Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 10
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN
10 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
AMKEPPNISSTOFNUN telur
gögn málsins sýna fram á að vá-
tryggingafélögin innan SÍT hafi,
með beinum og óbeinum hætti,
haft með sér víðtækt samráð um
m.a. iðgjöld í ökutækjatryggingum um langt
árabil. Jafnframt hafa þessir aðilar gripið til
samstilltra aðgerða gegn nýjum keppinaut-
um í bifreiðatryggingum og í tengslum við
kröfu FÍB um lækkun iðgjalda.“
Þetta er meginniðurstaða í frumskýrslu
Samkeppnisstofnunar á meintu samráði
tryggingafélaganna í bifreiðatryggingum.
Rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu
samráði tryggingafélaganna er í nokkrum
liðum. Stærsti hluti skýrslunnar fjallar um
samráð í bílatryggingum, en einnig er fjallað
um samráð í fiskiskipatryggingum, samráð
gegn vátryggingamiðlurum, samráð um að
hamla samkeppni í starfsábyrgðartrygg-
ingum, samráð vegna þjónustu lögmanna,
samráð vegna þjónustu lækna, samráð um
notkun debetkorta, samráð um opnunartíma,
samkeppnishamlandi upplýsingamiðlun,
samráð Sjóvár-Almennra (SA) og Trygg-
ingamiðstöðvarinnar (TM) við útboð á slysa-
tryggingum lögreglumanna og fleira.
Í þeirri samantekt sem hér fer á eftir er
eingöngu greint frá meintu samráði trygg-
ingafélaganna í bílatryggingum.
Skýrslan byggir á fjölmörgum gögnum,
m.a. fundargerðum frá Sambandi íslenskra
Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð trygginga
Víðtækt
samráð í
ökutækja-
tryggingum
Morgunblaðið/Þorkell
Um mitt ár 1996 kynntu Árni Sigfússon, formaður FÍB, og Halldór Sigurðsson, vátrygginga-
miðlari hjá Alþjóðlegri miðlun, að hafin væri sala á svokallaðri FÍB-tryggingu sem væri um
30% ódýrari en tryggingar annarra tryggingafélaga.
Samkeppnisstofnun telur að tryggingafélögin hafi
með beinum og óbeinum hætti haft með sér víðtækt
samráð um iðgjöld í ökutækjatryggingum. Félögin
hafi með samstilltum aðgerðum brugðist við
samkeppni frá FÍB-tryggingu og að þau hafi með
samstilltum aðgerðum hækkað verð á bifreiða-
gjöldum í febrúar 1994 og í júní 1999 í kjölfar
setningar skaðabótalaganna frá Alþingi.
Í ATHUGASEMDUM Vátryggingafélags Ís-
lands (VÍS) vegna frumathugunar Sam-
keppnisstofnunar um meint ólöglegt samráð á
vátryggingamarkaði kemur framað félagið
hafi „ekki í neinum tilvikum gerst sek[t] um
ólögmæta háttsemi“.
LOGOS Lögmannsþjónusta fer með málið
fyrir hönd VÍS. Í inngangi að athugasemd-
unum segir að markaðshegðun VÍS verði „í
mörgum tilvikum skýrð með vísan til ein-
kenna þess markaðar sem um er að tefla“.
Orðrétt segir í inngangi að athugasemdum
VÍS: „Í frumniðurstöðum Samkeppnisstofn-
unar er umbjóðanda okkar gefið að sök að
hafa í allnokkrum tilvikum brotið gegn sam-
keppnislögum á árunum 1993 til 1999. Í grein-
argerð þessari leitast umbjóðandi okkar við
að færa fram ítarlegar röksemdir fyrir því að
hann hafi ekki í neinum tilvikum gerst sekur
um ólögmæta háttsemi.“
Í þeim hluta athugasemdanna sem fjallar
um vátryggingamarkaðinn kemur fram að
VÍS telur ekki einsýnt að landfræðilegi mark-
aðurinn takmarkist við Ísland. „Án ítarlegs
rökstuðnings hefur Samkeppnisstofnun í að-
alatriðum komist að þeim niðurstöðum að
landfræðilegi markaðurinn í máli þessu sé
landsmarkaður, m.ö.o. Ísland.“ Í rökstuðningi
VÍS fyrir því að markaðurinn sé í raun evr-
ópskur en ekki aðeins íslenskur er vitnað í lög
um vátryggingafélög. „Í lögum hafa aldrei
verið reistar sérstakar skorður við því að er-
lend vátryggingafélög gætu stundað vátrygg-
ingastarfsemi hérlendis, ólíkt því sem gildir
t.d. um bankastarfsemi, og var það frábrugðið
því, sem í ýmsum ríkjum tíðkaðist, m.a. á
sumum Norðurlöndunum,“ segir í at-
hugasemdum VÍS.
