Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 31 A LLMÖRG ár eru liðin síðan öldruð heiðurs- kona hringdi til mín og bað mig að finna sig. Hún kvaðst heita Ósk Guðjónsdóttir og eiga heima á Vest- urgötu 56. Þegar ég heimsótti Ósk kvað hún erindi sitt vera að gefa mér ljósmyndir er hún ætti í fórum sín- um. Þær kynnu að vekja áhuga ein- hverra ef fjallað væri um þá sem sátu fyrir er ljósmyndarinn beindi myndavél sinni að þeim. Það kom í ljós er við Ósk skoðuðum ljósmynd- irnar að þær vöktu áhuga minn, enda kannaðist ég við marga sem á þeim voru, þótt þar væru borgarar sem voru fæddir áratugum fyrr en ég, sem ég nú reyndi að koma fyrir mig hver væri hvað og tengdist hverjum. Það sem varð til þess að ég tók myndirnar fram nýverið var saga gamals góðvinar míns, Ketils Larsen leikara, jólasveins og Tóta trúðs. Áratugir, hálf öld, er liðin síðan leið- ir okkar Ketils lágu saman. Ketill er einn þeirra, sem sannarlega fer sín- ar eigin leiðir. Allt frá fyrstu dögum er kynni okkar tókust hefir Ketill sent mér póstkort úr fjarlægustu stöðum. Í dag er hann kannske í óbyggðum, síðan er hann kominn til Ítalíu, Grænlands, Austurlanda fjær eða nær eða Kína. Okkur Katli hefur alltaf samið vel – og þó? Einhvern daginn kom hann til mín og kvaðst vera kominn af Grími Thomsen skáldi og Bessastaðabónda. Ég bað Ketil vin minn að minnast aldrei á slíka fásinnu framar. Hann varðist andmælum mínum og vitnaði til móður sinnar. Ég vissi að Helga á Engi var sómakona, en einhvern veginn hafði ættfræðin brenglast. Þurfti ei annað en hyggja að ártölum til þess að fá staðfestingu á því. Ég benti Katli á að hann ætti að kanna ætt sína og bauðst til þess að hyggja að sannfræði og manntölum. Þegar manntal var tekið á Elliða- vatni árið 1845 þá búa þar hjónin Jón Jónsson sjálfseignarbóndi, 56 ára, og kona hans Guðrún Jóns- dóttir, 29 ára. Þau eiga tvo syni, Jón 3 ára og Guðmund 2 ára. Yngri bróð- irinn, Guðmundur, mun vera faðir Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu, sem giftist Borgþór Jósefssyni bæj- argjaldkera. Saman eignuðust þau hjónin þjóðkunn börn, sem tóku upp ættarnafnið Borg. Hjá húsbændunum á Vatni, eins og Elliðavatn var kallað fyrr á árum, var fósturbarn. Það var María Amalía Thomsen, 19 ára gömul þeg- ar manntalið var tekið. Þá erum við farin að nálgast Ketil Larsen og Thomsen. María Amalía var dóttir Ditlevs Thomsens kaupmanns, stofnanda stórverslunar þeirrar er reis við Hafnarstræti og Lækj- artorg. Í bæjar- og borgarfulltrúatali Reykjavíkur, sem þeir Páll Líndal og Torfi Jónsson skráðu, birtast upplýsingar um þá sem setið hafa í bæjarstjórn allt frá árinu 1836. Þar er Ditlev Thomsen nefndur. Þau mistök hafa orðið að ljósmynd sú sem birt er reynist ekki vera af bæj- arfulltrúanum sem kjörinn var held- ur af afkomanda hans og nafna, Ditlev Thomsen konsúl og forstjóra Thomsens Magasíns. Ditlev Thomsen, sá sem kjörinn var bæjarfulltrúi 1852, var ættaður frá Bau í Slésvík. Hann fluttist ung- ur hingað til lands. Var versl- unarstjóri á vegum Siemsens í Keflavík. Dvaldist um skeið í Hafn- arfirði en hlaut borgararéttindi í Reykjavík sem verslunarstjóri 15. október 1829 en borgarabréf sem kaupmaður 29. júlí 1837. Ditlev Thomsen hóf verslunarrekstur í svo- kölluðu Sívertsenshúsi við Hafn- arstræti 22, en árið 1844 reisti hann hús við Lækjartorg sem síðar var stækkað og flestir Reykvíkingar muna sem Hótel Heklu er lengi bar af öðrum húsum hvað stærð og at- hafnalíf snerti um langt skeið. Ditlev Thomsen var sérlundaður maður