Morgunblaðið - 27.08.2003, Side 48
Á teppinu hjá Magdalene-systur.Allt eða ekkert lýsir lífi í breskri bæjarblokk.
ÁMEÐAN Bretinn veltirvöngum yfir risi oghnignun breskrar kvik-myndagerðar vill hann
gjarnan gleyma því að burtséð frá
því hvort takist að velgja Hollywood
undir uggum með stórsmellum á
borð við Fjögur brúðkaup og jarð-
arför og Bond-myndirnar eilífu,
hafa ávallt verið til vandaðir og ein-
stakir kvikmyndagerðarmenn
breskir sem eiga sér fjölda tryggra
aðdáenda utan heimahaganna.
Nægir þar að nefna Mike Leigh,
Ken Loach og Peter Greenaway
sem skýr dæmi um það en þeir eiga
það sameiginlegt að hafa, ef eitthvað
er, notið frekari hylli utan heima-
landsins og til marks um það gera
þeir orðið myndir sínar nær alfarið
fyrir erlent fé. Þar að auki hafa ung-
ir kvikmyndagerðarmenn á Bret-
landseyjum löngum fengist við
spennandi viðfangsefni, verið
óhræddir við að takast á við ögrandi
og umdeild viðfangsefni.
Breskir bíódagar sem haldnir
verða í Háskólabíói dagana 29.
ágúst til 14. september munu bera
framar öðru glöggt vitni um þetta
tvennt. Þar verður nefnilega annars
vegar að finna nokkra af reyndari
kvikmyndagerðarmönnum Breta á
mjög góðum degi – ef ekki þeim
besta – auk þess sem yngri og
óþekktari kvikmyndagerðarmenn fá
tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Alls eru myndirnar tíu sem sýndar
verða á Bresku bíódögunum, nýjar
og nýlegar myndir af ólíkum toga
sem allar hafa hlotið góða dóma og
komið við sögu kvikmyndahátíða.
Háskólabíó stendur fyrir veislunni í
náinni samvinnu við breska sendi-
ráðið, Íslensku kvikmynda-
samsteypuna, Bergvík, Rás 2 og
kvikmyndaklúbbinn Film-Undur.
Sextán/Sweet Sixteen
Opnunarmynd bíódaganna er þessi
nýjasta mynd Ken Loach, einhvers
virtasta en um leið umdeildasta leik-
stjóra Breta sem á að baki myndir á
borð við Kes (1969), Raining Stones
(1993) og My Name is Joe (1998).
Myndin vakti þegar mikla athygli
er hún var frumsýnd á Cannes 2001
þar sem hún keppti í aðalkeppninni.
Þar sló jafnframt í gegn aðalleikari
myndarinnar Martin Compston,
sem þá var aðeins 17 ára gamall og
nýgræðingur í faginu. Handritshöf-
undur myndarinnar Paul Laverty
hlaut þar einnig verðlaun fyrir besta
handritið, sem segir raunasögu
ungs drengs, Liams, og baráttu
hans fyrir betra lífi handa sér, syst-
ur sinni og móður en hún er við það
að fá lausn úr fangelsi. Til þess að
svo geti orðið telur hann sig þurfa
að finna fjölskyldunni lánlitlu
öruggt þak yfir höfuðið. Hann finn-
ur draumaheimilið, afskekkt hús,
fyrir utan grimmdarlega stórborg-
ina, en til þess að eignast það þarf
hann fé og fer að afla þess með sölu
eiturlyfja.
Sem fyrr er frásagnarmáti Loach
óvæginn. Hann er staðráðinn í að
sýna ömurlegt líf hinna lægst settu í
sönnu ljósi og vonast þannig til að
vekja þá sem ekki þekkja til – eða
loka vísvitandi augunum fyrir því –
af værum blundi. Afraksturinn er
mynd sem almennt þykir ein hans
allra sterkasta, enda hefur hún hlot-
ið fjölda verðlauna.
