Morgunblaðið - 27.08.2003, Side 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 33
✝ Haraldur Krist-inn Jensson
fæddist í Reykjavík 9.
júní 1923. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 18. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar Haralds voru Jens
Pétur Tomsen Stef-
ánsson stýrimaður, f.
13. janúar 1897, d. 25.
mars 1982, og Guð-
mundína Margrét
Jónsdóttir, f. 1. jan-
úar 1897, d. 20. ágúst
1974. Haraldur átti
fjögur systkini. Þau
eru Þórir, f. 29. mars 1920, d. 4.
mars 2002; Ásta Margrét, f. 30. maí
1927; Erna Guðrún, f. 9. ágúst 1930;
og Hólmfríður, f. 1. september
1934, d. 11. janúar 2000.
Haraldur kvæntist 4. september
1948 eftirlifandi konu sinni, Huldu
Guðmundsdóttur, f. í Reykjavík 23.
febrúar 1930. Þau hafa lengst af bú-
ið í Reykjavík, en bjuggu á Akra-
nesi frá 1971 til 1988.
Börn Haralds og Huldu eru: 1)
Svava, f. 20. des. 1948, gift Guð-
mundi Jens Þorvarðarsyni, f. 12.
mars 1947. Börn þeirra eru: a) Elsa
er hann skráður viðvaningur á mót-
orskipið Sæbjörgu og þá varð ekki
aftur snúið. Næstu árin er hann hjá
Hf. Eimskipafélagi Íslands við sjó-
mannsstörf. Haraldur lýkur far-
mannaprófi frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík 1947. Á
skólaárunum og eftir þau var hann
í starfi hjá Eimskipafélagi Íslands
og allt til ársins 1970, ýmist sem
stýrimaður eða skipstjóri. Síðustu
tvö árin starfaði hann þó í landi við
verkstjórn hjá félaginu, en var þá af
og til fenginn til að fara með leigu-
skipum sem lóðs á ströndina eða
lestunarstjóri (super cargo). Árið
1970 réðst hann til Sementsverk-
smiðju ríkisins, fyrst sem stýrimað-
ur, en fljótlega sem skipstjóri, á ms
Freyfaxa og var í flutningum fyrir
Sementsverksmiðjuna allt til ársins
1983 að skipið var selt, vegna
minnkandi verkefna. Frá þeim tíma
og fram til loka árs 1993, þegar
hann lét af störfum vegna aldurs,
var hann skipstjóri á ms Skeiðfaxa,
sem var í eigu Sementsverksmiðju
ríkisins og flutti sement frá Akra-
nesi til Reykjavíkur. Haraldur var
sæmdur heiðursmerki sjómanna-
dagsráðs fyrir störf við sjó-
mennsku. Alls urðu árin fimmtíu og
þrjú sem hann sinnti sjómennsk-
unni. Haraldur var félagi í Oddfell-
owstúku nr. 5, Þórsteini.
Útför Haralds verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Sif, gift Birgi Braga-
syni. Börn þeirra eru
Matthías og Gunnhild-
ur, dóttir Birgis, b)
Þorvarður Gísli, sam-
býliskona Hildur Ólöf
Pétursdóttir, c) Har-
aldur Jens, sambýlis-
kona Erla Kristín
Bjarnadóttir; 2) Guð-
mundur, f. 21. maí
1950, kvæntur Rakel
Kristjánsdóttur, f. 10.
okt. 1951. Börn þeirra
eru: a) Kristján Freyr
Jóhannsson, kvæntur
Elmu Dóru Halldórs-
dóttur. Börn þeirra eru Rakel Anna
og Kristín Lena, b) Helga, sambýlis-
maður Kim Peter Viviane De Roy.
Dóttir Helgu er Fanný Huld Frið-
riksdóttir, c) Hulda og d) Fannar; 3)
Erna, f. 8. mars. 1957, gift Karli Eð-
varð Þórðarsyni, f. 31. maí 1955.
Börn þeirra eru Gísli og Sara; 4)
Bjarni Óli, f. 27. mars 1968, kvænt-
ur Árnýju Davíðsdóttur, f. 4. mars
1970. Börn þeirra eru Tinna og
Davíð Ýmir.
Haraldur stundaði sjómennsku
og störf henni tengd allan sinn
starfsaldur. Hinn 22. febrúar 1941
Það var við hæfi að Haraldur
Jensson kveddi þennan heim að
morgni afmælisdags Reykjavíkur,
en hann var fæddur og uppalinn í
Reykjavík og foreldrar hans einnig.
