Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 25

Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 25 TÓNLISTARSMEKKUR manna gefur vísbendingar um persónu- leika þeirra, samkvæmt nýrri könnun sem greint er frá í júníhefti Journal of Personality and Social Psychology. Hvers konar tónlist hlustar þú á? spyr fólk sem er að kynnast gjarnan hvert annað og ef marka má fyrrgreinda könnun get- ur svarið sagt mikið til um karakt- ereinkenni, áhugamál og lífs- viðhorf. Unnendur klassískrar tónlistar virðast til að mynda eiga nokkuð sameiginlegt með gallhörðum þungarokksaðdáendum, ef marka má niðurstöðurnar. Tónlistarsmekkur 3.500 ein- staklinga var greindur í könnun- inni og skipt í fjóra meginþætti sem hér segir, eftir því um hversu margþætta, tilfinningaríka og kraftmikla tónlist var að ræða. Íhugul og margslungin: Klass- ísk tónlist, djass, blús og þjóðlaga- tónlist. Áköf og uppreisnargjörn: Jaðartónlist, rokk og þungarokk. Hefðbundin og hress: Dægur- lög, trúartónlist, sveitasöngvar og kvikmyndatónlist. Kraftmikil og taktföst: Rapp, hipp-hopp, soul, fönk, raf- og dans- tónlist. Segjast rannsakendur hafa fund- ið tengsl milli fyrrgreindra flokka og karaktereinkenna, sjálfsskynj- unar og greindar þátttakenda. Svo dæmi sé tekið voru meiri lík- ur á því að fólk sem velur klassíska tónlist, eða tónlist í flokknum íhug- ul og margslungin, kvæðist greint, opið fyrir nýrri reynslu, með frjáls- lyndar stjórnmálaskoðanir og ekki mikið fyrir að stunda íþróttir. Aðlaðandi og hefðbundið Þungarokksaðdáendur, sem að- hyllast tónlist í flokknum áköf og uppreisnargjörn, töldu sig einnig opna fyrir nýrri reynslu og greinda. Auk þess voru þeir sólgnir í nýjungar og áhættu og mikið fyrir hreyfingu. Niðurstöður benda ennfremur til þess að fólk sem vill hlusta á hressa og hefðbundna músík á borð við dægurlög og trúartónlist sé glatt, félagslynt, áreiðanlegt og hjálp- samt. Það telji sig jafnframt lík- amlega aðlaðandi og sé tiltölulega hefðbundið. Fólk sem hlustar á rapp eða aðra kraftmikla og taktfasta tónlist skar sig nokkuð úr samkvæmt niður- stöðunum, en rannsóknin leiddi í ljós að um væri að ræða málgefna, kraftmikla og sáttfúsa einstaklinga sem leiddu hjá sér íhaldssöm við- horf. Þátttakendur svöruðu því enn- fremur að tónlistarsmekkur léti jafnmikið uppi um skapgerð þeirra og tómstundagaman. Einnig töldu þeir tónlistarsmekk varpa næst- mestu ljósi á skapgerð annarra, jafnvel meira en hvers konar bæk- ur eða tímarit þeir læsu. Helsta vís- bendingin um hvern mann ókunn- ugir hefðu að geyma var hins vegar áhugamál viðkomandi að þeirra mati. Rannsakendurnir, Peter J. Rentfrow og Samuel D. Gosling við Texas-háskóla í Austin segja fjölda spurninga ósvarað áður en hægt sé að leggja fram óyggjandi kenn- ingar um tónlistarsmekk. Niður- stöðurnar sýni hins vegar fram á að tónlist geti aukið skilning manna á ýmsum sálrænum þáttum manns- ins. Tengsl milli skapgerðar og tónlistar- smekks Reuters Unnendur kraftmikillar og taktfastrar tónlistar eru sagðir málgefnir, sátt- fúsir og lausir við íhaldssemi, samkvæmt nýrri könnun. BÚR ehf. hefur bætt tveimur vörum við í Náttúrulín- una, jasmínhrísgrjónum og óbragðbættri kartöflu- mús. Vöruliðir í Náttúrulínunni er um 25 talsins, segir í tilkynningu. „Jasmínhrísgrjónin eru í eins kílós og 3,5 kílóa umbúðum. Þau eru sérvalin, rækt- uð við bestu hugsanlegu aðstæður og henta vel með öllum mat eða í grauta og búðinga. Jasmínhrísgrjón eru vinsælustu hrísgrjón í Asíu. Kartöflumúsin í Náttúrulínunni er komin aftur og án krydds, salts, sykurs eða annarra bragðefna, að ósk viðskiptavina. Kartöflumúsin er unnin úr nýjum kartöflum og eru leiðbeiningar um matreiðslu á umbúðum, segir enn fremur. Vörurnar fást í Nóatúni, Nettó,11–11, Sam- kaupum, Krónunni, Kaskó, KB, KH, Úrvali, Kjarvali og Strax. NÝTT Jasmíngrjón og ókrydduð kartöflumús NÓATÚN hefur opnað vef sinn á Netinu eftir endurbætur. Hefur vefurinn meðal annars fengið nýtt útlit og er orðinn gagnvirkari en áð- ur. Þar er að finna upplýsingar um fyrirtækið, verslanir Nóatúns, nýj- ustu tilboð, heimsendingarþjónustu og starfsfólk. Auk þess eru á annað hundrað uppskrifta í safni verslun- arinnar og fróðleikur um hráefni til matargerðar. Uppsetning var í höndum Vefs- Samskiptalausna og auglýsinga- stofunnar Fastlands og segir Ás- mundur Þórðarson hjá Fastlandi láta nærri, að umferð hafi fjórfald- ast um vefinn frá því að endurbót- um lauk. Uppskriftir eru vinsælt efni, að hans sögn, og þá hefur fólk skráð sig í netklúbb verslunarinnar sem sendir nýjustu tilboð í tölvu- pósti. Sérstök síða er tileinkuð ráðgjöf um heilsu og hollustu á vefnum og auk þess eru tenglar á áþekkar síð- ur á Netinu. Endur- bætur á vef Nóatúns Noatun.is hefur verið tekið í gegn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.