Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 29 UMRÆÐAN tímann hvað baráttuna við villimink og annan varg varðar. Þessir aðilar vilja efla embætti veiðistjóra í þeirri viðleitni að halda fjölda vargdýra í skefjum og þá einkum villiminknum, sem er viðurkenndur skaðvaldur í fugla- og vatnalífi hér á landi. Starfshópur um útrýmingu Fyrir nokkru var komið á fót sér- stökum starfshópi á vegum aðila er hagsmuna hafa að gæta og hyggjast í sameiningu vinna að því markmiði að útrýma villiminknum. Að starfs- hópnum standa Bændasamtök Ís- lands, Samband íslenskra sveitarfé- laga, Landssamband veiðifélaga, Skotveiðifélag Íslands, Æðarrækt- arfélag Íslands og hópur æð- ardúnsútflytjenda innan Samtaka verslunarinnar. Þessi hópur vinnur nú að framangreindu markmiði í góðu samstarfi við Umhverf- isstofnun. Það er mat þeirra sem hópinn mynda og annarra sem þekkja til þessara mála að unnt sé að útrýma villtum mink úr íslenskri náttúru. Skora á ráðherra og stjórnvöld Þó að hér hafi einkum verið vísað til æðarræktar snýr hættan sem af villiminknum stafar ekkert síður að þeim atvinnugreinum er byggjast á veiði á ám og vötnum og skapa um- talsverðar tekjur í mörgum byggð- arlögum. Mikið er því í húfi fyrir at- vinnustarfsemi víða um land að ekki sé talað um þann náttúrulega þrifnað sem myndi hljótast af útrýmingu þessa aðskotadýrs í lífkeðjunni. Til þess að svo megi verða þarf að marka ákveðna opinbera stefnu í málinu og einnig að stórauka fjárveitingar til eyðingar minks. Fullvíst má telja að þeir fjármunir, sem varið yrði til út- rýmingar villiminksins, myndu skila sér aftur á lengri tíma í formi tekna af hlunnindum á borð við lax- og sil- ungsveiði og æðarrækt. Verði aftur á mót ekkert að gert eru þessir við- kvæmu atvinnulegir í verulegri hættu. Ég vil skora á umhverf- isráðherra og önnur stjórnvöld að sýna þessu máli aukinn skilning og taka höndum saman við þann starfs- hóp, sem hefur verið myndaður til þess að takast á við þetta aðkallandi atvinnu- og náttúruverndarmál. Höfundur er æðardúnsútflytjandi og framkvæmdastjóri Xco ehf.  Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að banna allar rjúpnaveiðar næstu þrjú árin. Bannið tekur gildi í haust og gildir út árið 2005. Veiðar verða leyfðar aftur árið 2006.  Talsverð óvissa ríkir um stofnstærð rjúpunnar en líklegt er talið stofninn sé að hausti um 400– 600.000 fuglar.  Við talningu í vor kom í ljós að stofninn er í sögulegu lágmarki á ýmsum svæðum og fækkun á Austurlandi, Suðausturlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi nam um 30–70%, skv. tölum frá Náttúrufræðistofnun.  Frá því að veiðikortakerfið var tekið upp árið 1995 hafa að meðaltali verið skotnar 148.000 rjúpur á ári. Um 5.000 veiðimenn taka þátt í veiðunum ár hvert en þar af hafa um 500 manns skotið helming veiddra fugla.  Með þessum aðgerðum er vonast til að stofninn fari í uppsveiflu næstu ár.  Áhugaveiðimenn og ýmis samtök hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og telja að fyrst hefði mátt reyna að stytta veiðitímabilið, setja veiðibann á ákveðnum dögum, friða ákveðin svæði eða setja bann á sölu rjúpu á frjálsum markaði.Morgunblaðið/Sverrir Rjúpan friðuð í þrjú ár Í SÍÐUSTU viku var tilkynnt sú ákvörðun umhverfisráðherra að banna rjúpnaveiðar með öllu í 3 ár. Þessi ákvörðun Sivjar og félaga virtist koma öllum á óvart, þar með talið þeim sem hafa það að áhuga- máli að byggja upp rjúpnastofninn. Það er jú altént gott mál að vilji sé til þess, enda rjúpan ein af auðlindunum sem við fáum að njóta. Það sem aftur á móti sló mig var einstreng- ingsleg ákvörðun ráðherra, tekin algjörlega án tillits til þeirra sem eiga lífsviðurværi sitt af veiðunum, s.s. framleiðendur og innflytjendur veiðibúnaðar, án tillits til veiði- mannanna og svo þeirra sem hafa jafnvel