Morgunblaðið - 27.08.2003, Qupperneq 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kjartan Gunn-arsson fæddist á
Ísafirði 19. apríl
1924. Hann lést
sunnudaginn 17.
ágúst síðastliðinn.
Faðir Kjartans var
Gunnar Andrew
(1891–1970), for-
stöðumaður sjúkra-
hússins á Ísafirði,
sonur Jóhannesar
Ólafssonar hrepp-
stjóra og alþingis-
manns, Þingeyri
(1859–1935) og
Helgu Samsonar-
dóttur (1856–1940), en móðir
Kjartans var Guðlaug Kvaran
(1895–1985), dóttir Jósefs Hjör-
leifssonar Kvaran prests á Breiða-
bólsstað (1865–1903) og Lilju
Mettu Kristínar Ólafsdóttur
(1863–1930). Kjartan var næst-
yngstur fimm systkina, en systkini
hans eru: Bolli, 1918–1994, Jósef,
1919–1989, Kári, 1921–1995, og
an, f. 1982, Kári, f. 1992, og Kor-
mákur, f. 1995. 4) Guðrún
lyfjafræðingur, f. 1964, maki Agn-
ar Hansson, deildarforseti HR.
Börn þeirra eru Dóra Júlía, f.
1982, Helga Margrét, f. 1998, og
Hans Trausti, f. 2000.
Kjartan lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1945 og útskrifaðist sem lyfja-
fræðingur vorið 1952 í Kaup-
mannahöfn. Hann starfaði sem
lyfjafræðingur í Laugavegs Apó-
teki og Vesturbæjar Apóteki á ár-
unum 1952–1961. Hann stofnaði
heildsöluna Hermes hf. árið 1961.
Hann var stofnandi og fyrsti apó-
tekari Borgarness Apóteks, 1964–
1976. Þá var hann apótekari í
Lyfjabúðinni Iðunni, 1976–1996.
Hann sat í stjórn Lyfjafræðinga-
félags Íslands árin 1953–1958 og
var um tíma formaður þess. Kjart-
an var mikill áhugamaður um
landakort og safnaði þeim í fjölda
ára. Hann var virkur í alþjóðleg-
um félagsskap kortaáhugamanna
(IMCOS) og sat eitt tímabil í
stjórn þess. Kortasafn hans er nú í
eigu Þjóðarbókhlöðunnar.
Útför Kjartans fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Lilja Helga, f. 1932,
sem er ein eftirlifandi
þeirra systkina.
Árið 1950 kvæntist
Kjartan Dórótheu
Jónsdóttur, f. 1. nóv.
1925, dóttur Jóns Sig-
urpálssonar kaup-
manns og Guðrúnar
Tómasdóttur.
Börn þeirra eru: 1)
Guðlaug framhalds-
skólakennari, f. 1954,
maki Fjölnir Ás-
björnsson framhalds-
skólakennari. Dætur
Guðlaugar eru Hild-
ur, f. 1979, maki Valtýr Gunnars-
son, og Nanna, f. 1988. 2) Gunnar
heildsali, f. 1959. Hann á synina
Hauk, f. 1988, og Kjartan, f. 1995,
með fyrrverandi eiginkonu sinni
Hönnu Björgu Hauksdóttur. 3)
Sigurður Árni hagfræðingur og
forstjóri Lánasýslu ríkisins, f.
1960. Maki Sólborg Hreiðarsdótt-
ir fóstra. Synir þeirra eru Kjart-
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast tengdaföður míns Kjart-
ans Gunnarssonar sem lést sunnu-
daginn 17. ágúst.
Minningarnar hrannast upp en
samt skortir mig orð til að kveðja.
Elsku Kjartan minn, það voru
forréttindi fyrir mig og strákana
mína að kynnast slíkum manni sem
þú varst. Alltaf ljúfur og góður.
Sunnudagurinn 17. ágúst var
bjartur og fagur. Þannig minnist ég
Kjartans.
Farðu í friði elsku vinur og hafðu
þökk fyrir allt.
Þín
Sólborg.
Sunnudagurinn 17. ágúst rann
upp heiður og bjartur. Eins fallegur
og síðsumardagur í Reykjavík getur
orðið. Borgin var að fara á fætur og
hristi af sér slenið eftir viðburða-
ríka menningarnótt – einstaka ung-
menni voru á ferð, hálfúfin eftir æv-
intýri næturinnar. Úti í Gróttu
sungu fuglarnir sólinni lof og
skvampið í sjónum líkist hjali í kátu
ungabarni.
