Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUMARBLÓMIN hennarSnjólaugar Peterson íGimli hafa ákveðið að-dráttarafl og vísa veginnað íbúð þessarar öldnu konu sem er ánægð með sitt og hef- ur alla tíð verið. „Ég flutti hingað þegar þetta hús var byggt fyrir eldri borgara 1975 og hef verið með blómagarð fyrir framan íbúðina mína og meðfram vesturvegg bygg- ingarinnar síðan,“ segir hún og horf- ir dreymin á blómin. „Annars er ég ekki að gera neitt sérstakt. Ég spila á píanó og prjóna, þótt ég sjái ekki vel, en sakna þess að geta ekki lesið. Ég las alltaf mikið, allt íslenskt sem ég náði í, blöð og bækur, en ég hef aldrei farið til Íslands. Hins vegar hef ég reynt að halda íslenskunni við.“ Stöðug lautarferð Snjólaug eða Snóí, eins og þeir sem eiga erfitt með að bera fram sum íslensk nöfn kalla hana, fæddist í Árnesi við Winnipegvatn 20. júlí 1907. Foreldrar hennar voru Anton- íus Marteinsson og Friðrikka Sig- urðardóttir. Sigurður Sigurbjörns- son, afi hennar frá Þistilsfirði, var í stóra hópnum svonefnda, einn af 285 Íslendingum, sem komu til Winni- peg 11. október 1875, en hann var líka á meðal þeirra sem héldu áfram og tóku land á Víðinesi, Willow Po- int, við Winnipegvatn rúmri viku síðar eða 21. október, en þaðan byggðist Nýja Ísland. Sigurður varð síðan fyrsti póstmeistarinn í Árnesi – fékk bréf upp á það 2. apríl 1892 – en Snjólaug bjó fyrstu árin með for- eldrum sínum hjá móðurafa sínum og ömmu, Snjólaugu Jóhannesdótt- ur, sem var frá Laxamýri í Eyja- firði. „Það var himnaríki að búa hjá afa og ömmu í Árnesi,“ segir hún. „Ég var eina barnið á heimilinu og það var eins og stöðug lautarferð, gaman, gaman. Síðar eignaðist ég þrjá bræður og býr Kristinn, yngsti bróðir minn, í Winnipeg en hinir eru látnir. Þegar ég var fimm ára fluttu foreldrar mínir til Gimli, en einu og hálfu ári síðar fluttum við aftur í Ár- nes. Pabbi vann við ýmislegt í Gimli, flutninga á hestum og fleira, en vildi vera sjálfstæður og keypti því land í Árnesi og þar bjuggum við síðan.“ Vilhjálmur í næsta húsi Vilhjálmur Stefánsson landkönn- uður er frægasti maðurinn frá Ár- nesi. Hann þakkaði ömmu Snjólaug- ar fyrir að hafa bjargað lífi sínu eftir fæðinguna en hún gaf honum dúsu þegar hann hafnaði móðurmjólkinni. „Við bjuggum fyrir austan brautina en Hulduárhvammur var fyrir vest- an hana og þar fæddist Vilhjálmur,“ segir Snjólaug. „Amma var ljósmóð- ir og hún fór að hjálpa til og líta eft- ir móðurinni og nýfædda barninu. Vilhjálmur var ósköp lítill og þoldi ekki mjólk en hún bruggaði eitthvað handa honum og hélt þannig í hon- um lífi. Þegar Vilhjálmur kom til Manitoba í síðasta sinn skömmu áð- ur en hann dó 26. ágúst 1962 heim- sótti hann meðal annars Geysis- byggðina og þar var samkoma honum til heiðurs. Forseti samkom- unnar bað gesti um að þyrpast ekki að Vilhjálmi heldur láta hann í friði en ég hugsaði með mér að ég fengi aldrei þetta tækifæri aftur til að tala við hann. Því fór ég til hans, tók í hönd hans og sagði honum að ég væri dótturdóttir Snjólaugar. „Guð blessi hana,“ sagði hann. „Hún bjargaði lífi mínu.“ Þetta var í eina skiptið sem ég hitti Vilhjálm og var svo frek að tala við hann, en ömmu þótti fjarskalega vænt um hann og hann kom og hitti hana eftir að hann varð frægur.