Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 10
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN 10 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ S AMKEPPNISSTOFNUN telur gögn málsins sýna fram á að vá- tryggingafélögin innan SÍT hafi, með beinum og óbeinum hætti, haft með sér víðtækt samráð um m.a. iðgjöld í ökutækjatryggingum um langt árabil. Jafnframt hafa þessir aðilar gripið til samstilltra aðgerða gegn nýjum keppinaut- um í bifreiðatryggingum og í tengslum við kröfu FÍB um lækkun iðgjalda.“ Þetta er meginniðurstaða í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar á meintu samráði tryggingafélaganna í bifreiðatryggingum. Rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði tryggingafélaganna er í nokkrum liðum. Stærsti hluti skýrslunnar fjallar um samráð í bílatryggingum, en einnig er fjallað um samráð í fiskiskipatryggingum, samráð gegn vátryggingamiðlurum, samráð um að hamla samkeppni í starfsábyrgðartrygg- ingum, samráð vegna þjónustu lögmanna, samráð vegna þjónustu lækna, samráð um notkun debetkorta, samráð um opnunartíma, samkeppnishamlandi upplýsingamiðlun, samráð Sjóvár-Almennra (SA) og Trygg- ingamiðstöðvarinnar (TM) við útboð á slysa- tryggingum lögreglumanna og fleira. Í þeirri samantekt sem hér fer á eftir er eingöngu greint frá meintu samráði trygg- ingafélaganna í bílatryggingum. Skýrslan byggir á fjölmörgum gögnum, m.a. fundargerðum frá Sambandi íslenskra Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð trygginga Víðtækt samráð í ökutækja- tryggingum Morgunblaðið/Þorkell Um mitt ár 1996 kynntu Árni Sigfússon, formaður FÍB, og Halldór Sigurðsson, vátrygginga- miðlari hjá Alþjóðlegri miðlun, að hafin væri sala á svokallaðri FÍB-tryggingu sem væri um 30% ódýrari en tryggingar annarra tryggingafélaga. Samkeppnisstofnun telur að tryggingafélögin hafi með beinum og óbeinum hætti haft með sér víðtækt samráð um iðgjöld í ökutækjatryggingum. Félögin hafi með samstilltum aðgerðum brugðist við samkeppni frá FÍB-tryggingu og að þau hafi með samstilltum aðgerðum hækkað verð á bifreiða- gjöldum í febrúar 1994 og í júní 1999 í kjölfar setningar skaðabótalaganna frá Alþingi. Í ATHUGASEMDUM Vátryggingafélags Ís- lands (VÍS) vegna frumathugunar Sam- keppnisstofnunar um meint ólöglegt samráð á vátryggingamarkaði kemur framað félagið hafi „ekki í neinum tilvikum gerst sek[t] um ólögmæta háttsemi“. LOGOS Lögmannsþjónusta fer með málið fyrir hönd VÍS. Í inngangi að athugasemd- unum segir að markaðshegðun VÍS verði „í mörgum tilvikum skýrð með vísan til ein- kenna þess markaðar sem um er að tefla“. Orðrétt segir í inngangi að athugasemdum VÍS: „Í frumniðurstöðum Samkeppnisstofn- unar er umbjóðanda okkar gefið að sök að hafa í allnokkrum tilvikum brotið gegn sam- keppnislögum á árunum 1993 til 1999. Í grein- argerð þessari leitast umbjóðandi okkar við að færa fram ítarlegar röksemdir fyrir því að hann hafi ekki í neinum tilvikum gerst sekur um ólögmæta háttsemi.“ Í þeim hluta athugasemdanna sem fjallar um vátryggingamarkaðinn kemur fram að VÍS telur ekki einsýnt að landfræðilegi mark- aðurinn takmarkist við Ísland. „Án ítarlegs rökstuðnings hefur Samkeppnisstofnun í að- alatriðum komist að þeim niðurstöðum að landfræðilegi markaðurinn í máli þessu sé landsmarkaður, m.