Morgunblaðið - 15.08.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 15.08.2003, Síða 28
S TEINGRÍMUR J. Sigfús- son, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, telur fyrirmæli forseta Bandaríkjanna um að afturkalla brottför F-15-orustu- þotna varnarliðsins frá Keflavíkur- flugvelli, þýða ekkert meira en að málinu sé skotið á frest. „Ég er ekki viss um að Bandaríkja- menn nenni að halda hér úti einhverjum umsvifum og standa undir þeim kostnaði sem þeir sjá sjálfir engan tilgang í leng- ur. Þeir hafa ákveðið að sýna íslenskum ráðamönnum þá til- litsemi að skoða mál- ið betur. Hvað það felur í sér er of snemmt að segja til um. Áhugi Banda- ríkjamanna á að fara með herinn hef- ur legið fyrir lengi og ég hef enga trú á að þetta sé ávísun á grundvallar- stefnubreytingu af þeirra hálfu,“ segir Steingrímur. Honum finnst framganga íslenskra stjórnvalda í þessu máli hafa verið niðurlægjandi fyrir þjóðina. Íslenskir ráðamenn knékrjúpi fyrir bandarísk- um stjórnvöldum og biðji um að varn- arliðið, sem vilji fara úr landinu, verði hér áfram. „Mér finnst það í einu orði sagt ömurleg framganga og að mörgu leyti rætast manns verstu martraðir í sambandi við lokakafla í sögu þess- arar erlendu hersetu í landinu.“ Steingrímur segir það ráðast al- gjörlega af efnislegri afstöðu fólks til veru varnarliðsins hvort þessi niður- staða teljist góður pólitískur árangur í viðræðum Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra og Halldórs Ásgrímssonar utanríkismálaráðherra um varnarmál við stjórnvöld í Washington. „Ég vildi ekki eiga mér þetta minn- ismerki á mínum stjórnmálaferli. Mér finnst þetta vera mikill blettur á ráði sérhvers stjórnmálamanns að leggjast í slíkt. Ég held að þeir komist ekki frá því að þessi efnishlið málsins er þarna til staðar. Það er ekki hægt að setja umræðulaust jákvætt formerki á það að hér eigi að vera erlendur her og þar með hafi þeir unnið sigur með því að koma í veg fyrir að hann fari. Það hlýtur að ráðast af því hvort það telj- ist æskilegt eða ekki,“ segir Stein- grímur. Hersetan orðin markmið í sjálfu sér „Ég tel að þessi atburðir hafi af- hjúpað að hersetan, hersetunnar vegna, er orðin markmið í sjálfu sér. Ég held því fram að það sé nánast einsdæmi í stjórnmálum heimsins. Það eru ekki mörg ríki, ef nokkur sem ég þekki til, sem hafa það sem mark- mið í sjálfu sér að hafa erlendan her í sínu landi. Ég bið þá um að mér sé bent á þau sjálfstæðu ríki þar sem sú er staðan. Yfirleitt er það alls staðar þannig að litið er á slíkt sem illa nauð- syn en ekki æskilegt markmið.“ Steingrímur minnir á að ríkisstjórn- arflokkarnir hafi haft þá afstöðu ekki fyrir svo löngu síðan, að hér ætti ekki að vera erlendur her á friðartímum. Alltaf hafi verið fundin tilefni til að vefengja að þeir tímar væru upprunn- ir. „Nú held ég að mönnum gangi illa að benda á hætturnar sem að okkur steðja og dugar ekki að benda á hryðjuverkaógn í því sambandi. Eng- um manni dettur í hug að þjóð verji sig fyrir hryðjuverkum með fjórum F-15-orustuþotum. Bandaríkjaher gat ekki einu sinni varið Pentagon. Þetta er holóttur málflutningur.“ Eigum að taka yfir eitthvað af störfum varnarliðsins „Það er ánægjulegt að málið er komið í þann farveg að tími gefst til að fara yfir það án þess að allt sé í uppnámi,“ segir Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins. „Samt sem áður tel ég að Íslendingar ættu að skoða það í alvöru hvort varn- armálin eigi í framtíðinni að vera eins og þau hafa verið; hvort ekki sé rétt taka á móti aðs upp.