Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 7. september 1993: „Það má færa sterk rök fyrir því, að á þeim tíma sem liðinn er frá því Eistlendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1991, hafi þeir náð meiri árangri við að byggja upp lýðræð- islegt þjóðfélag og markaðs- kerfi en nokkurt annað lýð- veldi Sovétríkjanna fyrrverandi. Ólíkt því sem gerst hefur í Lettlandi og Litháen hafa flokkar, sem eiga rætur sín- ar að rekja til gamla sov- éska kommúnistaflokksins, ekki fengið teljandi fylgi í kosningum í Eistlandi. Þess í stað kusu Eistlendingar til valda frjálslynda ríkisstjórn í október í fyrra, sem gert hefur gangskör að því að umbylta efnahagskerfi landsins og koma því í vest- rænt horf.“ . . . . . . . . . . 7. september 1983: „Menntakerfi okkar er kom- ið í mikinn vanda. Það virð- ist ekki hafa ráðið nema að takmörkuðu leyti við þær breytingar, sem hófust fyrir einum og hálfum áratug og í upphafi stefndu að því að opna fleiri ungmennum leið til langskólanáms. Háskól- inn er að drukkna í því flóði nýstúdenta, sem sækja um inngöngu ár hvert. Fram- haldsskólarnir ráða ekki við að halda uppi þeim kennslu- gæðum, sem gera fólki kleift að stunda háskólanám með árangri. Hlutfall þeirra, sem falla á fyrsta ári í háskóla, er ótrúlega hátt. Þess eru nú dæmi, að er- lendir háskólar neiti að taka íslenzkt stúdentspróf gilt.“ . . . . . . . . . . 7. september 1973: „Eins og kunnugt er, vöktu umræð- urnar um landhelgisdeilu okkar og Breta mikla at- hygli á NATO-fundinum í Kaupmannahöfn, og fréttir af ofbeldisverkum Breta bárust þá um víða veröld. Þar höfðum við vettvang til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri, og áreiðanlegt er, að fregnir af umræðun- um hafa mjög orkað á al- menningsálit víðsvegar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÍFLEGT LEIKHÚSLÍF Margir bíða þess með eftir-væntingu á hverju haustiað leikhúsin kynni verkefni vetrarins, enda um að ræða mik- ilvægan þátt í menningarlífi lands- manna. Það vekur nokkra athygli hversu mörg íslensk leikrit á að setja á fjalirnar á þessu leikári, en eins og fram kemur í umfjöllun í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag er ljóst að um rúmlega tuttugu verk er að ræða, þó ekki sé öllum kynningum á verkefnum lokið. Þjóðleikhúsið er atkvæðamest í frumflutningi á íslenskum leikverk- um í vetur, en ráðgert er að setja átta ný íslensk verk upp á leikárinu sem er að hefjast. Eins og fram kemur í umfjöllun blaðsins hafa ekki verið jafnmörg íslensk verk í vinnslu í Þjóðleikhúsinu um árabil, og til samanburðar má geta þess að í fyrra voru þau fimm, en einungis tvö árið þar á undan. Þó þetta sé vissulega afar jákvæð þróun, ætti hún ekki að sæta jafnmiklum tíð- indum og raun ber vitni, því líta má á það sem eitt mikilvægasta hlut- verk Þjóðleikhússins að ýta undir og styðja við íslenska leikritun. Líklega hafa engir aðrir aðilar á þessum markaði það bolmagn sem Þjóðleikhúsið hefur til að rækta innlendar leikbókmenntir og því ekki nema eðlilegt að þær kröfur sem gerðar eru til þess á sviði frumsköpunar séu meiri en þær sem gerðar eru til annarra. Á vegum Borgarleikhússins verða frumflutt þrjú íslensk verk, en Borgarleikhúsið verður þar að auki í samstarfi við utanaðkomandi aðila um eitt íslenskt leikverk til við- bótar, auk verkefna sem eru blanda af íslenskri frumsköpun og er- lendri. Þeir viðmælendur Morgunblaðs- ins sem tjá sig um leikhúslífið í blaðinu í dag eru nánast allir sam- mála um það að þessi gróska í ís- lenskum leikbókmenntum hljóti að teljast óvenjuleg, en um leið ánægjuleg. María Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikhúsfræðingur, seg- ir stöðu íslensks leikhúss og