Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 43
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 43
MARIA Mutola frá Mósambík hefur verið ósigrandi í 800
metra hlaupi kvenna á þessu ári og hún sigraði enn eina
ferðina í gær þegar hún kom fyrst í mark í greininni á
heimsmeistaramótinu í París. Ólympíumeistarinn hélt
því titlinum, kom í mark á 1.59,89.
Þetta var þriðji heimsmeistaratitill Mutola og fagnaði
hún því innilega ásamt bresku stúlkunni Kelly Holmes,
vinkonu sinni og æfingafélaga, sem varð önnur á
2.00,18. Þriðja varð rússneska stúlkan Natalya Khrus-
hchelyova á 2.00,29.
Sigur Mutola var auðveldari en búist hafði verið við
fyrir mótið þar sem tveir af hörðustu keppinautum
hennar kepptu ekki í úrslitunum að þessu sinni. Aust-
urríska stúlkan Stephanie Graf og Evrópumeistarinn frá
Slóveníu, Jolanda Ceplak, gátu ekki keppt í úrslitunum.
Ceplak hætti við keppni áður en riðlakeppnin hófst
vegna ökklameiðsla og í gærmorgun missti Graf vatns-
flösku á ristina og varð að sauma nokkur spor þannig
að hún var úr leik.
Maria Mutola var ekki í vandræðum
í 800 metra hlaupinu
Reuters
Vinkonurnar Mutola, til hægri, og Holmes.
DMITRY Karpov, frá Kasakstan,
er með forystu í tugþrautar-
keppninni eftir fyrri keppnisdag,
hefur 4.599 stig en Bandaríkja-
maðurinn Tom Pappas er næstur
með 4.546 stig og heimsmethafinn
Toman Sebrle frá Tékklandi þriðji
með 4.423 stig.
Karpov, sem er nýorðinn 22 ára,
á 8.253 stig best í tugþraut, náði
því á móti í maí á þessu ári og er
greinilega á mikilli siglingu í
þrautinni og ef fram heldur sem
horfir bætir hann fyrri árangur
sinn.
Hinn 27 ára gamli Bandaríkja-
maður, Pappas, náði sinni bestu
þraut í júní þegar hann fékk 8.784
stig og Roman Sebrle náði hins
vegar sinni bestu þraut í Götzis
árið 2001 en þá fékk hann 9.026
stig. Besti árangur hans á þessu
tímabili er 8.807 stig í Götzis, en
tvívegis hefur hann fengið slétt
8.800 stig, í Götzis í júní 2002 og í
München í ágúst sama ár.
Jamaíkamaðurinn Claston Bern-
ard er í fjórða sæti eftir fyrri dag-
inn með 4.239 stig, Paul Terek frá
Bandaríkjunum fimmti á 4.222
stigum og Tomas Dvorak frá
Tékklandi sjötti með 4.145 stig
eins og Aleksandr Pogorelov frá
Rússlandi.
Tveir keppendur eru hættir auk
Jóns Arnars Magnússonar, þeir
Erki Nool frá Eistlandi og Hamdi
Dhouibi frá Túnis.
Karpov fyrstur að
þrautinni hálfnaðri
TATYANA Lebedeva frá Rúss-
landi sigraði í þrístökki kvenna á HM
í París, stökk 15,18 metra og er það
lengsta stökk ársins hjá konunum.
FRANCOISE Mbango Etone frá
Kamerún varð önnur, annað árið í
röð, með 15,05 og er það afrískt met.
ÓLYMPÍUMEISTARINN Virg-
ilius Alenkna frá Litháen gerði sér
lítið fyrir og sigraði í kringlukasti,
kastaði 69,69 metra í fyrsta kasti og
er það besti árangur hans í ár. Annar
varð Róbert Fazekas frá Ungverja-
landi með 69,01 og Hvít-Rússinn
Vasiliy Kaptyuhk varð þriðji með
66,51 sem er besti árangur hans í ár.
HEIMSMEISTARI síðustu ára,
Þjóðverjinn Lars Riedel, sem reyndi
nú við sjötta titil sinn, varð að sætta
sig við fjórða sætið, kastaði 66,28
metra.
ÞREFALDUR heimsmeistari í 100
metra grindahlaupi kvenna, Gail Dev-
ers frá Bandaríkjunum, náði ekki að
tryggja sér sæti í úrslitum í dag. Hún
hljóp í fyrsta riðli og kom þriðja í
mark á 12,87 sekúndum en það dugði
henni ekki til að komast í úrslit því
áttunda og níunda stúlkan í úrslit
hlupu á 12,85.
BÚIST var við sigri Devers enda
hefur hún verið svo til ósigrandi í
greininni undanfarin ár og er þetta ár
engin undantekning þar á. En svo
bresta krosstré sem önnur.
KIM Collins, nýkrýndur heims-
meistari í 100 metra hlaupi, ákvað í
gær að keppa ekki í 200 metrunum og
freista þess að gera það sem Banda-
ríkjamenn hafa gert svo oft, að sigra í
báðum spretthlaupunum.
„ÉG hef ekki hlaupið nægilega mik-
ið í sumar til að fara í 200 metrana,“
sagði Collins sem varð þriðji í grein-
inni fyrir tveimur árum í Edmonton.
ANNAR sterkur hlaupari hefur
einnig dregið sig út úr keppninni í 200
metrunum, Ólympíu- og heimsmeist-
arinn Kostas Kenteris frá Grikk-
landi. Hann er lítillega meiddur og
vill ekki taka neina áhættu, ári fyrir
Ólympíuleikana í heimalandi hans.
EINN til viðbótar mun vanta þegar
keppt verður í 200 metra hlaupinu en
það er Bandaríkjamaðurinn John
Drummond. Hann var dæmdur úr
leik í riðlakeppninni í 100 metra
hlaupinu, mótmælti því harkalega og
átti á hættu að vera vikið úr keppn-
inni. Hann sparaði hins vegar móts-
stjórn ómakið, er hættur keppni og
verður því fjarri góðu gamni í 200
metra hlaupinu og eins þegar keppt
verður í 4x100 metra boðhlaupi um
helgina.
BANDARÍSKI táningurinn Ally-
son Felix komst ekki áfram úr riðla-
keppninni í 200 metra hlaupi kvenna,
hljóp á 23,33 sek. í þriðja riðli, varð
þar í sjötta sæti og komst ekki áfram.
Stúlkan, sem er 17 ára, hljóp vega-
lengdina á 22,11 sek. fyrr á árinu.
FÓLK
Fyrsta greinin hjá köppunum var100 metra hlaup og þar fékk Jón
Arnar tímann 11,11 sekúndur og 836
stig, frekar slakur
tími og setti hann í
fjórtánda sætið.
Langstökkið, sem er
hans sterkasta
grein, hefur oft gengið brösuglega
og stundum hefur hann aðeins náð
þriðja stökkinu löglegu. Að þessu
sinni gerði hann ógilt í fyrsta stökki,
hljóp í gegnum það næsta en það
mældist aðeins 6,15 metrar og þar
töpuðust nokkur hundruð stig.
„Ég veit hreinlega ekki hvað gerð-
ist í fyrsta stökkinu – þetta hefur
aldrei komið fyrir mig áður. Lang-
stökkið hefur gengið mjög vel síð-
ustu árin, auðvitað hefur maður gert
ógilt um nokkra sentimetra en ekki
farið rúm tvö fet fram fyrir planka.
Það svona hvarflar að manni að ein-
hver hafi fært mælinguna – annað
eins hefur reyndar gerst í þessu. Nú,
þetta stökk var auðvitað ógilt, en fínt
stökk samt, örugglega alveg um átta
metrar þannig að mér fannst ég geta
stokkið langt.
Ég færði mig rúmum tveimur fet-
um aftar til að gera nú örugglega gilt
en ég rann á plankanum áður en ég
náði gripi og fékk slink á ökklann.
Stökkið mældist bara 6,15 metrar og
ég hef ekki fengið svoleiðis mælingu
síðan ég var fimmtán ára held ég.
Ég ákvað að reyna kúluna þrátt
fyrir eymslin í ökklanum en það
gekk ekki og við ákváðum að ég
hætti keppni. Þegar menn eru komn-
ir á þennan aldur reyna þeir að hlífa
sér ef þess er kostur og í þessu tilviki
hefði verið rangt að halda áfram og
eiga á hættu að vera lengi að ná sér.
