Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðleg ráðstefna um umhverfisáhrif skógræktar.
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá gengst fyrir
alþjóðlegri ráðstefnu um kolefnismál og umhverfisáhrif
nýskógræktar og landgræðslu föstudaginn 8. ágúst,
kl. 9:00 - 17:00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 3. hæð.
Dagskrá:
9:00 Ráðstefnan sett.
9:15 Auður Ingólfsdóttir, umhverfisráðuneytinu, flytur erindið
„The Kyoto protocol and Iceland’s policy in relation to afforestation
and other mitigation options“.
9:45 Paul Jarvis, prófessor við Edinborgarháskóla, flytur erindið
„Carbon Forestry“.
10:30 Kaffi.
10:45 Tom Gower, prófessor við Winconsinháskóla, flytur erindið
„Carbon sequestration opportunities in the forest biological and
industrial C-cycle“.
10:30 Sune Linder, prófessor við skógfræðideild sænska
landbúnaðarháskólans, flytur erindið „Possibilities to increase
carbon sequestration by afforestation and forest management“.
12:00 Léttur hádegisverður og umræður.
13:00 Bjarni Diðrik Sigurðsson, Rannsóknarstöð skógræktar, flytur
erindið „Research projects related til carbon sequestration and
biodiversity of woody ecosystems in Iceland“.
13:30 Ólafur Karl Nielsen, Náttúrufræðistofnun, flytur erindið
„The effects of afforestation on the bird fauna: A case study from
the ICEWOODS project“.
14:00 Kaffi.
14:30 Kristín Svavarsdóttir og Ása L. Aradóttir, Landgræðslu
ríkisins, flytja erindið „The effects of revegetation on carbon
sequestration and vegetation compositior“.
15:00 Hlynur Óskarsson og Rannsóknastofnun landbúnaðarins, flytja
erindið „The volcanic soils of Iceland and C-sequestration“.
15:30 - 17:00 Pallborðsumræður.
Ráðstefnan er í boði Skógræktar ríkisins, NorFA og
landbúnaðarráðuneytisins, og er haldin í tengslum við norrænan
doktorsnemakúrs um skógvistfræði sem fram fer hér á landi
7.-14. ágúst. Ráðstefnan verður á ensku og er öllum opin.
Ráðstefnugjald er 1000 kr, en boðið verður upp á kaffiveitingar
og léttan hádegisverð.
SKIPULAGS- og byggingarráð
Hafnarfjarðarbæjar hefur lagt til að
hafin verði gerð deiliskipulags í
Sléttuhlíð sem skilgreini svæðið sem
frístundabyggð og sumarbústaða-
svæði.
Sléttuhlíðin er vinsælt útivistar-
svæði hjá bæjarbúum, þar eru
skemmtilegar gönguleiðir og marg-
ar fjölskyldur og félög stunda skóg-
rækt í hrauninu. Svæðið á sér langa
sögu sem sumarbústaðaland Hafn-
firðinga og höfðu bæjaryfirvöld á
tímabili áhyggjur af því að aukin
sumarbústaðabyggð í Sléttuhlíð
myndi menga neysluvatn bæjarbúa,
þar sem vatnið úr Kaldárbotnum
rann í gegnum Sléttuhlíðina. En við
innleiðingu nýrrar vatnsveitu, árið
1950, var hættan á mengun neyslu-
vatnsins úr sögunni og þá var úthlut-
að fleiri sumarbústaðarlóðum í
Sléttuhlíðinni.
Framtíð sumarhúsabyggðar í
Sléttuhlíðinni hefur verið í um-
ræðunni síðustu árin og hafa eigend-
ur sumarbústaða þar óskað eftir að
fá að leggja kalt vatn og rafmagn inn
í bústaðina. Ekki virðist nú vera
neitt því til fyrirstöðu að Hitaveita
Suðurnesja og Vatnsveita Hafnar-
fjarðar geti fljótlega hafist handa við
að leggja rafmagn og kalt vatn að
sumarbústöðunum.
Sléttuhlíðin frí-
stunda- og sum-
arbústaðasvæði
Hafnarfjörður
BORGARRÁÐSFULLTRÚAR
Sjálfstæðisflokksins lýstu á fundi
borgarráðs, þriðjudaginn 29. júlí
síðastliðinn, yfir áhyggjum sínum
vegna stöðu barnaverndarmála í
Reykjavík. Telja þeir stefnumótun í
málaflokknum ábótavant. Í fyrir-
spurn sem borgarráðsfulltrúar
Sjálfstæðismanna settu fram á
fundinum segir m.a.: „Barnavernd-
arnefnd Reykjavíkur berast sífellt
fleiri og alvarlegri mál og því miður
hefur ekki verið hægt að sinna öll-
um þeim með viðunandi hætti. Sök-
um manneklu og mikils álags nær
starfsfólkið einungis að taka erf-
iðustu málin til meðferðar. Þær
breytingar sem gerðar voru á starf-
semi og skipulagi barnaverndar-
nefndar virðast ekki hafa skilað sér,
eins og við sjálfstæðismenn vör-
uðum við.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins spyrja fulltrúa R-listans
hvort og þá hvernig þeir hyggjast
beita sér fyrir því að hægt verði að
sinna þessu mikilvæga samfélags-
máli með fullnægjandi hætti.“
Ennfremur óskuðu borgarstjórn-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir
upplýsingum um hvað líður gerð
sérstakrar framkvæmdaáætlunar á
sviði barnaverndar í Reykjavík.