Þannig kvaddi borgin Kjartan
Gunnarsson tengdaföður minn þeg-
ar hann varð bráðkvaddur á leið í
sína hefðbundnu morgungöngu
sunnudaginn 17. ágúst sl. Hjartað
stoppaði og hann lést samstundis
sagði læknirinn. Eins mikið og hans
er sárt saknað af fjölskyldu og vin-
um vitum við að Maðurinn með ljá-
inn mun vitja okkar allra og margt
dauðastríðið langdregnara og erf-
iðara en þetta. Fyrir það verðum
við að vera þakklát.
Kjartan var að öllu leyti óvenju-
lega hress miðað við aldur og stund-
aði útivist og hestamennsku af mikl-
um móð allt fram á síðasta dag. Í
raun gerðu hestarnir það að verk-
um að samband Kjartans við börnin
sín varð miklu nánara en ella og
ófáar stundir sem varið var í hest-
húsinu í Víðidal eða austur í Ölfusi
eða „í austur“ eins og ungur alnafni
hans kallar það gjarnan. Litlu
barnabörnin höfðu öll mikið gaman
af því að umgangast dýrin og kom
umhyggja Kjartans gagnvart þeim
berlega í ljós á þessum vettvangi.
Þarna var hann í essinu sínu.
Kjartan var menntaður lyfjafræð-
ingur þótt margt annað hafi honum
einnig verið til lista lagt. Þannig var
hann mjög viðskiptalega sinnaður
og náði á þeim vettvangi góðum ár-
angri. Árið 1964 réðst hann í það að
stofnsetja nýtt apótek í Borgarnesi
og síðar varð hann apótekari í Ið-
unnarapóteki í Reykjavík. Samhliða
þeim rekstri þá ráku þau Dóra inn-
flutningsfyrirtækið Hermes um ára-
bil. Þá var Kjartan einn fyrsti lyf-
salinn til að færa apótekið inn í nýtt
rekstarform þegar Iðunn var flutt í
Domus Medica árið 1995. Mikið hef-
ur nú gengið á í þeim bransa síðan.
Kjartan var einstakur fagurkeri.
Öll hans framkoma, klæðaburður og
umhverfi báru með sér fágaðan
smekk og sjentilmennsku. Kjartan
lærði í Danmörku á þeim tíma sem
margir af fremstu og þekktustu
arkitektum Dana voru að skapa sér
nafn og þekkti hann vel til verka
þeirra og sögu. Stundum held ég að
meira listræn störf hefðu ekki hent-
að honum síður en sá vettvangur
sem hann valdi sér.
Ekki er hægt að minnast tengda-
föður míns án þess að nefna fram-
lag hans til kortasöfnunar. Um ára-
bil safnaði Kjartan gömlum
Íslandskortum og átti hann eitt
merkasta safn slíkra korta. Þessi
kort eru nú varðveitt á Landsbóka-
safni Íslands.
Dagur er að kveldi kominn –
Kjartan Gunnarsson hefur lokið
sínu starfi. Blessuð sé minning
hans.
Kæri Kjartan – hvíl þú í friði.
Agnar Hansson.
Mér þótti alltaf svo gaman að fá
afa og ömmu í heimsókn til Kaup-
mannahafnar, þegar ég bjó þar sem
krakki, og var alltaf mjög spennt að
fara út á flugvöll að sækja þau enda
hélt ég lengi vel að þau byggju á
Kastrup.
Það var alltaf mjög ævintýralegt
að heimsækja afa uppi á kontor á
Smáragötunni, því þar átti afi alls-
kyns skemmtilega muni í skápnum
sínum, m.a. leðurpoka fullan af gull-
peningum, sem ég og Kjartan
frændi lékum okkur oft með. Þetta
var í raun bara gömul erlend mynt
en okkur fannst þetta vera mikill
fjársjóður.
Ég fór oft í heimsókn til afa í
Lyfjabúðina Iðunni á Laugavegin-
um. Þar gaf hann sér alltaf tíma til
þess að bjóða mér upp á skrifstofu
og spjalla við mig og leyfði mér síð-
an að velja mér einn pakka af
Strumpaópali í nesti.
Þegar afi kom heim frá útlöndum,
gaf hann mér iðulega einhverja
mjög vel valda gjöf. Eins og til
dæmis þegar hann gaf mér New
Kids on the Block plötu og hvítan
stuttan kjól, þegar ég var 17 ára, og
öllum vinkonunum fannst afi vera
mjög smart að velja svona vel.
Afi ræktaði stundum jarðarber í
garðinum hjá sér og setti fallegar
jólaseríur í trén á jólunum og átti
voðalega flottan rauðan leðurstól
sem okkur barnabörnunum þótti
mikill heiður að fá að sitja í.
