Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 50

Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Félag aldraðra í Mos- fellsbæ. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð í sumar til 2. september. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga frá Hraunseli kl. 10. Rúta frá Firð- inum kl. 9.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Ferð í Skafta- fellssýslur, fjórir dagar: Ekið austur í Þjórs- árdal, komið við í Gjánni, Stöng, Háa- fossi, Hrauneyjum, Veiðivötnum, ekið Vatnahringinn. Land- mannalaugar, Skaft- ártunga, Eldgjá, Kirkjubæjarklaustur, Lakagígar, Fjarð- árgljúfur, Prestbakka- kirkja og Dverghamr- ar. Á heimferð er ekið um Landbrot, Með- alland og Vík í Mýrdal. Gisting: Hrauneyjar ein nótt, Kirkjubæj- arklaustur tvær nætur. Leiðsögn: Ólafur Sig- urgeirsson. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, opin frá kl. 10–16. S. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa til 12. ágúst. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Námskeið í glerskurði byrjar 12. ágúst. Námskeið í postulínsmálningu byrjar 7. ágúst. Söng- tímar byrja 14. ágúst. Ath. breyttur tími í fé- lagsvistinni, frá og með 1. sept. byrjar fé- lagsvistin kl. 13.30. Vesturgata 7. Farið verður á Snæfellsnes miðvikudaginn 13. ágúst kl. 9. Ekin verður Vatnaleiðin til Stykk- ishólms, þar sem litast verður um, sjávarrétt- asúpa, heitt brauð og kaffi borðað í Sjáv- arpakkhúsinu. Ekið út nesið, á Rifi tekur Skúli Alexandersson, fyrrv. alþingismaður, á móti hópnum og sýnir okkur Ingjaldshólskirju og fleira markvert. Kvöld- verður snæddur á hótel Búðum. Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Allir vel- komnir. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krumma- kaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið til að hætta reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fundur í Gerðu- bergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-samtök spilafíkla, fundir spilafíkla. Höf- uðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl. 18.15 – Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarn- arnes. Miðvikudagur kl. 18 – Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, göngu- deild SÁÁ, Reykjavík. Föstudagur kl. 20 – Víðistaðakirkja, Hafn- arfjörður. Laug- ardagur kl. 10.30 – Kirkja Óháða safnaðar- ins v/ Háteigsveg, Reykjavík. Austurland: Fimmtudagur kl. 17 – Egilsstaðakirkja, Eg- ilsstöðum. Neyðarsími GA er opinn allan sólar- hringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og í síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi), 2. hæð, s. 552-2154. Skrif- stofan er opin miðvi- kud. og föstud. kl. 16– 18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562- 5715. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Í dag er laugardagur 2. ágúst, 214. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. (Matt. 10, 26.)     Guðríður Sigurðar-dóttir fjallar um sumarleyfi Íslendinga á Tíkinni. Hún segir m.a.: „Þar sem ég þekki til í öðrum löndum spannar sumarleyfistíminn yf- irleitt um 5–6 vikur, þá yfirleitt í júlí og ágúst. Hér á landi spannar hann hinsvegar 3 mán- uði, fólk er að taka kannski 2–3 vikur sam- fleytt og svo frídaga hér og þar yfir sumarið. Þetta hefur það í för með sér að fyrirtæki á Íslandi eru að vinna á hálfum hraða í þessa 3 mánuði sem sumarleyfistímabilið nær yfir. Einnig má nefna að rétt á undan þessu langa sumarleyfis- tímabili voru nokkrar ansi slitróttar vinnuvikur í vor þegar við fengum fjóra fimmtudagsfrídaga á 7 vikna tímabili þannig að segja má að þetta slitrótta vinnutímabil nái yfir ekki bara þrjá mán- uði heldur tæpa fimm mánuði.     