Ég var búinn að tapa það mörgum
stigum að ég hefði aldrei náð fram-
arlega og ég hef það mikinn metnað
að ég hefði ekki haft nokkurn áhuga
á að vera í kringum 7.000 stigin,“
sagði Jón Arnar í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Jón sagði greinilegt að margir
ungir strákar væru að koma sterkir
inn í þrautina. „Það er virkilega
gaman að sjá hversu margir ungir
strákar eru að koma sterkir inn. Við
þessir gömlu erum samt ekkert á því
að láta þá hafa þetta allt án fyrir-
hafnar og reynum að láta þá hafa að-
eins fyrir hlutunum næsta árið eða
svo, en það er markmiðið að komast
á Ólympíuleikana í Aþenu og standa
sig þar.
Hvað varðar heimsmeistaramót á
ég nú frekar von á að þetta hafi verið
mitt síðasta. Heimsmeistaramót ut-
anhúss virðast hreinlega ekki vera
mín mót – ætli það sé ekki orðið full-
reynt. Annars veit maður auðvitað
aldrei, ef líkaminn verður í lagi og ég
hef enn gaman af þessu og tel mig
geta verið í kringum 8.000 stigin er
aldrei að vita hversu lengi maður
endist í þessu,“ sagði Jón Arnar.
Jón Arnar Magnússon féll úr keppni á fimmta heimsmeistaramótinu í röð
Fer trúlega
ekki aftur á HM
Reuters
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
„MAÐUR er auðvitað sorrí, sár og svekktur yfir þessu öllu saman,“
sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður eftir að hann hætti
keppni í þrautinni eftir þrjár greinar á heimsmeistaramótinu í París
í gær. Hann var þá í tuttugasta og síðasta sæti keppenda og aumur í
ökkla, eftir langstökkið, þannig að niðurstaðan var að hætta í stað
þess að halda áfram og gera illt verra. Þetta er í fimmta sinn sem
Jóni mistekst að ljúka keppni á heimsmeistaramóti.
„ÞETTA var nú heldur endasleppt
hjá okkur að þessu sinni,“ sagði
Guðmundur Karlsson, landsliðs-
þjálfari í frjálsíþróttum, eftir að Jón
Arnar Magnússon hætti keppni í
tugþrautinni eftir þrjár greinar í
gær.
„Jón náði löngu stökki í fyrstu til-
raun en það var ógilt þar sem hann
fór langt fram yfir plankann. Það
var leiðinlegt að fá það stökk ekki
gilt því það var í það minnsta upp á
7,70 metra. Í öðru stökkinu færði
hann sig aftar, rann aðeins á plank-
anum áður en gaddarnir gripu og
fékk mikinn slink á ökklann. Hann
hljóp eiginlega í gegnum stökkið og
drap tánni niður á leiðinni og það
var mælt upp á 6,15 metra. Fremur
ómerkilegt stökk og hann ákvað að
reyna aftur en það tókst ekki.
Jón ákvað samt að reyna að varpa
kúlunni en fann til í ökklanum og
þar sem hann hafði tapað einum 350
stigum í langstökkinu, sem er hans
sterkasta grein, var það niðurstaða
okkar að hann hætti keppni. Það var
enginn akkur í því að níðast á ökkl-
anum til þess eins að ná tíunda til
tólfta sæti,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að meiðsli Jóns væru
ekki alvarleg. „Þetta eru minnihátt-
ar meiðsli en það má segja að ef
hann hefði stokkið 7,50–7,60 í lang-
stökkinu hefðum við örugglega
reynt að harka þetta af okkur. Úr
því sem komið var hafði það engan
tilgang,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
Um tugþrautarkeppnina sagði
Guðmundur greinilegt að nokkur
kynslóðaskipti væru að eiga sér
stað. „Það eru greinileg kynslóða-
skipti að verða og þessir „gömlu“
sem hafa verið í baráttunni undan-
farin ár þurfa orðið að hafa sig alla
við til að halda í við þessa ungu sem
eru að verða sterkir,“ sagði Guð-
mundur.
Enginn akkur í að níðast á ökklanum