðríður Berg-
kvistsdóttir og Jón Guðmundsson
að Hlíðargötu 16.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Guðríður Bergkvistsdóttir og Jón Guðmundsson hlutu viðurkenningu fyrir
fallegan garð við fyrirtæki sitt á Fáskrúðsfirði. Á frönskum dögum buðu
þau gestum til móttöku í garðská la sem er í garði þeirra.
Fagrir garðar
á Fáskrúðsfirði
Fáskrúðsfjörður
HUGINN VE landaði á dögunum
um 430 tonnum af frosnum síldar-
flökum á Neskaupstað, sem skipið
aflaði á veiðisvæðinu norður við
Svalbarða.
Veiðiferðin tók fremur stuttan
tíma því skipið landaði síðast í Nes-
kaupstað 14. júlí síðastliðinn, svo að
um hálfur mánuður hefur farið í túr-
inn og þar af um 6 sólarhringar í sigl-
ingu fram og til baka á miðin.
Það lá vel á strákunum á Hugin,
þar sem þeir voru uppi á bryggju að
lagfæra trollið, enda þeir að fara í
kærkomið frí þar sem skipið fer nú í
slipp í Hafnarfirði og margir hverjir
úr áhöfninni að fara á þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Það var létt yfir strákunum á Hugin VE á bryggjunni í Neskaupstað.
Huginn VE landar
430 tonnum af síld
Neskaupstaður
HAGAVÖLLUR, nýr golfvöllur
Golfklúbbs Seyðisfjarðar, var opn-
aður við hátíðlega athöfn á sunnu-
daginn. Mikill fjöldi heimamanna
sem og aðkomumanna tók þátt í há-
tíðarhöldum í tilefni dagsins. Guð-
jón Harðarson, formaður klubbsins
flutti setningarræðu og sló síðan
opnunarhöggið. Lilja Ólafsdóttir,
fyrsti formaður klúbbsins, tók síðan
við og púttaði kúlunni ofan í fyrstu
holuna. Síðan var gestum boðið til
veislu og þátttakendur í vígslumóti
vallarins hófu leik.
Hagavöllur er níu holu völlur sem
er rétt innan við Seyðisfjarðar-
kaupstað. Golfskáli er þar nánast
fullbúinn. Umhverfið er stórbrotið.
Flatir og brautir hvíla í miklum
fjallasal og útsýni er yfir kaupstað-
inn og inn eftir dalnum þar sem
fossar Fjarðarár blasa hvarvetna
við.
Golfklúbbur Seyðisfjarðar var
stofnaður árið 1988 og gerðu fyrstu
forystumenn hans samning við
Hannes Þorsteinsson golfvallar-
hönnuð um að teikna 9 holu völl. Á
bernskuárum sínum átti klúbburinn
nokkuð á brattann að sækja þar til
fyrir tveimur árum að mikill kraftur
greip menn svo um munaði. Fé-
lagar í klúbbnum eru nú 54.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Guðjón Harðarson formaður Golf-
klúbbs Seyðisfjarðar slær vígslu-
höggið við opnun nýs golfvallar á
Seyðisfirði.
Nýr golf-
völlur opn-
aður á
Seyðisfirði
Seyðisfjörður
DILBERT
mbl.is