Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 28

Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 28
UMRÆÐAN 28 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ berast fréttir af minna varpi ýmissa fuglategunda hér á landi en undanfarin ár. Varpið fór síðar af stað og færri egg eru að meðaltali í hreiðr- um að minnsta kosti í sumum varpstöðvum en í hefðbundnu ár- ferði. Náttúrufræð- ingar telja ástæðu þess þá að minna sé um æti fyrir fugl en venja er. Fuginn safni minni fitu og þurfi lengri tíma til að búa sig undir varp. Þessi óvænta sveifla kemur niður á æðarvarpi ekki síður en varpi annarra fuglategunda. Hún sýnir hversu æðarræktin er viðkvæm fyrir aðstæðum í lífríkinu á hverjum tíma. Ein hætta annarri fremur Þótt sveiflur í æti geti skaðað við- gang æðarvarps steðjar önnur og ekki síður alvarleg hætta að æð- arfuglinum. Sú hætta er þeirrar gerðar að mannshöndin getur haft þar umtalsverð áhrif og nauðsynlegt er að svo verði, eigi að tryggja fugl- inum frið í varplöndum til fram- búðar. Þessi hætta felst í villimink sem fest hefur rætur, lifir í landinu og nýtir æðarfuginn til fæðu ásamt ýmsum öðrum tegundum fugla og fiska. Villiminkurinn á sér ekki nátt- úrulegar forsendur hér á landi og telst ekki hluti af náttúrufari lands- ins eða lífríki. Villiminkurinn er ekki hluti af því umhverfi sem lands- mönnum ber að viðhalda og vernda heldur afkomandi nytjaskepnu sem fyrir slysni, vankunnáttu og jafnvel trassaskap slapp úr búum minka- ræktenda fyrr á árum. Gættu ekki að aðstæðum Minkur var fyrst fluttur til lands- ins til eldis í minkabúum á fjórða ára- tug síðustu aldar. Ákvörðun um inn- flutning hans var tekin af þáverandi stjórnvöldum, sem vildu með því auka atvinnuhæfni landsmanna og útflutningstekjur. Menn gættu hins vegar ekki nægilega að þeim að- stæðum sem minkarækt krefst. Minkabú þess tíma voru ekki nægi- lega trygg og sluppu eldisdýr út í náttúruna auk þess sem sagnir eru um að dýrum hafi verið sleppt þegar ljóst var að rekstur búanna stóðst ekki væntingar sem til hans höfðu verið gerðar. Hinn nýi atvinnuvegur varð ekki langlífur á þeim tíma og var ekki endurvakinn fyrr en áratug- um síðar og þá einnig með nokkuð misjöfnum árangri eins og þekkt er. Sú hætta sem æðarvarpi er búin af tilvist villiminksins er því ekki komin til vegna duttlunga náttúrunnar frá einum tíma til annars heldur er hún bein afleiðing af gjörðum og atvinnu- háttum mannsins. Fáir náttúrulegir óvinir Villiminkurinn á sér fáa nátt- úrulega óvini hér á landi og mun færri en í Evrópu og Norður- Ameríku svo dæmi séu nefnd. Líf- keðjan er fábreyttari hér á landi. Hann trónir þar á toppnum. Villi- minkurinn stendur sig einnig vel í samkeppni við aðrar dýrategundir vegna þess hversu fjölbreytta fæðu hann getur nýtt sér. Helstu óvinir hans eru án efa veturinn og ef til vill refurinn að einhverju leyti. Lítið er þó vitað um samskipti þessara dýra- tegunda í náttúrunni önnur en að minkahræ hafa stöku sinnum fundist við refagreni og refir hafa sést elta villiminka á víðavangi. Öðrum óvin- um er tæpast til að dreifa en mann- inum sem fram til þessa hefur farið halloka í baráttunni við stofnstærð og áhrif villiminksins. Óvissa um stofnstærð Engum athugunum til að áætla stofnstærð villiminksins er lokið en Náttúrustofa Vesturlands vinnur um þessar mundir að slíkri rannsókn. Veiðitölur frá veiðistjóraembættinu eru því enn sem komið er einu vís- bendingarnar sem menn hafa. Erfitt er að draga ályktanir um stofnstærð af fjölda veiddra dýra, en á síðustu árum hafa verið veidd á bilinu sex til sjö þúsund dýr að hvolpum með- töldum. Út frá þeim tölum má áætla að stofninn sé fremur að stækka en að dragast saman og að hefðbundnar veiðar, eins og þær hafa verið stund- aðar nái ekki að halda honum í skefj- um. Hvað þá að draga úr fjölda villi- minka í landinu. Níu þúsund krónur á íbúa! Sveitarfélögin bera verulegan kostnað