Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 43
75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. sept- ember, verður 75 ára Krist- mundur Guðmundsson, Hjarðarholti 4, Akranesi. Eiginkona hans er Salvör Ragnarsdóttir. Fjölskyldan tekur á móti gestum í sal Félags eldri borgara, Kirkjubraut 40, Akranesi, milli kl. 15 og 17 á afmæl- isdaginn. Blóm og gjafir af- þakkað. Baukur til styrktar Parkinson-samtökunum verður á staðnum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 43 DAGBÓK Leirmótun í Leirkrúsinni Áttunda starfsárið okkar að hefjast! • Handmótun byrjendur góður grunnur í leirmótun • Mótun á rennibekk spennandi framhald • Blöndun glerunga fyrir lengra komna • Rakú brennslur sérstök upplifun • Opið verkstæði hefst 8, september • Leirmótun með litlum höndum fyrir starfsfólk leikskóla Allar nánari upplýsingar á www.leir.is Leirkrúsin, Hákotsvör 9, Álftanesi. S: 564 0607.                         BRIDSSKÓLINN Byrjendur: Hefst 22. september og stendur yfir í 10 mánu- dagskvöld, þrjár klst. í senn, frá kl. 20-23. Þú þarft ekkert að kunna, en ekki sakar að þekkja ás frá kóng. Þú mátt koma ein eða einn, með öðrum eða í hóp, og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða einhvers staðar þar á milli. Allir geta lært að spila brids og skemmt sér konunglega um leið. Framhald: Hefst 24. september og stendur yfir í 10 mið- vikudagskvöld, þrjár klst. í senn, frá kl. 20-23. Tími endurmenntunar er runninn upp. Þú þarft að læra kerfið almennilega, ná sambandi við makker í vörninni og hætta að spila niður borðleggjandi samningum. Sem sagt, taka hlutina föstum tökum. Öll kennslugögn innifalin á báðum námskeiðum. Kennari: Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga Námskeiðin fara fram í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37 í Reykjavík. Námskeið á haustönn hefjast 22. og 24. september Cranio-Sacral meðferð 6.stig/2ár. I.hl. 20.-25.sept. II. hl. 8-13. nóv. Kennsla og námsefni á íslensku. Uppl./skrán. Gunnar s. 564 1803 - 699 8064 C.C.S.T: College of Cranio-Sacral Therapy - www.cranio.cc • www.ccst.co.uk Upplýsingar í síma 551 6751 og 691 6980 Grensásvegi 5 Innritun stendur yfir fyrir haustönn 2003 • Allir aldurshópar • Píanó, einkatímar • Tónfræði • Forskóli STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert dugleg/ur og iðin/n og stefnir ótrauð/ur að settu marki. Þú þarft að taka mik- ilvægar ákvarðanir á kom- andi ári og þú munt bera gæfu til að velja rétt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur góðar hugmyndir um það hvernig þú getur bætt heilsu þína. Þú ert tilbúin/n að snúa við blaðinu. Nú er bara að grípa til framkvæmda. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það fylgir mikill sköp- unarkraftur þessum degi. Dagurinn hentar einnig vel til skemmtana og tilhugalífs. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fjölskylduviðræður ganga mjög vel í dag. Sérstaklega viðræður sem tengjast deilu- málum. Fólk er samvinnuþýtt og tilbúið til að hlusta hvað á annað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn hentar vel til skrifta og annars konar skapandi starfa. Þú munt einnig hafa ánægju af að fara í bíltúr út í sveit. Njóttu lífsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til kaupa á listaverkum og gjöfum handa þér og þínum nánustu. Þér er ekkert að vanbúnaði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt auðvelt með að vera heillandi og samvinnufús í dag. Dagurinn hentar því vel til viðræðna um hluti sem skipta þig máli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert óvenju opin/n og til- finningarík/ur í dag. Þú ert í tengslum við tilfinningar þín- ar og sátt/ur við að vera eins og þú ert. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður þínar við vini þína eru óvenju skemmtilegar í dag. Gefðu þér tíma til að njóta samvista við aðra. Hóp- starf og hópíþróttir höfða óvenju sterkt til þín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn hentar vel til samn- ingaviðræðna við foreldra eða aðra yfirboðara. Þú ert sam- vinnufús og getur því ekki tapað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að reyna eitthvað nýtt. Farðu í ferðalag eða kynntu þér nýjar hugmyndir í heimspeki, trú- málum eða stjórnmálum. Þú hefur þörf fyrir að víkka sjón- deilarhring þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver mun hugsanlega gefa þér gjöf eða gera þér greiða í dag. Taktu við því sem að þér er rétt. Þannig gefurðu fólki tækifæri til að sýna örlæti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að ganga frá óleyst- um deilumálum við foreldra þína eða góða vini. Þú ert já- kvæð/ur og skilningsrík/ur og ættir að nota tækifærið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 c5 2. d4 cxd4 3. Dxd4 Rc6 4. De3 g6 5. Rc3 Bg7 6. Bd2 d6 7. 