Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 47 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 4, 6, 8, 9.15 og 10.30. MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is SV. MBL Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 3.45, 6, 8 og 10.15. J I M C A R R E Y B R U C E Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. NÝR mixdiskur með Gus Gus, Mixed Live, kom út hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Moonshine í gær. Búið er að birta umsögn um diskinn á vef Rolling Stone. Diskurinn er tekinn upp á litlum bar í Reykjavík, nánar tiltekið Sirkus, í þeim tilgangi að fanga húmorískan gleðianda sveitarinnar. Fimmtán lög eru á diskinum, sem er 72 mínútna langur, m.a. eftir tæknómeistarann frá Detroit, Aaron-Carl, og endurhljóðblöndun á Gus Gus-laginu „David“. Í umsögninni segir að niðurstaðan sé hress og framandi. Þar seg- ir að sem plötusnúðar kunni Gus Gus að skemmta sér og gleðin skíni sannarlega í gegn. Umsögn um nýjan mixdisk frá Gus Gus í Rolling Stone Lifandi gleðidiskur Morgunblaðið/Arnaldur President Bongo er þekktur fyrir líflega framkomu með Gus Gus.www.gusgus.com SÆNSKA söngkonan Åsa Rydman heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Rydman leikur ljúfsára en fjöl- breytilega tónlist, þjóðlagaskotna, sem byggir á grunni píanós og kassagítars. Svipar henni þannig sumpartinn til þess sem stöllur hennar Kate Bush, Tori Amos, Dido og íslensku söngkonurnar Anna Halldórsdóttir, Fabúla, Þór- unn Antónía og Hera hafa fengist við. Rydman hefur gefið út plötuna Seeds of Love en hún hefur að geyma tónlist sem hún samdi sér- staklega fyrir sýningu sem hún setti upp í New York þar sem hún er nú búsett. Rydman er fædd og uppalin í Örebro í Svíþjóð og starfar einnig með hljómsveitinni Åsa’s Garden sem hún stofnaði á háskólaárum sínum. Sveitin hefur sent frá sér eina plötu There Is No Way … Á skömmum ferli hefur Rydman komið víða við, búið í París og Sa- rajevó og leikið enn víðar. Sænsk söngkona á Gauknum Ljósmynd/Anna Julia Granberg Åsa Rydman leikur á Gauknum í kvöld. Tónleikar Åsu Rydman eru á Gauki á Stöng og hefjast kl. 22 í kvöld. RAGNHILDUR Steinunn Jónsdótt- ir, fegurðardrottning Íslands, heldur í dag til Parísar þar sem hún tekur þátt í keppninni Ungfrú Evrópa 2003, en keppnin verður haldin 12. september í Euro-Disney-garðinum við París. Stúlkurnar sem taka þátt í keppn- inni dvelja einnig í borginni við kynningar- og auglýsingastörf auk undirbúnings fyrir lokakvöldið. Keppendur dvöldu í viku á eyjunni Guadeloupe í Karíbahafinu í júlí, þar sem kynningarmyndatökur fyrir keppnina fóru fram. Keppnin Ungfrú Evrópa var fyrst haldin fyrir 56 árum, fyrst alþjóð- legra fegurðarsamkeppna, segir í fréttatilkynningu frá Fegurðarsam- keppni Íslands. Ragnhildur tekur þátt í Ungfrú Evrópu Morgunblaðið/Jim Smart Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.