af aðgerðum gegn villi- minknum. Þau eru hins vegar misvel í stakk búin til þess að annast slík verkefni og oft leggst kostnaður vegna þeirra þyngst á fámenn sveit- arfélög vegna þess hvar þau eru staðsett. Sigbjörn Gunnarsson, sveit- arstjóri í Skútustaðahreppi, gerir þetta mál að umtalsefni í viðtali í 5. tölublaði tímaritsins Sveitarstjórn- armála 2003. Skútustaðahreppur er eitt víðlendasta sveitarfélag landsins og jafnframt mjög viðkvæmt hvað náttúrufar varðar. Hann segir að Skútustaðahreppur verji árlega um fjórum milljónum króna til þess að drepa mink, ref og vargfugla. Það þýði um níu þúsund krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins sem eru um 450 talsins. Þegar Sigbjörn umreiknar kostnaðinn við meindýraeyðinguna í Skútustaðahreppi miðað við íbúa- fjölda Akureyrar fær hann út jafn- gildi þess að Akureyringar þyrftu að verja um 150 milljónum króna á hverju ári til eyðingar óæskilegra dýrategunda. Meindýr og mengunarvarnir Tilvist villiminksins og sá skaði sem hann veldur hefur ítrekað verið til umræðu og umfjöllunar á vegum Bændasamtaka Íslands. Bún- aðarþing samþykkti á liðnum vetri ályktun þess efnis að villiminkur á Íslandi yrði í framtíðinni skil- greindur sem meindýr, líkt og rott- an, og að útrýma beri honum úr ís- lenskri náttúru með öllum tiltækum ráðum. Búnaðarþing lagði til að sam- in yrði áætlun þar að lútandi, sem tæki meðal annars til skipulagningar þess og að einnig yrði ákveðið hver bæri kostnað af því. Þá var gerð krafa um að virðisaukaskattur af kostnaði vegna minkaveiða verði endurgreiddur til sveitarfélaganna. Eins og málum er háttað greiða þau fé til ríkissjóðs í formi virð- isaukaskatts vegna veiða á villimink. Að ríkið taki af skatttekjum sveitar- félaganna með þessum hætti verður að teljast óeðlilegt í ljósi þess hvern- ig tilkomu villiminksins í íslenskri náttúru er háttað. Í raun má líkja veiðum á villimink við meng- unarvarnir og telja þann kostnað er af þeim hlýst sem hluta af þeim gjöldum sem samfélagið þarf að greiða þeirra vegna. Skipulag í molum Í greinargerð frá stjórn Æð- arræktarfélag Íslands til aðalfundar ársins 2002 segir að skipulag veiða refa og minnka sé í molum og dýrum fjölgi svo að í óefni sé komið. Lagt var til að embætti veiðistjóra yrði endurskipulagt með það að markmiði að virkja það á ný til leiðbeininga og aðstoðar við sveitarfélög, veiðimenn og einstaka bændur er vinna að því að halda mink, ref og vargfugli í skefjum. Í greinargerðinni var bent á að elstu lög um fækkun refa séu frá árinu 1295, sem sýni að alla tíð hafi þótt nauðsynlegt að halda refastofn- inum innan ákveðinna marka til þess að draga úr tjóni af völdum hans í líf- ríkinu. Refurinn á meira tilkall til að- seturs í íslenskri náttúru en mink- urinn, sem ekki á önnur heimkynni hér en að hafa sloppið sem nytjadýr úr misjafnlega vel byggðum minka- búum. Æðarræktarfélagið hefur meðal annars lagt til að tryggja hag- nýtar rannsóknir á aðferðum til þess að halda mink, ref og vargfugli í skefjum auk þess að aðskilja rann- sóknir og framkvæmd veiðimála. Fimmtíu ár aftur í tímann Nýlega var viðtal við Áka Ármann Jónsson veiðistjóra í tilefni af álykt- unum Æðarræktarfélagsins og æð- ardúnshóps Samtaka verslunarinnar um nauðsyn þess að endur- skipuleggja embætti veiðistjóra. Þar sagði veiðistjóri m.a. að sér sýndist að með þessum ályktunum vildu menn hverfa um 50 ár aftur í tímann til þess er veiðistjóri hafði það hlut- verk að ferðast um landið og veiða sjálfur ref og mink og leiðbeina bændum. Í sama viðtali velti veiði- stjóri fyrir sér spurningunni um hvaða tjóni ætti að verjast með veið- um. Hann sagði að varið væri um 50 milljónum króna til refaveiða og um 25 milljónum til veiða á mink á hverju ári. Tjón af völdum refs væri frá því að vera ekkert upp í að vera um sjö milljónir króna á ári á móti 50 milljónum sem varið væri til veiða. Villiminkurinn væri almennt