“ Í komandi viðr Bandaríkjamanna ist Guðjón vera verði áhersla á að landi. Hins veg sjálfir að átta si þeir gætu boðið yrði lagt upp með viðræðurnar u ríkjanna hæfust stjórnvöld að ge við viljum taka kostnaður yrði g lönd Atlantshafsb enda Ísland í v þeim þjóðum. Hann telur að og utanríkisráðh miðað við það sem Formenn stjórnarandstöðuflokka um fyrir Guðjón A. Kristjánsson Steingrímur J. Sigfússon Samfylkin jákvæð – „ma Formenn Frjálslynda flokksins og Samfylking- arinnar segja fyrirmæli Bandaríkjaforseta um að afturkalla brottför or- ustuþotna varnarliðsins góð tíðindi. Það setji við- ræður um varnarsamstarf þjóðanna í réttan farveg þar sem náið pólitískt samráð sé forsendan fyrir farsælli lausn. Verstu mar- traðir formanns VG eru hins vegar að rætast. 28 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JAFNRÉTTI TIL NÁMS Í GARÐABÆ Samningur Garðabæjar við Hjalla-stefnuna um rekstur barnaskólamarkar veruleg tímamót. Sam- kvæmt samningnum greiðir bærinn fasta upphæð með hverju barni sem býr í Garðabæ og munu börn bæjarbúa njóta forgangs í skólann. Engin skólagjöld verða innheimt vegna barna í Garðabæ á grunnskólastigi skólans. Skólinn verður einnig opinn börnum úr öðrum sveitar- félögum en í þeim tilvikum verða viðkom- andi sveitarfélög eða foreldrar barnanna að semja sérstaklega við skólann. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í Morgunblaðinu á miðvikudag: „Meginkosturinn er sá að skólinn getur prófað sig áfram með nýj- ungar. Í skólanum verða fjölmargar nýj- ungar, sem ekki er að finna annars staðar innan hins íslenska skólakerfis. Hann eykur fjölbreytnina í skólakerfinu, stuðl- ar að því að íbúarnir hafi raunverulegt val um það hvert börnin þeirra fara og stunda nám en um leið er enginn skyldugur til þess að fara þangað enda er hann ekki skilgreindur sem hverfisskóli.“ Það var jákvætt skref þegar skóla- hverfi voru afnumin á framhaldsskóla- stigi. Nú geta nemendur sótt um vist í þeim skóla sem þeir telja henta sér best og grundvallast fjárframlög til skóla á þeim fjölda nemenda sem stunda þar nám. Á grunnskólastiginu hafa nemendur og foreldrar þeirra hins vegar ekki átt sambærilegt val. Vissulega hafa verið reknir einkaskólar á höfuðborgarsvæðinu og má nefna Ísaksskóla og Landakots- skóla í því sambandi. Þessir skólar hafa hins vegar einungis fengið hluta af þeim greiðslum á nemanda sem aðrir grunn- skólar fá. Sem stendur fá einkaskólar í Reykjavík um helming af framlagi borg- arskólanna á nemanda þótt boðað hafi verið að það hlutfall verði hækkað. Jafnvel má segja að í sumum sveitar- félögum hafi það nánast verið markviss stefna að veikja stöðu einkaskólanna. Í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkur- borgar, sem skilaði skýrslu um einka- skóla í borginni í vor, var þannig komist að þeirri niðurstöðu að tvöfalt kerfi einkaskóla og grunnskóla á vegum sveit- arfélaga væri óhagkvæmt. Einkaskólarn- ir drægju úr fjárhagslegri hagkvæmni borgarskólanna væru þeir reknir sam- hliða hverfisskólum þar sem nemendum hverfisskólanna fækkaði eftir því sem nemendum einkaskólanna fjölgar. Þessi röksemdafærsla er vægast sagt umdeilanleg. Hins vegar snýst grunn- skólanám ekki um það fyrst og fremst að búa til hagkvæmar rekstrareiningar heldur námseiningar er henta nemend- um. Full samstaða ríkir um að grunnskóla- nám er eitt þeirra sameiginlegu verkefna er samfélagið á að sjá um. Það er hins vegar ekki þar með sagt að fólk eigi ekki að hafa val um skóla. Rétt eins og á öðrum sviðum leiðir aukið valfrelsi til meiri fjöl- breytni. Eftir því sem kostunum fjölgar eru meiri líkur á að allir finni kost við sitt hæfi. Með samningi Garðabæjar við