Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 41 Elín Guðmundsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 16. júlí 1912. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Jóns- dóttir húsmóðir, f. að Dalbæ í Flóa 12. jan. 1887, d. 2. des. 1975, og Guðmund- ur Guðmundsson, sjómaður, f. að Mið- fossum í Andakíl 7. nóv. 1885, d. 14. okt. 1921. Systkini Elín- ar eru Steinunn, f. 9. júlí 1915, lát- in, Guðrún, f. 23. des. 1916, Þór- unn, f. 7. júlí 1918, Óskar Þórir, f. 8. júlí 1920, og Guðmundur, f. 29. apríl 1922. Hálfsystur Elínar eru Sigrún Lárusdóttir, f. 9. sept. 1910, látin og Þórdís Jóna Sigurð- ardóttir, f. 15. okt. 1926. Elín giftist 1. maí 1934 Stefáni Ögmundssyni prentara, f. 22. júlí Félags ungra jafnaðarmanna árið 1928 og var í fyrstu sendinefnd verkamanna og bænda, sem héð- an fór til Sovétríkjanna árið 1931. Hún var virkur félagi í Kommún- istaflokki Íslands frá 1932, átti sæti í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur og miðstjórn Sam- einingarflokks alþýðu Sósíalista- flokksins, var formaður Kven- félags sósíalista um margra ára skeið og fulltrúi félagsins á heims- þingum kvenna í Kaupmannhöfn 1953 og Helsinki 1968. Í stjórn MÍR var hún 1970–1979. Hún var meðal stofnenda Kvenfélagsins Eddu (eiginkonur prentara) 1948, formaður þess um 20 ára skeið og átti sæti í Félagsheimilisnefnd Hins íslenzka prentarafélags. Elín var virkur félagi í Kvennafram- boðinu og Samtökum um kvenna- lista frá upphafi og var einn stofn- enda Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hún starfaði auk þess á árum áður með ýmsum kvennasamtökum svo sem Rauð- sokkahreyfingunni, Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenrétt- indafélagi Íslands. Kveðjuathöfn hefur farið fram. Að ósk Elínar verða önnur eftir- mæli ekki birt. 1909, d. 3. apríl 1989. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorsteins- dóttir húsmóðir og Ögmundur Hansson Stephensen, bóndi og ökumaður í Hóla- brekku á Grímsstaða- holti. Dætur Elínar og Stefáns eru Ingibjörg, f. 18. okt. 1934, síðast starfsmaður Hjarta- verndar, Steinunn framhaldsskólakenn- ari, f. 2. júní 1938, Bergljót starfsmaður Sameinaða lífeyris- sjóðsins, f. 13. nóv. 1940, og Sig- ríður réttarfélagsfræðingur, f. 18. apríl 1951. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin átta. Elín ólst upp í austurbænum í Reykjavík og stundaði nám í Barnaskóla Reykjavíkur. Hún var lengst af húsmóðir en stundaði jafnframt verkakvennastörf tíma- bundið. Elín var meðal stofnenda ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR fylgja eftir þessari hvatningu Hall- dórs. Tómas Helgason. Vinur minn, allt frá bernskudög- um, Halldór Jón Hansen, er fallinn. Við komum drengir í skóla Ísaks Jónssonar, Grænuborg og Ísak vís- aði okkur til sætis við sama borð. Samvist okkar þar varð slitrótt því fjarvistir Halla urðu tíðar vegna veikinda. Ísak hvatti okkur borð- félaga Halla til að heimsækja félaga okkar, sem svo mikið væri bundinn við rúm sitt. Þannig hófst vinátta okkar Halla, sem entist okkur til gæfu og gleði meðan báðir lifðu. Við urðum aftur sessunautar í Austurbæjarskóla, en enn og aftur gripu veikindi inn í skólasókn Halla. Hann hætti reglubundinni barna- skólagöngu, en fékk síðar notið á heimili sínu kennslu Bjarna Vil- hjálmssonar, cand mag. síðar þjóð- skjalavarðar með þeim ágætum að hann fór fram úr okkur jafnöldrum sínum í kunnáttu. Heimili hans stóð þá og síðan ævi hans alla á Laufásvegi 24. Foreldr- ar Halla voru Ólafía Þórðardóttir Hansen ættuð frá Ráðagerði á Sel- tjarnarnesi og Halldór Hansen læknir, fæddur og uppalinn í Mið- engi á Álftanesi. Bæði voru þau mikillar gerðar. Ólafía var óvenju falleg kona, sem ástúð og kærleika stafaði frá. Halldór var óskilgetinn sonur Sigrúnar Halldórsdóttur sem dó frá honum fárra mánaða gömlum. Hann var fóstraður upp