leik- húsfólks hafa verið fremur veika síðastliðinn áratug, en bendir jafn- framt á að samt sem áður hafi vissulega verið gerðar tilraunir til að hvetja og styðja fólk til að skrifa leikrit og nefnir Hafnarfjarðarleik- húsið og Borgarleikhúsið sérstak- lega. Síðan segir María: „En átta verk á einum vetri hjá Þjóðleikhús- inu! […] Þá læðist fram á varirnar bros. Því leikhúsið hefur á und- anförnum árum einmitt verið gagn- rýnt harkalega fyrir að vanrækja íslenska höfunda og samtalið við þjóðina. En það ber auðvitað að þakka þegar íslenskir valdamenn hlusta á og bregðast við gagnrýni með sveiflu. Samt spyr ég: Hvar eru allar íslensku konurnar?“ Það verður ekki framhjá því litið að þessi spurning Maríu Kristjáns- dóttur er réttmæt, því einungis ein kona er meðal hinna átta íslensku höfunda sem eiga verk í Þjóðleik- húsinu í vetur og engin kona er meðal þeirra höfunda er vinna verk fyrir Borgarleikhúsið, þó konur komi við söguna sem höfundar í samstarfsverkefnum Borgarleik- hússins við aðra aðila. Þegar við bætist sú staðreynd að leikkonur eiga undir högg að sækja í hefð- bundnu leikhúsi miðað við karlkyns leikara, m.a. vegna skorts á bita- stæðum hlutverkum í heimsbók- menntunum, og að kvenkyns leik- stjórar hafa ekki notið sín sem skyldi í íslenskum leikhúsheimi, verður rýr hlutur kvenna í skapandi lykilstöðum í leikhúsinu á þessu leikári enn meira áberandi. Þó þeir tímar séu vonandi löngu liðnir að gera þurfi kröfu um kynja- kvóta í íslensku menningarlífi er það ójafnvægi sem þarna blasir við óneitanlega umhugsunarvert. Menningarlífið, ekki síst það menn- ingarlíf sem greitt er fyrir af op- inberu fé, þarf helst að endurspegla allt samfélagið í umfjöllun sinni; reynsluheim og starfskrafta kvenna engu síður en karla. Nema auðvitað að sú spegilmynd sem við blasir í leikhúsunum sé ekki fjarri þeim veruleika sem við konum blasir víð- ar í íslensku þjóðlífi, þrátt fyrir alla jafnréttisumræðu síðust ára. Þ að er erfitt að hugsa sér grýtt- ari veg en leiðina til friðar milli Ísraela og Palestínu- manna. Í hvert skipti, sem birtist vonarglæta, kemur bakslag. Ekki er fyrr stigið fram, en tekið er skref aftur- ábak. Þegar annar aðilinn lætur til skarar skríða svarar hinn. Í kjölfar hryðjuverka fylgja hernaðaraðgerðir og hernað- araðgerðum er svarað með hryðjuverkum í enda- lausum vítahring. Fáir sjá fyrir sér að Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, finni leið til að brjótast út úr þessum vítahring. Til þess hafi þeir of lengi eld- að saman grátt silfur. Milli þeirra muni aldrei ríkja traust og því geti ekki skapast forsendur til friðar. Hvort sem slíkur málflutningur á við rök að styðj- ast eða er átylla til að ganga ekki til samninga og einangra Arafat hafa Ísraelar sagt að nýr maður þurfi að taka við forustu Palestínumanna og Bandaríkjamenn hafa tekið undir það. Svarið við þessari kröfu var Mahmoud Abbas, sem er fyrsti maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra Palestínumanna og lagði í dag, laugardag, fram af- sögn sína. Abbas, sem einnig gengur undir nafn- inu Abu Mazen, hefur ekki átt auðvelt uppdráttar frá því hann tók við í apríl, en það að hann tæki við völdum var ein forsenda þess að hefjast handa við að framfylgja hinum svokallaða vegvísi til friðar, sem gerir ráð fyrir því að innan ákveðins tíma verði búið að koma á fót sjálfstæðu ríki Palestínu. Frá upphafi hefur Abbas þurft að glíma við það að reynt hefur verið að grafa undan honum úr tveimur áttum. Annars vegar hafa Ísraelar ekki fylgt vegvísinum, sem hefur gert Abbasi erfitt að fara fram á að Palestínumenn leggi niður vopn og fylgi vegvísinum í góðri trú. Hins vegar hefur Ara- fat ekki verið á þeim buxunum að leggja