Hjallastefnuna gefst foreldrum í Garða- bæ kostur á að velja á milli tveggja skóla fyrir börnin sín. Þar sem foreldrar í Garðabæ fjármagna rekstur grunnskól- ans með útsvarsgreiðslum sínum er sann- gjarnt að þeim sé ekki mismunað velji þeir þann kost að senda börn sín í einka- skólann. Greiðslurnar fylgja barninu. Það er hið raunverulega jafnrétti til náms. FRAMTÍÐ Í FISKELDI Mikilvægi fiskeldis eykst stöðugt. Sútíð er löngu liðin að fiskeldi sé lítil atvinnugrein með óvissa framtíð. Skýr- asta dæmið er sú gífurlega aukning sem orðið hefur í laxeldi á síðastliðnum ára- tug, ekki síst í Noregi. Vaxtarverkir sem einkenndu greinina eru smám saman að hverfa og mikið hefur verið gert til að finna lausnir á vandamálum á borð við mengun er hlýst af eldinu auk þess sem stórstígar framfarir hafa orðið við kyn- bætur á stofnum. Breska tímaritið Economist fjallar ít- arlega um fiskeldi í heiminum í síðastlið- inni viku og spáir því að innan þriggja áratuga geti fiskeldi annað eftirspurn heimsins eftir sjávarfangi. „Á sama tíma getur það hjálpað við að minnka fátækt og matarskort í sumum af fátækustu löndum heims. Og ef vel tekst til gæti fiskeldi hjálpað til við að bjarga fiskistofnum fyrir komandi kynslóðir. Þetta er því án efa eitthvað sem ber að hlúa að,“ segir í leið- ara tímaritsins. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast grannt með þessari þróun og vera jafnframt virkir þátttakendur í henni. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki hafi brennt sig á fjárfestingum er fiskeldi fór af stað á níunda áratugnum hefur mikið vatn runn- ið til sjávar síðan. Víða um land er verið að vinna að merkilegum þróunarverkefnum í fiskeldi er gætu skilað miklum árangri í framtíðinni. Fiskeldi er ekki lengur ein- ungis bundið við lax og má nefna bleikju, hlýra, lúðu og þorsk sem dæmi um teg- undir sem nú koma við sögu í fiskeldi. Oft nýtist sú þekking sem fyrirtæki hafa aflað sér við laxeldi er kemur að því að hefja eldi á nýjum tegundum. Fyrir- tækið Stofnfiskur, sem er umsvifamikið á sviði framleiðslu laxahrogna og kynbóta á laxi, hefur til dæmis að undanförnu unnið að kynbótum á þorski. Vigfús Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Stofnfisks, legg- ur í samtali við Morgunblaðið fyrr í mán- uðinum áherslu á mikilvægi þess að fara ekki of geyst þegar fiskeldi er annars veg- ar. „Við erum nú vel sáttir við það að hafa ekki rokið af stað með sömu látunum og Norðmenn gerðu fyrir tveimur árum, þegar þeir settu laxeldisgróðann yfir í þorskinn. Það er ljóst að nánast allir pen- ingarnir sem í það fóru hafa tapast og lær- dómurinn sem eftir stendur er lítið meiri en sá að svona hraði hentar almennt ekki í fiskeldi,“ segir Vigfús. Guðmundur Valur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sæsilfurs, sem hóf eldi á laxi í Mjóafirði árið 2001, segir mögu- leikana vera mikla. „Þörfin fyrir fiskmeti í heiminum vex á hverju ári. Framboð frá veiðum í hafinu vex hins vegar ekki. Í besta falli skila veiðarnar óbreyttum afla. Munurinn á framboði og eftirspurn, sem er gríðarlega mikill, verður að koma frá fiskeldi,“ segir Guðmundur. Ef rétt er að málum staðið getur fisk- eldi orðið mikilvæg vaxtargrein í íslensku atvinnulífi í framtíðinni. Hér er fyrir hendi gífurleg þekking á öllum sviðum sjávarútvegs, sem er auðlind ekki síður en fiskurinn í sjónum. Sú þekking spann- ar allt frá fiskinum sjálfum til markaðs- og sölumála um allan heim. Margir spá því að framtíð sjávarútvegs felist í fisk- eldi. Þar hljóta Íslendingar að ætla sér stóran hlut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.