Morgunblaðið - 05.09.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.09.2003, Qupperneq 19
búa lista yfir raunsæ verkefni sem hægt er að tímasetja og setja af stað. Það mun samt velta á pólitískum vilja hvernig og hve hratt verður gengið til verka. Listinn verður þá til og það er þá hægt að heimta það upp á stjórn- málamenn hvort þeir ætli sér að fara eftir þessari framkvæmdaáætlun eða ekki og þá hvenær og hve hratt.“ Sigmundur Ernir sagði einkenn- andi fyrir svæðið fábreytt atvinnulíf, sem byggir á sjávarútvegi, landbún- aði og þjónustu því tengdu. Fólks- fækkun er á flestum stöðum fyrir ut- an nokkrar undantekningar á borð við Akureyri. Stytta þarf leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur Alls eru um 70 hugmyndir á borði verkefnisstjórnar og kynnti Sig- mundur Ernir ýmsar tillögur á fund- inum í gær en gat þess þó að þær væru enn í vinnslu. Starfshópur um samkeppnishæfni, atvinnumál og ný- sköpun leggur aðaláherslu á stytt- ingu leiðarinnar milli Akureyrar og Reykjavíkur, sem hópurinn telur grunnþátt í að bæta samkeppnis- hæfni fyrirtækja á starfssvæðinu. Þar er komið inn á styttingu leiðarinnar um 69–80 km, m.a. með uppbyggingu heilsársvegar um Stórasand og göng- um frá Hörgárdal til Hjaltadals. Einnig leggur starfshópurinn til að fyrirtæki, stofnanir og skólar á lands- byggðinni njóti jákvæðs mismunar við úthlutun styrkja úr vísinda- og tæknisjóði. Jafnframt er lagt til að Eyjafjarðarsvæðið verði öndvegis- staður vísinda og rannsókna á tiltekn- um sviðum. Þá er lagt til að næsta uppbygging stóriðju verði á Norður- landi, að FSA verði eflt og það gert að stóriðju Eyjafjarðarsvæðisins og að höfuðstöðvar Matvælastofnunar Ís- lands verði á Akureyri. Önnur áhersluverkefni sem starfshópurinn gerir tillögu um, eru opinberar að- gerðir til beinnar lækkunar flutnings- kostnaðar. Miðstöð neyðarþjónustu fyrir norðurskautssvæðið Megintillaga starfshóps um heil- brigðisþjónustu er að á Akureyri verði miðstöð neyðarþjónustu fyrir norðurskautssvæðið, þ.e. lönd og hér- uð sem að því liggja. Jafnframt að byggja upp Globodent – þekkingar- fyrirtæki á sviði tannlækninga á Ak- ureyri og vinna að uppbyggingu á heilbrigðistengdri upplýsingatækni á Akureyri á næstu misserum. Einnig er lagt til að búin verði til eftirsótt „vara“ þ.e. heilsutengd ferðaþjónusta og að unnið verði að því að efla end- urhæfingu á Norður- og Austurlandi, með Kristnes sem höfuðstöðvar. Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög leggur áherslu á sam- göngubætur og að stærri svæði verði sameinuð. Starfshópur um ferðaþjón- ustu og menningarmál leggur m.a. til að komið verði á fót sameiginlegri markaðsskrifstofu á Norðurlandi. Einnig að Akureyri verði ákjósanleg- ur áningarstaður fyrir fjölskyldur og að afþreyingarmöguleikar verði mið- aðir að börnum. Þá leggur starfshóp- urinn til að komið verði upp snjófram- leiðslubúnaði í Hlíðarfjalli, þannig að hægt verði að nýta svæðið svo lengi sem kostur er. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks sótti fundinn í gær og hlýddi af athygli á mál Sigmundar Ernis. AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 19 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 21 41 09 /2 00 3 Merry Ploughboys Írsk kráarstemmning um helgina Helgarfer›ir 2. okt. til 4. des. Bókunarsta›a: 2. okt. 3 nætur Örfá sæti laus 9. okt. 3 nætur Uppselt 16. okt. 4 nætur Uppselt Sértilbo›: * Innif.: flug og gisting á Burlington hótelinu í flrjár nætur og allir flugvallaskattar. 