Allt eða ekkert/All or Nothing
Mike Leigh er gjarnan nefndur með
Ken Loach þegar talið berst að hug-
rakkari kvikmyndagerðarmönnum
Breta. Leigh á sér fjölmarga aðdá-
endur hérlendis enda hefur hann á
hartnær fjörutíu ára ferli – fyrst í
sjónvarpi, svo kvikmyndum – sent
frá sér fjölda rómaðra mynda, eins
og Life is Sweet (1990), Naked
(1993) og Secrets and Lies (1996).
Það er ekki síst fyrir verklagið sem
Leigh er þekktur en hann er vanur
að virkja leikhóp sinn mun meira en
aðrir leikstjórar, fær hann til að
móta persónur sínar og gefa þeim líf
sem gjarnan hefur skilað óviðjafn-
anlegri leikframmistöðu. Allt eða
ekkert hefur ekki hvað síst verið lof-
uð fyrir frammistöðu leikhópsins –
sem er firnasterkur. Fremstur með-
al jafningja er góðkunningi úr
myndum Leighs, Timothy Spall,
sem leikur óhamingjusaman blá-
snauðan leigubílstjóra í Lund-
únaborg samtímans. Hjónaband
hans og Penny (Lesley Manville) er
handónýtt og heimilislífið ömurlegt.
Börnin þeirra tvö eygja litla von um
gott líf, dóttirin á við offituvanda að
stríða og sonurinn atvinnulaus. Ekki
virðist líf nágranna í bæjarblokkinni
neitt skárra en Mike Leigh tvinnar
saman sögur af þessu lánlitla fólki á
listilegan máta, í senn dramatískan
og kómískan. Líkt og Sextán keppti
Allt eða ekkert á Cannes í fyrra og
hlaut þar mikið lof. Síðan hefur
myndin verið sýnd á fjölda kvik-
myndahátíða og hvarvetna talin til
bestu mynda Leighs.
Blóðugur sunnudagur/
Bloody Sunday
Hinn 30. janúar 1972 skutu breskir
hermenn 13 óvopnaða borgara sem
voru í friðsamlegri mótmælagöngu í
Derry-héraði á N-Írlandi. Atburð-
urinn varð til þess að margir ungir
N-Írar gengu í IRA-samtökin og
ýtti undir þau blóðugu átök sem áttu
eftir að ríkja milli mótmælenda og
kaþólikka á N-Írlandi næsta ald-
arfjórðunginn. Blóðugur sunnudag-
ur lýsir aðdraganda þessa harm-
leiks og reynir að lýsa því hvaða
áhrif hann hafði á N-Íra, ekki aðeins
kaþólikka, heldur mótmælendur
einnig. Svo vel þykir hafa tekist til
að myndin hefur hlotið fjölda verð-
launa, þ.á m. hinn virta Gullbjörn á
kvikmyndahátíðinni í Berlín þar
sem hún var frumsýnd í fyrra.
Með aðalhlutverk í myndinni fer
N-Írinn James Nesbitt sem margir
ættu að kannast við í hlutverki
Adams í þáttunum Cold Feet. Leik-
stjórinn er Paul Greengrass en
næsta mynd hans er framhald
Bourne Idendity, sem mun heita
Bourne Supremacy og skarta Matt
Damon í hlutverki Jason Bourne.
Jarðarför með útsýni/
Plots With A View
Kolsvört kómedía um banvænt við-
skiptastríð milli tveggja útfar-
arstofa í smábæ í Wales. Boris Plotz
(Alfred Molin) rekur Plotz útfar-
arstofuna og en átti sér þann draum
að verða dansari og að eignast
æskuástina Bettí (Brenda Blethyn)
sem neyddist til að fara að vilja föð-
ur síns og giftast framapotara bæj-
arins sem nú er orðinn bæjarstjóri
og heldur við einkaritara sinn
(Naomi Watts). Þegar tengdamóðir
Bettíar fellur frá, sér Plotz um út-
förina og leiðir þeirra Bettíar liggja
saman á ný. Til þess að ná saman
aftur og losa Bettí við ótrúan eig-
inmanninn, ákveða þau að sviðsetja
dauða Bettíar.
Magdalene-systurnar/
The Magdalene Sisters
Hér er á ferð einhver umdeildasta
mynd síðari ára. Fjallar hún um
dökkan blett á írskri sögu, framferði
systranna miskunnsömu á Magda-
lene-hælunum sem rekin voru í Ír-
landi á síðustu öld. Var það trú
manna að þar væri verið að koma
vitinu fyrir ungar, afvegaleiddar
stúlkur, en raunin reyndist önnur og
ömurlegri. Klaustrin voru nefnilega
ekkert annað en fangelsi þar sem
stúlkurnar voru í þrældómi og þeim
misþyrmt stöðugt – vegna synda
þeirra. Og þessar syndir gátu verið
að þær væru of ljótar, eða of fal-
legar, eða þá að þær væru fórn-
arlamb nauðgunar og því orðnar
„óhreinar“. Magdalene-systurnar
segir sögu fjögurra stúlkna á 7. ára-
tug síðustu aldar sem þurftu að þola
vist á einu slíku hæli.
Þessi frumraun leikarans Peters
Mullans hlaut Gullna ljónið á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum á síð-
asta ári og var jafnframt verðlaunuð
á síðustu Toronto-hátíð svo einungis
fáeinar vegtyllur séu nefndar sem
henni hafa hlotnast. Myndin hlaut
mikla aðsókn á Bretlandseyjum og
nýtur nú töluverðra vinsælda og
umtals vestanhafs.
Gullið tækifæri/Lucky Break
Gamanmynd frá Peter Cattaneo,
sem gerði hina geysivinsælu Full
Monty. James Nesbitt (Bloody
Sunday, Cold Feet) leikur bank-
aræningja sem er gómaður og send-
ur í 12 ára fangelsisvist. Þegar hann
lendir í hópi fanga sem fá að setja
upp leikrit sér hann gullið tækifæri
til að flýja. Auk Nesbitt leika í
myndinni þau Olivia Williams (The
Sixth Sense, Rushmore), Christ-
opher Plummer og Timothy Spall.
Hrein/Pure
Mynd um 10 ára gamlan dreng sem
reynir að hjálpa móður sinni í bar-
áttu hennar við heróínfíkn. Faðir
drengsins er látinn og axlar hann
mikla ábyrgð er hann reynir að
vernda móður sína og yngri bróður
fyrir kærasta hennar, eiturlyfjasala
og melludólgi.
Þessi níunda mynd leikstjórans
Gillies MacKinnon vann til verð-
launa á Berlínarhátíðinni í ár. Í aðal-
hlutverki eru Molly Parker, sem
þekkja má úr Center of the World,
Wonderland og Rare Birds Sturlu
Gunnarssonar, Keira Knightley sem
er að verða ein af stóru stjörnunum
eftir að hafa leikið á móti Johnny
Depp í Sjóræningjum Karíbahafs-
ins og hinn ungi Harry Eden sem
mjög hefur verið lofaður fyrir
frammistöðu sína í myndinni.
Féhirðirinn/The Croupier
Ekta breskur krimmi eftir sérfræð-
ing í því faginu Mike Hodges, sá er
gerði hina margfrægu Get Carter
með Michael Caine frá 1971. Féhirð-
irinn hefur fengið fantagóða dóma
James Nesbitt í Blóðugum sunnudegi. Naomi Watts í Jarðarför með útsýni.
Brot af því
besta í breskri
kvikmyndagerð
48 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 5.50. ísl tal.Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
NÓI ALBINÓI
with english subtitles
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
KVIKMYNDIR.IS
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
Sýnd. kl. 6. Enskur texti
YFIR 35.000 GESTIR!
98% aðspurðra í USA sem
höfðu séð myndina sögðu
“góð” eða“ stórkostleg”!
KVIKMYNDIR.COM
Skonrokk FM 90.9
Sýnd kl. 6.40, 9 og 10.20. B.i. 12 ára.
Ofurskutlan Angelina
Jolie er mætt aftur
öflugri en nokkru
sinni fyrr í
svakalegustu
hasarmynd sumarsins!
HULK B A S I C Ástríkur & Kleópatra
BRUCE ALMIGHTY
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.50, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12.
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“stórkostleg”!
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“stórkostleg”!
Ofurskutlan Angelina Jolie er
mætt aftur öflugri en nokkru
sinni fyrr í svakalegustu
hasarmynd sumarsins!
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 OG 10.20.