Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 2
ATVINNA ÓSKAST Gröfumaður — hellulagningamaður Mottó ehf. óskar eftir vönum gröfumanni. Einnig vönum hellulagningamanni sem þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar í síma 566 8255 virka daga frá kl. 9-15. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. Mottó ehf., Flugumýri 24, Mosfellsbæ. Skrifstofustarf Málarameistarafélagið óskar eftir starfsmanni í krefjandi skrifstofustarf. Helstu verkefni eru: Bókhald, skipulag og utanumhald viðburða og funda, umsjón með heimasíðu, auk hefðbundinna skrifstofustarfa og annarra tilfall- andi verkefna. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. merktar: „M — 14140“ eða í box@mbl.is. Umsóknarfrestur er t.o.m. 12. september nk. Málarameistarafélagið.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                              Vélfræðingur Öflugt fyrirtæki í forystuhlutverki Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er leiðandi fyrirtæki í sölu- og markaðssetningu á drykkjarvörum. Fyrirtækið framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur fjölbreytt úrval drykkja sem uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina. Ölgerðin er eitt elsta fyrirtæki á Íslandi og hefur sterka gæðaímynd á heima- markaði sínum. Fyrirtækið kappkostar stöðugt að vera í fremstu röð sem sölu- og markaðs- fyrirtæki á sviði drykkjarvara. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. óskar eftir að ráða vélfræðing til starfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið felst í viðhaldi á vélum og tækjum ásamt uppsetningu nýrra tækja og nýsmíði. Menntunar- og hæfniskröfur • Vélfræðingur • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg. • Fagmennska og vilji til metnaðarfullra starfa • Góðir samskiptahæfileikar. Áhugasamir sendi greinargóðar upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf til afgreiðslu Mbl. merktar „Egils – vélstjóri“ fyrir 16. september n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Sunnudagur 7. september 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni8.668  Innlit 17.009  Flettingar 73.495  Heimild: Samræmd vefmæling Sunnudagur 7. september 2003 st frá vinstri: Bjarni Jónsson, Vala Þórsdóttir, Sigurður Pálsson, Ólafur Haukur Símonarson. Neðri röð frá vinstri: Hávar Sigurjónsson, Jón Atli Jónasson, Kristján Þórður Hrafnsson og Baltasar Kormákur. Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson. Íslenski leiklistarveturinn Fjöldi íslenskra leikverka verður settur á svið í vetur,þar af verk eftir átta höfunda í Þjóðleikhúsinu. erðalögSan FranciscosælkerarDraumaliðið á VoxbörnLeikföngbíóDonald Sutherland KR-ingar á sigurbraut Íslandsmeistarar karla og kvenna Spilaði með strákunum við misjafnar undirtektir. Prentsmiðja Morgunblaðsins MILLJARÐUR Í VIÐBÓT Greiðslur atvinnuleysisbóta úr At- vinnuleysistryggingasjóði eru um einum milljarði króna hærri fyrstu átta mánuðina í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig höfðu verið greiddir tæpir 2,7 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur fram til 1. september. Á sama tíma í fyrra var búið að greiða 1,7 milljarða í at- vinnuleysisbætur, en þetta jafngildir 59% aukningu á milli ára. Össur á spelkumarkaðinn Össur hf., sem einkum hefur ein- beitt sér að framleiðslu gervilima, hyggst nú færa út kvíarnar með framleiðslu spelkna úr svokölluðum koltrefjum. Að sögn Árna Alvars Arasonar, hjá Össuri, er mikið í húfi þar sem spelkumarkaðurinn á heimsvísu er allt að þrisvar sinnum stærri en stoðtækjamarkaðurinn. Talið er að spelkumarkaðurinn nemi allt að tveimur til þremur millj- örðum bandaríkjadala á ári sem svarar til 164 til 246 milljarða ís- lenskra króna. Abbas segir af sér Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínumanna, sagði af sér í gærmorgun, en vinsældir hans með- al almennings hafa farið dvínandi, og hann hefur átt í hörðum deilum við Yasser Arafat, æðsta leiðtoga Pal- estínumanna. Ísraelar segja að þrátt fyrir afsögnina verði Abbas áfram eini maðurinn sem þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna við. Sprenging í Kasmír Sex manns létust er bílsprengja sprakk á ávaxtamarkaði í Srinagar, höfuðstað indverska hluta Kasm- írhéraðs í gærmorgun. Herská, pak- istönsk samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Skissa 6 Hugvekja 39 Sigmund 8 Myndasögur 40 Listir 22/27 Bréf 40 Af listum 22 Dagbók 42/43 Forystugrein 28 Krossgáta 44 Reykjavíkurbréf 28 Fólk 46/53 Skoðun 30/31 Bíó 50/54 Minningar 34/37 Sjónvarp 54 Þjónusta 37 Veður 55 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgja aug- lýsingablöðin Vika símenntunar og „Góð heilsa í þínum höndum alla ævi“ frá Heilsuhúsinu. EKKI ER útilokað að mati utanrík- isráðuneytisins að samstaða náist um það á fundi Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Kankún í Mexíkó 10.