Orsök þessa langasumarleyfistímabils Íslendinga má líklega að einhverju leyti rekja til hinna gríðarlega löngu sumarleyfa skólanna. Ung börn á skólaaldri er ekki hægt að skilja eftir ein heima og ekki er mikið um gæsluúrræði fyrir börn á þessum aldri. Þetta verður til þess að foreldrar grípa til þess ráðs að fara annaðhvort í sumarfrí á sitthvorum tíma til að ná að dekka gæslu barnsins yfir sumarið eða að ann- að foreldrið hverfur af vinnumarkaði. Því miður er staðreyndin sú að oft- ar en ekki eru það mæð- urnar sem taka það að sér að vera heima hjá börnunum og því má segja að þessi löngu sumarleyfi skólanna séu enn einn þáttur sem hef- ur óbein áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði.     Uppi hafa verið hug-myndir um að fækka námsárum á grunn- og framhaldskólastigi þann- ig að nemendur útskrif- ist með stúdentspróf átján ára eins og í flest- um löndum í kringum okkur. Einn þáttur í fækkun skólaáranna væri að stytta sumarleyfi skólanna. Þetta væri gert fyrst og fremst til að gera íslenska mennta- kerfið samkeppnishæf- ara en um leið myndi þetta hafa áhrif á sumar- leyfistöku fólks á íslensk- um vinnumarkaði, draga úr röskun á vinnu for- eldra og auka vinnu- hraða fyrirtækja… Ef skólar tækju almennt upp stutt vetrarfrí í sam- ráði við atvinnulífið væri þjóðfélagið undir það bú- ið rétt eins og á sumar- leyfistímanum.     Þetta myndi bæta stöðukvenna á vinnu- markaði því eins og áður sagði er það enn svo að það eru yfirleitt kon- urnar sem taka á sig þá vinnuröskun sem hlýst vegna úrræðaleysi í gæslu barna.“ STAKSTEINAR Allir í frí! Víkverji skrifar... FÁTT þykir Víkverjameira pirrandi en að fá vonda þjónustu. Oftar en einu sinni og oftar en tvisv- ar hefur Víkverji komið óánægður frá skyndibita- staðnum Subway. Víkverji fer þó einhverra hluta vegna alltaf aftur á staðinn, ekki vegna þjónustunnar heldur einfaldlega vegna þess að bátarnir eru svo góðir. Subway er einn af þess- um stöðum sem eru hluti af stórri keðju. Staðirnir eru um allan heim. Það sem ein- kennir slíkar skyndibitakeðjur – eða öllu heldur það sem dregur fólk að þeim – er að viðskiptavinurinn veit að hverju hann gengur. Þótt einhver fjölbreytni sé á milli landa þá eru bát- arnir nokkurn veginn staðlaðir og þjónustan ætti að vera það líka. Víkverja virðist þó vera allur gang- ur á því hvers konar bát hann fær, þrátt fyrir panta alltaf það sama. Hið ágæta starfsfólk staðanna sýnist Vík- verja ekki hafa hugmynd um að það starfar fyrir skyndibitakeðju sem verður að hafa ákveðnar reglur og gera hlutina á sama hátt í hvert skipti. Víkverja þykir það ekki smá- munasemi að krefjast þess að fá jafn- margar ostsneiðar á bátinn sinn í Kringlunni og í Lækjargötunni. Þetta eru nú einu sinni staðir sem gefa sig út fyrir að vera hluti af sömu heild og eiga í raun réttri að bjóða upp á sama matinn. Ef viðskiptavinur veit ekki hvað hann fær þá er auðvitað enginn tilgangur með skyndibitakeðjunni. x x x MÖRGUM þykir Víkverji veranöldurseggur þegar hann kvartar yfir vondri þjónustu. Víkverji blæs á slíkt. Honum þykir matur og ýmislegt annað kosta nógu mikið í peningum án þess að neytendur þurfi líka að þola slæma þjónustu. Víkverji hefur lent í því þrisvar á umræddum skyndibitastað að fá ekki kvittun í hend- urnar eftir að hafa greitt með korti. „Þú þarft sko ekkert að skrifa undir,“ heyrðist í öll skiptin í hinu óþjálfaða afgreiðslufólki. Víkverji reyndi þá að benda á að það er engu að síður réttur þess sem greiðir fyrir matinn að ráða því hvort hann tekur við kvittun eða ekki. Ákvörðun um það verður alltaf að liggja hjá viðskiptavini, ekki hjá þeim sem selur matinn. Nú ætlar Víkverji alls ekki að halda því fram að afgreiðslufólk Subway hafi verið að reyna að gera honum neinn grikk, því fer fjarri. Það virtist einfaldlega ekki vita betur. Víkverji vill vera viss um að upphæðin sé rétt, enda telur hann að hver og einn verði að bera ábyrgð á því sjálfur að hann greiði rétta upp- hæð. Þetta myndu margir flokka undir leiðindavesen, en Víkverji ber höfuð hátt þegar hann biður vinsam- legast