um- hverfisvandamál þar sem um inn- flutta dýrategund er ógnaði líf- fræðilegri fjölbreytni væri að ræða og því ætti í rauninni að verja meiri fjármunum til minkaveiða en gert er. Að verja hlað og heimareit Viðbrögð veiðistjóra við álykt- unum Æðarræktarfélagsins og æð- ardúnshóps Samtaka verslunarinnar í þessu viðtali við morgunútvarp Rásar 2 einkenndust að flestu leyti af því að verja sitt hlað og sinn heim- areit. Þó má taka undir orð hans er fjalla um aukna fjármuni til útrým- ingar villiminks. Ég get hins vegar alls ekki tekið undir þau orð veiði- stjóra að æðarræktendur og æð- ardúnshópur Samtaka verslunar- innar vilji hverfa hálfa öld aftur í Viðkvæmir atvinnu- vegir í hættu Eftir Sigtrygg R. Eyþórsson Morgunblaðið/Arnaldur Æðarfugl og minkur. SKOÐUN LEIÐARAHÖFUNDUR Morg- unblaðsins fór mikinn í gær við að verja framgöngu ríkislögreglustjóra í olíumálinu. Hann finnur að því að önn- ur embætti hafi ekki verið gagnrýnd í um- ræðunni. En fyrst og fremst vegur hann að undirrituðum vegna athugasemda sem hann hefur gert um framgöngu rík- islögreglustjóra. Undirritaður hefur haldið því fram að ríkislögreglustjóri sé ekki hæfur til að fara með rann- sókn þessa máls og rannnsókn sem fram færi undir hans forystu yrði seint trúverðug. Framganga ríkislögreglustjóra Morgunblaðið dæmir gagnrýni undirritaðs í leiðara sem dylgjur. Mér er því bæði rétt og skylt að draga fram helstu sjónarmið og tölu- setja til einföldunar. Fleiri rök má nefna en hér er gert, en vegna pláss- leysis verður það að bíða betri tíma. 1. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar gengu á fund ríkislögreglustjóra um miðjan júní sl. í því skyni að kynna embætti ríkislögreglustjóra alvöru málsins og afhenda skýrslu sem bentu til þess að refsiverð brot hefðu verið höfð í frammi. Móttöku skýrsl- unnar var hafnað. Engar viðhlítandi skýringar hafa enn verið gefnar á því. Í viðtali við Ríkisútvarpið föstudag- inn 25. júlí sl., rúmum mánuði eftir heimsókn Samkeppnisstofnunar, lætur ríkislögreglustjóri svo hafa eftirfarandi eftir sér. „Ríkislögreglustjóri hefur ekki grun eða vitneskju um það á þessu stigi að refsiverðir verknaðir hafi verið framdir. Hins vegar ef að Sam- keppnisstofnun telur að svo sé þá er eðlilegt að hún snúi sér annaðhvort til ríkissaksóknara eða ríkislög- reglustjóra og veki athygli á því með formlegum hætti en það hefur ekki verið gert. Telji lögreglan eða ríkis- saksóknari að það séu efni til þess að fara inn í mál að þá gerir lögreglan það en þetta tiltekna mál er í eðlileg- um farvegi hjá þar til bæru stjórn- valdi. Við höfum engar þær upplýs- ingar sem að Samkeppnisstofnun hefur og við teljum að sé grunur um refsiverða háttsemi þá sé það á ábyrgð Samkeppnisstofnunar að gera viðeigandi ráðstafanir gagn- vart ríkislögreglustjóra og rík- issaksóknara“(feitletranir eru und- irritaðs). Í fyrsta lagi fullyrðir ríkislög- reglustjóri að telji Samkeppn- isstofnun að grunur leiki á um að refsivert athæfi hafi verið höfð í frammi skuli stofnunin snúa sér með formlegum hætti til ríkislög- reglustjóra. Það hafði verið gert á þessu stigi. Því er þessi fullyrðing röng. Þá segir ríkislögreglustjóri að stofnunin hafi engar upplýsingar um að refsiverða háttsemi og það sé á ábyrgð Samkeppnisstofnunar að gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart ríkislögreglustjóra. Enn og aftur verður ríkislögreglustjóri uppvís að rangfærslum. Hvers vegna fer hann vísvitandi með rangt mál um þekk- ingu stofnunarinnar á málinu? Hvaða skýringar eru á því? Því ætti Morg- unblaðið að velta fyrir sér. 2. Ríkislögreglustjóri hefur neitað að taka málið upp að eigin frumkvæði þrátt fyrir skýlaus lagaákvæði þar um. Hér er líklega á ferðinni eitt af stærri málum sem upp hafa komið á Íslandi. Hvernig verður afstaða emb- ættisins útskýrð? Engin lagaákvæði standa í vegi fyrir því að mál séu rannsökuð af tveimur stofnunum samtímis, enda rannsaka þær mis- munandi þætti málsins. 