44.920 kr.* Sta›greitt - 24. okt. í 3 nætur fiessi fræga írska hljómsveit kemur flér í rétta kráarstemmningu: Á Ránni í Keflavík föstudagskv. kl. 22-24, Fjörukránni laugardagskv. kl. 22-24, Dubliners sunnudagskv. kl. 21.30-23.30. Fyrstu brottfarirnar a› ver›a uppseldar. Egida Kussía frá Konsó í Eþíópíu talar á samkomu í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð á Akureyri á morgun, laugardaginn 6. sept- ember, kl. 20.30. Kussía hefur verið í heimsókn á Ís- landi að undanförnu og tekið þátt í afmælissamkomum Kristniboðs- sambandsins, en um þessar mundir eru 50 ár liðin síðan fyrstu kristni- boðarnir, Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson, héldu til starfa í Eþí- ópíu. Í fylgd með Kussía annað kvöld verður Leifur Sigurðsson, kristni- boði sem starfað hefur í Kenýa und- anfarin ár og túlkar hann mál Kussía á íslensku og sýnir einnig myndir þaðan sem íslensku kristniboðarnir hafa starfað á liðnum árum. Nú í haust eru liðin 10 ár frá stofn- un kennaradeildar við Háskólann á Akureyri, en hún tók til starfa haustið 1993 er 75 nemendur innrit- uðust í grunnskólakennaranám. Af þessu tilefni verður boðið til hátíð- ardagskrár í húsnæði deildarinnar á Þingvallastræti 23 á morgun, laug- ardag, undir yfirskriftinni Mennt er máttur. Kennaradeildin skiptist nú í þrjár brautir, leikskólabraut, grunn- skólabraut og framhaldsbraut, auk þess sem við deildina er starfrækt skólaþróunarsvið. Leikskólabraut tók til starfa haustið 1996 en háskól- inn var fyrstur skóla hér á landi til að taka upp formlegt B.Ed. nám fyr- ir leikskólakennara. Framhaldsdeild er yngsta braut deildarinnar en hún býður upp á 15–30 eininga nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og nám til meist- araprófs í menntunarfræðum. Þegar hafa fjórir kandítatar brautskráðst frá kennaradeild með meistarapróf. Hlutverk skólaþróunarsviðs lýtur að ráðgjöf við kennara og skólastjóra leik- og grunnskóla við hvers konar rannsóknar-, þróunar- og umbóta- starf í skólum. Hátíðardagskráin í tilefni afmæl- isins hefst kl. 10 í fyrramálið með ávarpi menntamálaráðherra, rekt- ors Kennaraháskóla Íslands, forseta félagsvísindadeildar Háskóla Ís- lands, bæjarstjóra Akureyrar og rektors Háskólans á Akureyri. Að ávörpum loknum mun Anna Þóra Baldursdóttir lektor og braut- arstjóri framhaldsbrautar við kenn- aradeild flytja erindið Framlag kennaradeildar til fræða- og starfs- umhverfis kennara. Eftir hádegi, kl. 14, stendur kenn- aradeild fyrir málstofu þar sem fimm brautskráðir M.Ed. og B.Ed nemar kynna lokaverkefni sín. Að lokinni málstofu mun Ásta Magn- úsdóttir, nemi á tónlistarsviði kenn- aradeildar, syngja nokkur lög undir stjórn Roberts Faulkner tónlistar- kennara við kennaradeild. Á MORGUN Tónleikar verða í Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 5. september kl. 17. Kirkjukór Zions-kirkjunnar í Bethel í Þýskalandi syngur undir stjórn Ro- lands Muller. Með kórnum leikur blásarakvartett. Allir velkomnir. Að- gangur ókeypis. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.