um að fá í það minnsta að sjá kvittunina áður en henni er hent. Hann ætlar ekki að hætta að borða bátana góðu en vonar innilega að yf- irmenn sjái sér fært að fræða ungt starfsliðið um rétt viðskiptavinarins. Morgunblaðið/Kristinn Víkverji vill fá almennilega þjónustu eftir að hafa greitt fyrir matinn sinn. Tinnabækur óskast ÍSLENSKA útgáfan af Tinnabókum nr. 4, 5, 7, 10, 11, 17, 18 og 20 óskast gef- ins eða á góðu verði. Þeir sem eiga þessar bækur og geta hugsað sér að láta þær frá sér eru vinsamleg- ast beðnir að hafa sam- band í síma 869 1230 eða 561 0410. Einar. Góð þjónusta hjá Heklu ÉG VIL koma á þakklæti til Heklu fyrir góða þjón- ustu við bílakaup. Sérstak- lega vil ég þakka sölu- manninum Tryggva Andersen, mega aðrir taka lipurð hans og heið- arleika sér til fyrirmynd- ar. G.G. Kóteletturnar eru of smáar ÉG ER sammála Viktori sem skrifar í Velvakanda þann 31. júlí sl. Lambakjöt af 13 kg skrokkum er það eina sem er almennilegt – það sem er þar fyrir neðan er of smátt og bragðlaust. Ein kóteletta er eins og matskeið, það er kjötiðn- aðarmönnum ekki til framdráttar að framleiða slíkan varning. Þeir ættu að taka þetta til sín og framleiða almennilegt súpu- kjöt. Kjötsúpuunnandi. Starfsstúlka Nóatúns í Hamraborg ÉG VAR stödd í Nóatúni í Hamraborg um daginn sem er óvanalegt því að ég á heima í Reykjavík. Þar geng ég að kjötborðinu. Það var hádegi og svona 4 að bíða eftir afgreiðslu og ein starfsstúlka að afgreiða. Þessi starfsmaður var að af- greiða aldraða konu sem sá ekki mjög vel og varð því að treysta afgreiðslustúlkunni. Ég heyrði það að konan sagði að hún borðaði ekki mikið og ekki stóra skammta en hana langaði í eitt reykt ýsuflak en hún vildi ekki stórt stykki svo stelpan bauðst til að skera það í bita og pakka í þannig pakkningar að hún gæti tekið upp einn bita og þyrfti þar með ekki að taka allt ýsuflakið í einu úr frysti. Jú, konan þakkaði fyrir og keypti líka eitthvað meira og alltaf bættist við fólk sem beið eftir afgreiðslu. Þessi stúlka á, af minni hálfu, hrós skilið því að ekki varð hún pirruð eða lét aðra trufla sig þó sumir í röðinni væru ekki að sýna tillits- semi, hún var mjög róleg, tillitssöm og þjónustaði alla hratt og vel. Ég vildi að allir starfsmenn tækju hana til fyrirmyndar og væru með svona góða þjónustulund og því vil ég biðja þá sem að vinna með henni að koma þessu til skila því að hún vann fyrir þessu hrósi. Guðrún. Tapað/fundið Rauð leikfangataska tapaðist RAUÐ leikfangataska tap- aðist á Hótel Geysi föstu- daginn 25. júlí sl. Taskan er full af motorcross- hjólum. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 8988128 eða 5674195. Myndavél tapaðist OLYMPUS-myndavél tap- aðist á Öskjusvæðinu, sennilega við Víti, þann 21. júlí sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 566 7137 eða 863 7137. Gullarmband tapaðist ÉG VAR á ferðalagi þann 30. júlí sl. og tapaði þá gullarmbandi. Fjórir stað- ir koma til greina; Hólar í Hjaltadal, Gallerí Ash í Varmahlíð, OB bensín- stöðinni á Blönduósi og Staðarskáli. Skilvís finn- andi vinsamlegast hafi samband í síma 554 5098 eða 899 5098. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 klaufaskapur, 8 æpi, 9 æviskeiðið, 10 meis, 11 óheflaðan mann, 13 áma, 15 stafli, 18 storkar, 21 lúsaregg, 22 undirnar, 23 mergð, 24 glamraði. LÓÐRÉTT 2 hlutdeild, 3 þræta, 4 bjart, 5 krafturinn, 6 digur, 7 venda, 12 af- reksverk, 14 ótta, 15 fíkniefni, 16 peningar, 17 út, 18 duglegur, 19 lofað, 20 væskill. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fjöld, 4 gepil, 7 úldin, 8 felur, 9 dún, 11 auðn, 13 hrái, 14 ýlfur, 15 barr, 17 æfir, 20 þrá, 22 lokka, 23 bifar, 24 rimma, 25 tuska. Lóðrétt: 1 fjúka, 2 önduð, 3 dund, 4 Gefn, 5 pólar, 6 lerki, 10 úlfur, 12 nýr, 13 hræ, 15 bolur, 16 rekum, 18 fífls, 19 rorra, 20 þaka, 21 ábót. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.