Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 19
búa lista yfir raunsæ verkefni sem hægt er að tímasetja og setja af stað. Það mun samt velta á pólitískum vilja hvernig og hve hratt verður gengið til verka. Listinn verður þá til og það er þá hægt að heimta það upp á stjórn- málamenn hvort þeir ætli sér að fara eftir þessari framkvæmdaáætlun eða ekki og þá hvenær og hve hratt.“ Sigmundur Ernir sagði einkenn- andi fyrir svæðið fábreytt atvinnulíf, sem byggir á sjávarútvegi, landbún- aði og þjónustu því tengdu. Fólks- fækkun er á flestum stöðum fyrir ut- an nokkrar undantekningar á borð við Akureyri. Stytta þarf leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur Alls eru um 70 hugmyndir á borði verkefnisstjórnar og kynnti Sig- mundur Ernir ýmsar tillögur á fund- inum í gær en gat þess þó að þær væru enn í vinnslu. Starfshópur um samkeppnishæfni, atvinnumál og ný- sköpun leggur aðaláherslu á stytt- ingu leiðarinnar milli Akureyrar og Reykjavíkur, sem hópurinn telur grunnþátt í að bæta samkeppnis- hæfni fyrirtækja á starfssvæðinu. Þar er komið inn á styttingu leiðarinnar um 69–80 km, m.a. með uppbyggingu heilsársvegar um Stórasand og göng- um frá Hörgárdal til Hjaltadals. Einnig leggur starfshópurinn til að fyrirtæki, stofnanir og skólar á lands- byggðinni njóti jákvæðs mismunar við úthlutun styrkja úr vísinda- og tæknisjóði. Jafnframt er lagt til að Eyjafjarðarsvæðið verði öndvegis- staður vísinda og rannsókna á tiltekn- um sviðum. Þá er lagt til að næsta uppbygging stóriðju verði á Norður- landi, að FSA verði eflt og það gert að stóriðju Eyjafjarðarsvæðisins og að höfuðstöðvar Matvælastofnunar Ís- lands verði á Akureyri. Önnur áhersluverkefni sem starfshópurinn gerir tillögu um, eru opinberar að- gerðir til beinnar lækkunar flutnings- kostnaðar. Miðstöð neyðarþjónustu fyrir norðurskautssvæðið Megintillaga starfshóps um heil- brigðisþjónustu er að á Akureyri verði miðstöð neyðarþjónustu fyrir norðurskautssvæðið, þ.e. lönd og hér- uð sem að því liggja. Jafnframt að byggja upp Globodent – þekkingar- fyrirtæki á sviði tannlækninga á Ak- ureyri og vinna að uppbyggingu á heilbrigðistengdri upplýsingatækni á Akureyri á næstu misserum. Einnig er lagt til að búin verði til eftirsótt „vara“ þ.e. heilsutengd ferðaþjónusta og að unnið verði að því að efla end- urhæfingu á Norður- og Austurlandi, með Kristnes sem höfuðstöðvar. Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög leggur áherslu á sam- göngubætur og að stærri svæði verði sameinuð. Starfshópur um ferðaþjón- ustu og menningarmál leggur m.a. til að komið verði á fót sameiginlegri markaðsskrifstofu á Norðurlandi. Einnig að Akureyri verði ákjósanleg- ur áningarstaður fyrir fjölskyldur og að afþreyingarmöguleikar verði mið- aðir að börnum. Þá leggur starfshóp- urinn til að komið verði upp snjófram- leiðslubúnaði í Hlíðarfjalli, þannig að hægt verði að nýta svæðið svo lengi sem kostur er. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks sótti fundinn í gær og hlýddi af athygli á mál Sigmundar Ernis. AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 19 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 21 41 09 /2 00 3 Merry Ploughboys Írsk kráarstemmning um helgina Helgarfer›ir 2. okt. til 4. des. Bókunarsta›a: 2. okt. 3 nætur Örfá sæti laus 9. okt. 3 nætur Uppselt 16. okt. 4 nætur Uppselt Sértilbo›: * Innif.: flug og gisting á Burlington hótelinu í flrjár nætur og allir flugvallaskattar. 44.920 kr.* Sta›greitt - 24. okt. í 3 nætur fiessi fræga írska hljómsveit kemur flér í rétta kráarstemmningu: Á Ránni í Keflavík föstudagskv. kl. 22-24, Fjörukránni laugardagskv. kl. 22-24, Dubliners sunnudagskv. kl. 21.30-23.30. Fyrstu brottfarirnar a› ver›a uppseldar. Egida Kussía frá Konsó í Eþíópíu talar á samkomu í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð á Akureyri á morgun, laugardaginn 6. sept- ember, kl. 20.30. Kussía hefur verið í heimsókn á Ís- landi að undanförnu og tekið þátt í afmælissamkomum Kristniboðs- sambandsins, en um þessar mundir eru 50 ár liðin síðan fyrstu kristni- boðarnir, Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson, héldu til starfa í Eþí- ópíu. Í fylgd með Kussía annað kvöld verður Leifur Sigurðsson, kristni- boði sem starfað hefur í Kenýa und- anfarin ár og túlkar hann mál Kussía á íslensku og sýnir einnig myndir þaðan sem íslensku kristniboðarnir hafa starfað á liðnum árum. Nú í haust eru liðin 10 ár frá stofn- un kennaradeildar við Háskólann á Akureyri, en hún tók til starfa haustið 1993 er 75 nemendur innrit- uðust í grunnskólakennaranám. Af þessu tilefni verður boðið til hátíð- ardagskrár í húsnæði deildarinnar á Þingvallastræti 23 á morgun, laug- ardag, undir yfirskriftinni Mennt er máttur. Kennaradeildin skiptist nú í þrjár brautir, leikskólabraut, grunn- skólabraut og framhaldsbraut, auk þess sem við deildina er starfrækt skólaþróunarsvið. Leikskólabraut tók til starfa haustið 1996 en háskól- inn var fyrstur skóla hér á landi til að taka upp formlegt B.Ed. nám fyr- ir leikskólakennara. Framhaldsdeild er yngsta braut deildarinnar en hún býður upp á 15–30 eininga nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og nám til meist- araprófs í menntunarfræðum. Þegar hafa fjórir kandítatar brautskráðst frá kennaradeild með meistarapróf. Hlutverk skólaþróunarsviðs lýtur að ráðgjöf við kennara og skólastjóra leik- og grunnskóla við hvers konar rannsóknar-, þróunar- og umbóta- starf í skólum. Hátíðardagskráin í tilefni afmæl- isins hefst kl. 10 í fyrramálið með ávarpi menntamálaráðherra, rekt- ors Kennaraháskóla Íslands, forseta félagsvísindadeildar Háskóla Ís- lands, bæjarstjóra Akureyrar og rektors Háskólans á Akureyri. Að ávörpum loknum mun Anna Þóra Baldursdóttir lektor og braut- arstjóri framhaldsbrautar við kenn- aradeild flytja erindið Framlag kennaradeildar til fræða- og starfs- umhverfis kennara. Eftir hádegi, kl. 14, stendur kenn- aradeild fyrir málstofu þar sem fimm brautskráðir M.Ed. og B.Ed nemar kynna lokaverkefni sín. Að lokinni málstofu mun Ásta Magn- úsdóttir, nemi á tónlistarsviði kenn- aradeildar, syngja nokkur lög undir stjórn Roberts Faulkner tónlistar- kennara við kennaradeild. Á MORGUN Tónleikar verða í Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 5. september kl. 17. Kirkjukór Zions-kirkjunnar í Bethel í Þýskalandi syngur undir stjórn Ro- lands Muller. Með kórnum leikur blásarakvartett. Allir velkomnir. Að- gangur ókeypis. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.