Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.07.2003, Blaðsíða 28
Meirihluti Reykjavíkurlistans telur ekki ástæðu t Sigurgeirsson tók púlsinn á meirihlutanum og segir ekkert komi fram sem s LJÓST virðist að borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans telja skýringar Þórólfs Árnasonar borgar- stjóra á því hlutverki sem hann gegndi við útboð Reykjavíkurborgar á olíu árið 1996 fullnægjandi. Þórólfur var á þeim tíma framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Olíufélagsins en í frumskýrslu Samkeppn- isstofnunar um olíufélögin er þetta útboð nefnt sem dæmi um meint samráð félaganna. Þórólfur og borgarfulltrúar meirihlutans hittust á fundi á þriðjudagskvöld þar sem borgarstjóri fór ítarlega yfir þátt sinn og svaraði spurningum borg- arfulltrúanna um ýmsa þætti málsins. Í Morgun- blaðinu í gær birtist síðan viðtal við Þórólf þar sem hann fer yfir málið og leggur fram skýringar sínar á þeim spurningum er upp hafa komið um aðild hans að samráði olíufélaganna. Ljóst er af samtölum við forystumenn innan Reykjavíkurlistans að þeir telja ekki ástæðu til annars en að taka skýringar Þórólfs góðar og gild- ar. Þó setja menn þann fyrirvara um stuðning við hann að frekari upplýsingar komi ekki í ljós er stangast á við þær skýringar er borgarstjóri hefur nú gefið. „Ég met málið sannast sagna svolítið óljóst. Við höfum fengið hans skýringar og hans grein- argerð. Það er gott og gilt svo langt sem það nær. Við höfum hins vegar ekki aðgang að gögnum málsins. Aftur á móti tökum við mál hans trúanlegt, við höfum ekki tilefni til annars áður en eitthvað annað kemur í ljós,“ sagði ei borgarfulltrúi meirihlutans. Sami borgarfullt sagði óhjákvæmilegt að „bakka Þórólf upp á m an við erum með hann í vinnu. Annað er óh kvæmilegt. Ef eitthvað annað kemur fram s rýrir gildi frásagnar hans þá gæti það hins veg hæglega breyst.“ „Mjög miklar málsbætur“ Annar borgarfulltrúi meirihlutans sagðist ek telja það vera hlutverk borgarfulltrúa Reykjav urlistans að „halda verndarhendi“ yfir Þóró Eins og borgarstjóri hefði hins vegar lýst málin fundinum á þriðjudagskvöld væri ljóst að ha AF INNL VETT Stuðningur m 28 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ODDVITAR flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum segjast taka skýringar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra trúanlegar vegna tengsla hans við málefni olíufélag- anna, en í Morgunblaðinu í gær full- yrðir Þórólfur m.a. að hann hafi ekki platað Reykjavíkurborg með undir- ritun á tilboði vegna útboðs borg- arinnar árið 1996. Hann segist ekki hafa komið nálægt ákvörðun um samráð eða ákvörðun um verð. Borgarfulltrúar R-listans og Þór- ólfur Árnason ræddu einnig þessi mál á sérstökum fundi í fyrrakvöld, þar sem sá síðarnefndi gerði borgar- fulltrúunum grein fyrir aðild sinni að málinu. „Við höfum enga ástæðu til að rengja borgarstjóra í þessu máli,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Í sama streng tók Stefán Jón Haf- stein, oddviti Samfylkingarinnar. „Miðað við þau gögn sem við höfum í höndunum varðandi þetta mál í heild og miðað við það hve Þórólfur er skýr í sínum yfirlýsingum finnst okkur rétt að standa með honum í þessari orrahríð.“ Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, segist enn fremur telja skýringar Þórólfs full- nægjandi. Bæði Árni Þór og Stefán Jón taka fram að þeim finnist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, taka of stórt upp í sig með því að halda því fram að skýringar Þórólfs séu settar fram gegn betri vitund. „Ég veit ekki hvaða gögn önnur hann [Vilhjálmur] hefur í höndunum sem við höfum ekki sem gerir það að verkum að hann getur dregið þá ályktun,“ segir Árni Þór. Opinská umræða Borgarfulltrúar R-listans áttu fund með Þórólfi Árnasyni í fyrra- kvöld og stóð hann yfir í um þrjá tíma, en allir borgarfulltrúarnir voru mættir að undanskildum Al- freð Þorsteinssyni, sem var staddur erlendis, og Björk Vilhelms- dóttur, sem er í sumarleyfi úti á landi. Að sögn Árna fór Þórólf- ur á fundinum yfir greinargerð sem hann hefði tekið saman um aðild sína að málinu. Greinargerðin kæmi efnis- lega meira og minna fram í viðtali við Þórólf í Morgunblaðinu í gær. Árni segir að umræðan á fundinum hafi verið opinská og að farið hafi verið yfir málið frá öllum hliðum. „Við skiptumst á skoðunum um þetta mál og spurðum Þórólf út í ein- staka þætti þess.