0–0–0 Rf6 8. Rd5 e6 9. Rxf6+ Dxf6 10. Bc3 e5 11. Bc4 0–0 12. Re2 Be6 13. Bd5 Bxd5 14. exd5 Re7 15. f4 b5 16. g4 b4 17. fxe5 Dh4 18. Bxb4 Dxg4 19. Bc3 Rf5 20. Dd3 dxe5 21. Rg3 Rd6 22. Hhe1 Da4 23. Kb1 Hab8 24. b3 Hfe8 25. Bb2 Db4 26. Re4 Rb5 27. d6 Hed8 28. c3 Da5 29. Dd5 Ra3+ 30. Bxa3 Dxa3 31. Hf1 Hd7 Staðan kom upp í lands- liðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Spútnik mótsins, Róbert Harðarson (2.285), hafði hvítt gegn Guðmundi Halldórssyni (2.282). 32. Hxf7! Hxf7 33. Hf1 Hbf8 34. Hxf7 Hxf7 35. Rg5 h6 36. Dxf7+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, 8. sept- ember, verður sextug Elna Þórarinsdóttir, Ásbúð- artröð 13, Hafnarfirði. Eig- inmaður hennar er Baldvin E. Albertsson, hann varð 60 ára 27. apríl sl. Þau eru að heiman. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. sept- ember, er fimmtugur Hall- dór Gunnar Hilmarsson, flugumferðarstjóri, Mar- argrund 8, Garðabæ. Eig- inkona hans er Sigríður Finnbjörnsdóttir. Þau eru að heiman í dag. ÁRNAÐ HEILLA ENGUM spilara þykir skemmtilegt að sitja í hund- unum, enda eru veik spil ávís- un á aðgerðaleysi í sögnum og úrspilið endar sjaldnast í slíkum höndum. En drottinn leggur líkn með þraut – sá með veiku spilin er oft þýð- iningarmikill í vörn. Settu þig í spor austurs, sem er í vörn gegn fjórum spöðum: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ D965 ♥ 764 ♦ Á97 ♣D73 Vestur Austur ♠ 83 ♥ G982 ♦ G53 ♣10862 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Pass Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur spilar út hjarta- kóng. Þú kallar og vestur á slaginn. Makker spilar næst hjartadrottningu, sem suður tekur með ás. Sagnhafi tekur ÁK í trompi (makker fylgir), síðan tígulkóng og ás og trompar þriðja tígulinn. Spil- ar svo hjarta í bláinn og makker lætur tíuna. Nú er stóra stundin runnin upp. Hvernig viltu verjast? Spilið er upptalið þegar hér er komið sögu; suður hef- ur byrjað með skiptinguna 5- 3-2-3. Vörnin hefur fengið tvo slagi á hjarta og þarf tvo á lauf. Það er augljóslega rétt að yfirtaka hjartatíuna og spila laufi, því þannig má tryggja tvo slagi á litinn ef makker á ÁG9. En segjum að vestur eigi ekki níuna – bara ÁGx. Er hægt að svíða út tvo slagi á slíkan lit? Norður ♠ D965 ♥ 764 ♦ Á97 ♣D73 Vestur Austur ♠ G7 ♠ 83 ♥ KD10 ♥ G982 ♦ D10862 ♦ G53 ♣ÁG4 ♣10862 Suður ♠ ÁK1042 ♥ Á53 ♦ K4 ♣K95 Það er hægt, en þá verður austur að spila ÁTTUNNI og draga þannig máttinn úr níu suðurs. Ef suður lætur níuna mynda 106 gaffal á sjöu blinds. Hundarnir eru líka spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Í ÞESSUM pistlum hef- ur sjaldan verið rætt um stafsetningu orða í ís- lenzku. Ýmsir lesendur hafa vissulega minnzt á þetta við mig og það oft ekki að ósekju. Ég hef samt fremur leitt hug- ann að orðum og merk- ingum þeirra, enda ekki vanþörf á ábendingum í þeim efnum. Engu að síður væri stafsetning verðugt umræðuefni, því að mér – gömlum móð- urmálskennara – finnst orðin helzt til mikil laus- ung í þeim efnum, hvort sem er í prentuðu máli eða á sjónvarpsskjánum. Í sambandi við það get- ur ýmislegt kyndugt borið fyrir sjónir. Ekki alls fyrir löngu rakst ég á eftirfarandi setningar- brot, sem ég staldraði við, enda vakti eitt orð í henni furðu mína. Þar stóð þetta: „Og nú er þeim að verða ljóst að þessi gagnrýni var full- komlega réttmædd og tímabær.“ Já, gagnrýnin var réttmædd. Ekki skal fullyrt, að einhver annar en sá, sem svo ritaði, hafi lesið próförk að þeirri grein, sem þetta birtist í. Hafi svo verið, er vá fyrir dyrum. Ég trúi ekki öðru en ýmsir aðrir lesendur blaðsins en ég hafi rekið augun í þessa stafsetn- ingar- eða öllu heldur orðabrenglun, eins og ég vil kalla þetta. Hér er einmitt á ferðinni lo. réttmætur (kk), sem er í kvk. réttmæt og í hk. réttmætt. Úrskurðurinn var réttmætur, gagn- rýnin var réttmæt og nafnið var réttmætt. Ég held enginn geti velkzt í vafa um þetta, þegar að er gætt. Lo. mæddur á hér alls ekki heima. Hann er mæddur yfir e-u, hún er mædd yfir því og barnið er einnig mætt yfir e-u. Enga skýringu hef ég á þess- um ruglingi nema um sé að ræða linmæli þess, sem ritaði svo, þ.e. að bera t í ýmsum sam- böndum sem d. Heldur finnst mér hún samt ósennileg. Hvernig sem þessu er farið, vildi ég samt vekja athygli á þessu og um leið forða mönnum frá að detta of- an í þennan pytt. - J.A.J. ORÐABÓKIN Réttmætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.