niður völd möglunarlaust og virðist hann tilbúinn að nýta sér hvern veikleika Abbasar til þess að efla stöðu sína. Undanfarna daga hefur Abbas barist fyrir póli- tískri framtíð sinni og að morgni laugardagsins var svo komið að hann sendi afsagnarbréf til Ara- fats. Brotthvarf Abbasar yrði reiðarslag fyrir frið- arumleitanir, en hins vegar er ekki ljóst þegar þetta er skrifað hvort Arafat muni samþykkja af- sögnina eða reyna að telja Abbas á að sitja áfram. Haft var eftir Hanan Ashrawi, þingmanni á palest- ínska þinginu, að hún hefði hitt Arafat eftir að hann fékk bréfið í hendur og hann hefði ekki viljað taka ákvörðun fyrr en hann hefði rætt við Abbas. Ekki er víst hvernig Abbas tæki slíkri málaleitan Arafats, en hins vegar var ljóst að hann átti yfir höfði sér að palestínska þingið gengi til atkvæða um traustsyfirlýsingu um hann eftir helgina. Þá lýsti Sharon þegar yfir því að Ísraelar myndu ekki sætta sig við að Arafat eða bandamaður hans tæki við völdum hjá Palestínumönnum. Ofbeldinu linnir ekki Til marks um það að ofbeldinu linnir ekki er að á föstudag gerðu Ísraelar árás í Nablus, drápu Mohammed Hanbali, sprengjusérfræðing úr röðum Hamas, og jöfnuðu við jörðu sjö hæða íbúðabyggingu, sem hann bjó í. Um leið voru hí- býli tuga Palestínumanna eyðilögð og komu þegar fram ásakanir um að Ísraelsher hefði ekki aðeins verið að láta til skarar skríða gegn Hanbali, sem sagður er hafa átt þátt í sprengjutilræðum og skotárásum, sem hafa valdið bana minnst 36 Ísr- aela og sært mörg hundruð, heldur hefði refsi- vöndur hans einnig beinst gegn saklausum borg- urum. Aðgerð Ísraelanna er lýst í fréttaskeyti frá AP: „Aðgerð Ísraelanna hófst um klukkan 9.30 um kvöldið (18.30 gmt á fimmdag). Hermenn um- kringdu bygginguna, skipuðu íbúunum að fara út og fóru með þá í barnaskóla skammt frá, að sögn Jamals Kordi, 38 ára gamals húsamálara, sem var einn af íbúum hússins. Mennirnir voru handjárn- aðir og spurðir um ókunnuga í byggingunni. Kordi sagði að eftir miðnætti hefðu hann og þrír aðrir verið færðir inn í bygginguna sem svokall- aðir „mannlegir skildir“, og látnir leiða þegar her- mennirnir leituðu í hverri íbúðinni á fætur annarri í fylgd hunda. Hæstiréttur Ísraels hefur bannað þessa aðferð, en herinn svaraði ekki spurningum um málið. Eftir nokkurn tíma sagðist Kordi hafa heyrt sprengingu á einni af efri hæðunum og að lokum hefði hann og hinir mennirnir þrír verið færðir aft- ur í skólann. Að sögn ísraelska hersins lá Hanbali í leyni vopnaður AK-47 riffli ofan á lyftu sem var milli neðri hæða hússins og veitti hermönnum fyrirsát þegar þeir opnuðu lyftudyr fyrir ofan hann á fimmtu hæð. Ísraelskur hermaður, Raanan Kum- imi, lét lífið og í kjölfarið skutu hermennirnir Hanbali til bana. Meðan á bardaganum stóð vörpuðu vígamenn handsprengjum að hermönnunum, að sögn Shar- ons Feingold, talsmanns hersins, og særðust fjórir hermenn, einn alvarlega. Herinn skaut sprengju- skeytum að byggingunni. Byggingin var sprengd í loft upp um sex klukkustundum eftir að bardaganum lauk vegna þess að herinn taldi að vopnaðir Palestínumenn væru enn í felum á efri hæðum hússins, að sögn Feingold. Kordi bar hins vegar að nokkrum íbúum hefði verið leyft að fara aftur inn í húsið um miðjan morguninn til að sækja eitthvað af eignum sínum. Sagði Kordi að það virtist ólíklegt að hermenn hefðu leyft íbúunum að fara aftur inn í byggingn- una ef þeir óttuðust að þar væru enn vígamenn: „Það var engin ástæða [til að eyðileggja húsið],“ sagði hann. „Þetta var bara hefnd.