Morgunblaðið - 27.08.2003, Side 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 37
Hveragerðisbær
Eftirtaldar lóðir eru nú
lausar til umsóknar
Kambahraun 53 — 1.036,3 fermetra einbýlis-
húsalóð.
Austurmörk 18a — 1.654,0 fermetra verslunar-
þjónustu- og iðnaðarlóð.
Verði tvær eða fleiri umsóknir um einstaka lóð
mun fulltrúi sýslumanns draga á milli umsækj-
enda. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu bæjarins, Hverahlíð 24, Hveragerði og
á heimasíðu Hveragerðisbæjar,
http://www.hveragerdi.is/, undir flipanum
„eyðublöð“.
Bæjartæknifræðingur.
ATVINNUHÚSNÆÐI
100 fm skrifstofuhúsnæði
óskast í Kópavogi
til kaups eða leigu. Áhugasamir hafi samband
við Kristberg í síma 892 1931 eða Ágúst í síma
894 7230.
Fasteignasalan Hóll,
Skúlagötu 17.
TILKYNNINGAR
Tillaga að breytingu
á deiliskipulagi
Svanabyggðar í landi Efra-Sels í Hruna-
mannahreppi.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps auglýsir hér
með tillögu að breytingu á deiliskipulagi
Svanabyggðar í landi Efra-Sels í Hrunamanna-
hreppi samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin nær
til svæðisins sem afmarkast af Svanabyggð
4 og Svanabyggð 13. Á auðu svæði þar á milli
er gerð tillaga um að bæta við tveimur sumar-
húsalóðum.
Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu
Hrunamannahrepps í Akurgerði 6 frá og með
miðvikudeginum 27. ágúst nk. og til og með
miðvikudagsins 24. september nk. Þeim, sem
eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á
að gera athugasemdir við breytingartillöguna.
Frestur til þess að skila inn skriflegum athuga-
semdum rennur út miðvikudaginn 8. október
nk.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Hruna-
mannahrepps, Akurgerði 6. Þeir, sem ekki gera
athugasemdir við breytingartillöguna fyrir til-
skilinn frest, teljast samþykkir henni.
Sveitarstjóri Hrunamannahrepps.
Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur
í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur
þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um
leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í
jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og
starfa í Hafnarfirði.
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi fyrir „Iðnaðar-
svæði austan Reykjavíkurvegar”
vegna Reykjavíkurvegar 76, 78
og 80 í Hafnarfirði
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2003
að auglýsa til kynningar breytingu á deiliskipu-
lagi fyrir „Iðnaðarsvæði austan Reykjavíkurvegar”
vegna Reykjavíkurvegar 76, 78 og 80 í Hafnar-
firði í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Breytingin felst í megin atriðum í sameiningu lóða
og nýjum byggingarreitum.
Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverfis-
og tæknisviðs, Strandgötu 8-10, þriðju hæð, frá
27. ágúst 2003–25. september 2003. Nánari
upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi.
Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er
gefinn kostur á að gera athugasemdir við breyt-
inguna og skal þeim skilað skriflega til bæjar-
skipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 10. október
2003. Þeir, sem ekki gera athugasemd við breyt-
inguna, teljast samþykkir henni.
Bæjarskipulag Hafnarfjarðar
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Háaleitisbraut 58—60
Miðvikudaginn 27. ágúst
Kristniboðssalurinn á Háaleitis-
braut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.00.
„Ég vil syngja fyrir Drottni.“
Sálm. 13.
Ræðum.: Jóhannes Ólafsson.
Kaffiveitingar eftir samkomuna.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
LÓÐIR
ATVINNA
mbl.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá Herdísi Hjörleifsdóttur
félagsráðgjafa vegna umræðu um
kynferðisbrotamál á Vestfjörðum.
„Undanfarið hefur kynferðisafbrota-
mál á Vestfjörðum verið til umfjöll-
unar í fjölmiðlum. Því lyktaði hins
vegar með dómi eins og almenningi er
kunnugt um og vann undirrituð að
málinu fyrir nefndina.