Er ég kvaddi hann kvöldið áður með
orðunum „láttu þér nú batna“ svar-
aði hann „ef ég get“. Með þessu
orðavali var ljóst að hann var farinn
að gefa eftir, enda um áralanga bar-
áttu að ræða við illvígan sjúkdóm.
Fáeinum dögum áður hefði svarið
getað verið eitthvað á þessa leið
„ekki spurning“ eða annað álíka,
með örlítið kaldhæðnislegri kímni.
Það var ekki háttur Haraldar Jens-
sonar að gefa eftir eða barma sér
vegna sjúkleika. Þannig var tengda-
faðir minn, barðist eins lengi og
hægt var og helst lengur.
Haraldur kynntist sjónum ungur
og allan sinn starfsaldur starfaði
hann á sjónum á farskipum eða við
störf tengd sjómennsku. Eftir að
Haraldur hætti til sjós, vegna ald-
urs, leið varla sá dagur að hann æki
ekki niður að höfn eða út í Örfirisey
og teygaði að sér sjávarilminn.
Á árum áður gátu sjómenn átt það
á hættu að vera langdvölum að heim-
an og liðu jafnvel nokkrir máunuðir
á milli þess að þeir sáu fjölskyldu
sína. Haraldur var engin undanþága
frá því og var langdvölum fjarri
heimili sínu, maka og börnum. En
hann treysti Huldu sinni og vissi að
hún héldi vel utanum heimilið og
fjölskylduna. Í fallegu bréfi sem
hann lét eftir sig þakkar hann Huldu
fyrir hversu vel henni hafi tekist til
við að ala upp börnin þeirra og kom-
ið þeim vel til manns. Haraldur átti
nú samt sinn þátt í uppeldinu og
fengu börnin hans oft á tíðum frá
honum sendibréf sem skrifuð voru í
erlendum höfnum eða úti á rúmsjó í
hverjum hann minnti þau á gildi lífs-
ins og lagði þeim lífsreglurnar.
Árið 1979 reistu Hulda og Halli
sér sumarbústað í landi Stóra-Fjalls
í Borgarfirði. Bústaðnum var valinn
staður ofarlega í hól, þannig að vel
sást í allar áttir, í stað þess að
byggja hann í skjóli ofan í laut. Har-
aldur var var vanur því að standa í
brúnni og sjá vítt yfir. Þarna gat
Haraldur horft úr sinni brú og séð í
allar áttir, jafnvel til sjávar. Á þess-
um stað eyddu Hulda og Halli öllum
sumrum eftir að bústaðurinn var
byggður. Þarna áttu þau sinn sælu-
reit og var yndislegt að sjá hversu
samhent þau voru um að hlúa að
staðnum, rækta upp og halda í horf-
inu. Þangað voru börnin og barna-
börnin alltaf velkomin og var oft
þröngt í bústaðnum. Haraldur var
óþreytandi við að dytta að bústaðn-
um og voru þau ekki fá handtökin
sem þar lágu, en Haraldur var þann-
ig að hann gat helst ekki verið verk-
laus og fannst manni jafnvel að
stundum málaði hann tvær umferðir
en ekki eina bara til að hafa eitthvað
að gera.
Haraldur var vel ritfær og hafði
gaman af að skrifa. Hann hafði
skemmtilega rithönd, svo jaðraði við
skrautskrift og eru t.d. dagbækurn-
ar úr sumarbústaðnum gott dæmi
um það, eins og um ritfærni hans.
Haraldur var ágætis kokkur og
hafði yndi af góðum mat. Hin síðari
ár dvöldu Hulda og Halli oft hjá okk-
ur á aðfangadagskvöld. Allir fóru til
kirkju nema Haraldur, hann var
heima og sá til þess maturinn væri
tilbúinn þegar fólk kom úr kirkju,
búinn að brúna kartöflur o.s.frv.
Hulda mín, guð vakir yfir þér og
við vitum að þegar þar að kemur
stendur Halli með útréttan faðminn
og tekur á móti þér.
Guðmundur Jens Þorvarðarson.
Stundin er runnin upp. Þú ert
lagður af stað í siglinguna inn í eilífð-
ina. Loksins færðu hvíldina sem þú
átt skilið, elsku afi okkar.
Styrkur þinn og hugrekki hefur
smitað alla í kringum þig, og þú og
amma hafið hjálpað okkur mikið í
gegnum erfið tímabil.
Takk innilega fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur og hugrekki
þitt mun halda áfram að fylgja okkur
í hjarta okkar.
Guð blessi þig elsku afi, þín barna-
börn,
Sara og Gísli.
