Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Konráð Sigurðs-son fæddist í
Miðbæjarskólanum í
Reykjavík 13. júní
1931. Hann lést á
heimili sínu að
Blönduhlíð 35 í
Reykjavík 15. júlí
síðastliðinn. Hann
var yngsti sonur Sig-
urðar Jónssonar
skólastjóra, f. að
Lækjarkoti í Mos-
fellssveit 6. maí
1872, d. 17. júní
1936, og konu hans
Rósu Tryggvadóttur
frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði, f.
4. júní 1891, d. 15. desember 1944.
Albræður Konráðs voru Hróarr, f.
5. júlí 1925, d. 1. júní 1953, og
Tryggvi vélstjóri, f. 19. september
1929. Faðir Konráðs var ekkill eft-
ir Önnu Magnúsdóttur kennara, f.
9. maí 1868, d. 16. desember 1917,
og höfðu þau eignast tvö börn,
Steinþór náttúrufræðing, f. 11.
janúar 1904, d. 2. nóvember 1947,
og Guðrúnu kennara, f. 15. júlí
1905, d. 15. júlí 1995.
Konráð var þríkvæntur. Hann
kvæntist Þórunni Benediktsdóttur
Gröndal 1953 en þau skildu 1957.
Börn hans og Þórunnar eru 1) Sig-
urður prófessor við KHÍ, f. 19.
ágúst 1953. Maki Kolbrún Egg-
ertsdóttir BA í almennum málvís-
unarfræðingur. Dóttir þeirra er
Sif, f. 2003. 7) Andri læknir f. 16.
september 1971.
Konráð kvæntist Önnu Agnars-
dóttur kennara og M.Paed. í ís-
lensku 1976. Dætur þeirra eru 8)
Hildur Rósa nemi, f. 26. júlí 1974.
Sambýlismaður Arnar Guðjónsson
tónlistarmaður. 9) Anna, f. 24.
mars 1977, d. 5. maí 1979, og 10)
Anna Guðrún nemi, f. 13. febrúar
1980, en hún á dótturina Önnu
Hildi, f. 2000, með Birni Róberti
Ómarssyni.
Konráð Sigurðsson missti föður
sinn 5 ára að aldri og móður sína
13 ára. Hann ólst eftir það upp hjá
bróður sínum Steinþóri og síðar
hjá systur sinni Guðrúnu. Á yngri
árum starfaði hann á skurðgröfu
og öðrum þungavinnuvélum. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1952 og kandí-
datsprófi í læknisfræði frá Há-
skóla Íslands 1963 en fékk almennt
lækningaleyfi 1966. Konráð starf-
aði sem héraðslæknir í ýmsum
læknishéruðum frá 1963 en lengst
í Laugaráslæknishéraði á árunum
1967–1982. Á þeim tíma gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum í fé-
lögum lækna. Hann starfaði sem
læknir á geðdeild Borgarspítalans
á árunum 1972–1973 og í Svíþjóð á
árinu 1981. Hann var yfirlæknir
heilsugæslustöðvar Seltjarnarness
1982–1983 en frá þeim tíma og til
dauðadags starfaði hann sem
heimilislæknir á eigin stofu, við
Klapparstíg, í Hafnarstræti en síð-
an í Uppsölum í Kringlunni.
Útför Konráðs hefur farið fram í
kyrrþey að hans ósk.
indum. Börn þeirra
eru Þóra, f. 1988, Atli,
f. 1989, Ingólfur f.
1993 og Gunnar, f.
1997. Sonur Sigurðar
og Maríu Sigríðar
Gunnarsdóttur er
Þór, f. 1981. 2) Áslaug
skrifta og búninga-
hönnuður, f. 6. janúar
1955. Maki Karl Júl-
íusson leikmynda-
hönnuður. Börn
þeirra eru Anna, f.
1980 og Karl Einar, f.
