Morgunblaðið - 31.07.2003, Qupperneq 48
HLJÓMSVEITIN Írafár kynnti
fyrirhugaða ferð sveitarinnar til
Bandaríkjanna á blaðamannafundi
á Kaffi Sólon við Bankastræti í
gær. Ferðin er farin í þeim tilgangi
að taka upp breiðskífu sem kemur
út í haust til að fylgja á eftir vin-
sælustu plötu síðasta árs, Allt sem
ég sé.
Af því tilefni hafa Írafár og Ice-
landair skrifað undir yfirgripsmik-
inn samstarfssamning þess efnis að
flugfélagið aðstoði sveitina í und-
irbúningi og upptökum á næstu
plötu. Ætlunin er að taka hana upp
í Orlando á Flórída í næsta mánuði
og fer sveitin til Orlando strax að
lokinni verslunarmannahelginni.
„Það er alveg ljóst að án stuðn-
ings Icelandair þá værum við ekki
að fara í þessar upptökur í
Orlando,“ segir Birgitta Haukdal,
hin brosmilda söngkona sveitarinn-
ar. „Við erum heldur ekki að fara
út til að reyna að „meika“ það,
þetta er íslensk plata á íslensku
fyrir Íslendinga. Eina ástæðan fyrir
því að við viljum gera þetta erlendis
er að fá ró og næði til að geta ein-
beitt okkur að verkefninu,“ segir
hún.
Eins og alþjóð veit var Allt sem
ég sé langsöluhæsta plata landsins í
fyrra og eru væntingar aðdáenda
miklar. „Við erum auðvitað með-
vituð um pressuna en það gerir
þetta bara skemmtilegra,“ segir
Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari
og lagahöfundur Íráfárs.
Vignir var bú-
inn að semja öll
lögin á plötuna í
byrjun þessa árs
og voru tólf lög
valin af 30
snemma í mars til
að vinna frekar
með. Upptöku-
stjórinn þekkti,
Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson,
stjórnar upptök-
um á nýju plöt-
unni eins og
þeirri síðustu og
verður hann með í
för til Bandaríkj-
anna.
Jafnframt lék
Írafár eitt af lögum væntanlegrar
plötu, „Aldrei mun ég“, í órafmagn-
aðri útgáfu í tilefni dagsins. Það lag
var tekið upp hér heima og er ný-
farið í spilun á útvarpsstöðvum.
Nóg verður að gera hjá Írafári
áður en sveitin heldur vestur um
haf. Írafár ferðast um landið þvert
og endilangt um verslunarmanna-
helgina og verður á laugardaginn í
Galtalæk og á Akureyri á sunnu-
daginn.
Írafár og Icelandair kynna samstarfssamning
Taka upp næstu plötu
í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Jim Smart
Birgitta Haukdal, söngkona Íra-
fárs, og Birna Guðmundsdóttir, frá
Flugleiðum, takast í hendur við
undirritun samningsins.
Til að hita upp fyrir helgina verð-
ur Írafár í Símabúðinni í Smára-
lind í dag kl. 15 og Símabúðinni í
Kringlunni á föstudaginn kl. 15.
Morgunblaðið/Jim Smart
Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vigfússon á Sólon
þar sem Írafár lék nýtt lag, „Aldrei mun ég“.
FÓLK Í FRÉTTUM
48 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Date
fimmtudaginn 31. júlí - örfá sæti laus
þriðjudaginn 5. ágúst - örfá sæti laus
fimmtudaginn 7. ágúst - sæti laus
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
www.date.is
Sumarkvöld við orgelið
31. júlí kl. 12:
Eyþór Ingi Jónsson orgel.
2. ágúst kl. 12:
Giorgio Parolini orgel.
3. ágúst kl. 20:
Giorgio Parolini leikur verk m.a.
eftir Bach, Reger,
Widor og Vierne.
Ain´t Misbehavin´
the Fats Waller Musical Show
Frumsýning fös. 8. ágúst kl. 20. - örfá sæti laus
2. sýning laugardaginn 9. ágúst kl. 20.
3. sýning sunnudaginn 10. ágúst kl. 20.
4. sýning mánudaginn 11. ágúst kl. 20.
Miðasala í Loftkastalanum
opin alla virka daga frá 15 - 18.
Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is
20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT
21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT
22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS
24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !