Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 4

Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is New York www.icelandair.is/newyork Rölta um listamannahverfið Williamsburg í Brooklyn, kíkja á galleríin og markaðina þar sem fólk selur hlutina á góðu verði. Í New York þarftu að: á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Cosmopolitan Hotel Tribeca, flugvallarskattar og þjónustugjöld. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 21 70 5 07 /2 00 3 Soho Greenwich Village Lover West Side Chelsea Little ItalyCosmopolitan Hotel Tribeca w ay Br oa dw ay Br oa dw ay WillamsburgBridge East Houston Street West Houston Street Delany St, Broome St. East 14th Street West 14th Street East 23rd Street 34rd Street Fi fth Av en ue Av en ue of th e Am er ica ns M ad iso n A ve . Madison Square Park VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Verð frá 63.440 kr. UMFERÐARFULLTRÚAR Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu stilltu sér upp á leið- unum út úr borginni í gær og seldu viðbótarspegla á bifreiðar. Lögregl- an var þar skammt frá og stöðvaði bifreiðar, sem höfðu fellihýsi í eft- irdragi og engan viðbótarspegil, en eins og kunnugt er ber að hafa við- bótarspegla ef keyrt er með fellihýsi eða tjaldvagn í togi. Fólki var gefinn kostur á að kaupa speglana en ann- ars voru bílarnir kyrrsettir á staðn- um. Jóhann Jóhannsson, verkefna- stjóri hjá Slysavarnafélaginu Lands- björgu, var staddur á biðsvæðinu við Rauðavatn við Suðurlandsveg þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærdag. Hann sagði að allir tækju þessu mjög vel og fólk hefði orð á því að þetta væri gott framtak. „Fólk veit í sjálfu sér upp á sig sökina því þetta hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Þeir söluaðilar, sem ég hef talað við, segja að fólki séu kynntar þessar reglur þegar það kaupir felli- hýsin,“ benti hann á, en speglarnir voru seldir á 3 þúsund krónur parið. Hann sagði að salan væri ívið meiri á Vesturlandsveginum en Suðurlands- veginum og bætti við að það væru ef- laust tveir af hverjum tíu bílum sem framhjá færu með fellihýsi í eftir- dragi. Fólk leggur of snemma af stað eftir drykkju næturinnar „Við erum umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu og okkar hlutverk er umferðareftirlit. Um verslunar- mannahelgina fylgjumst með því að umferðin gangi vel fyrir sig og reyn- um að vera sýnilegir til þess að minna á öryggið í umferðinni,“ sagði Jóhann. Umferðarfulltrúar Slysa- varnarfélagsins verða á sex stöðum á landinu öllu um helgina. „Við erum líka með forvarnarpakka í bílnum og ef fólk sér okkur getur það stoppað okkur og fengið forvarnarpakka, en í honum er afþreying fyrir börnin til að hafa í bílnum.“ Jóhann lagði áherslu á að talsvert væri um ölvunarakstur um verslun- armannahelgina eins og aðrar helgar á árinu. Hann benti jafnframt á að um verslunarmannahelgina væri meira um að fólk drykki fram eftir nóttu og legði of snemma af stað. „Við erum með áfengisblöðrur í bíln- um. Á mánudaginn ætla ég til dæmis að vera á bryggjunni í Þorlákshöfn og ætla að bjóða þeim sem koma með Herjólfi að blása í blöðru.“ Seldu viðbótarspegla við þjóðveginn FJÖLDI fólks fór um Umferðar- miðstöðina í gær á leið í útilegu yfir verslunarmannahelgina. Þessar fjórar vinkonur voru að stíga upp í rútu á leið til Þorlákshafnar þaðan sem Herjólfur sigldi með þær til Vestmannaeyja. Þær sögðust vera fullar eftirvæntingar og hlökkuðu mest til brekkusöngsins. Hattana báru þær til að bera kennsl hver á aðra í mannhafinu á þjóðhátíð en töldu óvíst hve lengi þær myndu halda þeim á höfðinu. Tryggvi Árnason skipuleggur áætlunarferðir rútubifreiða Aust- urleiðar. Hann sagði unga fólkið streyma í Galtalæk og til Eyja. Einnig hafi verið þó nokkur straumur fólks til Landmannalauga og í Þórsmörk. Hann gerir ráð fyrir að rútur Austurleiðar flytji á milli átta til tíu þúsund manns á milli áfangastaða þessa helgi. Vignir Bjarnason og Þórður Svavarsson ætluðu ekki að sóa tím- anum í Herjólfi og fóru með flugi til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Þeir sögðu stemninguna þar eftirsókn- arverða og reykti lundinn ómiss- andi þáttur á þjóðhátíð. Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Björnsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Tinna Finnbogadóttir og Guðrún Stefánsdóttir voru kátar við brottför í gær. Hattana báru þær til að bera kennsl hver á aðra í mannhafinu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þekkjast af höttunum FJÖLMENNI var við upphaf útihá- tíða víða um land í gær. Mikill fjöldi gesta var einnig á sjötta unglinga- landsmóti Íslands sem haldið er á Ísafirði um helgina. Voru þeir orðnir tæplega 7.000 í gærkvöldi þegar mótið var formlega sett. Ágreiningur kom upp í gær milli mótshaldara unglingalandsmóts UMFÍ og sýslumannsins á Ísafirði um hvort mótshaldarar eigi að taka þátt í kostnaði við löggæslu í tengslum við mótið. Sýslumaður krefst þess að mótshaldarar greiði þriðjung af kostnaði við löggæslu í tengslum við mótið, samtals 500.000 krónur. UMFÍ mun kæra ákvörðun sýslumanns til dómsmálaráðherra. „Við höfum aldrei lent í svona stælum við yfirvöld áður,“ segir Sæ- mundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ. Hann segir að UMFÍ líti á þetta sem íþróttamót, ekki útihátíð, þó að ýmislegt sé gert til afþreyingar. Dagskrá mótsins stendur til 23:30 á kvöldin og ekkert kostar inn á svæðið, en keppendur greiða þátttökugjald. „Sýslumaður hótaði því að ef við myndum ekki fara að kröfum hennar [um að taka þátt í kostnaði við lög- gæslu] þá mundi hún senda lögregl- una á okkur í kvöld [gærkvöld] og loka skemmtuninni,“ segir Sæmund- ur. Hann bendir á að sjálfir séu þeir með 140 meðlimi björgunarsveita í gæslu á svæðinu, og að fenginni reynslu undanfarinna ára sé afar ólíklegt að vandamál komi upp á mótinu. „Það liggur fyrir ákvörðun sýslu- manns um að krefja UMFÍ um hluta af löggæslukostnaði vegna skemmt- analeyfisskyldra viðburða á ung- lingalandsmótinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði. Hún segir að með þessu sé ekki verið að líkja mótinu við útihá- tíð. Veðrið lék ekki við þá rúmlega 1.100 ungu íþróttamenn sem etja kappi í sjö íþróttagreinum mótsins, talsverð rigning í gær en að sögn mótshaldara stendur það til bóta. Mikið verður um að vera um helgina auk keppninnar því mótshaldarar hafa skipulagt skemmtanir, ferðir og annað fyrir krakkana og þá sem fylgja þeim á mótið og ætti engum að leiðast sem leggur leið sína á Ísa- fjörð. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, kom í opinbera heimsókn á Ísafjörð í gær og leit við á landsmótinu ásamt föruneyti. Þjóðhátíð sett í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var sett við hátíðlega athöfn í Herjólfs- dal kl. 14.30 í gær. Lúðrasveit Vest- mannaeyja lék nokkur Eyjalög á meðan hátíðargestir komu sér fyrir á tröðinni við tjörnina. Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV íþrótta- félags, setti hátíðina með stuttu ávarpi þar sem hann þakkaði stuðn- ingsaðilum og fjallaði stuttlega um undirbúning hátíðarinnar. Gerður Kristný, ritstjóri og rit- höfundur, flutti hátíðarræðu þjóðhá- tíðar, en hún kom í fyrsta sinn á þjóðhátíð á síðasta ári og gaf í kjöl- farið út bók um hátíðina. Gerður sagði það mikinn heiður fyrir að- komumanneskju að fá að flytja há- tíðarávarp á þjóðhátíð en taldi tíma- bært að aðkomumaður gæti flutt Vestmannaeyingum þakkir fyrir að bjóða landsmönnum árlega til svo stórrar veislu. „Vestmannaeyingar mega svo sannarlega vera stoltir því engum öðrum bæ á landinu hefur tekist að skapa jafnsterka hefð fyrir neinni hátíð,“ sagði Gerður Kristný. Tjöldum fjölgar á Akureyri Umferðarþungi til Akureyrar jókst jafnt og þétt þegar leið á dag- inn í gær og seinni partinn kom þangað hver bílalestin af annarri, að sögn Þórarins Jóhannessonar varð- stjóra hjá lögreglunni. Tjöldum á tjaldsvæðunum við Þórunnarstræti og að Hömrum fjölgaði jafnt og þétt. Aðfaranótt föstudags voru 300– 400 manns á tjaldsvæðinu að Hömr- um en heldur færri við Þórunn- arstræti. Mikið fjölmenni var við upphaf útihátíða víða um land og á unglingalandsmóti í gær Morgunblaðið/Sigurgeir Fjölmenni var saman komið í Herjólfsdal í gær en þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var sett við hátíðlega athöfn kl. 14.30. Morgunblaðið/Skúli Ungar Breiðabliksdömur brugðu á leik á mótinu á Ísafirði í gær og létu rigninguna ekki skemma fyrir sér. Morgunblaðið/Kristján Tjaldgestum fjölgaði jafnt og þétt á tjaldsvæðunum á Akur- eyri þegar leið á daginn í gær. UMFÍ vísar úrskurði sýslumanns til ráðherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.