1982. Konráð kvænt-
ist Sigrid Østerby
framhaldsskólakennara og list-
meðferðarfræðingi 1960 en þau
skildu 1973. Börn þeirra eru 3) Atli
líffræðingur og kennari, f. 11.
október 1959. Maki Anne Berit
Valnes leikskólakennari. Börn
þeirra eru Björk, f. 1995, Lilja, f.
1996, Hákon, f. 1998, Tryggvi, f.
2000 og Gauti, f. 2002. 4) Sif hæsta-
réttarlögmaður, f. 4. desember
1960. Maki Þórður Hjartarson og
eiga þau dótturina Helgu Østerby,
f. 1997. 5) Huld BA í frönsku og
flugfreyja, f. 5. ágúst 1963. Maki
Sigurður Tómas Magnússon hér-
aðsdómari. Börn þeirra eru Sigrún
Hlín, f. 1988, Margrét Sif, f. 1994
og Magnús Konráð, f. 1998. 6) Ari
læknir, f. 14. september 1968.
Maki Þóra Guðmundsdóttir hjúkr-
Konráð Sigurðsson tengdafaðir
minn er látinn á 73. aldursári. Kon-
ráð starfaði sem heimilislæknir allt
til dánardags og var starfsferill hans
afar gifturíkur. Lífshlaupi Konráðs
verður hins vegar ekki að öðru leyti
líkt við siglingu niður lygna á milli
gróinna bakka. Þvert á móti voru
margir boðar á lífsleið hans, þröng
gljúfur, flúðir og fossar en þó inn á
milli lygnar og fagrar breiður.
Faðir Konráðs var Sigurður Jóns-
son, skólastjóri Miðbæjarskólans,
virtur og dáður skólamaður. Hann
varð farkennari í Grímsneshreppi 16
ára en sótti sér síðan kennaramennt-
un til Danmerkur. Sigurður hélt
uppi jákvæðum aga, vildi hag allra
sem mestan. Sigurður átti sæti í
borgarstjórn Reykjavíkur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og var um skeið
forseti borgarstjórnar. Rósa móðir
Konráðs var afar bókhneigð og víð-
lesin. Fjölskyldan bjó á lofti Miðbæj-
arskólans. Fyrsta áfallið dundi yfir
þegar Konráð var fimm ára en þá dó
faðir hans úr lungnabólgu. Við tóku
erfið ár hjá Rósu móður Konráðs og
drengjunum þremur, Hróari,
Tryggva og Konráði, og fluttu þau úr
einu leiguhúsnæðinu í annað næstu
árin. Elsti albróðir Konráðs átti við
geðsjúkdóm að stríða og móðir hans
var heldur ekki heil heilsu. Konráð
lagði sitt af mörkum við að fram-
fleyta fjölskyldunni með blaðburði
og var í sveit öll sumur.
En áföllin urðu fleiri. Konráð
missti móður sína 13 ára og var
næstu tvö árin hjá Steinþóri hálf-
bróður sínum og Auði Jónasdóttur
konu hans. Steinþór lést í hörmulegu
slysi við rannsóknarstörf í Heklu-
gosinu 1947. Konráð bjó síðan í skjóli
hálfsystur sinnar Guðrúnar og
manns hennar, Gísla Gestssonar frá
Hæli. Reyndust þessi systkini Kon-
ráði afar vel. Guðrún hvatti hann til
að taka landspróf og til að hefja nám
í Menntaskólanum í Reykjavík.
Þeim sem ekki kynntust Konráði
fyrr en á síðari hluta ævi hans kemur
það væntanlega á óvart að Konráð
vann fyrir sér í námi með því að
stjórna stórvirkum vinnuvélum.
Hann vann lengi á skurðgröfum við
að ræsa fram mýrar norðan lands og
sunnan og starfaði auk þess við
virkjun Sogsins. Konráð varð strax
um tvítugt verkstjóri í stórum verk-
um.
Annað átti þó fyrir honum að
liggja en að stjórna þungavinnuvél-
um. Hann hóf læknanám og braut-
skráðist úr læknadeild Háskóla Ís-
lands 1963. Við tók vinna á ýmsum
deildum sjúkrahúsa í Reykjavík og
síðan störf sem héraðslæknir í ýms-
um umdæmum, m.a. Kópaskers-,
Raufarhafnar-, Hólmavíkur- og
Djúpuvíkurhéraði. Hann var héraðs-
læknir í Laugaráshéraði í Árnes-
sýslu frá 1967 til 1982. Þegar Konráð
kom þangað til starfa var hann eini
læknirinn í héraðinu og einn starfs-
maður til aðstoðar. Héraðið var afar
víðfeðmt en fjölmennir skólar á
Laugarvatni heyrðu m.a. undir hér-
aðið. Á þessum árum var vinna við
Búrfellsvirkjun í fullum gangi og al-
varleg vinnuslys tíð. Vinnutími Kon-
ráðs var allur sólarhringurinn og
álag á honum oft og tíðum gríðarlega
mikið. Vegir voru vondir og oft ill-
færir á vetrum vegna snjóa og á vor-
in vegna aurbleytu. Í þá tíð var al-
gengt að háaldrað og sjúkt fólk
dveldi heima fram í andlátið og
miklu tíðara en nú að læknar væru
sóttir í heimahús.
Löngu áður en ég kynntist Huld,
dóttur Konráðs, varð ég vitni að
natni Konráðs og umhyggjusemi við
sjúklinga sína. Yfir móður minni sat
hann eitt sinn heilan dag þegar hún
var hætt komin vegna hjartasjúk-
dóms. Hann ráðlagði henni að hætta
að reykja 1968 og hlýddi hún því en
um þetta sem annað gildir að auð-
veldara er að kenna heilræðin en að
halda þau. Vægt er til orða tekið að
segja að Konráð hafi verið elskaður
og dáður af fólki í uppsveitum Ár-
nessýslu og veit ég ekki til að nokk-
urn skugga hafi borið þar á. Vafa-
laust er hins vegar að á honum hafa
verið brotin öll vökulög og vinnu-
verndarreglur. Hugtakið „samþætt-
ing starfs og fjölskyldulífs“ var fjar-
lægt á þessum árum. Gríðarlegt
vinnuálag hefur varla gert fjöl-
skyldulífinu í læknisbústaðnum í
Laugarási gott.
Þegar frá leið fjölgaði starfsfólki
heilsugæslustöðvarinnar. Læknarn-
ir urðu tveir, hjúkrunarfræðingur og
fleiri starfsmenn bættust í hópinn.
Meiri tími gafst þá til tómstunda.
Í Laugarási varð Konráð fyrir
stærsta áfallinu þegar Anna litla
dóttir hans drukknaði rúmlega
tveggja ára vorið 1979. Hefur þessi
erfiða reynsla vafalaust ýft upp
ógróin sár vegna missis ástvina í
bernsku. Þau Anna eiginkona hans
reistu sér eftir það nýtt hús, Árósa, í
Laugarási en dvöl þar varð þeim erf-
ið eftir fráfall Önnu litlu þótt fjöl-
skylda og góðir vinir þeirra, svo sem
séra Guðmundur Óli og Anna í Skál-
holti, hafi reynst þeim einkar vel.
Gerðist Konráð 1982 yfirlæknir
heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarn-
arnesi. Andlegri líðan Konráðs hrak-
aði mikið eftir þetta og á árinu 1983
varð hann alvarlega veikur af geð-
hverfasýki. Enda þótt hann næði sér
aldrei fyllilega af þessum erfiða
sjúkdómi náði hann ótrúlegum bata
með dyggum stuðningi Önnu. Kon-
ráð tók fljótlega aftur til starfa sem
sjálfstætt starfandi heimilislæknir í
Reykjavík en því starfi gegndi hann
til æviloka.