–14. september að skerða heimildir til framleiðslutengds stuðnings við landbúnað í kringum 60%. Þetta myndi þýða að heimildir Íslendinga lækkuðu úr 13,5 milljörð- um króna í u.þ.b. 5,5 milljarða. Nýt- ing Íslendinga á þessum heimildum hefur verið 80–90% og því ljóst að til breytinga þarf að koma til að raun- stuðningur rúmist innan framtíðar- heimilda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem utanríkisráð- herra lagði fyrir ríkisstjórnina en þar reifaði hann stöðuna í samninga- lotu WTO og kynnti afstöðu Íslands fyrir ráðherrafund WTO. Þar kemur einnig fram að þótt engar tölulegar stærðir liggi fyrir um lækkun tollaheimilda og þak á tollheimildir, sem hugsanlega verði samið um í Kankún, bendi allt til þess að íslenskur landbúnaður muni á komandi árum standa frammi fyrir auknum markaðsaðgangi erlendra búvara og meiri erlendri samkeppni en þekkst hefur til þessa. Því sé nauðsynlegt fyrir íslenskan landbún- að að halda áfram á hagræðingar- braut og stuðla að lækkuðum fram- leiðslukostnaði og verði til neytenda. Beingreiðslur aflagðar? Í minnisblaði utanríkisráðherra kemur fram að sú leið sem einkum komi til greina til þess að mæta hugsanlegri skerðingu á innanlands- stuðningi felist í því að aftengja stuðning (beingreiðslur) við bændur frá framleiðslu að einhverju eða öllu leyti. Tekið er fram að íslensk stjórn- völd hafi í viðræðunum lagt áherslu á að viðhalda möguleikum til að stunda framleiðslutengdan stuðning ásamt því að leggja áherslu á að ekki sé hreyft við heimildum til að styðja við byggðir og búsetu, umhverfi og fleiri þætti eftir leiðum sem ekki hafa við- skipta- eða markaðstruflandi áhrif. Um markaðsaðgang og tollalækk- anir segir að ríki á borð við Ísland, Noreg og Sviss o.fl. hafi ítrekað mót- mælt hugmyndum sem uppi eru um tollalækkanir og tollaþak þar sem þau þyrftu við þær aðstæður að bera mun þyngri byrðar en önnur ríki þar sem þau hafi mjög fáa en háa tolla. Að því er Ísland snertir sé við- kvæmustu tollaheimildirnar að finna á þeim vörum sem falli undir svokall- aðar lágmarksaðgangsskuldbinding- ar, fyrst og fremst kjöt, ostar, smjör og egg en á öðrum sviðum sé mun meiri sveigjanleiki til þess að lækka tollaheimildir. Erfitt sé fyrir Ísland að fallast á þak á tollaheimildir þar sem ósam- keppnishæfni íslensks landbúnaðar á verðgrundvelli geri það að verkum að hugsanlegt þak sem kynni að vera viðunandi fyrir þorra aðildarríkja yrði að líkindum of lágt til að veita ís- lenskum landbúnaði nauðsynlegt lágmarksskjól. Stefna Íslands vegna WTO-fundar kynnt í ríkisstjórn Aukinn markaðsað- gangur fyrir búvörur FÉLAGSMENN í Aflinum, félagi qi gong-iðkenda á Íslandi, hyggja á framleiðslu kennslu- myndbands í qi gong sem er ætl- að að vera leiðbeinandi um æf- ingarnar eins og þær hafa þróast undir stjórn Gunnars Eyjólfs- sonar, leikara og qi gong- iðkanda, um árabil. Frá þessu er sagt á heimasíðu Björns Bjarna- sonar, dóms- og kirkjumálaráð- herra og formanns félagsins. Björn og Gunnar Eyjólfsson hafa iðkað qi gong um árabil og er nú svo komið að færri komast að á æfingum en vilja og áhuginn heldur áfram að aukast. Að sögn Björns voru æfingarnar teknar upp í blíðskaparveðri á Miklatúni í vor en eftir er að fullvinna myndbandið og texta það. Áhugi á qi gong hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. „Það var til þess að svara þeirri eftirspurn allri sem við fórum út í að vinna þetta mynd- band. Efnið í æfingarnar hefur verið myndað en næsta skref er síðan að vinna texta og annað og gera það þannig úr garði að þetta nýtist sem flestum því við viljum koma til móts við þann áhuga sem við verðum varir við,“ segir Björn. Hann segir Rafn Rafnsson kvikmyndagerðarmann vinna að gerð myndbandsins með félögum í Aflinum, en ekki sé ljóst hvenær það verði tilbúið. Félagsmenn í Aflinum eru um 80 en félagið var stofnað 1. júní 2002 og Björn Bjarnason kosinn formaður á fyrsta fundi þess. „Félagið er sprottið af því að við urðum að skipuleggja okkur til að átta okkur á hvernig við ætt- um að bregðast við auknum áhuga.