Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 49 Heimsferðir kynna nú sína glæsilegustu vetraráætlun frá upphafi og nýir spennandi ferðamöguleikar á hagstæðari kjörum en áður hafa sést á íslenskum ferðamarkaði. Nú getur þú valið um beint flug til Kanaríeyja í allan vetur á stórlækkuðu verði, en Heims- ferðir lækka verðið frá því í fyrra um allt að 30% milli ára, eða einstök tilboð í sérflug okkar til Kúbu og Jamaica í Karíbahafinu. Nú bjóðum við annað árið í röð bein flug til Salzburg í Austur- ríki, sem er örstutt frá bestu skíðasvæðum Austurríkis, Zell am See, St. Anton og Lech á betra verði en nokkru sinni fyrr og úr- val frábærra hótela. Njóttu heimsins í vetur og tryggðu þér gott frí á frábærum kjörum. Vetrar- ævintýri Heimsferða Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Kanarí Vikulegar ferðir í vetur Verð kr. 27.762 Beint flug til Jamaica Nú í fyrsta sinn frá Íslandi er í boði beint leiguflug til paradísar- eyjunnar Jamaica í Karíbahafinu. Hér upplifir þú einstakt andrúms- loft og ótrúlega stemmningu sem á engan sinn líka. Glæsilegur að- búnaður í boði fyrir Heimsferða- farþega. Sjá bækling Heimsferða með Morgunblaðinu í dag. Beint flug til Salzburg Nú bjóða Heimsferðir beint flug til Salzburg, en borgin liggur rétt við bestu skíðalönd Austurríkis og örstutt að fara til Zell am See, St. Anton eða Lech, sem eru með bestu skíðasvæðum heimsins. Kúba Frá kr. 98.150 Beint leiguflug til þessarar heillandi eyju. Jamaica Frá kr. 89.950 Beint leiguflug í fyrsta sinn á Íslandi til einnar fegurstu eyju í Karíbahafinu. Siglingar Frá kr. 145.750 Glæsisiglingar með Costa Cruises í Karíbahafinu. í Karíbahafinu Skíði Frá kr. 39.950 í Austurríki Beint flug til Salzburg Beint flug til Salzburg þar sem þú finnur vinsælustu áfangastaðina í Austurrísku ölpunum, Zell am See, St. Anton eða Lech. M.v. hjón með 2 börn, Agaeta Park, vikuferð, 6.janúar. Símabókunargjald, kr. 2.000. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Metbókanir til Kanarí Heimsferðir hafa nú stórlækkað verðið til Kanarí í vetur og nú þegar hafa á þriðja þúsund manns tryggt sér ferðina þangað á ótrú- legum kjörum. Kynntu þér bestu verðin og bestu hótelin. Lægra verð á netinu Nú getur þú tryggt þé lægsta verðið til Kanaríeyja með því að bóka á netinu, en þú sparar 2.000.- kr. á mann, ef þú bókar og greiðir á www.heimsferdir.is. Einfalt og öruggt. MÝRDALSHREPPUR seldi á þessu ári aðstöðuna á tjaldstæðunum í Vík í Mýrdal. Að sögn Sifjar Hauks- dóttur, eins af nýju eigendunum, hefur sumarið það sem af er gengið nokkuð vel. Tjaldstæðin eru mjög rúmgóð og eru á fallegum stað rétt í jaðri Vík- urþorpsins, öll aðstaðan er til fyr- irmyndar, þjónustuhús er á staðn- um með snyrtiaðstöðu, sturtum, þvottavél og eldunaraðstöðu. Einnig eru tvö sumarhús með öllum búnaði leigð út í lengri og skemmri tíma. Við hliðina á tjaldstæðunum er svo sex holu golfvöllur sem verður stækkaður í 9 holur síðar í sumar. Undanfarna daga hafa Sif og fé- lagar verið að undirbúa versl- unarmannahelgina og er ætlunin meðal annars að hafa varðeld á kvöldin með tilheyrandi gleði. Morgunblaðið/Jónas ErlendssonSif Hauksdóttir við þjónustuhúsið á tjaldsvæðunum í Vík. Nýir eigendur tjaldstæðanna í Vík Fagradal. Morgunblaðið. Opið í Smáralind Í dag, laugardag- inn 2. ágúst, verða verslanir í Smára- lind opnar eins og venjulega á laug- ardögum frá kl. 11–18. Leiktæki fyrir börnin verða í Vetrargarðinum í dag. Vegna frídags verslunar- manna verður almennt lokað sunnu- dag og mánudag en opið verður hjá eftirtöldum: Sunnudaginn 3. ágúst og mánudaginn 4. ágúst verður Pizza Hut opið frá kl. 12–22, Friday’s frá kl. 12–23 og miðasalan í Smárabíói verður opnuð kl. 13.20. Jafnframt verður Hagkaup og Ís-inn í Hag- kaup með opið á sunnudeginum frá kl. 12–18. Opið golfmót Opna VR-mótið verð- ur haldið í annað sinn í dag, en í fyrra tóku á annað hundrað manns þátt. Þá fóru tveir holu í höggi svo það verður spennandi að sjá árangurinn af mótinu í ár. Ræst verður út af öll- um teigum samtímis kl. 09:00. Keppt verður um fyrsta sætið án forgjafar en einnig eftir punktakerfi og er full forgjöf að hámarki 24. Boðið verður upp á léttan málsverð að móti loknu. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, nándarverðlaun á par 3 holum. Einnig verða veitt sér- stök verðlaun fyrir flesta punkta kvenna og til þess VR-félaga sem stendur sig best á mótinu. Í DAG Byrjendakennsla í lestri Fræðslu- fundur um byrjendakennslu í lestri og stærðfræði verður haldinn í Nor- ræna húsinu 7. ágúst nk. kl. 17.30– 19.30. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur í Kópavogi gengst fyrir fundinum og ræðumenn verða Helga, sem á skól- ann og rekur hann, og Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur og prófess- or í eðlisfræði lofthjúpsins. Erindi Helgu fjallar um lestur og lestr- arkennslu og hvað sé til ráða þegar illa gengur. Hún ræðir líka um grundvöll menntakerfis okkar og nauðsynlegar breytingar á því. Har- aldur fjallar um reikningskennslu með áherslu á þætti sem hættir til að verða útundan í kennslunni Kennslubækur Helgu í stærðfræði og íslensku verða til sölu á fundinum. Fundurinn er öllum opinn. Enginn aðgangseyrir. 5. umferð Íslandsmótsins í GoKart Andri Örn Víðisson (Tamiya/Orion/ LRP) og Gudmundur Werner (HPI/ LRP/LRP) munu berjast hart um 2. sætið í loka umferð Íslandsmótsins sem fram fer á REIS-brautinni í Reykjanesbæ laugardaginn 9. ágúst. Á NÆSTUNNI LÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðvaði erlendan ferðalang í bílaleigubíl á 136 km hraða á Suðurlandsvegi milli Hellu og Hvolsvallar á leið vestur um miðjan dag í gær. Ökumaður fékk 30 þúsund kr. sekt fyrir hraðaksturinn. Stöðvaður á 136 km hraða UM verslunarmannahelgina verð- ur ýmislegt í boði fyrir gesti á Þingvöllum. Farið verður í lengri gönguferð um þingstaðinn forna á laugardag- inn kl. 13 en þá verður fjallað um sögu og staðhætti. Klukkan 16 verður hægt að fræðast um forn- leifar og fornleifarannsóknir á Þingvöllum í gönguferð sem hefst við Þingvallakirkju. Á laugardags- kvöld verður guðsþjónusta undir berum himni við Þingvallakirkju þar sem sr. Kristinn Á. Friðfinns- son messar en hann nýtur aðstoð- ar hjónanna Þorvalds Halldórsson- ar og Margrétar Scheving sem sjá um hljóðfæraleik og söng. Sunnudaginn 3. ágúst verður gönguferð klukkan 13 þar sem gengið verður með ströndu Þing- vallavatns og spáð í lífríki vatns- ins. Guðsþjónusta verður í Þing- vallakirkju klukkan 14 en barnastund og þinghelgarganga eftir messu. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er öllum opin og án endurgjalds. Verslunarmannahelgi á Þingvöllum VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur mun halda frídag versl- unarmanna hátíðlegan í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 4. ágúst nk. Eins og undanfarin ár verður frítt í garðinn í boði VR. Skemmtun þessi hefur verið mjög vel sótt og í fyrra komu yfir 9.000 gestir í garðinn á þessum degi. Þar verður margt til skemmtunar. Í boði verða hoppkastalar og leik- tæki frá Skátalandi, andlitsmálun og póstaleikur. Ýmsar uppákomur verða í garðinum og þar á meðal verða lukkuúlfurinn og trúðar á rölti um garðinn. Allir krakkar fá gefins blöðru. Garðurinn verður opinn frá kl. 10–18. VR býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn LISTAKONURNAR Leo Thorodd- sen og Valdís Halldórsdóttir sýna akrílmyndir, leirskúlptúra og mál- verk í HM-kaffi á Selfossi. Sýningin verður opin til 12. ágúst. Alls eru á sýningunni 17 verk. Þetta er fyrsta sýning þeirra beggja en Leo Thoroddsen hefur búið í Pretoríu í S-Afríku í þrjú ár og sótt listnám þar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leo Thoroddsen og Valdís Halldórsdóttir við eitt listaverka Leo. Listsýning í HM-kaffi Selfossi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.