ö.o. Ísland.“ Í rökstuðningi VÍS fyrir því að markaðurinn sé í raun evr- ópskur en ekki aðeins íslenskur er vitnað í lög um vátryggingafélög. „Í lögum hafa aldrei verið reistar sérstakar skorður við því að er- lend vátryggingafélög gætu stundað vátrygg- ingastarfsemi hérlendis, ólíkt því sem gildir t.d. um bankastarfsemi, og var það frábrugðið því, sem í ýmsum ríkjum tíðkaðist, m.a. á sumum Norðurlöndunum,“ segir í at- hugasemdum VÍS. Aldrei stillt saman strengi Í athugasemdum sem gerðar eru við meint ólöglegt samráð um iðgjöld bifreiðatrygginga segir að VÍS hafi alltaf tekið ákvarðanir um þau óháð öðrum. „Umbjóðandi okkar [VÍS] leggur ennfremur ríka áherslu á að hann hef- ur ávallt tekið sjálfstæðar ákvarðanir um ið- gjöld í bifreiðatryggingum, þó undir opinberu eftirliti eftir því sem við hefur átt á hverjum tíma. Aldrei hefur hann [umbjóðandinn, VÍS] haft samráð við önnur vátryggingafélög í þessum efnum eða stillt saman strengi við þau,“ segir í athugasemdum frá lögmönnum VÍS við niðurstöðu frumathugunar Sam- keppnisstofnunar. Þar segir að frumathugun Samkeppn- isstofnunar komi fram að samvinna Sam- bands íslenskra tryggingafélaga og aðild- arfélaganna lúti helst að því að meta sameiginlega fjárhagsleg áhrif skaðabóta- laga. „Megininntakið í tilvitnaðri afstöðu Samkeppnisstofnunar er að hvert félag um sig sé fært um að meta áhrif skaðabótalaga og því falli samvinna vátryggingafélaganna utan heimildarramma reglugerðarinnar.“ Segir að á þetta fallist VÍS ekki. „Virðist sem í afstöðu Samkeppnisstofnunar felist grundvall- armisskilningur á því tölfræðilega lögmáli að eftir því sem úrtak úr tilteknu þýði er stærra því meiri líkur eru á að úrtakið endurspegli þýðið, a.m.k. upp að vissu marki. Á vátrygg- ingarmarkaði er afleiðingin sú að trygginga- félögin fá aðgang að áreiðanlegri upplýs- ingum um áhættu eða grunniðgjöld með því að leggja til upplýsingar í sameiginlegan grunn heldur en ef hvert félag um sig byggir útreikninga sína á eigin tölum einvörðungu, sbr. t.d. þær forsendur sem fram koma í til- mælum Tryggingaeftirlitsins frá 7.febrúar 1990,“ segir í athugasemdum VÍS. Samráð væri félögunum ekki í hag Ennfremur kemur fram að það sé beinlínis rangt að þess konar samstarf eigi ekki við þegar um er að ræða endurmat á tjónakostn- aði miðað við breyttar forsendur, svo sem vegna lögfestingar skaðabótalaga eða breyt- inga á þeim. „Kjarni málsins er sá að það er allra hagur (nema e.t.v. stærstu trygginga- félaganna) að sem áreiðanlegastar upplýs- ingar liggi fyrir um áhættur vátrygginga- félaga,“ að því er fram kemur í athuga- semdunum. Segir að það að safna upplýsingunum sam- an auðveldi ákvarðanir um iðgjaldaskrár og dragi úr „áhættu þess að munur verði á tjóna- kostnaði annars vegar og grunniðgjaldi hins vegar. Hníga rök að því að þessi aukna þekk- ing á rekstrarforsendum tryggingafélaga dragi úr hættu þess að einstökum trygginga- félögum takist ekki að standa undir tjóna- kostnaði og leiði til lægri iðgjalda til vátrygg- ingataka. Það er einmitt vegna þessa sem Athugasemdir Vátryggingafélags Íslands við frumathugun Samkeppnisstofnunar Ávallt teknar sjálfstæðar ákvarðanir um iðgjöld Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.