á Miðengi. Síðar var staðfest að faðir Halldórs var Björn Kristjánsson, kaupmaður í Reykjavík, alþingismaður og ráð- herra. Þó það væri staðfest vildi Halldór halda Hansen-nafni sínu. Halldór varð afreksmaður í námi og síðar einn virtasti skurðlæknir landsins. Á yngri árum stundaði hann íþróttir og var í glímusveit Ís- lands sem sýndi á ólympiuleikunum í Stokkhólmi 1912. Heimili Ólafíu og Halldórs var glæsilegt. Auk Halla ólust þar upp þrjú systkini hans sem öll eru látin. Á heimilinu var einnig allt frá bernsku hans Kristín Þorsteins- dóttir sem hann kallaði gjarnan fóstru sína. Átti hún síðan heimili sitt hjá Halla til æviloka. Eins og fram hefur komið átti Halli við mikil veikindi að stríða bernsku- og æskuárin og var löngum rúmfastur. Þá þegar kom fram áhugi hans á fögrum listum, sérstaklega tónlist og leiklist. Hon- um voru gefnar hljómplötur sem hann spilaði dægrin löng. Hann las einnig mikið og sviðsetti atburða- lýsingar úr sögum sem hann las á leiksviði sem var sérsmíðað handa honum og allt fylgdi m.a. hljóm- sveitargryfja. Hann teiknaði af fá- gætri snilld umhverfi og persónur, sem hann gæddi meira lífi með því að klippa þær út. Hann teiknaði einnig fjölda hljóðfæraleikara í hljómsveitargryfjuna og klippti þá út þannig að stellingar þeirra voru furðu eðlilegar. Eftir að Bjarni Vilhjálmsson hafði komið Halla á skrið í náminu var ekkert sem stöðvaði hann. Hann stóðst inntökupróf í MR 1940 með sóma ári yngri en flestir sem þar urðu bekkjarfélagar hans næstu 6 árin. Þegar kom að gagn- fræðaprófi upplýstist að hann hafði aldrei tekið fullnaðarpróf úr barna- skóla, en því varð að ljúka. Halli fór létt með það jafnframt gagnfræða- prófinu. Stúdentsprófi lauk hann árið 1946 á eitt hundrað ára afmæli skólans með ágætiseinkunn. Halli fór utan með stúdentssystkinum sínum og áformaði í framhaldi af því áframhaldandi dvöl erlendis. Hann stefndi á að læra sviðsetn- ingar og leikmyndagerð. Mikill sorgaratburður í fjöl- skyldu hans átti sér stað er bróð- urdóttir hans og eina barnabarn foreldra hans fórst í bílslysi fyrir utan heimili þeirra. Sá atburður olli því að Halli lét að svo komnu máli af námi erlendis. Hann kom heim í foreldrahús aftur og innritaðist í læknisfræði við Háskóla Íslands. Á námsárum sínum í læknisfræði starfaði Halli m.a. á frönskum spít- ölum og eignaðist í Frakklandi góða vini, sem hann bast ævilangri vin- áttu við. Þar kynntist hann einnig fjölda listamanna, einkum á sviði tónlistar. Hann náði á þessum árum fullkomnu valdi á franskri tungu. Fyrir hafði hann vald á dönsku, norsku og sænsku auk þýsku á við innfædda. Hann hafði á æskuárunum dvalið í Danmörku, Þýskalandi og Aust- urríki til lækninga og þá náð valdi á tungumálum þessara landa. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á að við- halda hæfni sinni í tungumálum. Við þennan auð bættist síðar full- komin enskukunnátta og hann taldi sig „kaffihúsafæran“ á fleiri tungu- málum, m.a. ítölsku og spönsku. Eftir próf frá læknadeild Há- skóla Íslands lá leiðin til New York. Þar hóf hann nám og störf í meina- fræði, en ákvað síðan að sinna barnalækningum. Á því sviði starf- aði hann í nokkur ár á mörgum sjúkrahúsum í New York, fyrst sem aðstoðarlæknir en síðar yfirlæknir. Hann valdi loks barnageðlækningar sem sérgrein sína og starfaði á þeim vettvangi við sjúkrahús í New York. Eftir sex ára sérfræðinám og starf sem héraðslæknir á Austfjörð- um var honum veitt yfirlæknisstaða við barnadeild Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur. Mig skortir þekkingu til að segja frá störfum hans á þeim vettvangi, en hann lét sig mjög varða ónæm- isaðgerðir barna og ungbarna- vernd. Hann sótti í þágu starfs síns barnalæknaþing vítt um heim og var oftsinnis fenginn til að vera fundarstjóri á slíkum þingum ekki hvað síst í latnesk-amerískum lönd- um vegna yfirburða