Það er bjart yfir minningum
bernskuára minna á Bræðraborgar-
stígnum í Reykjavík. Þetta var þeg-
ar stórfjölskyldan var og hét, safn-
aðist saman í eftirmiðdagskaffi á
sunnudögum, á gamlárskvöld, já og
svo aftur 1. janúar hjá ömmu og afa
og miklu oftar. Í garðinum hjá þeim
var alltaf sólskin og gott að vera
barn í faðmi fjölskyldunnar. Kyn-
slóðin sem ól börnin sín upp í þess-
um góðu siðum er nú óðum að hverfa
af sviði lífsins og er Haraldur, föð-
urbróðir minn, þriðji úr kærleiksrík-
um systkinahópi sem kveður á stutt-
um tíma.
Í huga barnsins var mikill ævin-
týraljómi yfir sjómannslífinu, en
Halli frændi var sjómaður alla sína
tíð og lengst af í millilandasiglingum.
Það var ekki bara að komast til fjar-
lægra landa sem heillaði heldur var
líka ýmislegt sem sjómennirnir gátu
keypt í útlöndum sem ekki var til hér
norður frá á þessum tíma og nutum
við fjölskylda mín þess. Útidyra-
hurðin rammgerða sem hann færði
foreldrum mínum, þegar þau af
litlum efnum voru að reisa sér hús,
stendur enn fyrir sínu og í áratugi
var flaggað á hátíðis- og tyllidögum á
fánastönginni sem hann gaf þeim
líka. Sjálf á ég enn í fórum mínum
forláta dúkku sem var og er engri
dúkku lík og aldrei gleymi ég tví-
buravagninum sem hann flutti til
landsins, en mér auðnaðist ekki að
láta tvíburana mína hvíla í.
Þá er mikill ljómi yfir mánaðar-
reisunni sem hann bauð foreldrum
mínum í til nokkurra Evrópulanda
og var það þeirra fyrsta utanlands-
ferð og oft til hennar vitnað. Síðar
fóru þau ásamt Huldu, eiginkonu
Halla, og Ástu systur þeirra og
hennar manni í margar siglingar og
hygg ég að aldrei hafi systkinin notið
lífsins betur en saman á sjónum.
Ekki er víst að sjómannslífið hafi
verið eins ævintýralegt fyrir eigin-
konuna og börnin sem biðu heima,
en Hulda er gædd einstökum styrk
og æðruleysi og hefur verið góð fyr-
irmynd þeim er hafa fengið að kynn-
ast henni.
Frændi bjó yfir mörgum góðum
eðliskostum, en það sem einkenndi
hann helst var heiðarleiki og seigla í
bland við mildi og næma kímnigáfu.
Styrkur hans í löngu og oft erfiðu
veikindastríði í mörg ár var þessi
ótrúlega seigla. Hann fór varlega um
vegi lífsins og heimshöfin en jafn-
framt djarflega. Þessu greinarkorni
fylgja hlýjar kveðjur frá Noregi yfir
Atlantsálana sem hann Halli þekkti
svo vel.
Ég bið algóðan Guð um að styrkja
Huldu og alla afkomendur þeirra
hjóna og sömuleiðis systurnar tvær
sem eftir lifa af systkinahópnum frá
Eiðsstöðum við Bræðraborgarstíg.
Það var nokkuð sérstakt að Reykja-
víkurdrengurinn og vestur-
bæingurinn kveddi þennan heim 18.
ágúst á afmælisdegi borgarinnar
sem honum þótti svo vænt um.
Blessuð sé minning frænda míns,
Haralds Jenssonar.
Birna Þórisdóttir.
Að morgni 18. ágúst sl. lést á
Landspítalanum við Hringbraut
góður vinur minn um langt árabil,
Haraldur Kristinn Jensson skip-
stjóri.
Leiðir okkar Haraldar hafa
löngum legið saman, allt frá þeim
degi er við báðir hófum sjómennsku
um 1940, sem viðvaningar um borð í
björgunarskútunni Sæbjörgu, þar
sem við deildum herbergi alla veru
okkar þar. Eftir samveruna þar
skildust leiðir um sinn. Leið hans lá
til Eimskips, en mín til Ríkisskipa.
Aftur lágu leiðir okkar saman og nú í
farmannadeild stýrimannaskólans í
Reykjavík, þaðan sem við lukum
prófum vorið 1947. Um tíma leigði
ég herbergi hjá ágætum foreldrum
Haraldar á Bræðraborgarstíg 23.
