Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 18

Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 18
SUÐURNES 18 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAFIN er malbikun á nýrri akrein Reykjanes- brautar, frá Hafnarfirði að Njarðvík. Fyrsti spott- inn var malbikaður í gær. Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar gengur vel. Tvenn mislæg gatnamót eru á þeim kafla sem verktakar vinna nú við að leggja. Lokið er smíði brúar á nýju akreinina við gatnamót Vatnsleysu- strandarvegar og samskonar brú er langt komin í Hvassahrauni. Núverandi Reykjanesbraut verður grafin í sundur til að hægt verði að byggja brýr á gömlu akreinarnar og verður því að nota nýju brýrnar og kafla við þær á meðan á því stendur. Í gær malbikuðu starfsmenn Hlaðbæjar Colas um 600 metra kafla á og við brúna við Vatnsleysu- strandarveg og er það fyrsti kafli nýju akrein- arinnar. Í dag verður sett yfirlag og eftir það verð- ur hægt að hleypa umferð á veginn eftir því sem nauðsynlegt er vegna framkvæmdarinnar. Verður hann tengdur gamla veginum á snyrtilegan hátt. Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Vegagerð- arinnar í Reykjanesumdæmi, býst þó við að lækka verði hámarkshraðann á þessum kafla Reykjanes- brautar niður í 70 kílómetra á klukkustund á með- an umferðinni verður beint á milli akreina en hann býst við að það standi yfir í tvo til þrjá mánuði. Á næstunni verða fleiri kaflar malbikaðir þótt ekki verði þeir notaðir fyrir almenna umferð fyrr en síðar. Fyrsti kafli nýju akrein- arinnar malbikaður Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tvær malbikunarvélar voru notaðar við malbikun á Reykjanesbrautinni í gær og tveir valtarar fylgdu á eftir. Umferð verður bráðlega hleypt á kaflann. Reykjanesbraut SANDGERÐISDAGAR hefj- ast næstkomandi fimmtudag og standa fram á laugardag. Er þetta í fimmta skipti sem fjölskylduhátíð með þessu nafni er haldin í Sandgerði og hefur dagskráin aldrei verið viðameiri en nú. Ferða- og menningarráð Sandgerðisbæjar stendur fyrir Sandgerðisdögum. Fyrstu at- riði á dagskrá hátíðarinnar verða á fimmtudagskvöld, í Púlsinum og Vitanum. Sandgerðisdagar verða sett- ir formlega við upphaf tónlist- ardagskrár í Safnaðarheim- ilinu á föstudagskvöld, klukkan 20. Um kvöldið verð- ur ýmislegt að vera en aðalhá- tíðisdagurinn er þó á laugar- dag. Þá verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds. Lýkur dagskránni með varð- eldi og flugeldasýningu og síð- an verða dansleikir fram á nótt. Viðamesta dagskrá Sandgerð- isdaga Sandgerði SKEMMDIR urðu á tveimur bátum þegar bát rak stjórn- laust um Grindavíkurhöfn. Bát- inn rak loks upp í fjöru. Verið var að færa Guðbjörgu GK-517 frá Eyjabakka að Mið- garði í Grindavíkurhöfn að morgni sunnudags. Drapst þá á vél bátsins og fór hún ekki í gang aftur. Rakst Guðbjörg með framendann á Þröst GK og rak síðan upp í fjöruna norðan við Miðgarð. Hafnsögubáturinn dró Guð- björgu GK á flot. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lög- reglunnar urðu einhverjar skemmdir á báðum bátunum. Rak á bát og upp í fjöru Grindavík BÆJARRÁÐ Sandgerðisbæj- ar telur heilsugæsluþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja óviðunandi og í bókun er hvatt til þess að stjórn hennar taki málið til alvarlegrar at- hugunar. Reynir Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segir að fólk sem panti tíma hjá lækni á heilsugæslustöð- inni í Keflavík fái óviðunandi þjónustu. Fólki sé haldið í sím- anum langtímum saman og síðan boðinn tími eftir tvo til þrjá daga eða bent á að koma á neyðarvakt eftir lokun stöðv- arinnar. Sjálfur segist hann hafa lenti í þessu þegar hann þurfti að leita til læknis og segir að margir hafi svipaða sögu að segja. Bæjarráðsmenn telji nauð- synlegt að fá á þessu skýr- ingar og að reynt verði að laga ástandið. Telja þjón- ustu heilsu- gæslunnar óviðunandi Sandgerði VEÐRIÐ hefur svo sannarlega leikið við púttara í sumar, ekki síst þá sem hittast reglulega á púttvellinum við Mánagötu í Keflavík. Félagarnir Friðrik Sig- urbjörnsson, Jóhann Pétursson og Ísleifur Guðleifsson voru hressir í blíðunni sl. föstudag þegar blaða- maður átti leið hjá. Þeir segja fé- lagsskapinn á vellinum góðan. „Við komum hingað oft, sér- staklega þegar veðrið er gott. Sumir koma meira að segja tvisv- ar á dag,“ sögðu þeir félagar spurðir um aðsókn þeirra að vell- inum. Þeir sögðu að veðrið hafi verið einstakt í sumar og því hafi aðsókn verið mjög góð að vell- inum, sem er 36 holu völlur. Það hefur heldur varla liðið sá dagur í sumar að ekki hafi sést til spilara þar. Á veturna hafa púttarar hins vegar aðstöðu í Röstinni í Kefla- vík og eru báðir staðirnir á veg- um Púttklúbbs Suðurnesja. Það er greinilegt að það ríkir góður andi á púttvellinum og að sögn Jóhanns er misjaft hvernig spilarar hópa sig saman. „Við komum hingað ýmist ein okkar liðs eða fleiri saman.“ Ísleifur tek- ur fram að það ríki góður andi á vellinum og að félagsskapurinn sé góður. „Við höfum líka aðstöðu hér til að setjast niður og hana nota menn, bæði til að slappa af og ekki síst til að tala saman.“ Friðrik bætir við með glettni að þarna sláist menn ekki, þótt þeir hafi áhöldin til þess. „Það er þá í mesta lagi að menn séu að rífa kjaft.“ Um tíma stóð til að taka völlinn undir bílastæði fyrir Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja en að sögn þeirra félaga var málum miðlað. Friðrik segist hins vegar ekki í vafa um að það verði gert á end- anum og það mátti heyra á máli þeirra félaga að eftirsjá yrði af vellinum, enda eindæma veð- urblíða á þessum stað, að þeirra sögn. Slást ekki með kylfunum Keflavík Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Félagarnir Ísleifur Guðleifsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhann Pétursson koma oft á púttvöllinn í Keflavík, ekki síst þegar veðrið er gott. Hér fara þeir 36 holurnar saman og það sannarlega ekki í fyrsta eða síðasta skiptið. Púttararnir eru ánægðir með veðurblíðuna og völlinn góða við Mánagötu HVERFISVINIR og aðrir að- standendur umhverfisátaks í Reykjanesbæ og eigendur fast- eigna hófu í gær hreinsun á svæði við vitann á Vatnsnesi í Keflavík. Ætlunin er að gera svæðið aðgengilegra til útivistar. Við vitann hefur safnast mikið drasl á undanförnum árum og staðurinn meðal annars verið notaður til þess að losa sig við rusl. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, seg- ir að áhugi sé á að gera almenn- ingi kleyft að ganga um svæðið og njóta fagurs útsýnis þaðan. Tekið til við vitann á Vatnsnesi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mikið drasl hefur safnast upp í nágrenni vitans á Vatnsnesi. Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.