Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 16
16 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
HUTTON lávarður, dómarinn sem
stjórnar rannsókn á dauða vopna-
sérfræðingsins dr. David Kelly, hef-
ur hafið rannsóknina og staðfesti í
gær að Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, yrði beðinn að
bera vitni. Auk Blairs verður Geoff
Hoon varnarmálaráðherra og
Alastair Campbell, almannatengsla-
fulltrúi og einn helsti ráðgjafi for-
sætisráðherrans, m.a. kallaðir til
vitnis.
„Á einhverju stigi málsins geri ég
ráð fyrir að ég biðji forsætisráð-
herrann og varnarmálaráðherrann,
hr. Geoff Hoon, að greina frá vitn-
eskju sinni um þær umræður sem
áttu sér stað og þær ákvarðanir
sem teknar voru í tengslum við dr.
Kelly,“ sagði Hutton.
Dómarinn sagði enn
fremur alveg ljóst að
deiluaðilar í þessu
máli, sem hefur verið
afar fyrirferðarmikið í
breskum fjölmiðlum
sl. vikur, fengju ekki
tækifæri til að færa
rök fyrir sínum mál-
stað við vitnaleiðslurn-
ar.
Ritaði yfirmönnum
sínum bréf
Að því er fram kem-
ur á fréttavef BBC
mun Kelly hafa ritað
yfirmönnum sínum
bréf skömmu fyrir
andlátið sem staðfestir
að hann hafi átt fund
með Andrew Gilligan,
fréttamanni BBC. Í
bréfinu segir hann að
fréttamaðurinn hafi
„ýkt“ frásögn sína.
„Lýsing [Gilligans] á
fundi okkar samræm-
ist aðeins að litlu leyti
samskiptum mínum við
hann, sérstaklega lýs-
ing hans á mínu per-
sónulega mati á getu
Íraka, en almennt er
ranglega greint frá
eðli [fundarins],“ segir
í bréfinu.
Rannsókn Huttons mun m.a. snú-
ast um það hvernig greint var frá
nafni Kellys opinberlega og hvað
hann sagði fréttamönnum nákvæm-
lega.
Dómarinn greindi frá því í gær
að Kelly hafi þjáðst af hjartasjúk-
dómi og án þess að skýra það frek-
ar sagði Hutton að á líki hans hefðu
fundist fjórir plástrar sem notaðir
eru við að taka hjartalínurit. Komið
hefur í ljós að Kelly tók af sér gler-
augun og úrið áður en hann lést en
það er talið benda eindregið til þess
að hann hafi framið sjálfsmorð.
Kelly verður jarðsettur nk. mið-
vikudag og því tilkynnti dómarinn
að rannsókn málsins yrði ekki hald-
ið áfram fyrr en 11. ágúst.
Opinber rannsókn hafin á dauða vopnasérfræðingsins dr. David Kelly
Blair verður beðinn að bera vitni
Hutton lávarður.
London. AFP.
KÍNVERSKIR aðdáendur knattspyrnuliðsins
Real Madrid fögnuðu ákaft er leikmenn liðsins
komu til Peking í gær. Hundruð aðdáenda Dav-
ids Beckhams biðu fyrir utan hótel liðsins í mið-
borginni. Fólkið hélt á lofti myndum af knatt-
spyrnumanninum og þegar rúta liðsins ók upp
að hótelinu hrópaði það „David, komdu út“.
Real Madrid er nú á ferðalagi um Asíu og mun
spila við knattspyrnulið í Tókýó, Hong Kong og
Taílandi á næstunni. Beckham, sem gekk til liðs
við Real Madrid fyrir mánuði, mun líklega spila
sinn fyrsta leik með liðinu í Peking um helgina.
AP
Real Madrid í kynningarferð um Asíu
HERSETAN í Írak og baráttan gegn
hryðjuverkamönnum um allan heim
er að verða Bandaríkjaher ofviða.
Hann hefur ekki á að skipa nógu
mörgum mönnum til að standa í því,
sem hann hefur tekist á hendur. Kem-
ur þetta fram í grein, sem Barry
McCaffrey, prófessor í bandarískum
öryggismálum við West Point-her-
skólann, skrifar í Wall Street Journal.
Í bandaríska hernum eru nú
491.000 menn en McCaffrey segir, að
það sé einfaldlega of lítið. Bendir
hann á, að af 33 herdeildum séu 24
dreifðar um 120 lönd, alls 368.000 her-
menn. Fyrir utan fastaherinn er síðan
um að ræða 135.000 varaliða og þjóð-
varðliða.
Peter Schoomaker, væntanlegur
yfirmaður bandaríska herráðsins, er
á sama máli og McCaffrey og á fundi
með þingmönnum í síðustu viku var-
aði hann alvarlega við núverandi álagi
á stóran hluta hersins. Sagði hann
augljóst, að fjölga yrði hermönnum ef
Bandaríkin ætluðu sér að halda uppi
núverandi herstöðvum erlendis.
„Bush-stjórnin gagnrýnir Clinton-
stjórnina fyrir að hafa grafið undan
hernum á síðasta áratug en það er
einmitt það sama, sem hún er að gera,
bara í miklu meira mæli,“ segir Mich-
ael O’Hanlon, sérfræðingur í öryggis-
málum við Brookings-stofnunina.
Segist hann óttast, að hermenn og
varaliðar taki þann kostinn að hætta
hermennsku fremur en að eiga það á
hættu að vera sendir um hálfan hnött-
inn í langan tíma.