Eftir að dómurinn lá fyrir beindist
kastljósið talsvert að forsögu málsins,
áður en undirrituð tók að sér umrætt
verkefni fyrir nefndina en undirrituð
hefur þó ítrekað komið við sögu í
gagnrýni Braga Guðbrandssonar,
forstjóra Barnaverndarstofu. Hann
hefur fundið að því að undirrituð viti
ekki hvaða boðleiðir skuli fara þegar
mál er tilkynnt Barnaverndarstofu.
Undirrituð vill því að gefnu tilefni
benda á, að í 7. gr. III. kafla stjórn-
sýslulaga nr. 37/1993 stendur m.a.:
„Stjórnvald skal veita þeim sem til
þess leita nauðsynlega aðstoð og leið-
beiningar varðandi þau mál sem
snerta starfssvið þess.“
Síðan stendur í 3ja lið, 8. gr. barna-
verndarlaga nr. 80/2002:
„Barnaverndarstofa getur, á
grundvelli kvartana eða annarra upp-
lýsinga sem henni berast um meðferð
einstakra mála og ef hún telur ástæðu
til, aflað nauðsynlegra gagna, upplýs-
inga og skýringa hjá viðkomandi
barnaverndarnefnd.“ Það kemur
hvergi fram, eins og Bragi heldur
fram, að upplýsingar skuli vera skrif-
legar eða eingöngu lagðar fram hjá
einstökum starfsmönnum, lögfræð-
ingi Barnaverndarstofu í þessu tilviki.
Þess utan vill undirrituð enn og aft-
ur benda á, að það var aldrei tilgang-
ur undirritaðrar að Barnaverndar-
stofa tæki málið sérstaklega til
athugunar þar sem undirrituð var, að
beiðni barnaverndarnefndar Vestur-
byggðar og Tálknafjarðar, að vinna
að málinu. Það er hins vegar ekki
hlutverk þess sem tilkynnir eða gefur
stjórnvaldi upplýsingar að ákveða
hvað viðkomandi stjórnvald gerir við
upplýsingarnar og því hlýtur undir-
rituð, í ljósi framangreindra laga, að
álykta að Barnaverndarstofu hafi
ekki þótt ástæða til að hafa bein af-
skipti af málinu á þeim tíma.
Barnaverndarmál eru almennt erf-
ið og margslungin í vinnslu auk þess
að vera viðkvæmur málaflokkur.
Nefndarmenn, starfsmenn og þeir,
sem að málunum koma, vilja vinna
sem best að hagsmunum viðkomandi
barna í samræmi við barnaverndar-
lög. Við erum öll manneskjur sem
gerum mistök, einnig starfsfólk og
forstjóri Barnaverndarstofu, og þeg-
ar okkur verður á, þá þurfum við að
viðurkenna það og reyna að gera bet-
ur næst.“
Yfirlýsing frá Herdísi Hjörleifsdóttur
félagsráðgjafa um kynferðisbrotamál
Á Barnaverndar-
stofu hvílir leið-
beiningarskylda
SVERRIR Björnsson, framkvæmdastjóri auglýs-
ingastofunnar Hvíta hússins, varð heimsmeistari í
glerkúluleik á árlegu heimsmeistaramóti sem haldið
var í Frakklandi á dögunum. Sverrir sigraði á Ís-
landsmóti sem haldið var á sjómannadaginn og hlaut
að launum keppnisrétt og ferðir á heimsmeist-
aramótið. Í för með Sverri voru eiginkona hans og
dóttir en Sunneva, dóttir hans, er jafnframt umboðs-
maður og þjálfari Sverris.
Heimsmeistaramótið í glerkúluleik hefur verið
haldið tuttugu og einu sinni og þetta er í þriðja sinn
sem Ísland sendir keppendur. Sverrir segist hæst-
ánægður með niðurstöður mótsins en gerir ekki ráð
fyrir að hann reyni að verja titilinn að ári.
Morgunblaðið/Arnaldur
Sverrir Björnsson fékk höfðinglegar móttökur á Keflavíkurflugvelli við komuna til Íslands.
Íslendingur náði heims-
meistaratitli í glerkúluleik