fyrir áralangan sið að borða rjúpu á jólum. Ákvörðun ráðherra virtist ekki byggð á neinu nema skýrslu Náttúrufræðistofn- unar sem þó hefur ekki sýnt fram á að rjúpnastofninn sé í neins kon- ar lágmarki. Alls konar kenningar eru á lofti um það hvers vegna rjúpan sést ekki og allar virðast þær viðunandi að einhverju leyti og góðar til síns brúks. Þess vegna kemur á óvart þegar úrskurður sem þessi er upp kveðinn, bann á að vera síðasta úrræði þegar allt annað hefur verið reynt til þraut- ar. Ekkert annað hefur þó verið reynt, bann á sérstökum svæðum, stytta veiðitímann o.s.frv. Bannið var fyrsta úrræði Sivjar, dálítið úr takti þykir mér. Að mínu mati virðast menn of uppteknir af því að láta sorglegan endi geirfuglsins ekki láta koma fyrir aftur. Það er gott og blessað, en mikið vatn hefur þó runnið til sjávar síðan þá og öll tækni og skilyrði gert aðgengi að rjúpunni miklu betra til eftirlits og mælinga og hefði verið hægt að leggja áherslu á það án þess að bann hefði þurft að koma til. Sem fyrr sagði kemur þetta illa niður á framleiðendum og innflytj- endum á búnaði til rjúpnaveiða og mörgum þykir ljóst að einhver gjaldþrot og fjárhagsörðugleikar þessara aðila eigi eftir að líta dagsins ljós. Allir með viti vita að gjaldþrot koma eingöngu niður á skattgreiðendum og í mörgum til- fellum fjárhagsörðugleikar aðrir líka. Ljóst er að aðrar leiðir eru betur til þess fallnar að prófa fyrst og ef að þær hefðu ekki dugað til hefði mátt setja á bann. Að minnsta kosti hefðu þær leiðir skapað meira svigrúm og aðlögun bæði fyrir veiðimenn svo og þá sem hafa lifibrauð sitt á fram- leiðslu og innflutningi útbúnaðar til rjúpnaveiða. Enn og aftur virðist Siv hafa hlaupið á sig með einstrengings- lega skoðun og takmarkaða trú á málflutningi og rannsóknum þeirra sem ekki hafa þar til gert háskóla- próf. Með ruddalegri aðferð kippti hún stoðunum undan nokkrum vel reknum smáfyrirtækjum og ein- staklingum sem hafa lifibrauð á sérhæfðri þjónustu. Í guðanna bænum, Siv, skoðaðu málið frá fleiri hliðum. Hvers vegna bann, Siv? Eftir Gísla Kr. Björnsson Höfundur er sölufulltrúi. UMHVERFISVARGAR af gerðinni homo sapiens knýja sífellt fram fleiri friðanir í nafni „vísinda“ – eins og nú með rjúpuna. Má spyrja hvort svona frels- isskerðing með reglugerð samrýmist stjórnarskrá? Það er sífellt gengið lengra og lengra í frelsisskerðingu. Virðing umhverf- isvarga fyrir frelsi borgaranna er hverfandi. Það er alveg að hafast að friða hvali endanlega. Að „taka tillit til umhverfissjónarmiða“ virðist eins og að rétta andskotanum litlaputta. Hvalir eru á góðri leið með að éta nýtanlega fiskistofna út á gaddinn! Stór hvalur skil- ar árlega um tvö hundruð tonnum á ári af umhverf- isvænum kúk í hafið – og þar er ekkert leyfi! Það er bara homo sapiens sem þarf leyfi til að sturta kúk í hafið. Helmingi fleiri tugmilljónir tonna af umhverf- isvænum hvalakúk væri umhverfisvænn árangur! Kanski tekst með þessu að framkalla umhverfisvæna skítalykt af hafinu fyrir rest – það skiptir varla máli – því það á hvort sem er að friða alla fiska. Heiðagæsum fjölgar mikið og eiga þær verulegan þátt í að aféta rjúpuna – á umhverfisvænan hátt. Þá er gráupplagt að kenna homo sapiens um – og sleppa því að ræða hvað rebbi og minkur taka með fjölgun sinni – og alls ekki ræða fækkun slíkra varga þar sem þeir eru í uppáhaldi hjá sumum um- hverfisvörgum! Þegar hætt var að hafa sorphauga á höfuðborgarsvæðinu, fækkaði hrafni þar. Krummi færði sig út í sveit – þar væri frekar matarvon! Þá var krummi settur á válista! Markaðssetningin á friðun sem flestra fiskistofna – svo þeir geti úrkynjast hægt og bítandi niður í litla, krypplaða, horaða vesalinga – gengur sam- kvæmt áætlun. Platið um „ofveiði“ selst vel – enda umhverfisvænt plat. Toppurinn er við Labrador – þar sem