Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 57

Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 57 POPPDROTTNINGIN Madonna hefur krafist þess að Gap-versl- anirnar selji barnabók hennar í öllum Gap- barnafatabúðum. Er þetta hluti af auglýsingasamn- ingi sem Ma- donna gerði við Gap en hún er sem stendur að- alstjarna nýrrar Gap-auglýsinga- herferðar ásamt Missy Elliott. Bókin, sem heitir The English Roses, Ensku rósirnar, er byggð á kabbalah-trúnni, sem Madonna fylgir. Gap ætlar enn- fremur að gefa eintök af nýrri smáskífu Ma- donnu, „Into the Hollywood Groove“, með öll- um seldum flauelsbuxum … Sandra Bullock er hætt með kær- astanum, hinum 22 ára Ryan Gosl- ing. Nokkur aldursmunur var á parinu því Sandra er 39 ára. Sam- bandsslitin urðu vegna fjar- sambandsörðugleika. „Þetta fjar- samband varð of mikið fyrir þau. Það var ekkert drama í gangi eða rifrildi. Þau eru ennþá vinir,“ upplýsti vinur þeirra … Leikkonan Anna Paquin, sem er þekkt fyrir leik sinn í X-mennunum, á tvo hvolpa, sem eru farnir að valda usla á heimilinu. Hvolparnir hennar Önnu, sem heita Dee Dee og Sascha, eyðileggja allt sem verður á vegi þeirra. „Þeir eru óþekkir og éta púðana í sófanum mínum. Og þegar ég sný mér við í eina sekúndu eru þeir búnir að éta sokkapar,“ sagði hún. Meira um hunda. Jade Jagger, skartgripahönnuður og dóttir Micks Jaggers, er veik fyrir mjóhundum. Hún á fjóra slíka sem koma víða að í heiminum. Jade er svo hrifin af mjóhundum að hún stóðst ekki freistinguna þeg- ar hún var í Mar- okkó um daginn og keypti sér einn til viðbótar. „Ég ætlaði ekki að kaupa hann en hann var af alveg sérstaklega sjald- gæfri tegund,“ sagði hún … Stjóri plötufyr- irtækisins Death Row, Suge Knight, hefur veið dæmdur í tíu mánaða fangelsi eftir að hafa kýlt bílastæðavörð fyrir utan næturklúbb í Los Angeles. Hann var handtekinn fyrir utan hinn vinsæla klúbb White Lotus eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu vegna þess að bílastæðavörðurinn var ekki tilbúinn með bílinn hans í tíma. Suge, sem heitir réttu nafni Marion, var sendur aftur í fangelsi því að þeg- ar hann var handtekinn braut hann skilorð sem hann var á. FÓLK Ífréttum Útsala Útsala Útsala COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575 ÞAÐ kom mér í opna skjöldu hvað þessi plata hangir vel saman. Svona samstarfs- og hliðarverkefni manna sem hafa annað að aðal- starfi geta oft verið vafasöm en hér hefur ofangreindum þremenn- ingum tekist að landa prýðisplötu. Gírinn er lágstemmdur og rólynd- islegur, lögin sandblásin og „amer- ísk“, með tilvísun í tímalausar mel- ódíur að hætti Neil Young og hrátt og hryss- ingslegt grugg af gamla skólanum (fyrri tíma Screaming Trees t.d.). Værukærðin og „blátt áfram“ andinn er helsti styrkur plötunnar sem rennur vegna þeirra þátta ljúflega í gegn. Það eru engin átök í gangi en heldur engin lognmolla, lögin eru því látlaus og næstum þægilega „venjuleg“. Uppfyllingar- efni er næstum ekkert og rúsínan í pylsuendanum er hið 12 mínútna hávaðadjamm „Pasted“, spuni sem – já, þetta er ótrúlegt – svínvirkar! Fyrsta plata Eyes Adrift er ágæt sönnun þess að stundum borgar sig að vera bara „slakur“ á því.  Tónlist Gamalt grugg Eyes Adrift Eyes Adrift Cooking Vinyl Eyes Adrift skipa Curt Kirkwood (Meat Puppets), Krist Novoselic (Nirvana) og Bud Gaugh (Sublime). Furðu gott bara. Arnar Eggert Thoroddsen STAIND er besta dæmið um hversu illa er hægt að fara með rokk og þá dægurtónlist almennt. Væmnin, tilgerðin, hugmynda- og rokkleysið er svo yfirdrifið að mann næstum setur hljóðan að sitja undir þessu. Þegar líður á plötuna er hún orðin svo þreyt- andi í ófrumlegu hjakki sínu að það næstum því líður yfir mann úr leiðindum. Já, þetta er svona slæmt. Það eru engin gífuryrði hér á ferðinni. Og þessi andsk… söngvari þarna, Aaron Lewis, er einn sá mest pirrandi sem ég hef lengi heyrt í. Það er sannarlega hollt og gott að vera minntur á það endrum og eins að það er líka verið að búa til arfaslaka tónlist. Það er gert ræki- lega hér. En má ég frábiðja mér fleiri kennslustundir úr ranni Staind. Í guðanna bænum! 0 stjörnur Ömurlegt Staind 14 Shades of Grey Flip Records/Elektra Lélegasta plata ársins. Slær sjálfan Michael Bolton út í almennum leiðindum og smekkleysu (sem átti þó verstu plötu síðasta árs). Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.