Morgunblaðið - 15.08.2003, Side 44

Morgunblaðið - 15.08.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  HELMUT Rahn, 73 ára, sem var ein af hetjum Þjóðverja á HM í Sviss 1954, þar sem þeir urðu heimsmeist- arar, lést í gær. Rahn varð þjóðhetja í Þýskalandi þegar hann skoraði sig- urmark Þjóðverja í úrslitaleik gegn Ungverjum í Bern, 3:2. Hann lék 40 landsleiki og skoraði 21 mark.  TATIANA Grigorieva, silfurverð- launahafi í stangarstökki á ólympíu- leikunum í Sydney fyrir þremur ár- um, verður ekki á meðal keppenda á HM í frjálsum sem fram fer í París síðar í þessum mánuði. Grigorieva náði ekki lágmarkinu en til þess hefði hún þurft að stökkva yfir 4,40 metra.  GRIGORIEVA, sem er ástralskur ríkisborgari en er fædd í Rússlandi, náði aðeins af fara yfir 4,23 metra og þar með er ljóst að tveir verðlauna- hafar frá ólympíuleikunum í Sydney verða ekki á meðal keppenda, hún og Vala Flosadóttir.  DAVID May, fyrrum leikmaður Blackburn og Manchester United, er genginn til liðs við enska 1. deildar liðið Burnley. Þessi 33 ára gamli varnarmaður, sem leystur var undan samningi hjá Manchester United í sumar, virtist á leið til Glasgow Rangers. Hann var þar til reynslu og fór með félaginu í æfingaferð til Þýskalands en ekkert varð úr samn- ingi hans við liðið.  PAUL Lambert, fyrirliði Celtic og skoska landsliðsins í knattspyrnu, er hættur við að leggja landsliðsskóna á hilluna og hefur hann gefið kost á sér í vináttuleik Skota við Norðmenn í næstu viku. Berti Vogts, landsliðs- þjálfari Skota, hefur lagt hart að Lambert að halda áfram enda eru Skotar í harðri baráttu við Þjóðverja og Íslendinga um efstu tvö sætin í undankeppni EM.  MIKAEL Silvestre, varnarmaður Manchester United, varð fyrir meiðslum í æfingaleiknum við Stoke í fyrrakvöld og jók það enn á vand- ræði Sir Alex Ferguson um það hvernig hann stillir upp vörn sinni á móti Bolton í 1. umferð ensku úrvals- deildarinnar á laugardag. Meiðsla- hrina hefur gengið yfir varnarmenn United að undanförnu. Gary Neville og Wes Brown eru báðir frá og þeir Phil Neville, Quinton Fortune og nú Silvestre eru tæpir vegna meiðsla.  ÍRÖKUM hefur verið boðin þátt- taka í Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Alþjóðaólympíunefndin hyggst koma Írökum til hjálpar enda er engin ólympíunefnd til í landinu sem stendur. Uday, sonur Saddam Husseins, var formaður ólympíu- nefndarinnar í Írak en eftir árás Bandaríkjamanna á Írak, þar sem Uday var meðal þeirra sem létu lífið í árásinni, þarf Alþjóðaólympíunefnd- in að grípa inn í. Leirumótið - Happi opið mót Sunnudaginn 17. ágúst Höggleikur með/án forgj., hámarksforgj. karla 24, konur 28. Keppt verður í fjórum flokkum. Karlar: 50 - 54 ára. Verðlaun: 1-3 sæti með forgj. og besta skor. Karlar: 55 ára og eldri. Verðlaun: 1-3 sæti með og án forgjafar. Karlar: 70 ára og eldri. Verðlaun: 1-3 sæti með forgj. og besta skor. Konur: 50 ára og eldri. Verðlaun: 1-3 sæti með forgj. og besta skor. Þetta er síðasta viðmiðunarmót 70 ára og eldri og spila þeir á gulu Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Keppnisgjald kr. 2.500 Ræst út kl. 08:00 - 15:00 Skráning fer fram á www.golf.is og í síma 421 4100 Leikmenn Kärnten keyrðu upphraðann strax frá byrjun og Grindvíkingar áttu í vök að verjast allan fyrri hálfleikinn. Þeim tókst síðan að skora úr fyrstu alvörusókn sinni á 27. mínútu en Paul McShane var dæmdur rangstæður. Tveimur mínútum síðar tók Kärnten foryst- una