Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 21 FRANSKIR dagar voru haldnir í áttunda sinn á Fáskrúðsfirði um helgina. Hátíðarhöldin hófust með söngskemmtun í kirkjunni með Diddú og Bergþóri Pálssyni, við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara. Húsfyllir var á tveimur skemmt- unum og var listafólkið marg- kallað fram. Að venju var athöfn í franska grafreitnum þar sem sveitar- stjóri Búðahrepps, Steinþór Pét- ursson, og Herbes Jean Pierre, fulltrúi bæjarstjórnar Gravelines, lögðu blómsveig að minnismerki í garðinum. Séra Þórey Guð- mundsdóttir flutti ritningarorð og bæn og Diddú og Bergþór sungu sálm. Hátíðin var sett í skrúðgarði þorpsins, af oddvita Búðahrepps, Guðmundi Þorgrímssyni. Kveikt var í bálkesti og sungið og spilað fram að miðnætti og var mikið fjölmenni og margt um brott- flutta, sem gjarnan koma og heimsækja vini og kunningja þessa helgi. Fjölmargir viðburðir aðrir voru einnig á Frönskum dögum. Má þar nefna sýningar í grunn- skólanum, harmonikkuball í verkalýðshúsinu, dansleik í Skrúð, götuleikhús, hjólakeppni, torgsölu og minningarhlaup um Berg Hallgrímsson. Veður var allgott, en þó var austfjarðaþokan örlítið að stríða bæjarbúum. Flugeldasýning var á laugardagskvöldið og var ekki laust við gestum þætti hvellirnir örlítið hærri en ljósadýrðin minni en undanfarnar hátíðir. Fram- kvæmdastjóri Franskra daga var Helga Snædal Guðmundsdóttir. Franskir dagar voru haldnir í áttunda sinn á Fáskrúðsfirði um helgina Morgunblaðið/Albert Kemp Sveitarstjóri Búðahrepps, Steinþór Pétursson, og Herbes Jean Pierre, fulltrúi bæjarstjórnar Gravelines, lögðu blómsveig að minnismerki um franska sjómenn á Fáskrúðsfirði. Hvellirnir hærri en ljósa- dýrðin minni Fáskrúðsfjörður TILKYNNT var á bæjar- stjórnarfundi hjá Austur-Hér- aði í síðustu viku að bæjarstjóri hefði átt í viðræðum við for- svarsmenn Baugs um hugsan- lega stækkun verslunarhús- næðis Bónuss á Egilsstöðum. Bónusverslunin við Miðvang á Egilsstöðum þykir heldur lítil miðað við umfang verslunar þar og einnig hafa verið uppi getgátur um hvort ný og stærri Bónusverslun yrði sett upp á Reyðarfirði. Að sögn bæjar- stjóra munu Bónusmenn ætla að halda sig við Egilsstaði og hafa jafnvel hug á að stækka við sig á nýrri lóð við Miðvang, þar sem í skipulagi er gert ráð fyrir þjónustu- og verslunar- húsnæði. Verslunar- húsnæði Bónus stækkað Egilsstaðir TEKIN hefur verið ákvörðun um að byggja við Hótel Hérað á vetri komanda. Nemur stækk- unin tæpum helmingi, eða 24 herbergjum og ráðstefnusal. Ekki hefur verið tilkynnt formlega um ákvörðunina, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er það aðeins tíma- spursmál. Líklega verður farið í framkvæmdir í vetur og gæti kostnaður vegna þeirra orðið á annað hundrað milljónir króna. Reiknað er með að opna við- bygginguna í maí á næsta ári. Austur-Hérað mun leggja þrjár milljónir króna í aukið hlutafé til Ásgarðs ehf., eign- arhaldsfélags Hótels Héraðs, vegna stækkunarinnar. Flug- leiðahótel eiga tæp 40% í hót- elinu. Byggt við Hótel Hérað í vetur Egilsstaðir Í TENGSLUM við franska daga á Fáskrúðsfirði voru veittar viður- kenningar fyrir vel hirta garða fyr- irtækja og einstaklinga í bænum. Íbúar að Túngötu 7, Borghildur Stefánsdóttir og Elvar Óskarsson hlutu að þessu sinni viðurkenningu, en besti garður fyrirtækis þótti vera hjá Blómabúðinni Björk. Eig- endur hennar eru Guðríður Berg- kvistsdóttir og Jón Guðmundsson að Hlíðargötu 16. Morgunblaðið/Albert Kemp Guðríður Bergkvistsdóttir og Jón Guðmundsson hlutu viðurkenningu fyrir fallegan garð við fyrirtæki sitt á Fáskrúðsfirði. Á frönskum dögum buðu þau gestum til móttöku í garðská la sem er í garði þeirra. Fagrir garðar á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfjörður HUGINN VE landaði á dögunum um 430 tonnum af frosnum síldar- flökum á Neskaupstað, sem skipið aflaði á veiðisvæðinu norður við Svalbarða. Veiðiferðin tók fremur stuttan tíma því skipið landaði síðast í Nes- kaupstað 14. júlí síðastliðinn, svo að um hálfur mánuður hefur farið í túr- inn og þar af um 6 sólarhringar í sigl- ingu fram og til baka á miðin. Það lá vel á strákunum á Hugin, þar sem þeir voru uppi á bryggju að lagfæra trollið, enda þeir að fara í kærkomið frí þar sem skipið fer nú í slipp í Hafnarfirði og margir hverjir úr áhöfninni að fara á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Það var létt yfir strákunum á Hugin VE á bryggjunni í Neskaupstað. Huginn VE landar 430 tonnum af síld Neskaupstaður HAGAVÖLLUR, nýr golfvöllur Golfklúbbs Seyðisfjarðar, var opn- aður við hátíðlega athöfn á sunnu- daginn. Mikill fjöldi heimamanna sem og aðkomumanna tók þátt í há- tíðarhöldum í tilefni dagsins. Guð- jón Harðarson, formaður klubbsins flutti setningarræðu og sló síðan opnunarhöggið. Lilja Ólafsdóttir, fyrsti formaður klúbbsins, tók síðan við og púttaði kúlunni ofan í fyrstu holuna. Síðan var gestum boðið til veislu og þátttakendur í vígslumóti vallarins hófu leik. Hagavöllur er níu holu völlur sem er rétt innan við Seyðisfjarðar- kaupstað. Golfskáli er þar nánast fullbúinn. Umhverfið er stórbrotið. Flatir og brautir hvíla í miklum fjallasal og útsýni er yfir kaupstað- inn og inn eftir dalnum þar sem fossar Fjarðarár blasa hvarvetna við. Golfklúbbur Seyðisfjarðar var stofnaður árið 1988 og gerðu fyrstu forystumenn hans samning við Hannes Þorsteinsson golfvallar- hönnuð um að teikna 9 holu völl. Á bernskuárum sínum átti klúbburinn nokkuð á brattann að sækja þar til fyrir tveimur árum að mikill kraftur greip menn svo um munaði. Fé- lagar í klúbbnum eru nú 54. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Guðjón Harðarson formaður Golf- klúbbs Seyðisfjarðar slær vígslu- höggið við opnun nýs golfvallar á Seyðisfirði. Nýr golf- völlur opn- aður á Seyðisfirði Seyðisfjörður DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.