“ Íslenskan í hávegum höfð Þorleifur Pétursson bóndi, sem vann við fiskflutninga á veturna, var eiginmaður Snjólaugar en hann dó 1963. Þau eignuðust fimm börn og eiga 20 barnabörn og 34 barna- barnabörn. „Hann fæddist á Íslandi og hann talaði aldrei enskt orð við börnin. Þau urðu að tala við hann á íslensku. Drengirnir mínir tala allir góða ís- lensku en litlu stúlkurnar lærðu hana ekki eins vel. Maðurinn minn var miklu eldri en ég og þær voru enn litlar þegar hann dó. Yngsti sonur minn býr í Árnesi og elsti drengurinn hans skilur íslensku en hann er innan við þrítugt. Einu sinni þegar hann var lítill þá var ég þar. Þetta var að vorlagi og hann var alltaf að skjótast út. Honum þótti gaman að sulla í pollunum og var því fljótt blautur. Þegar hann kom inn sagði ég við móður hans að nú væri hann heldur en ekki blautur en þá sneri hann sér við og sagði á ensku: I’m not wet. Hann skyldi íslenskuna því snemma.“ Úr hávaða í fegurstu tóna Eftir að Snjólaug varð ekkja flutti hún til Gimli og starfaði lengi við hjúkrun á elliheimilinu Betel. Áður vann hún við bókhald í Árnesi, en hún hefur spilað á píanó frá barns- aldri. „Ég var að gera alla vitlausa því ég átti munnhörpu og spilaði á hana í tíma og ótíma,“ segir hún. „Þetta var auðvitað bara hávaði, en pabbi vann meðal annars við flutninga, flutti hitt og annað til Gimli og ann- að til baka. Hann brúkaði hesta við þetta og ferðin tók heilan dag og einu sinni þegar hann kom hafði hann lítið fótstigið orgel meðferðis og gaf mér. Ég spilaði öll lög sem ég heyrði og þegar ég var á áttunda ári fengu þau tíma fyrir mig hjá Jóni Friðfinnssyni, tónlistarkennara í Winnipeg, sem fór á milli heimila í Nýja Íslandi og kenndi á píanó. Þegar fólk kom saman var lagið allt- af tekið og einhver spilaði undir en ég var sennilega 12 ára þegar ég spilaði fyrst á skemmtun í skólanum og fljótlega fór ég að spila við mess- ur í Árnesi.“ Snjólaug spilar enn við messur og á öðrum skemmtunum á Betel auk þess sem hún er undirleikari kórs eldri borgara í Gimli. „Ég sé ekki nóturnar og því reyni ég að muna hvernig á að spila lögin,“ segir hún og bætir við að þó hún kunni mikið af íslenskum lögum sé sviðið víðara enda þurfi svo að vera. „Íslensku lögin eru ekki eins mikið brúkuð núna og áður en mér þykir fjarska mikið varið í Ó guð vors lands. Það er einn fallegasti þjóðsöngur í heimi og stendur framar O Canada. Ég spila á Betel alla daga nema laug- ardaga og fólkið dansar eftir öllum lögum. Alla virka daga er húslestur og þá spila ég tvo sálma og síðan spila ég við messu á sunnudögum. Síðan hef ég verið undirleikari hjá kórnum hans Valda Butch frá byrj- un. Það er góður kór og fjarskalega gaman að vera með honum. Ef mér leiðist og hef ekkert að gera æfi ég mig á píanóið því það að spila er besta meðalið við leiðindum. Þegar ég bjó norður í Árnesi gerði ég svo- lítið af því að kenna á píanó og fékk Amman bjargaði lífi Vilhjálms Stefánssonar Snjólaug Peterson er 94 ára gamall Vestur-Íslend- ingur í Gimli í Kanada. Hún hefur aldrei farið til Íslands en talar reiprenn- andi íslensku. Hún hefur varla farið út fyrir Mani- toba en unir sér vel við blómarækt og píanóleik. Steinþór Guðbjartsson skyggndist inn í líf hennar og störf. Morgunblaðið/Steinþór Snjólaug Peterson ræktar garðinn sinn í Gimli sem hún segir stöðugt stækka, en Snjólaug sér alfarið um sig sjálf þrátt fyrir háan aldur. Fyrir framan heimili fjölskyldunnar í Árnesi, en afi hennar var fyrsti póstmeistarinn í Árnesi. Snjólaug er hér í fangi móður sinnar og Hannah Kózek frá Úkraínu stendur við hliðina á þeim en Friðgeir, móðurbróðir hennar, stendur við hestana. Amma Snjólaugar heldur á Sigurði, bróður hennar, sem dó á fjórða ári, en faðir hennar er lengst til vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.