Þar var gott að vera. Þar hafði Har-
aldur alist upp og bjó í foreldrahús-
um þann tíma sem ég leigði þar. At-
vikin höguðu því þannig til að við
kvæntumst vinkonum, sem báðar
áttu heima við sömu götu í Reykja-
vík, Bergþórugötu. Lífsstarfi okkar
lukum við svo hjá sama fyrirtæki
þ.e. Sementsverksmiðjunni á Akra-
nesi. Haraldur sigldi stríðsárin á
skipum Eimskips. Að loknu far-
mannaprófi var hann um árabil
stýrimaður á skipum þess og afleys-
ingaskipstjóri á nokkrum þeirra.
Um tíma var hann verkstjóri við
skipaafgreiðslu Eimskips og leið-
sögumaður á ýmsum leiguskipum
þess á ferðum í kringum landið.
Haustið 1970 var hann ráðinn sem
skipstjóri á flutningaskipið Freyfaxa
í eigu Sementsverksmiðju ríkisins.
Því starfi gegndi hann þar til skipið
var selt árið 1983. Eftir það varð
hann skipstjóri á M.S. Skeiðfaxa,
fyrst á móti Kristjáni Kristjánsyni.
Eftir að Kristján féll frá var Har-
aldur eini skipstjórinn, allt til starfs-
loka vegna aldurs.
Vinátta okkar hefur staðið óslitið
allar götur frá því við fyrst hittumst
um borð í Sæbjörgu þar til hérvist-
ardögum hans lauk, hafa fjölskyldur
okkar tengst traustum vinaböndum
og á Hulda konan hans ekki hvað síst
sinn þátt í því. Haraldur var alla tíð
greiðvikinn og bóngóður maður. Mig
langar að geta lítils atviks sem lýsir
því dálítið. Við vorum eitt sinn sam-
skipa á einu skipa Eimskips, ég hafði
verið ráðinn aðeins þessa einu ferð.
Þegar skipið lét aftur úr höfn átti ég
í tollinnsigli skipsins tvær lengjur af
sígarettum. Ég spurði Harald hvort
hann gæti ekki tekið þessar lengjur
út fyrir mig og komið þeim í verð í
einhverri erlendri höfn og í staðinn
keypt fyrir mig hatt sem ég ein-
hverra hluta vegna hafði áhuga á.
Haraldur tók þessu vel og þegar
skipið kom svo aftur úr þessari ferð
kom hann með hattinn. Það var ekki
fyrr en löngu síðar að ég frétti að
sígarettulengjurnar höfðu verið
gerðar upptækar og gott ef hann
hefur ekki þurft að greiða einhverja
sekt. Sjálfur orðaði Haraldur þetta
aldrei og aldrei þurfti ég að bæta
skaðann. Haraldur var tryggur vin-
ur. Hann var góður og traustur skip-
stjóri sem bar hag útgerðar jafnt
sem skipshafna fyrir brjósti, enda
naut hann alla tíð virðingar beggja.
Fyrir allmörgum árum veiktist
Haraldur af þeirri veiki sem að lok-
um náði yfirhöndinni. Aldrei heyrði
ég Harald minnast að fyrra bragði á
veikindi sín og þegar þau bar á góma
vildi hann sem minnst úr þeim gera
og má segja að gott skap hafi ein-
kennt hann allt til síðasta dags.
Fallinn er frá góður drengur og
vinur.
Við hjónin sendum Huldu, afkom-
endum þeirra og ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Friðrik Jónsson.
HARALDUR KR.
JENSSON
Elskuleg fósturmóðir mín,
HÓLMFRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR
frá Efra-Firði,
lést þriðjudaginn 19. ágúst.
Jarðsett verður frá Hafnarkirkju laugardaginn
30. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Vilhjálmur Geir Þórhallsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ENGILBERT RAGNAR VALDIMARSSON,
áður til heimilis í Eskihlíð 16,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
25. ágúst.
Engilbert Engilbertsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
Bergþór Engilbertsson, Stefanía Helgadóttir,
Jón Engilbertsson, Guðbjörg Vallaðsdóttir
og afabörn.
Ástkær móðir mín,
EVA S. BJARNADÓTTIR,
Neðstaleiti 4,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 29. ágúst kl. 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Ólafsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
FLÓRA BALDVINSDÓTTIR,
áður til heimilis á Siglufirði,
lést á heimili sínu, Ási í Hveragerði, mánudag-
inn 25. ágúst.
Valtýr Jónasson,
Jónas Valtýsson, Vigdís S. Sverrisdóttir,
Guðrún Valtýsdóttir,
Baldvin Valtýsson, Laufey Ása Njálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.