og lét ekki hlut sinn. Hann átti lengi í harðvítugum deilum um veiðirétt í Elliðaánum, en konungur hafði selt honum þau hlunnindi árið 1853. Ditlev Thomsen neitaði að taka sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Bar hann við kunáttuleysi í íslensku, en Trampe stiftamtmaður tók það ekki til greina og úrskurðaði að hann skyldi sitja í bæjarstjórn. Ditlev Thomsen var erfiður emb- ættismönnum og fór sínu fram í flestu. Fræg var deila hans við bæj- arfógeta um mykjuhaug við hús hans í Hafnarstræti. Varð úr mál og var Thomsen vikið úr bæjarstjórn um skeið. Þó tók hann sæti þar síð- ar. Ditlev Thomsen fórst með póst- skipinu „Søløven“ undir Svörtu- loftum 27. nóvember 1857. Kona hans var Gytte Jacobine, dóttir Anders Levers versl- unarmanns og konu hans Friðrikku, dóttur Rasmus Lynges kaupmanns á Akureyri. Lynge var skyldur fjölda þjóðkunnra manna. Má nefna Jakob Smára menntaskólakennara, Ólaf Friðriksson ritstjóra o.fl. Áður en Ditlev Thomsen gekk í hjónaband hafði hann eignast dóttur þá, Maríu Amalíu, sem skráð er á manntal á Elliðavatni árið 1845. Ditlev var þá ungur maður í Hafn- arfirði. Guðrún Geirsdóttir Zoëga vann um skeið í Thomsens Magasíni áður en hún giftist manni sínum, Þor- steini Þorsteinssyni. Stallsystir hennar og vinkona, Lovísa Ágústs- dóttir Fjeldsted, var þar einnig um svipað leyti. Geir Þorsteinsson, verkfræðingur, sonur Guðrúnar og Þorsteins, minnist þess að móðir hans og Lovísa gátu talað saman í síma um það bil tvær klukkustundir daglega. Þær höfðu um margt að ræða frá fyrri árum þegar Thom- sens Magasín var miðstöð bæjarlífs- ins og hafði á sér stórborgarsnið. Lovísa og eiginmaður hennar, Lárus Fjeldsted lögfræðingur, einn virtasti maður í stétt málaflutningsmanna, bjuggu alllengi í húsakynnum Thomsens þar sem síðar var Hótel Hekla. Sigurður Guðmundsson frá Of- anleiti mun hafa ráðist til starfa í Thomsens Magasíni áður en hann gekk í þjónustu Thorefélagsins árið 1907 en síðar til Eimskipafélags Ís- lands. Hann var rómað prúðmenni. Valdimar Erlendsson læknir nefnir Ditlev Thomsen sem einn helsta ballstjórann á dansleikjum Reykja- víkurklúbbsins, en þeir voru haldnir á Hótel Íslandi í byrjun 20. aldar. Ditlev kom víða við sögu. Hann fór ríðandi vestur á Snæfellsnes í prest- skapartíð séra Árna Þórarinssonar. Þá fékk hann Tvede apótekara með sér til þess að skoða ölkelduna sem kennd er við Rauðamel. Lækn- ingamáttur ölkelduvatnsins var rómaður og hafði alþýða tröllatrú á drykknum. Karl Nikulásson konsúll var upp- eldissonur Mortens Hansens, skóla- stjóra Barnaskóla Reykjavíkur. Karl var frændi Jóns Sigurðssonar forseta í föðurætt, en móðurætt hans nafnkunnir Vesturbæingar. Naut hann þeirrrar frændsemi á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Þóra Pálsdóttir, frá Pálshúsum á Bráðræðisholti, var ráðskona hjá Valdemar prins, yngsta syni Krist- jáns 9. konungs þess er hingað kom á þjóðhátíð 1874. Fengu þeir feðgar við brottför sína einn frægasta gæð- ing Íslandssögunnar er hneggjaði feginsamlega er hann leit gamlan húsbónda sinn í konungsgarði árið 1876 þegar Eiríkur frá Brúnum kvaddi dyra og skiptist á ljós- myndum við konungsfjölskylduna. Þóra sauð og steikti kræsingar og konunglega rétti í eldhúsi því sem hún hafði til umráða í Det Gule Palads, höll Valdemars prins í hjarta Kaupmannahafnar. Eldhúsið var í kjallara hallarinnar. Þóra frá Páls- húsum og aðstoðarstúlkur hennar, sem hún fékk leyfi húsráðenda til að ráða til sín til hjálpar við matreiðslu og þjónustu, minntust þess oft