““ Óvíst er hvað gerist næst en aðgerðum Ísraela hefur iðulega verið svarað með tilræðum og nægir í þeim efnum að minna á að 22 létu lífið í sjálfs- morðsárás í strætisvagni í Jerúsalem í liðnum mánuði. Palestínskir embættismenn sökuðu Ísraela á föstudag um að vera að reyna að eyðileggja veg- vísinn. „Ísraelsstjórn stendur í allsherjarstríði, sem að lokum mun leiða til þess að palestínsk stjórnvöld leysast upp um leið og friðarferlið og við tekur á nýjan leik algert hernám Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu,“ sagði Saeb Erekat, helsti samningamaður Palestínumanna. Þessar aðgerðir Ísraela gerðu Abbasi lífið ekki auðveldara. Ahmed Qureia, forseti palestínska þingsins sagði á föstudag að hann hefði ákveðið að gengið yrði til atkvæða um traustsyfirlýsingu við Abbas í næstu viku. Gert var ráð fyrir því að Abb- as ræddi við þingmenn í dag, laugardag, fyrir lukt- um dyrum og þar yrði meðal annars farið yfir vandamálin, sem upp hafa komið í samskiptum hans við Arafat, en óvíst var hvort af þeim fundi yrði eftir að Abbas lagði fram afsögn sína. Arafat hefur ekki viljað láta af hendi völd yfir öryggis- sveitum þrátt fyrir kröfu Bandaríkjamanna um að hann gerði það. Abbas hafði farið fram á það á fimmudag að palestínska þingið gengi til atkvæða um stuðning við málstað sinn, en leysti ella upp stjórn sína. Forseti þingsins var í fyrstu tregur til að verða við þessari ósk, en lýsti síðan yfir því í gær, föstudag, að gengið yrði til atkvæða um traustsyfirlýsingu. Erfitt verk og óframkvæm- anlegt? Abbas gaf um leið til kynna að hann myndi ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að koma á miðstýringu öryggis- sveitanna og binda enda á ofbeldisverk af hálfu Palestínumanna. „Við munum ekki leyfa neinum að selja fólki ómögu- legar tálsýnir,“ sagði Abbas á þinginu og bætti við að hann vildi binda enda á allar aðgerðir, sem ein- angra „okkar réttláta málstað“ og veita „Ísr- aelsher skálkaskjól“. Abbas krafðist reyndar ekki traustsyfirlýsingar, en með því að leita eftir stuðn- ingi þingsins hugðist hann fá nýtt veganesti til að taka upp þráðinn að nýju í friðarviðræðunum. „Ég krefst þess ekki að vera áfram,“ sagði Abbas. „Og ég mun ekki leggja neitt á mig til að halda þessu embætti. Þetta er erfitt verk og margir segja að það sé óframkvæmanlegt.“ Hann skoraði á þingið að hætta pólitískum leikjum og veita sér annað hvort eða svipta valdi og stuðningi. 18 þingmenn af 88 lögðu þegar fram tillögu um að ganga til at- kvæða um traustsyfirlýsingu. Það var orðið ljóst að Abbas hafði ekki mörg spil á hendi í þessum slag. Friðarferlið er í rúst og hann stóð illa að vígi í valdabaráttunni við Arafat. Þegar Abbas kom í þingið á fimmtudag spruttu fram sjö grímuklæddir menn, drógu fram sprautubrúsa með málningu og letruðu „Niður með stjórn Abus Mazens“ á vegg. Um leið tók ann- ar hópur ungra manna sér stöðu á tröppum þings- ins og hrópaði slagorð gegn Abbasi og Muahmmad Dahlan, öryggismálaráðherra Palest- ínumanna og náins samherja forsætisráðherrans. „Abbas og Dahlan, blóð píslarvottanna er ekki til sölu,“ hrópuðu þeir og brutu niður hurð áður en öryggisverðir fylgdu þeim í burtu. talið var víst að mennirnir hefðu verið sendir á vettvang af leiðtog- um Fatah, hreyfingar Yassers Arafats, í því skyni að nota tækifærið á meðan fréttamenn væru á staðnum með sjónvarpsvélar. Haft var eftir stuðn- ingsmanni Abbasar að þetta hefði verið sett á svið fyrir arabaheiminn til þess að láta forsætisráð- herrann virðast vera veikan fyrir og óvinsælan. Arafat og Abbas eru gamlir samherjar og nær samstarf þeirra marga áratugi aftur. Abbas er einn af fáum samherjum Arafats, sem alla tíð hef- ur verið honum hollur og aldrei tók þátt í ráða- bruggi gegn honum, þótt hann fylgdi honum held- ur ekki í blindni. Abbas átti þátt í að stofna Fatah
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.