Konráð Sigurðsson átti ýmis
áhugamál sem hann sinnti eftir föng-
um. Helsta áhugamál hans um árabil
voru lax- og silungsveiðar. Hann
hafði fastan vikulegan veiðidag í
Brúará fyrir landi Haga. Þá stundaði
hann laxveiðar víða um land með
góðum árangri. Læknishéraðið á
veiðirétt í Hvítá við Laugarás gegnt
Iðu en frá þeim bakka þessa mikla
fljóts eru veiðar lítið stundaðar þar
sem ekkert er bergvatnið. Konráð
renndi þar oft fyrir lax og eitt haust-
ið veiddi hann þar á sjötta tug fiska.
Hann kvaðst hafa verið orðinn svo
þreyttur á að koma laxinum í frysti á
Selfoss að hann hefði hætt veiði-
skapnum. Eftir þetta haust missti
Konráð að mestu áhugann á að veiða
sjálfur en ekki á veiðum. Hvert sum-
ar fylgdist hann náið með veiðitölum
í öllum helstu laxveiðiám landsins og
skráði niður þróun veiðinnar frá viku
til viku. Fyrir fjórum árum fórum
við Konráð ásamt fleirum til veiða í
Hvítá við Iðu. Eftir að veiðimenn
höfðu öslað daglangt um bakkafulla
Hvítá var snæddur góður matur í
veiðihúsinu og lumaði Konráð þá á
bestu veiðisögunum.
Konráð var áhugasamur um skák
og spilamennsku. Hann tefldi oft við
börn sín í Laugarási og vakti með
þeim skák- og bridsáhuga. Brids var
helsta áhugamál Konráðs síðustu ár-
in og spiluðu þau Anna vikulega við
vini sína.
Konráð var alla tíð áhugamaður
um stjórnmál og hafði sérstakan
áhuga á kosningum og kosningaúr-
slitum. Hann var reyndar áhuga-
maður um allt sem laut að tölum og
tölfræði.
Kímnigáfa Konráðs og jafnframt
góð máltilfinning birtist m.a. í því að
hann kom sér upp sínu eigin orða-
safni yfir algenga hluti og athafnir
daglegs lífs. Mörg þessara orða og
orðatiltækja eru afar skondin og
hafa börn hans tileinkað sér mörg
þeirra.
Konráð var mikill sóldýrkandi og
áður en maður fór að taka eftir að
sólin væri farin að hækka á lofti á
vorin var hann orðinn fallega brúnn.
Hann naut sín vel í utanlandsferðum
og þegar sólin skein í Grímsnesinu
þegar þau dvöldu í sumarbústaðnum
Heiði.
Konráð var afar dulur á tilfinn-
ingar sínar og talaði helst ekki um
eigin hagi. Hann tranaði sér ekki
fram í fjölmenni en var afar viðræðu-
góður í þröngum hópi. Sá eiginleiki
að hlusta fremur en að hafa orðið
kom sér afar vel í samskiptum hans
við sjúklinga. Mér hefur verið sagt
að meðal góðra kosta Konráðs sem
læknis hafi verið einstök næmi við
greiningu á sjúkdómum. Slík færni
hlýtur þó ávallt að byggjast á mikilli
þekkingu í læknisfræði, næmum
skilningi á sérkennum sjúklinga og
góðri rökhugsun. Færni við sjúk-
dómsgreiningu er vafalítið mikill
styrkur heimilislæknis í dreifbýli.
Konráð lagði sig allan fram í starfi
og naut alla tíð virðingar sjúklinga
sinna og ekki síður samstarfsmanna.
Konráð eignaðist tíu börn í þrem-
ur hjónaböndum. Börn hans af fyrri
hjónaböndunum voru ung við skiln-
aðina og þeir reyndust börnunum
vitaskuld erfiðir. Konráð hélt þó
ávallt góðum tengslum við börn sín.
Sigrid átti ríkan þátt í að halda góð-
um tengslum Konráðs við börn hans
af fyrsta hjónabandi. Þá átti Anna
ómetanlegan þátt í að viðhalda
tengslum hans við börnin og dró
ekki af sér í fjölskylduboðum um jól
og oft um áramót. Börn Konráðs
nutu gestrisni hennar, gjafmildi og
hlýju í þeim samskiptum. Þá héldu
þau Konráð góðu sambandi við
Tryggva, eftirlifandi bróður hans, og
dóttur hans, Sigurbjörgu.