3. Eftir síðari fund ríkislög- reglustjóra með fulltrúum Sam- keppnisstofnunar sendi ríkislög- reglustjóri frá sér yfirlýsingu um að hann muni taka málið upp gefist til- efni til. Blekið var vart þornað á pappírnum þegar leikhús fáránleik- ans opnaðist á nýjan leik og á sviðinu birtist fulltrúi embættisins sem hélt því fram að vegna tilvistar mannrétt- indasáttmála mætti ríkislög- reglustjóri ekki rannsaka málið. Það er ástæðulaust að fjalla frekar um þessa fullyrðingu enda hefur hún ver- ið slegin rækilega útaf borðinu, m.a. af ríkissaksóknara í Morgunblaðinu í gær. Á hinn bóginn verður þetta ekki skýrt öðruvísi en embættið leiti allra leiða til að komast hjá því að hefja rannsókn á málinu. Hvað annað get- ur útskýrt svona háttalag? Svari hver fyrir sig. 4. Embætti ríkislögreglustjóra var stofnað eftir að nefnd á vegum dóms- málaráðherra komst að þeirri nið- urstöðu að nauðsynlegt væri að koma á fót litlu embætti, sem hefði það hlutverk að samræma og samhæfa verkefni og vinnubrögð lögreglunnar í landinu. Allir þekkja þróun embætt- isins. Í tíð fyrrverandi dóms- málaráðherra, sem er eiginkona eins fyrrverandi forstjóra olíufélaganna, tútnaði báknið út svo mjög að fjár- veitingar til annarra embætta hafa ýmist staðið í stað eða dregist saman, svo löggæsla í landinu hefur liðið fyr- ir það. Það er því ljóst að fyrrverandi dómsmálaráðherra og ríkislög- reglustjóri voru nánir samstarfs- menn meðan hún gegndi embættinu, eðli málsins samkvæmt. Slík tengsl gætu haft áhrif á þá lögreglurann- sókn sem kann að fara fram. Hér er ekki verið að fullyrða að svo yrði en það er ljóst að þessi staðreynd leiddi til þess að ávallt léki vafi um trúverð- ugleika rannsóknarinnar. Það yrði mjög slæmt. Eftir standa spurningar um hvers vegna Morgunblaðið spyrst ekki fyr- ir um, hvers vegna ríkislögreglustjóri fer með rangt mál í fjölmiðlum. Eftir stendur spurning hvers vegna leitað er allra leiða til að finna röksemdir til að komast hjá því að rannsaka málið. Hvers vegna var Samkeppnisstofnun vísað á dyr með skýrsluna? Því gæti gagnrýnin fréttamennska kannski svarað. Mun fleiri spurningum er ósvarað. Eins og embættið hefur þróast, skiptir það borgara þessa lands miklu að í þessu embætti sitji maður sem hefur getu og hæfni til að gegna því. Ég hef dregið mínar álykt- anir og lýst minni skoðun. Hún er af- dráttarlaus. Við svona háttalag verð- ur ekki unað. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins verður því að finna betri rök fyrir vörn sinni en þau sem birtust í blaðinu í gær. Af siðameisturum, ríkislögreglustjóra og góðu fólki Höfundur er alþingismaður. Eftir Lúðvík Bergvinsson FYRIR tilviljun rakst ég á að Skotveiðifélag Reykjavíkur er um þessar mundir að fá úthlutað æf- ingasvæði í landi Álfsness norðan við öskuhaugana. Þegar á sínum tíma stóð til að urða sorp í landi Álfsness, urðu miklar umræður í Mosfellsbæ um mál- ið enda ástæða til. Margir telja þá ákvörðun hafa verið mikil mistök. Spurning er hvort Mosfellingar almennt viti af þessari nýjustu ákvörðun Borgarstjórnar Reykja- víkur og hvaða viðhorf þeir hafi fram að færa til þessa máls. Hefur þetta mál verið kynnt og komið til umræðu innan stjórnkerfis Mos- fellsbæjar? Sem stendur sitjum við uppi með hávaða frá flugvélum tómstundaflugs og vænta má enn meiri og fjölbreyttari hávaða frá skotæfingum sem ekki er til að bæta. Varúðar þörf Ljóst er, að félag þetta sem er eitt elsta starfandi félag á Íslandi (stofnað 1867) þarf einhvers staðar að hafa aðstöðu til þessara athafna sinna en mikillar varúðar er þörf við meðferð þessara tóla og tækja sem því miður allt of margir hreykja sér of mikið af. Skilyrði til leyfis þurfa að vera mjög ströng. Ekki er nóg að gæta að sjálfsögð- um öryggisreglum til að koma í veg Æfingasvæði Skotveiðifélags Reykjavíkur Eftir Guðjón Jensson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.