að þær sáu þá feðga, Kristján konung og yngsta son hans, Valdemar prins, daglega er þeir gengu saman dag- legan „göngutúr“ sinn, en þær sáu ekki nema lítinn hluta þeirra feðga er þeir gengu fyrir eldhúsgluggann. Útsýnið sem við blasti voru feðg- arnir, en af þeim sást aðeins tak- markað. Stúlkurnar sáu bara fætur þeirra upp að hné. Vakti það kátínu í eldhúsinu. Karl Nikulásson mun hafa þegið margan bitann og sopann hjá Þóru frænku sinni. Hann lauk ekki námi í fræðum sínum, en stundaði þó ýmis störf í þágu bænda, rannsóknir og erindrekstur. Að loknum bókhalds- og verslunarstörfum hjá ýmsum fyr- irtækjum réðst hann í þjónustu H. Th. A. Thomsen sem skrifstofustjóri og síðar verslunarstjóri. Þar starfaði hann frá 1905–1910. Hann varð heið- ursfélagi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og sat lengi í stjórn þess. Eiginkona hans var Valgerður Ólafsdóttir, Jónssonar kaupmanns í Hafnarfirði. Þeim varð ekki barna auðið. Karl Kvaran listmálari hét nafni hans. Ef staðhæfing Helgu á Engi ætti við rök að styðjast þá hefir Grímur Thomsen verið ótrúlega bráðþroska og niðurvaxinn að sama skapi. María Amalía Thomsen, fósturdóttir Jóns á Vatni og uppeldissystir Guð- mundar, föður Stefaníu leikkonu, var fædd árið 1826. Grímur Thom- sen var fæddur 15. maí 1820. Hraustlega gert af 6 ára snáða, eða hvað? Ketill vinur minn er miklu betur settur með Ditlev Thomsen sem for- föður. Nú virðist mér að Ketill ætti að gera sér ferð til Bau í Slésvík og kynna sér ættarslóðir forfeðranna. Ættartengsl við hertogadæmi og hjálendur Dana eru verðugt rann- sóknarefni Íslendinga og Dana. Glaðst á góðum degi Íslenskir versl- unarmenn gerðu sér stundum glaðan dag áður en frídagur þeirra varð til. Pétur Pétursson rýndi í gamlar myndir af starfsfólki Thomsens Magasíns í Reykjavík. Starfsfólk Thomsens Magasíns. Myndin er líklega um aldargömul. Fyrir miðri mynd er Ditlev Thomsen, eigandi og forstjóri. Fyrir framan hann stendur Helga Jónasdóttir. Hún starfaði áratugum saman hjá Thomsen. Helga var barnsmóðir Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Við hlið Thomsens er Hannes Thorarensen, síðar forstjóri vín- verslunar. Við hlið hans er Karl O. Nikulásson verslunarstjóri. Fyrir framan hann eru tvær góðar vinkonur, Guð- rún Geirsdóttir Zoëga, síðar eiginkona Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra. Lovísa Ágústsdóttir, síðar eig- inkona Lárusar Fjeldsted lögmanns. Við hlið Thomsens er Sigurður Guðmundsson frá Ofanleiti, síðar skrifstofustjóri Eimskipafélags Íslands. Nöfn hinna vantar. Ljósmynd/Sigfús Eymundsson Skemmtiferð starfsfólks Thomsens Magasíns. Myndin er líklega tekin á árunum 1908–10. Karl Nikulásson versl- unarstjóri og konsúll situr fyrir miðju. Hann leikur á harmonikku. Við hlið hans er Guðrún Þorkelsdóttir múrara. Hún mun einnig hafa starfað hjá verslun Egils Jacobsen síðar. Sara Þorsteinsdóttir, síðar eigandi Sokkabúð- arinnar, Rebekka Hjörtþórsdóttir með hvíta slæðu fyrir andliti, rómuð saumakona. Sigurður Þorsteinsson, bók- haldari og yfirfiskmatsmaður, Sigurður Guðmundsson, Valdimar Jónsson, síðar verkstjóri hjá Landsverslun og Olíuverslun Íslands á Klöpp. Benedikt G. Waage, síðar forseti ÍSÍ. Carl Ryden, síðar kaffiframleiðandi (með harð- kúluhatt, lengst t.v.). Egill Jacobsen, síðar kaupmaður í Austurstræti. Gamlir Reykvíkingar ættu að þekkja þá sem ekki eru nafngreindir. Tölvuöld torveldar allar leiðir, jafnframt því sem greiðir leiðir. Höfundur er þulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.