Konráð sýndi væntumþykju sína
til barna sinna og fjölskyldunnar
fremur í athöfnum en orðum. Hann
fylgdist afar vel með námi og starfi
barna sinna og barnabarna og hafði
mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Á
hverju kvöldi bað hann fyrir hverju
og einu barna sinna. Sólargeislinn
hann síðustu árin var dótturdóttirin
Anna Hildur sem bjó hjá þeim hjón-
um í Blönduhlíðinni ásamt móður
sinni.
Í banalegu Þóru ömmu minnar
var Konráð tíður gestur á bernsku-
heimili mínu og við banabeð hennar
sagði hann við syrgjandi móður
mína: „Nú er hún komin í hendurnar
á færari læknum.“ Konráð læknir er
nú kominn í þeirra hóp.
Sigurður Tómas Magnússon.
Látinn er elskulegur mágur minn
Konráð Sigurðsson. Anna systir mín
var bráðung þegar hún kynntist
Konráði. Hann var miklu eldri en
hún, nýskilinn við seinni eiginkonu
sína og sjö barna faðir. Satt að segja
runnu tvær grímur á litla bróður. En
Anna mín féll fyrir honum, þótt hún
þættist sjá að þar færi ekki rós án
þyrna. Nú svo löngu seinna þegar ég
lít til baka er margs að minnast.
Við Anna höfum alltaf haft náið
samband og allar hræringar í lífi
hennar hafa snert mig mikið. Óhætt
er að segja að skipst hafi á skin og
skúrir í lífi hennar og Konráðs. En
nú þegar upp er staðið veit ég að
Konráð reyndi alla tíð að standa sig
gagnvart henni. Engum duldist hve
mikið hann elskaði konu sína og mat
hana mikils. Og hún var hans besti
vinur og hann hennar. Þegar honum
var sjálfrátt miðuðu allar gerðir
hans að því að tryggja velferð konu
sinnar og barna.
Konráð var óvenju góðum gáfum
gæddur, áreiðanlega vel ríflega með-
alsnotur skv. skilgreiningu Háva-
mála. Hann hafði óvenjulega yfirsýn
mála. Þetta nýttist honum m.a. vel
við læknisstörfin. Hann var fljótur
að greina meinin og varð enda fljótt
vinsæll og vel metinn læknir. Og
hann hafði ágætt meirapróf á buddu.
Alla tíð var mjög gaman og lær-
dómsríkt að spjalla við Konráð um
stjórnmál og önnur áhugamál mín og
hans. Hægt var að fletta upp í hon-
um upplýsingum um ótrúlegustu
hluti. Og sumir vina minna nutu líka
visku hans. Ég er ekki frá því að Sig-
urður Örn vinur minn hafi lagt í
læknanám vegna hvatningar Kon-
ráðs.
Konráð var alla tíð elskulegur við
mig og mitt fólk. Í raun má segja að
aldrei hafi borið skugga á þau sam-
skipti. Hann var í miklu uppáhaldi
hjá börnum mínum og sérlegt eft-
irlæti móður minnar. Margar
ánægjustundirnar rifjast upp.
Fjörug spilakvöld, þar sem Konráð
var í essinu sínu, enda sérlega slyng-
ur spilari, skemmtilegar matarveisl-
ur. Sólskinsstundir á Heiði. Og lax-
veiðiferðir, áður en hann veiddi yfir
sig.
Konráð átti erfiða æsku. Hann
missti föður sinn og móður ungur að
árum. Hann varð allt of ungur að
standa á eigin fótum.
Alltaf sér maður betur og betur
hvað gott uppeldi og heilbrigt atlæti
á ungaaldri er gott veganesti fyrir
lífið, og hvílík forréttindi það eru að
njóta slíks. Og hvað örin á barnssál-
inni geta vaxið og magnast og sett
mikið strik í lífsreikninginn. Lífs-
hlaup Konráðs var markað þessu.