“ Hann bætir því við að miðað við það sem fram væri komið í málinu; þau gögn sem lægju frammi og skýringar Þórólfs, þá hefðu borgarfulltrúar R-listans ekki tilefni til að draga orð borgarstjóra í efa. „Á það má benda að við höfum ekki gögn málsins í höndum, þ.e. við höfum ekki þessa frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar [um meint verð- samráð olíufélaganna] eða önnur gögn frá Samkeppnisstofnun í hönd- um, þannig að við höfum ekki heild- armyndina, en við höfum enga ástæðu til að rengja borgarstjóra í þessu máli.“ Árni segir að borgarfulltrúar R- listans hefðu lagt ríka áherslu á að Þórólfur gerði skýra grein fyrir að- ild sinni að málinu. „Við vildum gefa honum svigrúm til þess að gefa þess- ar skýringar. Það hefur hann gert. Og ég hef sagt að það sé eðlilegt að við fáum líka svigrúm til að fara yfir þetta í okkar röðum og melta þetta og annað sem kann að koma fram í málinu.“ Árni segir að fulltrúar R- listans muni að sjálfsögðu fylgjast áfram með framvindu „þessa stóra olíusamráðsmáls“, en tekur fram að R-listinn sé að sjálfsögðu að því máli sem slíku. „Þet auðvitað miklu stærra en snýr eingöngu að Þórólfi Á Aðeins einn grunlaus Stefán Jón Hafstein seg Árni Þór að vandlega hafi v ofan í saumana á umræd fundi borgarfulltrúa R-li borgarstjóra í fyrrakvöld hvort h skýring ólfs full segir S þær n „Málið auðvita vaxið drög Samkep stofnun lekið í tvo fjölmiðla. Við hö fengið þau. En við treystu Þórólfur hafi getað farið gögn málsins og skoðað alla sinni aðkomu að því. Ha gefið okkur skýringar og v engan annan kost en að trúanlegar. Ég vil gera þa trúa því að hann sé að se satt og rétt frá.“ Stefán Jón tekur fram að ólfs og olíufélaganna sn samstarf þeirra flokka sem Reykjavíkurlistanum. „Þ snýst um trúverðugleika sem borgarstjóra,“ ítrekar segir að R-listinn hafi ald um annað en að halda áfram borginni af fullri festu og e Stefán Jón tekur fram sem þætti Þórólfs Árnason þurfi borgin að gæta h sinna“ í tengslum við mein olíufélaganna. Hann bend hagsmunir borgarinnar „ hanga á því“ hvernig ra meintu samráði olíufélaga háttað í framtíðinni. „Man af gögnum málsins að o hafi haft með sér samráð, hann og segir að athyglisv Viðbrögð forystumanna R-listans við yfirlýsingum bo Taka skýrin Þórólfs trúanBORGARSTJÓRI OG OLÍUSAMRÁÐ Þórólfur Árnason borgarstjórier í allt annarri aðstöðu enþeir einstaklingar aðrir, sem nafngreindir eru í skýrslu Sam- keppnisstofnunar um samráð olíufé- laganna um verðlagningu, tilboð o.fl., sem Morgunblaðið skýrði ítarlega frá fyrir tæpum tveimur vikum. Hann er að vísu ekki kjörinn fulltrúi í borgar- stjórn en hann hefur verið kallaður til að gegna embætti borgarstjóra, sem er pólitískt embætti og raunar eitt veigamesta af slíkum embættum. Þess vegna eru gerðar til hans allt aðrar kröfur en forstjóra, fyrrver- andi forstjóra og annarra starfs- manna og fyrrverandi starfsmanna olíufélaganna, sem nefndir eru í um- ræddri skýrslu. Og hann verður að sætta sig við þær kröfur. En um leið á Þórólfur Árnason sömu kröfu og aðrir einstaklingar, sem koma við sögu samráðs olíufélag- anna, að hann skuli teljast saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð. Þetta grundvallaratriði skiptir öllu í þeim mörgu málum, sem uppi eru í við- skiptalífinu og hafa sum hver m.a. kallað á lögreglurannsókn. Og mættu margir stjórnmálamenn, sem tjá sig frjálslega þessa dagana um þetta mál hafa þetta grundvallaratriði betur í huga en þeir hafa gert. Í Morgunblaðinu í gær birtist yf- irlýsing frá Geir Magnússyni, fyrr- verandi forstjóra Olíufélagsins hf., þar sem hann segir m.a., að „Þórólfur hafði ekki ákvörðunarvald né ábyrgð á verðlagningu á benzíni og olíu og viðskiptakjörum til stórnotenda í starfi sínu hjá Olíufélaginu hf.