Aldrei stillt saman strengi
Í athugasemdum sem gerðar eru við meint
ólöglegt samráð um iðgjöld bifreiðatrygginga
segir að VÍS hafi alltaf tekið ákvarðanir um
þau óháð öðrum. „Umbjóðandi okkar [VÍS]
leggur ennfremur ríka áherslu á að hann hef-
ur ávallt tekið sjálfstæðar ákvarðanir um ið-
gjöld í bifreiðatryggingum, þó undir opinberu
eftirliti eftir því sem við hefur átt á hverjum
tíma. Aldrei hefur hann [umbjóðandinn, VÍS]
haft samráð við önnur vátryggingafélög í
þessum efnum eða stillt saman strengi við
þau,“ segir í athugasemdum frá lögmönnum
VÍS við niðurstöðu frumathugunar Sam-
keppnisstofnunar.
Þar segir að frumathugun Samkeppn-
isstofnunar komi fram að samvinna Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga og aðild-
arfélaganna lúti helst að því að meta
sameiginlega fjárhagsleg áhrif skaðabóta-
laga. „Megininntakið í tilvitnaðri afstöðu
Samkeppnisstofnunar er að hvert félag um
sig sé fært um að meta áhrif skaðabótalaga og
því falli samvinna vátryggingafélaganna utan
heimildarramma reglugerðarinnar.“ Segir að
á þetta fallist VÍS ekki. „Virðist sem í afstöðu
Samkeppnisstofnunar felist grundvall-
armisskilningur á því tölfræðilega lögmáli að
eftir því sem úrtak úr tilteknu þýði er stærra
því meiri líkur eru á að úrtakið endurspegli
þýðið, a.m.k. upp að vissu marki. Á vátrygg-
ingarmarkaði er afleiðingin sú að trygginga-
félögin fá aðgang að áreiðanlegri upplýs-
ingum um áhættu eða grunniðgjöld með því
að leggja til upplýsingar í sameiginlegan
grunn heldur en ef hvert félag um sig byggir
útreikninga sína á eigin tölum einvörðungu,
sbr. t.d. þær forsendur sem fram koma í til-
mælum Tryggingaeftirlitsins frá 7.febrúar
1990,“ segir í athugasemdum VÍS.
Samráð væri félögunum ekki í hag
Ennfremur kemur fram að það sé beinlínis
rangt að þess konar samstarf eigi ekki við
þegar um er að ræða endurmat á tjónakostn-
aði miðað við breyttar forsendur, svo sem
vegna lögfestingar skaðabótalaga eða breyt-
inga á þeim. „Kjarni málsins er sá að það er
allra hagur (nema e.t.v. stærstu trygginga-
félaganna) að sem áreiðanlegastar upplýs-
ingar liggi fyrir um áhættur vátrygginga-
félaga,“ að því er fram kemur í athuga-
semdunum.
Segir að það að safna upplýsingunum sam-
an auðveldi ákvarðanir um iðgjaldaskrár og
dragi úr „áhættu þess að munur verði á tjóna-
kostnaði annars vegar og grunniðgjaldi hins
vegar. Hníga rök að því að þessi aukna þekk-
ing á rekstrarforsendum tryggingafélaga
dragi úr hættu þess að einstökum trygginga-
félögum takist ekki að standa undir tjóna-
kostnaði og leiði til lægri iðgjalda til vátrygg-
ingataka. Það er einmitt vegna þessa sem
Athugasemdir Vátryggingafélags Íslands við frumathugun Samkeppnisstofnunar
Ávallt teknar sjálfstæðar ákvarðanir um iðgjöld
Morgunblaðið/Kristinn