málakunnáttu. Læknar segja mér að Halli hafi í starfi sínu náð frábærum árangri í ungbarnavernd á Íslandi gagnvart smitsjúkdómum. Sem barnageð- læknir hjálpaði hann ósegjanlega mörgum og ávann sér þakklæti og vináttu þeirra sem hann lagði lið. En það slógu fleiri strengir í brjósti Halla en læknislistarinnar. Hann var eins og fyrr segir unn- andi fagurra lista. Hin mörgu ár hans með erlendum þjóðum nýttust honum einnig til að lúta listagyðj- unni og eiga með henni hamingju- stundir. Hann sótti leikhús og óp- eruhús og eignaðist trausta vini meðal listamanna. Hann öðlaðist yf- irburða þekkingu á tónlist og sögu hennar, sem margir fengu notið í skrifum hans á þeim vettvangi. Hann studdi ungt tónlistarfólk með ráðum og dáð til náms og starfa á svið listar sinnar og komu sér þá oft vel vinatengsl hans við fremsta tón- listarfólk þeirra menningarheima sem við eigum mest samskipti við. Hann átti eitt stærsta plötusafn í einkaeigu og ánafnaði hann það Listaháskóla Íslands ásamt flestum sínum eigum. Að ytri gerð var Halli vörpulegur á velli, fríður sínum og í allri fram- komu var hann einstaklega við- mótsgóður. Hann mátti ekkert aumt sjá. Hjálpfús var hann og um- hyggjusamur um aðra, en gætti í sumu ekki sem skyldi eigin hags. Síðustu ár hafa verið Halla mjög erfið. Illvígir sjúkdómar sóttu að honum. Þegar svo var komið efndu tónlistarmenn og fleiri vinir hans til glæsilegrar sönghátíðar honum til heiðurs. Fjöldi af okkar fremsta tónlistarfólki tók þátt í sönghátíð- inni auk allmargra erlendra heims- þekktra listamanna sem komu gagngert á eigin kostnað til að leggja fram sinn skerf á sönghátíð- inni. Í tengslum við þá hátíð fékk Halli þá umsögn að hann væri þekkingar- og viskubrunnur um tónlist og með óbrigðulan smekk. Tónlistarfólk lét sér annt um hann til hinstu stundar. Þegar hann mátti sig ekki lengur hræra komu vinir hans, sungu við sjúkrabeð hans eða léku hugljúfa tónlist. Öllu þessu góða fólki er fært ein- lægt þakklæti. Einstaklega fögru mannlífi er lokið. Við Pálína kona mín og börn okkar kveðjum hjartkæran vin sem við áttum svo margar ljúfar stundir með. Hvíli hann í friði. Sveinbjörn Dagfinnsson.  Fleiri minningargreinar um Hall- dór Hansen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KJELLFRID EINARSSON, Kirkjuvegi 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 6. ágúst kl. 14.00. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Indíana Sigurðardóttir, Rósmary Aðalsteinsdóttir, Guðrún Kari Aðalsteinsdóttir, Björn Viðar Unnsteinsson og barnabörn. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, fósturbróður og mágs, ÓSKARS KARLSSONAR frá Skálateigi, Norðfirði. Marteinn Karlsson, Þórdís Ágústsdóttir, Björg Karlsdóttir, Helgi Jónsson, Gerður Karlsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Þórarna Hansdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, AUÐAR VILHELMSDÓTTUR, Háuhlíð 5, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki sjúkrahússins á Sauðárkróki og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Hróbjartur Jónasson, Ingi Vilhelm Jónasson, Carina Törnblom, Ingibjörg Elín Jónasdóttir, Jens Andrés Jónsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA N. BJARNASON, Laugarnesvegi 102, Reykjavík, lést mánudaginn 21. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorsteinn Th. Bjarnason, Þorsteinn Bjarnason, Kristinn Bjarnason, Guðlaug Haraldsdóttir, Emil Karl Bjarnason, Birna Dís Traustadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÁLMI KÁRASON, Langagerði 22, Reykjavík, lést laugardaginn 19. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks deildar E11 Landspítala Hringbraut og Heimahjúkrun Karítassystra. Þórey Haraldsdóttir Sigurður Pálmason, Inga Árnadóttir, Jónína Sigrún Pálmadóttir, Valdís Pálmadóttir, Ingólfur Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.