“ Athygli vekur að Geir Magnússon talar um „ákvörðunarvald“ og „ábyrgð“. Hann fjallar hins vegar ekkert um hver vitneskja núverandi borgarstjóra var um samráðið né heldur að hve miklu leyti hann hafi tekið þátt í því og þá væntanlega á grundvelli fyrirmæla frá yfirboður- um sínum. Sjálfur fullyrðir borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hann hafi ekki komið „nálægt ákvörðun um samráð eða ákvörðun um verð“ en segir jafnframt: „Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Olíufélaginu fór ég að sjá, að ýmislegt á sviði verðákvarðana og samvinnu milli félaganna var með öðrum hætti en almennt tíðkast í samkeppnis- rekstri. Án efa er ástæðan, ef maður fer að reyna að gera sér hana í hug- arlund, áratugalangt samstarf sem upphaflega byggðist á forsögn af hálfu stjórnvalda. Ég gekk út frá því í upphafi að þetta vinnuumhverfi væri eðlilegt í þessum viðskiptum. Þetta var við lýði áður en ég kom til starfa og hélt áfram eftir að ég fór af vett- vangi.“ Og jafnframt: „En ég hafði ekkert í hendi og fékk ekki fulla yfirsýn yfir málið fyrr en í samtali í Samkeppnis- stofnun í fyrra, þegar mér voru sýnd gögn um málið, sem meðal annars voru haldlögð gögn úr húsrannsókn. Ég fullyrði þess vegna, að ég plataði ekki Reykjavíkurborg. Henni voru boðin með minni undirritun við- skiptakjör, sem voru í fullu samræmi við þann afsláttarflokk, sem borginni bar í viðskiptamannaflóru Olíufélags- ins.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- manna, segir í Morgunblaðinu í gær um svör borgarstjóra á fundi borgar- ráðs í fyrradag: „Svar borgarstjóra er ekki trúverðugt. Ég tel að hann tali gegn betri vitund. Allt, sem kom- ið hefur fram í frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar rennir stoðum und- ir það, að olíufélögin hafi haft með sér samráð í útboði á vegum Reykjavík- urborgar og að Þórólfur Árnason, þá- verandi markaðsstjóri ESSO, hafi verið einn af aðalforystumönnum ol- íufélaganna í meintu ólögmætu sam- ráði þeirra.“ Síðan vísar forystumað- ur sjálfstæðismanna í borgarstjórn í tölvupóst, sem undirritaður var af Þórólfi Árnasyni og sagt hefur verið frá hér í Morgunblaðinu og segir: „Í tölvupóstinum er lagt á ráðin um, hvernig olíufélögin muni bjóða vegna ýmissa útboða. Því miður bendir allt til þess að borgarstjóri sé ekki að segja satt og rétt frá.“ Borgarstjóri skilur umræddan tölvupóst á annan veg og segir í sam- tali við Morgunblaðið: „Ég held því fram að séu skeytin lesin af yfirvegun og sanngirni í sam- hengi við annað, sem fram kemur í frumathugun Samkeppnisstofnunar sýni þau þvert á móti að mér var í mun að nýta öll tækifæri sem gáfust til samkeppnisaðgerða.“ Þetta er í fyrsta skipti, sem núver- andi borgarstjóri lendir í alvarlegum pólitískum mótbyr. Hann er í þeirri óþægilegu stöðu, að gegna pólitísku embætti án þess að sækja umboð sitt til að gegna því til kjósenda í Reykja- vík. Pólitískt bakland hans er því Reykjavíkurlistinn, sem kallaði hann til þessa starfs og framtíð hans í emb- ætti byggist á afstöðu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans. Tæpast fer á milli mála, að það hefur vottað fyrir óróa innan Reykjavíkurlistans vegna málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi um þetta mál, að pólitíkin væri grimm. Það eru orð að sönnu. Pólitíkin krefst stund- um skjótari niðurstöðu mála en eftir- litsstofnanir, lögregluyfirvöld og dómstólar geta tryggt. Þess vegna getur pólitísk krafa um afsögn oft verið ósanngjörn en stundum líka óhjákvæmileg. Eins og mál standa nú er nokkuð ljóst, að Reykjavíkurlistinn hefur ákveðið að sýna núverandi borgar- stjóra áframhaldandi traust og stuðning. Það kemur ekki á óvart. Ólíklegt er að Reykjavíkurlistinn hefði lifað af ákvörðun innan dyra þar um að borgarstjóri ætti að segja af sér. Hitt má telja víst, að það sé mik- ilvægt fyrir pólitíska framtíð núver- andi borgarstjóra að seinni hluti frumskýrslu Samkeppnisstofnunar leiði ekki í ljós frekari afskipti hans af verðsamráði en hann hefur nú lýst. Þá er hætt við að undiraldan, sem er til staðar innan Reykjavíkurlistans, magnist svo að borgarstjóri og stuðn- ingsmenn hans fái ekki við hana ráðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.