“ Skipulegar morgunæfingar fara fram þrisvar í viku í Þjóð- leikhúsinu áður en venjuleg starfsemi hefst í húsinu og iðk- endur halda til vinnu. Einnig er skipulega æft tvisvar í viku í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal auk þess sem félagar í Keflavík koma vikulega saman í skátahúsinu þar. Björn segist ekki í vafa um hvert sé inntak qi gong: „Það er að virkja lífsorkuna og njóta hennar betur en annars væri.“ Björn Bjarnason segir mikinn áhuga á qi gong-leikfimi Kennslumyndband gefið út til að mæta þörfinni UM 120 manns eru að hefja meist- aranám í almennri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Það eru um tífalt fleiri nemendur en skráðir hafa ver- ið í þetta nám áður, en kennsla í því hófst árið 1997. Gunnar Helgi Kristinsson pró- fessor, sem hefur umsjón með nám- inu, segir að kennsla sé að hefjast og í kennslustundum séu um 120 manns. Um 80 séu í MPA-námi og um 40 í diploma-námi sem sé styttra nám en samt sem áður á framhaldsstigi. Gunnar Helgi sagði að um væri að ræða tveggja ára framhaldsnám eftir BA-próf. Námið miðaðist að nokkru við að fólk hefði aflað sér reynslu á vinnumarkaði og mjög margir sinntu reyndar náminu jafn- hliða vinnu, þannig að meðalaldur- inn í hópnum væri svolítið hærri en venjan væri í háskóla. „En það er líka styrkur hópsins að það er fyrir í honum gríðarleg reynsla og þekking sem maður þarf að virkja,“ sagði Gunnar Helgi. Reynt að koma til móts við aðstæður á vinnumarkaði Hann sagði spurður að reynt væri að koma til móts við aðstæður á vinnumarkaði eins og kostur væri í náminu, þó aldrei væri auðvelt að vera bæði í vinnu og námi. Þannig væri eingöngu kennt milli 8 og 10 á morgnana. Fólk hefði þá afgang dagsins til að vera í vinnu og þyrfti þá að nota kvöldin og helgarnar til að lesa og læra. Þá væri einnig gert ráð fyrir því að námið gæti tekið lengri tíma en þau tvö ár sem eðli- legur námshraði miðast við. Aðspurður hvort þessi mikli áhugi hefði ekki komið á óvart sagði hann að þeir hefðu gert átak í að kynna námið og fengið aðstoð nýrr- ar stofnunar, stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála, við það og mótun námsins. Það hefði gengið vonum framar. Boðið væri upp á miklu fleiri námskeið en áður og námið hefði verið endurskipulagt, eiginlega alveg frá grunni. „Við höfðum fundið fyrir því að það væri áhugi, en jafnvel okkur kom verulega á óvart allur þessi gífurlegi fjöldi,“ sagði Gunnar Helgi. Hann sagði að þetta nám hefði verið kennt frá 1997. Það hefði hins vegar ekki verið hægt að bjóða upp á það á hverju ári. 10–15 nemendur hefðu verið teknir inn á hverju ári og því mætti segja að hér væri um tíföldun á nemendafjölda að ræða. Morgunblaðið/Ásdís Um 120 manns eru innritaðir í meistaranám í almennri stjórnsýslu við HÍ. 120 manns innritaðir í meistaranám í almennri stjórnsýslu við Háskóla Íslands Tíföldun á nem- endafjölda frá því sem áður var Ljóssins englar valið Ljósalagið 2003 LAG Magnúsar Kjartanssonar og Kristjáns Hreinssonar, Ljóssins englar, var valið Ljósalagið 2003 í sönglagakeppni Ljósahátíðar í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið. Ruth Reginalds flutti lagið fyrir troðfullu húsi í Stapanum og var lagið valið af sérstakri dómnefnd, auk áhorfenda í Stapanum og þátt- takenda í kosningu á Netinu. Í öðru sæti varð lag Valgeirs Guðjóns- sonar, Bæði úti og inni, í flutningi Friðriks Ómars Hjörleifssonar. Í þriðja sæti lenti lagið Dimmalimm eftir Heru í flutningi höfundar. Ljósmynd/Páll Ketilsson Ruth Reginalds flutti sigurlagið. Smáauglýsingar í Morgunblaðinu MORGUNBLAÐIÐ byrjar að birta smáauglýsingar laugardaginn 13. september og alla laugardaga það- an í frá. Um er að ræða nýja þjón- ustu við lesendur blaðsins og verða áskrifendum boðin sérkjör á aug- lýsingum fram til áramóta. Að sögn Gests Einarssonar, auglýsinga- stjóra Morgunblaðsins, var hug- myndin m.a. sú að efna til vikulegs flóamarkaðar í Morgunblaðinu með því að fólk ætti þess kost að auglýsa nánast hvað sem er í blaðinu. Reynslan af nýjung sem nýlega var tekin upp þegar farið var að bjóða upp á smáauglýsingar í bílablaði Morgunblaðsins hafi verið mjög góð og því hafi legið beinast við að bjóða áskrifendum upp á enn meiri þjónustu á þessu sviði. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.