blásaklausum fiskimönnum er svo kennt um klúður fræðinganna. Venjulegur Íslendingur getur ekki keppt um rán- dýr laxveiðileyfi á besta tíma – enda ekkert vit í að selja landanum veiðileyfi – hann væri vís til að éta aflann! Toppurinn er þegar það tekst að kvelja lax í klukkutíma á stöng – og sleppa honum svo hálf- meðvitundarlausum – á umhverfisvænan hátt! Um- hverfisvargar mæla með svona þjálfun á laxi. Laxinn getur líka vel við unað – fá gratís eróbikk – sem ef- laust styrkir taugakerfi laxfiska. Minkurinn fær þá meira að éta þegar meiru er sleppt. Það er fallegt að vera góður við minkinn svo honum fjölgi enn meir – svo hann hafi undan að torga öllum slepping- unum. Aðalatriði málsins er að umhverfisvargar geti vað- ið uppi átölulaust! Friðað sem flest – svo veiðibrjál- æðingar af gerðinni homo sapiens læri að halda sig á mottunni – eftir reglugerðum umhverfisvarga – í evró-standard! Hafa bara eldiskvikindi í jólamatinn – útbólginn sterakalkún – eða stökkbreyttan horm- ónagrís. Lyfjadældur eldislax er fínn í forrétt. Vilji menn ekki svona jólamat geta þeir bara étið það sem úti frýs – eða farið í jólaköttinn! Umhverfisvargurinn Eftir Kristin Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. SJÁLFSAGT hafa margir veiðimenn orðið nokkuð undrandi og jafnvel sorgmæddir yfir þeim fréttum sem bárust fimmtudaginn 24. júlí síðastliðinn þegar um- hverfisráðherra ákvað að fenginni tillögu Nátt- úrufræðistofnunar að notfæra sér ekki undanþágu frá friðun rjúpunnar og leyfa veiðar. Þessi undanþága gilti um hið hefðubundna veiðitímabil frá miðjum október og fram til jóla og mun rjúpan njóta almennrar friðunar næstu þrjú árin ef svo fer sem horfir. Þessi niðurstaða lætur mjög undarlega í eyr- um vægast sagt og er mun harkalegri og yfirgripsmeiri en menn áttu von á. Ýmsar hug- myndir höfðu verið viðraðar hvernig unnt væri að draga úr veiðum og hvernig sporna mætti gegn hinni meintu lægð rjúpnastofnsins. Á háskólaárum mínum fór ég fyrst til rjúpna og hef gert af og til síðan og farið eina, tvær eða jafnvel þrjár eins dag veiðiferðir á ári. Veiðin hefur og verið eftir því en það hefur ekki komið að sök þar sem venjulega hefur verið látið staðar numið þegar búið var að fá í jólamatinn á bilinu sex til tíu fugla. Ég held að svo sé ástatt um megin þorra rjúpnaveiðimanna og nefndi umhverfisráðherra í sjónvarpsviðtali að talið væri að um 10 hundraðshlutar veiðimanna veiddu um helming allra rjúpna. Ég hef þá reglu að veiða til matar og ögn til gjafa ef svo ber undir en lít hornauga það athæfi að stunda skotveiðar sér til framfæris og í hálfgerðu at- vinnuskyni. Nefnt er að fjöldi skotveiðimanna hafi auk- ist verulega á undanförnum árum og því þurfi að grípa til aðgerða. Það er alrangt. Það eru „magnveiðimenn- irnir“ sem þarf að koma böndum á og halda í skefjum. Margar leiðir eru færar. Ég fagnaði sölubanni á rjúpu í verslunum fyrir jólin síðustu og harma ákvörðun Al- þingis að staðfesta ekki bannið. Þar með væri lagður steinn í götu þeirra sem stundað hafa rjúpnaveiðar í at- vinnuskyni og er það vel. Enda óvíst að sú sölumennska hafi öll verið samkvæmt stöngustu reglum um reikn- inga og virðisaukaskatt. En það er önnur saga. Hvers eigum við litlu karlarnir að gjalda þegar búið að banna okkur að fanga fáeina fugla í jólamatinn? Það eru margar aðrar leiðir færar og nefndi formaður Skotvís í sjónvarpsviðtali að banna mætti veiðar á sunnudögum. Hví ekki um helgar og stytta veiði- tímabilið að auki? Friða stærri svæði og halda áfram að banna söluna? En hvað geta þeir skotveiðimenn gert sem eru nú þegar tilbúnir að smyrja nestið fyrir næstu rjúpnaveiðiferð? Þeir veiða gæs í lok ágúst og fram á vetur og gefa svo veiðina skilmerkilega upp á næstu veiðiskýrslu. Þá kann að fara svo að það fækki í grá- gæsastofninum og þær