þegar yngsti leikmaður liðsins, hinn tvítugi Robert Schellander, skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Hann skaut föstu skoti með jörðinni sem Helgi Már Helga- son markvörður réð ekki við. Að- eins tveimur mínútum síðar fékk Grindavík sitt eina færi í fyrri hálf- leik þegar Óli Stefán skallaði framhjá eftir aukaspyrnu Eyþórs Atla Einarssonar. Kärnten átti tíu marktilraunir í hálfleiknum, gegn þessari einu. Svipað var uppi á teningunum framan af síðari hálfleik og Helgi Már varði tvisvar mjög vel á fyrstu tíu mínútunum. En um miðjan hálf- leikinn fór að draga af Kärnten og Grindavík komst betur inn í leikinn. Á 65. mínútu munaði engu að Ólaf- ur Örn Bjarnason jafnaði þegar hann átti skalla af stuttu færi eftir aukaspyrnu Eyþórs en Roland Goriupp varði mjög vel. Óli Stefán fékk skömmu síðar upplagt skot- færi rétt utan vítateigs en boltinn fór yfir. Á 75. mínútu óð bakvörðurinn Sasa Papac inn í vítateig Grindavík- ur þar sem Sinisa Kekic braut á honum. Vítaspyrna, og úr henni skoraði Ungverjinn Peter Kabat, 2:0, en Helgi Már var nálægt því að verja. Grindvíkingar gáfust ekki upp og rétt eftir markið bjargaði Helgi Kolviðsson á síðustu stundu við mark Kärnten eftir góða sókn þeirra. Og á 82. mínútu kom markið sem getur skipt öllu máli. Eyþór tók hornspyrnu frá vinstri, Ólafur Örn skallaði að marki, og við stöng- ina hægra megin var Óli Stefán vel vakandi og skoraði með skalla af stuttu færi, 2:1. Kärnten sótti stíft í lokin. Grind- víkingar sluppu fyrir horn þegar boltinn fór í hönd varnarmanns eft- ir fyrirgjöf Helga Kolviðssonar, og sían varði Helgi Már þrumuskot og Óðinn Árnason bjargaði í kjölfarið. Spilum ekki upp á jafntefli á Íslandi „Þetta var lélegt hjá okkur og mikill klaufaskapur að nýta ekki yf- irburðina sem við höfðum í fyrri hálfleiknum. Við vorum hvað eftir annað með boltann í ákjósanlegum stöðum en unnum ekki úr því sem skyldi, og nýttum ekki þau færi sem við fengum. En við förum ekki til Íslands til að spila upp á jafntefli þótt staðan sé 2:1, við mætum í þann leik til að sigra,“ sagði Helgi Kolviðsson við Morgunblaðið. Hann lék sem aftasti miðjumaður Kärnt- en og tók því ekki mikinn þátt í sóknarleik liðsins en var drjúgur á miðjunni. „Ég varð að spila aftar- lega þar sem lykilmenn í varnarleik okkar voru frá vegna meiðsla,“ sagði Helgi. „Grindvíkingar léku alveg eins og við bjuggumst við. Þeir eru sterkir og skynsamir, Kekic og Ólafur Örn voru mjög góðir í vörninni, og þeir Óli Stefán og McShane voru hættu- legir í skyndisóknunum. Við vissum að þeir væru sterkir í aukaspyrnum og hornspyrnum og það kom ein- mitt á daginn, þannig skoruðu þeir og fengu sín bestu færi.“ Grindvíkingar eiga góða möguleika GRINDVÍKINGAR eiga ágæta möguleika á að komast áfram í UEFA- bikarnum eftir nauman ósigur, 2:1, gegn Helga Kolviðssyni og sam- herjum hans í austurríska liðinu Kärnten í gær. Austurríkismenn- irnir sóttu grimmt á heimavelli sínum í Klagenfurt en uppskáru að- eins mörk úr aukaspyrnu og vítaspyrnu. Óli Stefán Flóventsson náði að minnka muninn fyrir Grindavík þegar átta mínútur voru til leiksloka og það mark getur reynst liðinu geysilega dýrmætt. Liðin mætast aftur í Grindavík hinn 28. ágúst en þrátt fyrir þessar loka- tölur er ljóst að Grindvíkingar þurfa mjög góðan leik á sínum heima- velli til að slá austurríska liðið úr keppni. Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Örn Bjarnason og félagar í Grindavík töpuðu 2:1 fyrir Helga Kolviðssyni og f́élögum í Kärnten í Austurríki. GUÐMUNDUR Steinarsson, knattspyrnumaður, er hættur að leika með Fram og er á leið til Danmerkur þar sem hann mun leika með danska 1. deildarliðinu Brönshöj. Guðmundur er ekki ókunnugur danska liðinu en hann lék sjö leiki með því í vor og skoraði fjögur mörk. „Það er rétt. Ég er hættur að spila með Fram og held utan til Danmerkur á miðvikudaginn. Það voru engin leiðindi á bak við þetta og við komumst að sam- eiginlegri niðurstöðu um að ég fengi að fara. Ég hef ekki verið inni í myndinni hvað liðið varðar í síðustu leikjum og þegar Brönshöj setti sig í samband við mig ákvað ég að fá mig lausan þar sem fresturinn til að skipta um félag í Danmörku rennur út 1. september. Það er aðalástæðan fyrir því að ég fer strax,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Guðmundur gekk í raðir Framara fyrir tímabilið og gerði samning sem gilti út leiktíðina. Hann lék 11 leiki liðsins í úrvalsdeildinni án þess að skora mark en hann skoraði 28 mörk fyrir Keflvíkinga í 82 leikjum liðsins í efstu deild. Guðmundur hættur í Fram ARNAR Sigurðsson varð í gær Íslands- meistari í einliðaleik karla í tennis, sjö- unda árið í röð. Hjá konum lenti bikarinn í nýjum höndum því Soumia Islami fagn- aði sigri í fyrsta sinn. Arnar vann Davíð Halldórsson 6-1 og 6-0 í úrslitum en Soumia lagði Sigur- laugu Sigurðardóttur 6-1 og 6-3 í úrslit- um. Í tvíliðaleik karla unnu Arnar og Davíð þá Andra Jónsson og Jón Axel Jónsson 6-4 og 6-2 en Sigurlaug og Stella Rún Kristjánsdóttir unnu systurnar Rakel og Rebekku Pétursdætur 6-3 og 6-2. Meistarar í tvenndarleik urðu systkinin Arnar og Sigurlaug en þau lögðu syst- kinin Hafstein Dan og Stellu Rún Kristj- ánsbörn 6-3 og 6-3. Arnar Sigurðsson Arnar meist- ari sjöunda árið í röð Soumia Islami „ÞAÐ tók okkur talsverðan tíma að komast inn í leikinn og nokkurs taugatitrings gætti í liðinu framan af leik. En þeir fengu smám saman sjálfstraust og þegar upp er staðið eru úrslitin mjög góð. Markið sem Óli Stefán skoraði gefur okkur líf fyrir seinni leikinn, og um leið meiri trú á að við getum sigrað lið Kärnten í heimaleiknum. Að því stefnum við og ætlum að gera allt til að komast áfram,“ sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Grindavíkur við Morgunblaðið eftir leikinn í Austurríki í gær. „Við náðum að verjast ágætlega í fyrri hálfleiknum, og í raun í leikn- um í heild, því mörkin sem við feng- um á okkur voru úr aukaspyrnu og vítaspyrnu. Austurríska liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik og var þá mun betra en í deildaleiknum sem ég sá með því um daginn. Í seinni hálfleiknum breytti ég um leik- aðferð, fór úr 4-5-1 í 4-4-2, og við það komumst við betur inn í leikinn og sjálfstraustið fór vaxandi eftir því sem á leið. Leikurinn þróaðist smám saman okkur í hag, við höfð- um meiri kraft en þeir eftir því sem leið á leikinn, og þetta er gott vega- nesti að fara með í seinni leikinn heima í Grindavík.,“ sagði Bjarni. Ausandi rigning var á meðan leikurinn stóð yfir en Grindvík- ingar höfðu búið sig undir leikinn í miklum hita. „Við æfðum í 40 gráða hita í gær en þar sem við komum tímanlega til Austurríkis vorum við búnir að venjast því ágætlega. En það var gott að spila í 20 stiga hita, svipuðu hitastigi og hefur verið í Grindavík í sumar,“ sagði Bjarni Jóhannsson. „Markið gefur okkur líf“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.