Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 48

Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 48
48 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SJÓNVARPSFRÉTTUM á dög- unum var kona á vegum borgarinnar spurð að því hvort borgin ætlaði að leyfa að Austurbæjarbíó væri brotið niður. Hún svaraði með útúrsnúningi að borgin ætlaði ekki að fara að reka bíó en um það hafði enginn spurt. Mér vitanlega er enginn staður fyrir unglinga í gamla bænum en í nýjustu hverfunum er verið að koma upp að- stöðu fyrir íþróttir og fleira. Þegar Lídó var lagt niður sem skemmti- staður fóru unglingarnir aftur á Hallærisplanið sem svo var nefnt, því þeir höfðu engan samastað. Þess- vegna fyndist mér að borgin ætti að breyta Austurbæjarbíóinu í skemmtistað unglinga (án drykkju og eiturefna) og bjarga um leið þessu fallega húsi frá því að vera brotið niður. Nóg hefur verið gert að því að rífa í bænum, að brjóta 100 ára göm- ul steinhús niður af því að þau féllu ekki að skipulaginu t.d. við Suður- landsbraut og Háaleitisbraut og víða. Mikill uppgröftur hefur verið í Að- alstræti þar sem talið er að bær Ing- ólfs hafi staðið og þar kom margt í ljós sem sannar það. Maður hefði haldið það mikils virði að geta spurt hvar Ingólfur og Hallveig hefðu búið og það í miðri höfuðborg Íslands. En öðru nær, þar á að reisa hótel. Að vísu mega rústirnar vera í skonsu í kjallaranum en það verður að grafa göng, úr gamla kirkjugarðinum und- ir Aðalstræti, til að komast þangað inn vegna þess að þarna færi pláss forgörðum sem átti að vera bílastæði fyrir hótelgesti. Þá datt þeim í hug að grafa það undir Túngötuna og síð- an datt einum snillingi í hug að best væri að hafa bílastæðið undir Tjörn- inni, það væri hvort eð er ekkert not- að og fuglarnir gætu gutlað þar of- aná eins og áður þó bílar væru undir. En þeir sáu ekki Arnarhól en þar var þó gert bílastæði fyrir mörgum árum kallað Kolaport. Þar stóð áður gamli kolakraninn og eftir að hann kom þurfti ekki að bera kolin og salt- ið á bakinu upp úr skipunum. Engin höfuðborg í heimi á eins gott pláss fyrir bíla og Reykjavík. Það er allt Arnarhólstúnið sem má taka og gera að bílastæði eftir þörfum. Björgum Austurbæjarbíói frá því að bera brotið niður og gerum það að samastað vímulausrar æsku. Ríki og bær taki höndum saman um að svo megi verða. Höfum það í huga að hver og einn unglingur sem hægt er að bjarga frá því að lenda í vímuefna- vanda er dýrmætur fyrir fjölskyld- una og þjóðina alla. Og æskan á nú að erfa landið, það sem eftir verður af því, þegar stórvirk tæki verða bú- in að bora og brjóta það að vild fyrir erlenda álkónga. Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá vertu á framtíðar vegi. Þannig orti Þorsteinn Erlingsson. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Austurbæjarbíó Frá Guðmundi Bergssyni Morgunblaðið/Jim Smart Greinarhöfundur vill að gamla Austurbæjarbíói verði þyrmt og það verði gert að samastað fyrir vímulausa unglinga. ÞAÐ væri sannarlega hagkvæmt að loka akrein á Hringbraut, Sæbraut, Miklubraut, Breiðholtsbraut og Kringlumýrarbraut fyrir alla nema strætó. Ástæðan er sú að „ef menn sjái almenningsvagninn fara fram úr sér á hverjum degi á leið til og frá vinnu og skóla hljóti það að verða til þess að fólk fari að hugleiða hvort ekki sé hentugra að nota almenn- ingssamgöngur en einkabílinn“. Þetta segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó, í Morgun- blaðinu 13. júlí og lætur sig dreyma um nýtt blómaskeið SVR. Maður hreinlega viknar þegar svona snillingar viðra hugmyndir sín- ar. Ég efast ekki eitt augnablik um að allir – já ALLIR – munu skilja sóðalegan, mengandi einkabílinn eft- ir heima og ferðast með snyrtilegum, sparneytnum og fyrirferðarlitlum strætisvögnum í hvaða veðri sem er. Eflaust munu einhverjir efasemd- armenn – aðallega nasistar, komm- únistar og einkabílistar – mótmæla þessu og kalla heimsku. Að öngþveit- ið sé nægt fyrir og þvingunaraðgerð- ir séu ekki vænlegar til árangurs. En það er ekki málið. Aðalatriðið er að fólk átti sig á hvað það er gaman að ferðast með strætó því þetta er í raun tugmilljóna limósína með einkabíl- stjóra og útvarpi. Auk þess má tala í síma án handfrjáls búnaðar í strætó, ekki gleyma því. Þessir sömu „istar“ myndu líklega leggja til vitleysu í líkingu við að frekar ætti að gera fleirum kleift að eiga og reka einkabíl með lægri sköttum á eldsneyti og bíla. Þeir myndu líka varpa fram þeirri ábyrgðarlausu skoðun að frekar ætti að auka umferðarrýmd á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU en á Trölla- skaga og Austfjörðum. Að tvöföldun og þreföldun helstu umferðaræða höfuðborgarsvæðisins sé mörg þús- und sinnum hagkvæmara þjóðhags- lega en jarðgöng í fámennum kjör- dæmum. Þetta er vitaskuld helber vitleysa. Bera menn enga virðingu fyrir þörfum landsbyggðarfólks? Skilur þetta fólk ekki að maður er manns gaman? Miklu meiri lífsfylling fylgir því að ferðast saman í strætó en einmana í mengandi einkabílnum. Enginn þarf að örvænta meðan hugsuðir eins og Ásgeir Eiríksson eru til. Nái hugmyndir hans fram að ganga mun bróðerni, samkennd og lífsgleði, að ógleymdri skilvirkni aukast stórkostlega í umferðinni. SIGURGEIR ORRI SIGURGEIRSSON, Garðastræti 17, Reykjavík. Sítrónur í umferð Frá Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.