Morgunblaðið - 15.08.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 15.08.2003, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 49 Þessi gamli góði Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar Grensásvegi 7, sími 517 3530 Nýtt dansatriði Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magnað byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) Háskólabíó. Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus.(H.L.) Háskólabíó. Sjóræningjar Karíbahafsins (Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl) Ribbaldar, romm og ræningjar. Fín, of löng, gamaldags sjóræningjamynd með góðum brellum og leikurum. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri. Tortímandinn 3 (Terminator 3) Skopskynið er horfið en átökin eru jafnhressileg sem fyrr. (S.V.)  Regnboginn, Smárabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó. Ástríkur og Kleópatra Gallar í banastuði í byggingarbransanum í Egyptalandi. Og nóg að drekka af göróttum galdramiði. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. Englar Kalla gefa í botn (Charlie’s Angels: Full Throttle) Kvenhetjur sem virðast ekki vera annars megnugar en að geta sparkað hátt. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. Grundvallaratriði (Basic) Kvikmyndin er ekki sá dæmigerði hernaðar- tryllir sem hún lítur út fyrir að vera, heldur nokkurs konar ráðgáta. (H.J.)  Háskólabíó, Sambíóin. Matrix endurhlaðið (The Matrix Reloaded) Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt frá því að vera jafnheilsteypt, -öguð og -hugvekj- andi og forverinn. (H.J.)  Sambíóin. Hollywood endir (Hollywood Ending) Þunnur þrettándi. Auðvitað bráðfyndin af og til, en oft og tíðum illa leikin. (H.L.) Háskólabíó. Hulk Útlitslega er Hulk vel útfærður en það vantar í hann þyngdartilfinninguna. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Löggilt ljóska (Legally Blonde 2) Í fyrri myndinni er kvikindislegri grínhugmynd snúið upp í væmna hetjusögu. Í annarri at- rennu verður ferlið talsvert langdregnara. (H.J.) Regnboginn, Smárabíó. Tengdaforeldrarnir (The In-Laws) Tengdafeður sem aldrei hafa hist (Douglas og Brooks), eru líflitlir í slakri endurgerð gam- anmyndar frá áttunda áratugnum. (H.J.) Laugarásbíó. Tumi Þumall og Þumalína (Tom Thumb and Thumbelina) Teiknimynd um smáfólkið kunna er stílað á yngsta áhorfendahópinn eingöngu og bætir úr brýnni þörf. Góð, íslensk talsetning. (S.V.) Laugarásbíó, Regnboginn. Það sem stúlka þarfnast (What A Girl Wants) Fjölskyldumynd sem fær draumaverksmiðjuna til að standa undir nafni. (S.V.) Sambíóin. Brúsi almáttugur (Bruce Al- mighty) Dæmisagan í Brúsa almáttugum reynist merkilega þröngsýn og heimsk. Unnið er með trúarspurningar sögunnar á yfirborðskenndan hátt og nær boðskapurinn um náungakærleik aldrei lengra en út fyrir garðshliðið. (H.J.) Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó, Borg- arbíó. Hjáleiðin (Wrong Turn) Leiði- og klígjugjarnt ferli, þar sem óhljóð, of- notkun á gerviblóði og skyndilegar klippingar koma í stað undirliggjandi og djúpsálarlegs óhugnaðar sem nauðsynlegur er til þess að gefa hrollvekjum vægi. (H.J.) Sambíóin. Tár sólarinnar (Tears of the Sun) Innihaldslítil stríðsremba með fyrirsjáanlegum og væmnum endi. (S.V.) ½ Smárabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Sjóræningjar Karíbahafsins hefur slegið í gegn. Johnny Depp þykir fara á kostum sem skipstjórinn og sjóræninginn Jack Sparrow. HARRY Bretaprins hefur ákveðið að ganga í herinn. Hann stóðst inngöngupróf í landafræði og list- um en hefur engu að síður ákveð- ið að spreyta sig sem dáti. Harry fékk reyndar ekkert allt- of góðar einkunnir. D í landa- fræði og B í listum sem ekki dug- ir til að komast inn í bestu bresku háskólana. En Harry veit sem er að einkunnir skipta ekki öllu máli og margt mikilvægara í lífinu en að eiga fallegt einkunnaspjald. Reyndar virðast karlarnir í konungsfjölskyldunni ekki hafa verið neinir afbragðsnámsmenn. Vilhjálmur fékk C á lokaprófi í líffræði, A í landafræði og B í listasögu en pápi Karl fékk B í sögu og C í frönsku. Lokaprófin úr breskum fram- haldsskólum kallast A-levels og þreyta bestu námsmennirnir fimm próf þar sem A er besta ein- kunnin en E lágmark til að ná prófi. Harry er 18 ára og mun taka sér ársfrí áður en hann reynir við inntökupróf hins virta herskóla, Sandhurst akademíunnar. Karl kveðst hreykinn af stráksa sínum og segir hann hafa lagt sig fram við námið. Þó Harry sé ekki efni í neinn dúx hefur hann verið mjög lið- tækur í íþróttum og aflraunum og fór fyrir liði skóla síns í rúgbí, krikket og póló. Harry Bretlandsprins söðlar um Reuters Harry huggulegur í hergallanum. Harry í herinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.