Nú eftir að ég byrjaði nýlega í
námi í arkitektúr þótti mér mjög
gaman að spjalla við afa um hönn-
un, enda hafði hann mikið fram að
færa, þar sem hann var mjög mikill
áhugamaður um góða hönnun.
Okkur frændsystkinunum þótti
öllum mjög vænt um hann afa, þar
sem hann gaf sér alltaf svo góðan
tíma til að spjalla og leika við okk-
ur. Verst þykir mér að ófæddu
börnin mín fái ekki að kynnast hon-
um í framtíðinni.
Hildur Gunnlaugsdóttir.
Hann afi minn var alltaf svo góð-
ur við mig. Þegar ég var í tónlistar-
skólanum kom hann alltaf vikulega
og sótti mig. Svo stoppuðum við í
Suðurveri og hann keypti handa
mér franskar kartöflur og stundum
líka kjúkling. Mér þótti svo vænt
um að afi skyldi alltaf koma og
sækja mig og mér fannst gaman að
hitta afa svona mikið þá.
Ég man hvað mér fannst gaman
að fara í heimsókn til ömmu og afa.
Ég fór alltaf beint upp á kontorinn
hans og lék mér þar. Stundum fór
ég þangað upp og stalst til að fá
mér tyggjó úr skúffunum hans.
Okkur Hauki frænda fannst svo
gaman að gramsa í skápnum hans
og skoða allt dótið þar. Hann gaf
okkur oft harðfisk sem hann sótti
niður í kjallara eða enskan brjóst-
sykur.
Þegar ég var að fara til útlanda
var hann alltaf svo góður að gefa
mér peninga til að hafa með mér.
Hann sagði mér alltaf að bjóða
mömmu út að borða. Og eftir því
sem ég best man, hef ég alltaf gert
það.
Þegar hann kom heim frá útlönd-
um gaf hann mér alltaf eitthvað
flott. Ég man ein jólin fékk ég frá
honum myndina „Titanic“ á spólu,
sem ég hafði óskað mér svo lengi.
Það var alltaf gaman að umgang-
ast afa. Hann geislaði af góð-
mennsku og gjafmildi. Ég man að
hann kvaddi mig alltaf með orðinu:
,,Blessó!“ Ég kveð afa minn með
þakklæti og bið guð að blessa minn-
ingu hans.
Nanna Guðlaugardóttir.
Það er vor í lofti í Reykjavík, fyr-
ir hestafólk er þessi tími árs sér-
stakt tilhlökkunarefni. Allar reið-
leiðir færar og hægt að ríða út fram
eftir björtum vorkvöldum. Kjartan
Gunnarsson móðurbróðir minn hef-
ur boðið mér hagbeit á jörð fjöl-
skyldunnar austur í Ölfusi og það er
ákveðið að ríða austur. Við hittumst
að morgni laugardags og með í för
er Gunnar sonur hans og einn að
auki. Kjartan leikur á als oddi að
vanda, enn kvikur í hreyfingum og
hlífir sér hvergi þótt hálfáttræður
sé. Við ríðum rólega af stað, fjöl-
margir á austurleið þennan sama
dag og því mikið líf á reiðgötunni.
Ekki fer á milli mála að samneytið
við hestana er Kjartani kært; allur
samgangur manns og hests er gef-
andi þeim sem eftir því leita og gaf
Kjartani alla tíð mikið. Ferðin aust-
ur hin ánægjulegasta, Kjartan segir
stórskemmtilegar sögur af fólki og
leikur með tilþrifum tilsvör manna.
Kjartan hafði yfirbragð heims-
mannsins sem hefur víða ratað en á
sínar djúpu rætur í íslenskri nátt-
úru. Mín fyrsta minning um Kjart-
an og fjölskyldu er frá árum þeirra
í Borgarnesi. Mjög kært var alla tíð
með móður minni og Kjartani og
fórum við margar ferðir til þeirra
og kynntumst krökkunum vel. Æv-
intýraferðir í minningunni, löng
leiðin fyrir fjörðinn, stór og mikil
brú en þegar loksins var komið á
áfangastað beið okkar mikil gest-
risni fjölskyldunnar. Ekki spillti að
Guðlaug frænka mín hafði eignast
forláta meri sem ég held að hafi
verið upphafið að hestaeign fjöl-
skyldunnar.
Nú er Kjartan allur og er skarð
fyrir skildi. Minning lifir um ljúfan
frænda sem lét sér annt um sitt fólk
og spurði margs þegar við hittumst.
Fjölskyldunni allri og vinum
Kjartans færi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi góður Guð
veita ykkur styrk í sorginni.
Gunnar Ingimundarson.