veiðar verið bannaðar innan tíðar. En dokum við. Gefa veiðina upp? Getur verið að það skipti máli? Síðan veiðikortakerfið var tekið upp held ég að menn geti ekki neitað því að miklu betri upplýsingar eru til um fjölda veiddra fugla. Hvernig var þetta fyrir tíma veiðikortanna? Vissu menn þá með jafn mikilli nákvæmni hversu mikið var veitt? Kannski er ekki sanngjarnt að nefna svona dæmi en það má hér fyrir málstaðinn. Getur verið að reiknuð stofnstærð samkvæmt karratalningum víða um land á und- anförnum árum að frádregnum mun betri og áreið- anlegri upplýsingum frá veiðimönnum um fjölda veiddra fugla sé að gera rjúpnastofninn að engu? Í grein Ólafs K. Nielsen frá 1999 í Fjölriti Nátt- úrufræðistofnunar (39) segir að rjúpnastofninn sé í góðu meðallagi og vaxandi árið 1998 og því hlýtur stofninn að hafa hrunið árið 2000–2001 því veiði var slök árin á eftir. Taka verður fram að hér er einungis um getgátur að ræða sem mér finnast athugunarverð- ar. Ég er mjög hlynntur veiðikortum, ströngum reglum og skýrslugerð og hef ekki skorast undan að taka þátt í því af fullum heilindum en tel að bann við rjúpnaveiðum geti haft mjög skaðleg áhrif á veiði- kortakerfið. Ég tel að hér sé Náttúrufræðistofnun komin á vara- sama braut. Hvers vegna hefur þorskstofninn ekki rétt úr kútnum þrátt fyrir umfangsmiklar friðunaraðgerðir sem kallaðar eru kvótakerfi? Samt veiðist alltaf ein- hver slæðingur af þorski og stundum mikið. Ef litið er til náttúrunnar þá má má segja án þess að hallað sé á neinn að talningar og stofnstærðarmat algengra villtra dýra í náttúrunni geta aldrei orðið annað en mjög vel ígrunduð vísindaleg ágiskun og stofnstærðin verður ekki metin upp á eitt dýr til eða frá. Ef stofnstærð og náttúruleg afföll eru breytur en veiðar eru þekktar með talverðri nákvæmni er þá ekki verið að eiga við það eina sem er þekkt, þótt aðrar stærðir séu lítt þekktar, og leggja til grundvallar friðun? Það finnast mér ekki góð rök þar sem í aðra röndina er verið að refsa veiðimönnum fyrir skilmerkilega uppgefna veiði. Í lokin er rétt að spyrja sig að því hvað gerist ef svo óhönduglega vill til að rjúpnastofninn verður í lægð að friðunartímanum liðnum árið 2006. Þá gæti farið svo að Náttúrufræðistofnun sæi enga aðra leið en að banna rjúpnaveiðar alfarið og um ókomin ár. Þá er bara að skipta yfir í verksmiðjuframleiddan hamborgarhrygg og halda gleðileg jól. Rjúpan við staurinn Eftir Sigurð S. Jónsson Höfundur er náttúrufræðingur og veiðimaður. fyrir slys, heldur einnig að koma í veg fyrir óþarfa mengun og há- vaða. Gæta þarf því að svonefndum grenndarsjónarmiðum. Í næsta ná- grenni er Leirvogurinn sem er mjög mikilvægt náttúruvernd- arsvæði einkum vegna afar fjöl- breytts fuglalífs. Mengunarhætta af þessari starfsemi skotmanna, einkum hávaði og spilling jarðvegs af völdum blýs, verður að teljast mjög umtalsverð. Blýið varasamt Víða má ganga fram á leifar blý- skota og leirdúfna út um allt. Sér- staklega er blýið varasamt í um- hverfi okkar. Á sunnanverðri Mosfellsheiðinni hafa t.d. einhverjir skotveiðimenn verið að stunda æf- ingar að öllum líkindum í leyfisleysi en leirdúfubrot og skotleifar eru þar út um allt á vissu svæði. Vel kann að vera, að Reykvíkingum hafi yfirsést þessi sjónarmið og þá er okkar Mosfellinga að benda á hugsanleg mistök. Með umhverfisvernd að leiðarljósi Með þeirri ósk og von að þetta mál verði tekið til umfjöllunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar án tafar þrátt fyrir að málefni þetta varði fyrst og fremst stjórsýsluákvörðun annars sveitarfélags. Óskandi er, að öll stjórnvöld leggi áherslu á að vanda sem best undirbúning að skynsamlegri ákvörðun sem á eftir að hafa gríðarleg áhrif á umhverfið og sambúð okkar við náttúruna. Höfundur er bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.