Sjálfstæðismenn
í borgarráði
Fyrirspurn
um barna-
verndarmál
Reykjavík
ÆGISSÍÐAN er fallegur staður á
sumarkvöldum og vinsæl til útivist-
ar. Þar má gjarnan sjá ástfangin
pör, skokkara, línuskautafólk og
Göngu-Hrólfa af öllum stærðum og
gerðum. Hjólreiðar meðfram
strandlengjunni eru einnig sí-
vinsælar og fóru þessi mæðgin ekki
á mis við þá dýrmætu reynslu sem
hjólreiðatúr úti í veðurblíðunni get-
ur verið. Sá stutti virtist ekki vera
langt frá þeim áfanga að sleppa
öruggu skjóli hjálpardekkjanna og
bruna óstuddur í gegnum lífið.
Morgunblaðið/Kristinn
Heilbrigð útivist við Ægissíðuna
Reykjavík
NÚ STENDUR yfir mesta ferðahelgi
ársins og yfirgefa tugþúsundir Ís-
lendinga heimili sín og ferðast um
landið. Hvort sem leiðin liggur í
sveitasæluna eða á útihátíðir standa
íbúðir og einbýlishús tóm eftir sem
áður og ef aðgát er ekki höfð getur
þar reynst um hina ágætustu búbót
að ræða fyrir glæpamenn.
Þórður Þórðarson, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni í Reykjavík, segir lög-
regluna auka viðbúnað sinn vegna
þess. „Við verðum náttúrulega með
aukið eftirlit, bæði á merktum og
ómerktum bílum. Við reynum að
sinna því sem hægt er að sinna. Við
viljum brýna sérstaklega fyrir fólki að
ganga almennilega frá eigum sínum,
að loka gluggum og setja læsingar á
hurðir og ef hægt er, að fá einhvern til
þess að breyta ljósum öðru hvoru,
kveikja hér og slökkva þar.“
Þórður telur einnig mikilvægt að
fólk virkji samstarf við nágranna sína
og biðji þá um að fylgjast með ef ein-
hverjar grunsamlegar mannaferðir
eiga sér stað og tilkynna þær til lög-
reglunnar hið snarasta. „Innbrot eru
mjög algeng í íbúðarhús um verslun-
armannahelgar, en það veltur allt á
því að fólk gangi vel frá áður en það
fer út á land.“
Þórður biður ökumenn að hafa þol-
inmæðina og góða skapið með sér í
ferðina, því umferðartafir geti verið
umtalsverðar á mánudag. Ennfremur
sé Bakkus slæmur ferðafélagi bíl-
stjórans.
Mesta ferðahelgin gengin í garð
Töluverð aukn-
ing á viðbúnaði
lögreglunnar
Reykjavík
ÞÉTTING byggðar í Reykja-
vík myndi hafa í för með sér
verulegan sparnað á eknum
kílómetrum. Þetta kemur fram
í grein Haralds Sigurðssonar
skipulagsfræðings í tímaritinu
Arkitektúr, verktækni og
skipulag. Í aðalskipulagi
Reykjavíkur og aðalskipulagi
höfuðborgarsvæðisins 2001–
2024 er aukin áhersla lögð á
þéttingu byggðar.
Í greininni kemur fram að
sé byggð á höfuðborgarsvæð-
inu þétt um 7.000 íbúðir, til
ársins 2024, gæti það þýtt um
29–36 milljóna kílómetra
sparnað í ekinni vegalengd á
ári. Það hefur í för með sér
orku- og tímasparnað, minni
ökutækja- og slysakostnað og
minni rekstrarkostnað gatna-
kerfis.
Þétting og betri nýting
svæða haldast í hendur
Að sögn Haralds felst þétt-
ing byggðar í því að nýta
svæðin betur. „Þetta er áætlað
út frá vannýttum svæðum, s.s.
yfirgefnu iðnaðarhúsnæði.“
Við útreikningana er stuðst
við umferðarlíkan sem reiknar
umferðarmagn í framtíðinni út
frá ákveðnum forsendum, þ.e.
fjöldi bygginga, íbúa og starfa
eftir svæðum. „Inni í þessu
líkani er fjarlægðarstuðull og
eftir því sem við þéttum
byggðina meir verður fjar-
lægðarstuðullinn minni og
meðalvegalengdir styttri.
Kjarninn í þessu er náttúru-
lega, þegar til lengri tíma er
litið, sparnaður í vegalengdum
sem eykur líkurnar á að fólk
noti aðra ferðamáta en einka-
bíla,“ segir Haraldur.
Haraldur Sigurðs-
son skipulags-
fræðingur
Þétting
byggðar
hagkvæm
Reykjavík