Á námstíma mínum í lyfjafræði
stundaði ég um skeið verknám í
Vesturbæjarapóteki, sem þá var ný-
stofnað af Birgi Einarsyni apótek-
ara. Er ég mætti þar til leiks fyrstu
vikuna í september 1956, kynnti
Birgir mig fyrir yfirlyfjafræðingi
apóteksins, Kjartani Gunnarssyni.
Kjartan var maður meðalhár, ljós
yfirlitum og fyrirmannlegur í fasi.
Ég man enn þétt handtak hans og
það átti eftir að koma á daginn að í
þessum manni hafði ég eignast vin,
sem reyndist mér betri en enginn
uns yfir lauk.
Fljótlega eftir að ég kom heim
frá námi tókum við Kjartan upp
samstarf við lyfjaheildsöluna Her-
mes, sem var í eigu fjölskyldu
Kjartans. En skömmu síðar fluttist
Kjartan til Borgarness og gerðist
lyfsali þar. Þarna tókst honum,
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, að koma
upp nútíma lyfjaþjónustu, sem
Borgnesingar höfðu ekki áður notið.
Hann var ákaflega samviskusam-
ur í starfi, og ávallt til taks hvort
sem var á nóttu eða degi.
En þó að Kjartan Gunnarsson
hafi verið góður og metnaðarfullur
fagmaður var hann jafnframt allra
manna skemmtilegastur og frásagn-
argáfa hans var slík að margt skáld-
mennið hefði mátt öfunda hann.
Við hjónin sendum ástvinum
Kjartans Gunnarssonar innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans,
Kristján Pétur
Guðmundsson.
Kjartan Gunnarsson varð bráð-
kvaddur á fögrum síðsumarmorgni
þar sem hann var að njóta dásemda
útivistar úti undir Gróttu. Dauða
hans bar að á svipaðan hátt og hann
framkvæmdi, hratt og ákveðið. Góð-
ur vinur hans komst þannig að orði
að ef hann hefði mátt velja sér
dauðdaga hefði hann valið þennan.
Hann tók daginn jafnan snemma og
svo var einnig að þessu sinni. Hann
hefur líklega farið til að hlusta á
hafið, heyra garg kríunnar og njóta
að öðru leyti kyrrðar og dásemdar
umhverfisins. Við fuglasöng og nið
brimsins kom kallið sem ekki verð-
ur umflúið. Mér koma í huga fagrar
ljóðlínur Einars Benediktssonar:
Kvikan, mjúkan bylgjubarm
bið ég leggjast mér að hjarta,
dögg í auga, djúpan harm
með dularhjúp um andann bjarta;
hóglátt mál og brennheitt blóð,
blæju af kulda um hjartans glóð. –
Kraft, sem ei vill hátt né kvarta.
(Einar Benediktsson.)
Hann átti mörg áhugamál og má
þar nefna kortasöfnun, hesta-
mennsku og útiveru. Hann var
einnig mikill fagurkeri og safnaði að
sér miklu af fallegum og vel hönn-
uðum hlutum. Hann ræktaði áhuga-
mál sín af kostgæfni. Hann var
jafnan lífsglaður, hraustur og sífellt
á ferð og flugi, jafnt innan lands
sem utan. Ég hafði hitt Kjartan
nokkrum dögum áður í miðbæ
Reykjavíkur. Við gengum saman
um Laugaveginn, nutum dásemda
veðursins og spjölluðum saman. Að
mér hvarflaði ekki að þetta yrði í
síðasta sinn sem ég sæi hann á lífi.
Hann var að velta fyrir sér að
skreppa til Kaupmannahafnar á
næstunni til að ná að grúska meira
á Konunglega bókasafninu og jafn-
framt sagði hann mér frá ferð sinni
þangað fyrr í sumar. Þannig var
Kjartan, sífellt að undirbúa eitt-
hvað, sífellt að framkvæma og á
honum voru hreint engin ellimerki.
Því kom dauði hans eins og reið-
arslag yfir hans nánustu. Þeirra
missir er mikill. Kæru Dóra, Guð-
laug, Guðrún, Sigurður, Gunnar og
aðrir ástvinir, innilegar samúðar-
kveðjur og megi ykkur gefast kraft-
ur til að fást við sorgina.
Fjölnir Ásbjörnsson.
KJARTAN
GUNNARSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við útför föður okkar, tengdaföður og afa,
VILHJÁLMS EMILSSONAR,
Laufási 7,
Egilsstöðum.
Björg Vilhjálmsdóttir,
Emil Vilhjálmsson, Sigríður Bragadóttir,
Inga Emelie Deinlein,
Jón Robert Deinlein,
Sara Björk Emilsdóttir,
Eyrún Hlökk Þórhallsdóttir,
Steinunn Björg Þórhallsdóttir.