Óttast ófarir í Írak
O’Hanlon telur, að Bandaríkja-
stjórn verði að vera með 125.000 til
150.000 hermenn í Írak í eitt ár enn og
síðan 50–75.000 menn í nokkur ár í
viðbót. Að hans mati er það helmingi
meira lið en herinn þoli og að auki tel-
ur hann „raunverulega hættu“ á, að
herinn brotni saman og bíði ósigur í
Írak. Tillögur O’Hanlons eru þær, að
liðsaflinn í sjóhernum verði nýttur
betur en hingað til og Bandaríkja-
stjórn biðji bandamenn sína, t.d.
Frakka, Þjóðverja og Japani, að
leggja sér lið. Vandamálið með
Frakkland og Þýskaland og einnig
stór lönd eins og Indland og Pakistan
er hins vegar það, að þau neita að
senda lið til Íraks nema á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin
hafa raunar fengið liðsinni nokkurra
Austur-Evrópuríkja og annarra, alls
22 ríkja, en samtals munu þau ekki
leggja fram nema 9.000 hermenn.
Vilja fjölga
í Banda-
ríkjaher
Sagður of fá-
mennur fyrir nú-
verandi umsvif
NÚ er mikill grilltími og víst er,
að grillilmurinn mun liggja í loft-
inu um þessa helgi. Einn réttur
mistekst þó oftar en aðrir, það er
hamborgarinn. Hjá bresku mat-
vælakeðjunni Iceland hafa menn
reiknað út, að hamborgarar fyrir
nokkuð á þriðja milljarð íslenskra
króna fari forgörðum árlega af
þessum sökum og því var ákveðið
að gera nú eitthvað í málinu.
Ákveðið var að leita til færustu
sérfræðinga en öllum að óvörum
var ekki borið niður hjá grill-
meisturum og öðrum úrvalskokk-
um, heldur hjá stærðfræðingnum
dr. Dilwyn Edwards í Greenwich-
háskólanum í London.
Dr. Edwards og stærðfræðing-
arnir hans lögðu nú heilann í
bleyti í heilar þrjár vikur og út-
koman er hin fullkomna formúla
fyrir rétt steiktum hamborgara.
„Stærðfræðin kemur alltaf best
að gagni þegar leysa þarf flókin
vandamál og Iceland á heiður
skilinn fyrir að átta sig á því.
Þetta var erfitt verkefni en við
fundum réttu lausnina,“ segir dr.
Edwards.
Formúlurnar eru tvær og er sú
einfaldari fyrir þá, sem ekki eru
með háskólapróf í stærðfræði.
Næst þegar þeir ætla að grilla
hamborgara dugar alveg að vera
með reglustiku og venjulegan
vasareikni. Formúlan er þessi:
Massinn, M, er hlutfall af UÞ
en U er umfang hamborgarans
og Þ er þykktin. Steikartíminn,
S, er þá líkur kvaðratinu af Þ
deilt með U. Það er allt og sumt.
Þetta má raunar einfalda enn.
Ef menn skyldu nú vita hve lengi
þeir vilja steikja hamborgarann
sinn, þá segir formúlan, að steik-
artíminn fjórfaldist ef settur er á
grillið helmingi þykkari ham-
borgari. Ef þykktin er óbreytt en
umfangið helmingi meira, þá
verður steikartíminn aðeins tvö-
falt lengri.
Hjá Iceland segja menn, að 10
cm breiðan og 1 cm þykkan ham-
borgara eigi að steikja í 14 mín-
útur, hvorki meira né minna.
Formúla meistaranna
Hin formúlan er fyrir tölvísa
matgæðinga, sem fá ekki flog
þótt þeir þurfi að grufla dálítið í
eðlisfræði og lógaritma:
Mælið hitann í grillkolunum og
í hamborgaranum sjálfum. Finnið
muninn og deilið í hann með
muninum á kolahitanum og æski-
legum steikarhita. Nú er komið
að lógaritmanum en til þess þarf
tölvur eins og þær, sem notaðar
eru á síðari stigum stærðfræði-
náms.
Færið inn í lógaritmaskala
þunga hamborgarans og marg-
faldið með varmagetu hans og
varmaflæðistuðlinum. Deilið síð-
an útkomunni í varmaleiðni ham-
borgarans. (Hrópið síðan á hjálp
eða hringið strax í Raunvísinda-
stofnun.)
Rétta formúlan fyrir
góðum grillborgara
Morgunblaðið/Kristinn
Hér er bara verið að grilla lamba-
læri og því hvorki þörf fyrir reglu-
stiku né reiknivél.
TVEIR „nánir samstarfsmenn“
Saddams Husseins fyrrverandi
Íraksforseta voru teknir höndum í
áhlaupi bandarískra sérsveitarher-
manna á hús í fæðingarborg hans,
Tikrit, í gær. Greindi talsmaður
Bandaríkjahers frá þessu í gær.
Mennirnir tveir, sem að svo
komnu máli var ekki upplýst meira
um en að þeir hefðu verið háttsettir í
Baath-flokki Saddams, voru hand-
samaðir um kl. fjögur síðdegis í gær
að staðartíma. Var herþyrlum beitt í
aðgerðinni. Robert Isabella, tals-
maður Bandaríkjahers í Írak, stað-
festi síðar: „Þetta voru nánir sam-
starfsmenn Saddams Husseins.“
Richard Boucher, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði í gær að ef takast myndi að
hafa hendur í hári Saddams Huss-
eins sjálfs bæri að láta hann svara til
saka fyrir íröskum dómstól.
Menn „nán-
ir Saddam“
handteknir
Tikrit, Washington. AFP, AP.