Dimmu skýin voru aldrei fjarri höfði
hans þótt hann berðist við að bægja
þeim frá, t.a.m. barnsmissir, sem ríð-
ur hraustasta fólki að fullu. Helsti
bandamaður hans, Anna, var aldrei
langt undan. Hún var með alla þræði
á höndum.
Síðustu æviár sín var Konráð í
raun varla nema skugginn af sér. En
hann stóð sína vakt á stofunni og
hjálpaði til heima eins og hann gat,
reyndi að vera góður við alla.
Þegar ég kvaddi Konráð hinsta
sinni var ég þess fullviss að hann
væri saddur lífdaga. Við kveðjum
hann með söknuði en vitum af hon-
um í góðum félagsskap með Önnu
litlu og mömmu og pabba og gengn-
um systkinum sínum.
Tryggvi Agnarsson.
Persónuleiki manna virkar líkt og
veður. Sumir menn eru stormur,
sumir eru sólskin, sumir eru hagl.
Konni var hægur andvari. Hann
hafði einkar þægilega nálægð, var
fágætur séntilmaður, umhyggju-
samur og nærgætinn við samferða-
menn sína. Við nutum þess að
þekkja hann í þrjá áratugi og áttum
síðustu árin marga góða stund með
þeim Önnu, bæði í Blönduhlíð og
austur á Heiði. Við sátum gjarnan að
spilum og spjalli eða yfir góðri mál-
tíð. Margt bar á góma, dægurmál og
pólitík, en gátur lífsins voru útrætt
mál og fortíðin að mestu látin
óáreitt. Konráð var vissulega maður
mikillar lífsreynslu sem gaf honum
víða sýn – sem manni fannst á stund-
um að hann langaði til að veita sínum
nánustu hlutdeild í. En kannske var
líkt á komið með honum og Þorsteini
frá Hamri í kvæðinu Sumir dagar:
Sumir dagar eru hús
sem við læsum vandlega
áður en við kveðjum
og hverfum út á vettvang áranna
en ef við síðar förum þar hjá
af tilviljun
sjáum við allar dyr opnar –
börn dvelja þar að leik
og það sem mest er um vert:
sólin skín ótrúlega glatt á húsið.
Vissulega hefðum við viljað njóta
nærveru Konna lengur, en minning
hans er okkur kær. Hún er umvafin
sólskini – og hægum andvara. Við
vottum Önnu, börnum og barna-
börnum okkar dýpstu samúð.
Svava og Gylfi.
Er hann ekki maður, eins og hinir,
þótt hann sé gamall?
Ég sat í stofu vina minna, lækn-
ishjónanna í Laugarási. Héraðs-
læknirinn, Konráð, varð að sinna
skyldustörfum, ekki síður en gest-
um. Og hér lá nokkuð við. Aldraður
sjúklingur þurfti þeirrar hjálpar,
sem naumast var unnt að veita,
nema á sjúkrahúsi. Orðræðan og
rökvísi læknisins festust í minni. Ég
var þá nýlega kominn heim úr orlofi,
hafði vitjað aldraðrar frænku í Nor-
egi og manns hennar, sem var hart
leikinn af ellinni og varla sjálfbjarga.
Þau voru öðlingar, en kváðust nú
orðin annars eða þriðja flokks borg-
arar – áttu naumast aðgang að
sjúkrahúsum eða læknisaðstoð. Þau
voru orðin of gömul.
Þeir eru margir orðnir læknarnir,
sem þjónað hafa Laugaráshéraði
síðustu fjóra eða fimm áratugi. Allir
voru þeir mannval og drengskapar-
menn. Og þeir líða ekki úr minni.
Knútur Kristinsson var mér fyrstur
samtíða, og gleymist ekki. Hann var
fyrsti organisti minn við Skálholts-
kirkju og Hulda, kona hans, söng-
stjórinn.
Konráð Sigurðsson entist þó
KONRÁÐ
SIGURÐSSON